Alþýðublaðið - 24.12.1965, Side 8
SJONVARP
í ýmsum löndum
ÞEGAR íslenzka sjónvarpið
tekur til starfa einhvern tíma á
næsta ári, verður mikill hluti af
efni þess erlent. Verða dagskrár
keyptar á kvikmyndum eða mynd-
segulbandi og sýndar hér með is-
lenzkum texta eða skýringum.
Mestur vandi verður að sjálf-
sögðu að framleiða íslenzka dag-
skrárliði. Hefur sá þáttur sjón-
varpsstarfsemi reynzt smáþjóðum
dýrastur, en hann er um léið mik-
ilvægari en annað efni. Er ekki
rétt að gera sér of háar hugmynd-
• ir um, hvað hægt verður að gera
í fyrstu, en að sjálfsögðu er löng
framtíð fyrir höndum og kjarni
sjónvarpsins verður hinn héima-
; tilbúni hluti dagskrárinnar.
Nokkuð af erlendum dagskrám
eru þess eðlis, að unnt verður að
setja algerlega íslenzkt tal við
þær. Verða þetta fræðslu- og upp-
lýsingamyndir, þar sem einn eða
tveir þulir tala, en þá er tiltölu-
lega einfalt að fella inn íslenzkan
texta.
Ef dagskráin er leikin eða sam-
sett af fleiri röddum, vandast
málið. Þá er óhugsandi að setja
inn íslenzkt tal, og verða að fylgja
skýringar ýmist neðanmáls eins og
tíðkast í kvikmyndahúsum, eða
lesnar á undan og með myndinni.
Mun reynslan skera úr um, hver
þessara aðferða fellur íslendingum
bezt í geð. Eru margir þeirrar
skoðunar, að neðanmálstexti muni
trufla það fólk, sem skilur hið
erlenda tal, og því verði betra að
gefa skýringár á undan fyrir þá,
sem ekki skilja.
Ejórðungur íslenzkra heimila
hefur nú þegar sjónvarp og virð-
ist ekki draga úr útbreiðslu þess,
að dagskráin hefur til þessa ver-
ið eingöngu á ensku. íslenzka
sjónvarpið mun án efa kaupa dag-
skrár frá fleiri löndum en Bret-
landi og Bandaríkjunum. Er ætl-
unin að kaupa allmikið af efni frá
Norðurlöndum, og auk þess er
mjög gott sjónvarpsefni framleitt
í Þýzkalandi, Frakklandi, Ítalíu,
Austur-Evrópu og Japan. Það ætti
að verða aðalsmerki íslenzka sjön-
varpsins að velja það bezta, sem
fáanlegt er af sjónvarpsefni, sem
víðast að.
Langt er síðan hugmyndarikir menn sáu fyrir, að sjónvarpið mundi
koma tií sögúnnar. Myndin að ofan var birt með skáldsögunni „20.
öldin” eftir ffanska rithöfundinn Paul Robida, $eiq kom út 1894.
Enn eru myndskermar ekki orðnir svona stórir, en það getur orðið.
Efni Keflavíkursjónvarpsins er
nálega allt amerískt, rétt einstaka
dagskrá brezk (Þriðji maðurinn
er til dæmis frá BBC í London).
Er dagskráin úrval úr skemmti-
efni þriggja útvarpsfyrirtækja í
Ameriku, NBC,- CBS og ABC. Er
augljóst, að valið er aðallega það
efni, sem líklegast er til að stytta
soldátum stundir, en dagskráin
hefur ekki það jafnvægi og þá
fjölbreytni, sem venjulegar sjón-
varpsstöðvar yfirleitt hafa. Vantar
öli tengsl við það umhverfi, þar
sem stöðin starfar, og vissir flokk-
ar efnis eru algerlega sniðgengnir.
Bandaríski herinn hefur stofn-
un, sem setur saman sjónvarps-
dagskrár fyrir stöðvar sinar. Er
nálega allt efnið á kvikmyndum
og eru pakkar af þeim látnir
ganga á milli stöðvanna. Eru þess-
ar sjónvarpsstöðvar aðallega á
afskekktum stöðum, til dæmis
þvergi í Evrópu nema á íslandi og
1—2 stöðvar í Þýzkalandi.
Sjónvarp í Bandaríkjunum er
að langmestu leyti í höndum
einkafyrirtækja. Þau framleiða
dagskrár og fá síðan voldug fyrir-
tæki til að greiða kostnaðinn gegn
því að fá. auglýsingar með dag-
skránum. Einnig eru þó margar
fræðslustöðvar, sem eru í opin-
berri eigu, oft til dæmis háskóla.
Enda þótt einkaframtakið njóti
sín í sjónvarpi vestra, er það und-
ir ströngu eftirliti hins opinbera.
