Alþýðublaðið - 23.12.1965, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 23.12.1965, Blaðsíða 16
Tíminn hefur reiknað út, að jólamaturinn kosti 5000 krónur. Ja, dýrt er drottins orðið, það má nú segja. , í tíu ár hefur kallinn ver ið með öllu iráðalaus og ekki 'haft hugmynd um hvað hann ' ætti að gefa kellingunni í . jólagjöf, Og á Þorláksmessu þegar hann er farinn að ör vænta og búinn að fá sér einn, fær hann alltaf sömu l hugmyndina: náttkjól. Og ' nýtt ár héfst alltaf eins hjá kellingunni: Hún þarf að skipta náttkjólnum. . . FÁAR SKÁLDSÖGUR hafa vak- ið jafn mikla athygli og nýútkom- in skáldsaga ungs höfundar, Eymd arlíf. Alls konar kjaftæði og kvik- sögur hafa farið eins og eldur í sinu um borgina síðan bókin kom út: Sagan á ekki að vera annað en samfellt níð um ýmsa fyrrverandi samstarfsmenn höfundar, hag- lega samansettar slúðursögur, per sónusköpunin í því einu fólgin að breyta nöfnum, atburðir og at- vikalýsingar sannir viðburðir, mið ur fagrir, sem nýlega hafa gerzt. Ýmsir ritdómarar hafa gefið þess- um sögusögnum byr undir báða vængi, en þeir hafa sumir hverjir hreinlega spýtt galli. . Mun langt síðan bókmenntapáfar og slefber ar hafa lagzt á eitt til að kæfa skáldverk í fæðingu. Við snerum okkur í tilefni af þésjsu til höfundarins til a'ð kynnast áliti hans á þeim geðofsa og úlfáþýt, sem bókin hefur vald- ið. Honum fórust meðal annars oi-ð á þessa leið: — Auðvitað hefur sagan fyrir- myndir. Það er ekki hægt að skriffi skáldsögu án þess að hafa ein- hverjar fyrirmyndir, en það er ekki hlutverk skáldsagna að fást við staðreyndir, það er verkefni sagnfræðinnar. Sagnfræðin er nefnilega eins og uppstoppaður lirafn, en skáldsagan er hrafn á flugi. Annars er ekkert að marka, þótt ^jtdómararnir okkar ! þafi farið heldur slæmum orðum um bók- ina. Þeir vita að þeir gætu aldrei skrifað annað eins snilldarverk sjálfir og þessi bók mín er, enda er slíkt ekki á færi nokkurs manns nema mín, og þess vegna fyllast þeir öfund og skrifa dóma sína af svo glórulausu ofstæki, að þeir missa ritdómaraæruna fyrir vikið, hafi liún þá einliver verið. Mér er t.d. vel kunnugt um það, að þeir rottuðu sig saman og héldu með sér deleriumfund að |næturþeli til að ræða um þessa bók og leggja sameiginlegan grundvöll að þeim ofsóknum, sem ég hef orðið fyrir, og á þessum fundi stæltu þeir hver annan upp og lögðust á eitt um að níða bókina. Hins vegar tekst þeim ekki betur en svo að rangfærslurnar og mótsagnirnar vaða uppi í öllu, sem þeir skrifa, enda eru þetta heldur ógreindir menn og fram úr hófi illa innrætt- ir. Þeir virðast t.d. alls ekki hafa skilið söguna, ef þeir halda að snillda’'verk eins og þetta eigi að lilíta einhverjum lögmálum, sem gilda um miðlungsverkin. Snilld arverk hljóta að vera sjálfum sér lögmál. Þá hefur það vakið undarlega öfund, að aðalsögupersóna sög- unnar skuli njóta einhverrar kven hylli. Mér finnst það þó satt að segja lágmark, að 4 konur í 40 þúsund kvenna borg skuli geta liugsað sér að hafa eitthvert sam neyti við söguhetjuna. En hérna kemur til öfund kreppusagnahöf unda, sem í æsku fengu orð