Alþýðublaðið - 23.12.1965, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 23.12.1965, Blaðsíða 6
GLUGGINN Pegasus-flaugin leggur af stað með 170 farþega. ) Þegar flaugin lendir, bíður þyrla farþeganna miðborgarinnar. og flytur þá til 36 tonn af hergögnum, og þessa eldflaug á að vera hægt að senda hvert sem er innan hnattarins á minna en 45 mínútum. Einnig er áætlað að gera eins konar farþega flaug sem fer með 26 þús. kíló- metra hraða um hálfan hnöttinn. Farþegar og - áhöfn verða aldrei fyrir neinum alvarlegum áhrifum af hraðanum. Samt eykst þyngdar aflið þrisvar sinnum og tilfinn ingin verður svipuð því að fara í „rútchebana“. Ef Pegasus-eldflaugin verður orðin að farþegaflaug fyrir 170 farþega árið 1980, álíta sérfræð- ingar að ferðin gangi þannig fyrir sig: — Farþegamir koma til eldflaugavallarins í þyrilvængju beint innan úr borgunum. Þeir fara um borð í Pegasus-eldflaug- ina, sem annaðhvort er staðsett á sérstöku flo+hylki í höfninni, við ströndina eða á sérstökum eld- flaugavelli, sem er stað~ettur all- langt frá mannabústöðum. Inni í eldfla'ieinni, er komið í klefa sem er 37 metra liár og 16 metra breiður, og er honum skipt í fimm manna klefa, sem allir eru hreifanlegir. Þarna kemur farþeg inn sér fyrir í stól, sem er þó frekar eins og sófi. Fyrst sitja farþegarni- með öryggisólar um mitti. fætur og axlir, og strax og eldflaug er tilbúin til þet's að leggja af stað hefur hún sig á loft og farbegarnir hallast aftur á bak. í 120 km. hæð sitja farþeg- arnir næstum eðlilega, þar sem Framhald á 15. síðu. Eru þotuflugferðir hættu- legar stjórnmálamönnum HAFA FLUGFERÐIR með þot- um hættuleg áhrif á stjórnmála- menn? Bandaríski utanríkisráð- herrann, Dean Rusk, hefur lengi haldið því fram. Og rannsókn, sem nýlega var gerð á vegum ame ríska félagsins Federal Aviation Agency hefur sannað þersar grun- semdir. Athuganir með „tilrauna farþega — stúdenta úr bandarísk um háskólum — hafa sýnt, að flugferðir með þotum milli fjar- lægra staða, sem ekki eru á sama tímasvæði geta haft alvarlegar Farartæki framtíðarinnar NÚ eru geimfararnir Frank Bor man og James Lovell nýkomnir úr geimferð sinni í Gemini 7. Og tæknifræðingarnir þeirra eru þeg- ar byrjaðir að gera áætlanir um tímabilið 1980—1990 og halda því fram, að eldflaugatæknin muni þá hafa gjört algjöra byltingu í loft- farartækjum. Og þó að tunglferð- irnar verði þá kannske ekki eins algengar og Mallorcaferðirnar eru nú í dag, álíta hinir bandarísku sérfræðingar, að um árið 1980 muni margir þegar hafa ferðast til tunglsins. Bæði vísindamenn, tæknifræðingar og hermenn. Jafnframt munu menn byrja að að nota reynslu geimferðaaldar- innar :il þess að gera farþegaflaug ar, og er ráðgert að þær muni taka um 170 farþega. Komast má þá til allra staða á hnettinum á minna en 45 mínútum. Nú eru geimferðirnar þegar orðn ar hálfhversdagslegir viðburðir. Og sjónvarp stöðvar í Bandaríkj unum leggja enga áherzlu á að sýna fréttamyndir af geimförum. T.d. um daginn, þegar Gemini 7. fór á loft var kvikmynd af atburð- inum sjónvarpað á hálfum sjón- varpsskerminum, en á hinum helm ingnum var sýndur einn mesti fótboltakappleikur ársins. Þó er geimtæknin enn á braut ryðjendastigi, mörg vandamál