Alþýðublaðið - 23.12.1965, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 23.12.1965, Blaðsíða 4
i[HKÍItlíS> Bitstjórar: Gylfl Gröndal (ób.) og Bcnedikt Gröndal. - Rltstjórnarfull- trúl: Eiður Guðnason. — SíraaK 14900 - 14903 — Augltfsingasími: 14908. ABsetur: Alþýðuhúsið vlð Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðu- blaðslns. — Askriftargjald kr. 80.00. — I lausasölu kr. 6.00 elntaklð. Gtgefandl: Alþýðuflokkurlnn. Góður efnahagur ÍSLENDINGAR eru þaikklátir fyrir nýja tækni og gott árferði, sem leitt hafa til meiri afla- bragða en sögur fara af. Hagur þjóðarinnar batnar, þúsundir fjöiskyldna fá meiri tekjur en áður og þjóðarheildin eylkur gjaldeyrissjóð sinn. Ekki kemur það hugsandi mönnum á óvart, þótt ýmsir erfiðlejkar komi einnig í kjölfarið. Það er gömul saga, að stundum er erfiðara að þola með- læti en móthyr. Hinar miklu sveiflur í tekjum þjóð arinnaT ýta undir verðbólgu og auka skort vinnu- afls, og reynir þá á istjórnarvöld að gera viðeigandi aráðstafanir til að bægja hættum frá efnahagsiíf- inu. Alþýðuflokkurinn samþykkti fyrir nokkrum arnisserum endurókoðaða stefnuskrá. Þar er kafli um efnahagsmál, sem ber yfirskriftina „Skipuleg stjóm efnahagsmála.“ Þar segir svo: ,, Alþýðuf lokk urinn telur það hlutverk og iskyldu ríkisvaldsins að hafa fasta og skipulega stjórn á efnahagslífi þjóðarinnar. Takmark slíkrar stjórnar er: tryggja efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnár, að tryggja næga og örugga -atvinnu, áð tryggja vaxandi framleiðslu, að tryggja hagkvæma fjárfestingu, að tryggja verðgildi krónunnar. Alþýðuflokkurinn telur, að til þess að ná þess um markmiðum sé nauðsynlegt að halda þjóðhags- reikninga og semja þjóðhags- og framkvæmdaáætl- ©nir, þar sem mörkuð sé meginstefna í efnahags- imálum þjóðarinnar. Framkvæmd hennar sé síðan tryggð með samræmdri stjórn á peningastofnunum þjóðarinnar og fjármálum rikis- og sveitarfélaga.“ Núverandi ríkisstjórn hefur aúkið stórlega efna fiagslegt sjálfstæði þjóðarinnar, þar sem gjaldeyr- issjóður er þar sem áður voru óreiðuskuldir víða um Jönd. Næg og örugg atvinna hefur verið í landinu, bg raunar nokkru betur, því skortur á vinnuáfli SKefur verið mikill. Framleiðsla hefur verið vaxiandi, sérstaklega í sjávarútvegi og undirbúin hefur verið stóriðja og stórvirkjun. Um skiptingu þjóðartekna má hins vegar deila og verður varla sagt, iað stór- felldar breytingar hafi orðið á henni, þótt flestir þafi getað bætt kjör sín — að minnsta kosti með nukinni viunu. Jafnvel vinsamlegt samstarf ríkis- ralds og verkalýðshreyfingar hefur ekki komið til iieiðar stórbreytingum á tekjuskiptingunni. Eins má «ieiia um, hvort öli fjárfesting hafi verið hagkvæm, og þyrfti án efa áhrifaríkari áætlunarbúskap á því í iviði. Loks hefur gengi krónunnar haldizt, þótt því ,íé ával'lt hætt á tímum verðbólgu. I ’ 23. des. 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 0 éó-'i .1199 .éi ííiöAiáOÖí'íi^ ALLTÍ JÓLAMATINN HOLDANAUTAKJÖT Steikur — buff — lundir — filet. ☆ ALIKÁLFAKJÖT Steikur - buff - lundir — filet. ☆ SVÍNAKJÖT Kotilettur — hamborgarhryggir - vafðar steikur — læri - bógar - reykt flesk - skinkur — hnakkar - lundir - svínakjötshakk. ☆ DILKAKJÖT hryggir - læri - frampartar - kotilettur ☆ REYKT D9LKAKJÖT Lambahamborgarhryggir og læri - hamborgarsteikur — útbeinuð og vafin reykt læri og frampartar — hangikjöt. ☆ KJÚKLINGAR HÆNSNI - GÆSIR Matardeildin, Hafnarstræti 5, sími 11211 ivjötbúð Vesturbæjar, Bræðraborgarstíg 43, sími 14879 Matarbúðin, Laugavegi 42, sími 13812 Kjötbúðin, Grettisgötu 64, sími 12667 Kjötbúðin, Brekkulæk 1, sími 35525 Kjörbúð, Álfheimum 4, sími 34020 Kjörbúð SS, Háalpitisbraut 68, sími 32372 Kjörbúð SS, Laugarásvegi 1, sími 38140 Kjörbúð SS, Laugavegi 116, sími 23456 Kjötbúð SS. Skólavörðustíg 22, sími 14685 Matarbúð SS, Akranesi, sími 46. Sláfurfélag Suðurlands SKÚLAGÖTU 20

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.