fyrir að vera náttúrumiklir, en nú farnir að efast um sinn eigin pótens. Það er heldur ekkert titökumál, þótt söguhetjan sé látin vera fjölgáfað glæsimenni. Þessi aðalpersóna er að (sjálfsögðu sniðin eftir mér sjálfum, og þess vegna er alls ekki hægt að lýsa henni öðruvísi. Það vita allir, að sjálfur er ég fjölgáf- að glæsimenni og það væri óheið arlegt, ef staðgengill minn í sög unni væri það ekki líka. En ég þarf annars ekki að vera að f jölyrða um þetta. Ritdómararn ir dæma sig sjálfir með skrifum sínum. Þeir ráðast með offorsi á snilldarverk mitt, af því að þeir finna til vanmáttar gagnvart mér, sem stend þeim svo langtum fram ar að andlegu atgervi og líkamlegu raunar líka, eins og bezt kemur fram í þeirri öfund, sem kven hyllj söguhetjunnar hefur skapað Eins og öll snilldarverk sprengir þessi bók af sér allar formúlur um það hvernig bók éigi að vera, en þessir blessaðir ritdómarar sjá hins vegar ekkert nema formúlurn ar sínar, og þegar þeir rekast á skáldsögu, sem sprengir formúl urnar reyna þeir að troða henni inn í formúlurnar aftur, en það ®r bara ekki hægt, það er eins og að reyna að troða einhverri vitsmunagetu inn í hausinn á þeim sjálfum. Ég vil aðeins að endingu taka þetta fram: Ég hika ekki við að fullyrða, að bókin mín sé merki legasta bókmenntaverk, sem lief ur verið sett saman á þessari öld. ef ekki frá upphafi vega. Hins vegar hefur borið á tregðu manna til að viðurkenna snilldina, enda er hún kannski engum eins vel ljós og mér sjálfum, því að auðvit hef ég mesta og bezta dómgreind til að meta verkið, þótt ekki væri af öðru en því, hye langtum fram ar ég stend öðrum mönnum að gáfum og vitsmunaþroska og skiln ingi. cx>oo oooooooooooooooooooooooooooo* Jólasveinar einn frá átta. Kátt er um jólin, koma þau enn. Að völdum sitja á ísla(ndi viðreisnarmenn. Að völdum sitja kappar, sem virða sín heit. Hvergi finnst nein djarfari sjö manna sveit. Hvergi finnst nein ríkisstjórn vönduð jafn vel. Hann Bjami fór í sumar til Israel. Hann Bjami hafði áður í Ameríku gist, farið upp i stiga og forsetann kysst, farið upp um sveitir með mildi og magt, Hafstein hefur bandóðan bjöm að velli lagt. Hafstein er sem ráðherra röggsamur mjög, gallalaust hann framkvæmir guðs og manna lög. Gallalaus er Emil við utanríkismál, leiðir hann Krata af lífi og sál, leiðir hann Ihaldið með Eggert sér við hlið, sendir landsins aflaklær út á fiskimið. Sendir út til Afríku saltfisk og skreið. Maðurinn er lærður á múrsleif og skeið. Maðiu’ einn við landbúanað lengst hefur átt, hann Ingólfur á HeUu, við alla menn í sátt. Hann Ingólfur er bændanna bjargvættur enn. Gylfi er í fýlu við framsóknarmenn. Gylfi hefur á margan hlut gjörva hönd lagt. Bankar keyptu Skarðsbók og skenktu hans rnagt. Bankar sýna fræðum landsins fagurt hugarþel. Loks verður að geta um Magjnús á Mel. Loks verður að geta um ljúflinginn þann, enginn er á fjármuni jafn fastheldinn og hann. Enginn er um jólin með æðru og sultarvæl. Yiðreisnin er lífseig — og verið þið sæl. Kankvís. y 0 ->0000000000000000000000000000000

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.