eru óleyst og margt enn óþekkt getur komið við sögu. Þess vegna er ekki hægt að búast við að allt gangi snuðrulaust, þangað til að mennirnir hafa lagt undir sig fyrsta hnöttinn úti í geimnum sem sé tunglið. Hjá amerísku Douglas flugvéla- verksmiðjunum, sem hafa fram- leitt einar frægustu flugvélateg- undir í heimi, DC 3, 4, 6, og 7 og þoturnar DC 8 og 9, er nú verið að undirbúa eldflaugar framtíð- arinnar, en þær munu valda al- gjörrj breytingu á tíma og fjar- lægð á milli staða hér á jörðinni. í geimferðadeild Douglasverk- smiðjanna, þar sem á að koma fyrir geysistóru tilraunahvolfi, geta bæði áhafnir og farþegar eldflauganna fundið áhrif þyngd- arleysisins, og áætlanir eru um, að Pegasus-eldflaugin, sem er gerð hjá Douglasverksmiðjunum, verði notuð rem áætlunareldflaug í fram tíðinni. Eins og er, er fylgt sömu tækni reglum sem við þróun flugsins. Hjá Douglas-verksmiðjunum er áætlað að smíða sér taka Pegasus eldflaug til hnattferða, fyrir 260 hermenn í fullum búningi eða MAÐUR NOKKUR, Berandino Baroni varð ákaflega glaður um daginn, þegar litla dóttir hans fann olíu á jörð hans í litla bæn- um Duque de Caxais í Brasilíu. Hann kveikti á eldspýtu hjá þykk um vökvanum og strax logaði í. Bernandino varð yfir sig ánægður, hljóp um götur bæjarins og hróp aði. að hann væri orðinn milljóna mæringur. „Olíukóngurinn” nýji hafði selt 20 lítra af olíunni, úr hinni nýju olíulind þegar sérfræð ingar komu og komust að því, að olían sem fannst var olía, sem lekið hafði úr olíutankinum, sem stóð ofar í götunni. sálrænar truflanir á farþegann í 24 klukkutíma eftir ferðina og einnig starfar líkaminn ekki að öllu leyti rétt í þrjá eða jafnvel fimm daga. T.d. kom í ljós, að stúdent- ar, sem í hál'kólanum sýndu af- burða hæfileika í stærðfræði, gátu varla reiknað einföldustu dæmi eftir að hafa ferðast í þotu. Það undarlega kom í ljós, að ef flog- ið var milli staða, sem voru á sama tímasvæði t.d. Washington og Chile, urðu farþegar ekki fyrir öðrum áhrifum en venjulegri þreytu. En, þeir sem t.d. flugu frá Oklahoma til Rómar og fóru yfir 7 tímasvæði á leiðinni, áttu í miklum erfiðleikum með að venja sig við tímabreytinguna. Bandarisk flugyfirvöld hafa mikinn hug á að rannsaka, hver áhrif hið sífellda þotuflug hefur á flugmennina, og með auknnm hraða aukast hætturnar. Bráðlega munu 10 valdir flug- menn taka þátt í cömu rannsókn- um og háskólastúdentarnir áður. Það er augljóst mál. að andlegt og ýmislegt ástand flugmannanna hefur haft mikla þýðingu fyrir öryggi í flugi. Rannsóknirnar liafa því þegar leitt í ljós, að eitthvað er hæft í skoðun Dean Ru-'k. Og hann hef ur þegar látið þau boð út ganga, til stjórnmálamanna, að þeir hvíli sig alltaf í einn dag, áður en ráð stefnur hefjast, ef þeir hafa ferð- ast þangað langa leið i þotu. GULL í STÖJNGUM GULLSTANGIRNAR, sem sjást á myndinni fundust nýlega, þegar verið var að byggja upp gamla byggingu í Ldningrad. Fyrir bylitinguna í Rússlandi 'hafði verið í húsi þessu ein stærsta skarti-ipa- verzlun í landinu, og álitið er, að eilgandi verzl unarinnar hafi komið gullstöngunum ‘á öruggan stað með því að múra þær undir gólfi verzlunarinnar. $ 23. des. 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.