Ríkið liefur stjórn á loftinu og
það er , takmarkað, hve margar
rásir sjónvarpsstöðva geta verið.
Hefur sérstök nefnd i Washing-
ton það verkefni með höndum að
úthluta leyfum til útvarps- og sjón-
varpsstöðva.
Utan Bandaríkjanna er sjón-
varp útbreiddast í Bretlandi og
þar er bæði tækni og dagskrár-
gerð einnig talin vera 'á hæstu
stigi; Telja ýmsir, að London megi
nú kallast sjónvarpshöfuðborg
heimsins. Brezka ríkisútvarpið,
BBC, hóf reglúlegar sjónvarps-
sendingar þegar fyrir stríð, fyrst
allra Janda, og er enn talið ein
virðulegasta og bezta sjónvarps?
stofnun veraldar. Eru þau lönd
mörg, sem sótt hafa þekkingu
sína til BBC, fengið þjálfaða
menn þar og lært þar dagskrár-
gerð.
Þegar kom að annarri sjónvarps
dagskrá í Bretlandi, risu upp sterk
öfl í landinu og kröfðust þess, að
einkafyrirtæki fengju einnig að
setja upp sjónvarp. Féllst íhalds-
flokkurinn á þetta sjónarmið, en
hanrt fór þá með stjórn landsins.
Var því sett upp kerfi einkafyrir-
tækja, sem fengu hvert um sig
rétt til að sjónvarpa á tilteknu
svæði í Bretlandi. Saman lúta
þessi féiög einni yfirstjórn og
margvíslegu eftirliti. Þau flytja
auglýsingar á undan og eftir öll-
um dagskrárliðúm, og hafa skilað
eigendum sínum miklum gróða.
Enda þótt BBC njóti mikillar
viðurkenningar, kom brátt í ljós
að hinn létti blær einkasjónvarps-
ins náði miklum vinsældum, og
dró það til sín meira en helming
allra áhorfenda. Nú hefur BBC
verið leyft að setja upp aðra dag-
skrá, og byrjaði hún, á síðastliðnu
ári. Er fyrirhugað að hún verði
litsjónvarp á því Evrópukerfi, sem
ætíunin er meðal annars að nota
við sjónvarpssendingar á íslandi.
Bæði BBC og ITV (eins og
einkasjónvarpið er nefnt) fram-
leiða mikið af fyrsta flokks sjón-
varpsefni, sem sýnt er um allan
heim. Á sviði leikrita standa Bret-
ar mjög framarlega og hafa til
dæmis gert forláta sjónvarpsefni
úr leikritum Shakespeares. Fram-
haldsefni eins og það, sem Kefla-
víkurstöðin sendir mikið af, er
eínnig mjög vinsælt í Bretlandi.
BBC gerði fræga dagskrárseriu um
franska leynilögreglumanninn
Maigret í sögum Simenons, og sög-
ur af brezku lögreglunni njóta
stöðugra vinsælda, til dæmis Zr
Cars. Seríur úr alþýðulífi njóta
og mikilla vinsælda (Coronation
Street) og fjöldinn allur af efni
til skemmtunar er framleitt. Þá
eru til dagskrár með sögum úr
lifi lækna, og. eru þær einnig mjög
vinsælar í Ameríku, en sú tegund
efnis sést aldrei í Keflavíkursjón-
varpinu, þykir líklega ekki holl
skemmtun fyrir hermenn. Söng-
og dansefni hafa Bretar ágætt, til
dæmis Black and White Minstrel
Show, sem BBC sendir út.
Bretar hafa og mikið af fræðslu
efni og er margt af því forkunn-
ar vel gert og loks eiga þeír tvö
stórfyrirtæki, sem safna frétta-
myndum um allan heim og eru í
fremstu röð á því sviði.
Uppbygging útvarps . í Þýzka-
landi er næsta sérkennileg. Er út-
varp talið á verksviði hinna ein-
stöku ríkja, og eru mörg útvarps-
félög fyrir hina ýmsu landshluta.
Það, sem fyrst komst á fót eftir
ófriðinn, var Norðvestur-þýzka
útvarpið með aðalstöðvar í Ham-
borg, en því hefur nú verið skipt
í Norðurþýzka og VestUrþýzka út-
varpið. Hin ýmsu útvarpsfélög
hafa samstarfsnefnd og náið sam-
starf um framleiðslu dagskrár-
efnis, svo að í raun er þetta ein
heild. Þá er önnur dagskrá þýzka
sjónvarpsins til orðin með sam-
Fleiri yerða frægir í sjónvarpi en trúðar og leikarár. Myndin sýnii
brezka vísindamanninn, dr. J. Bronovski, sem hefur hlotið miklai
vinsæidir vegna þess, hve vel hann skýrir teknisk og vísindaleg mál
Menn eins og hann sýna yfirburði sjónvarps sem fræðslutækis.
g 24. des,,:1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