Alþýðublaðið - 24.12.1965, Qupperneq 9

Alþýðublaðið - 24.12.1965, Qupperneq 9
I-fér rjást nokkrar þeirra stulkna, sem hafa orðið vinsælir þulir í þýzka Einn vinsælasti söng- og tónlistarþáttur þýzka sjónvarpsins hefur sjónvarpinu. Þær þurfa að vera mörgum kostum búnar auk fegurðar, Gaterina Valente sem aðalstjörnu. Hún er fjölhæf listakona og tilvalin enda verða þær víða heimilisvinir. Bverjar skyldu fá starfið hér? til að halda uppi sjónvarpsþætti. eiginlegu átaki. Hins vegar er þriðja dagskráin staðbundin og stutt, aðeins fáir tímar á dag, og sér hvert félag um hana fyrir sig. Ef Þjóðverjar ættu að nefna helztu sjónvarpsstjörnur í landi sínu, mundu þeir líklega fyrst telja hóp af gullfallegum stúlk- um, sem koma fram sem þulir sjónvarpsins. Tíðkast það víða um lönd að nota kvenþuli á þann hátt, og verða þær þekktari en nokkrar kvikmyndadísir, Franska sjónvarpið ber mjög keim af þeirri stjórn, sem verið hefur í landinu undanfarin ár, og hefur það beitt sér til að efla þjóð legan metnað og menningu. Hef- ur til dæmis mikið af frönskum leikritahöfundum * (t.d. Moliere) hlotið nýtt líf í sjónvarpinu. ítalska sjónvarpið er eitt hið merkilegasta í álfunni. Það hefur hlotið ótrúlega mikla útbreiðslu og sýnt hugkvæmni og framtak í efnisvali. Sérstaklega þykir það til fyrirmyndar, hve mjög ítalir nota- sjónvarpið til kennslu, og má þar til nefna lestrarkennslu fyrir ó- læst fólk á Suður-Ítalíu, sem er margt. „Aldrei of seint” er nafn- ið á þeim dagskrárlið. í öllum löndum Evrópu hafa spurningakeppnir náð gífurlegum vinsældum í sjónvarpi. Ameríku- menn riðu á vaðið í þessum efn- um eins og fleirum, og spenntu raunar bogann of hátt, er upp komust víðtæk svik í þessum efn- um. Hvergi mun þó spurninga- þáttur hafa náð eins mikilli hylli eða haft eins mikil áhrif og ít- alski dagskrárliðurinn „Lascia o raddoppia”, en haft var á orði, að götur hefðu tæmzt um allt land, er honum var sjónvarpað. Var þessi þáttur byggður á sömu hug- mynd og Sveinn Ásgeirsson notaði í útvarpinu í eina tíð, að fá kepp- endur, sem áttu sér tiltekin á- hugamál og spyrja þá um þau, en tvöfalda verðlaunin við hverja spurningu. í Belgíu mótast öll útvarp=-> starfsemi af skiptingu landsmanna í tvær þjóðir, sem tala önnur frönsku en hin flæmsku. Má segja að útvarp og sjónvarp sé tvöfalt, og er ekki meira en svo, að liægt sé að notast við sameiginlegar hljómsveitir. Holland hefur mjög sérkenni- legt útvarpskerfi. Ríkið rekur sendistöðvar, en sérstök hlust- endafélög annast dagskrárgerð og skipta senditíma á milli sín. Er eitt þessara félaga kaþólskt, ann- að mótmælendatrúar og hið þriðja byggt á verkalýðshreyfingunni. Er kerfið allt með ólíkindum, en blessast þó. Ríkisútvarp er í öllum þeim ríkjum, sem nefnd hafa verið, og svo er einnig á Norðurlöndum. Eru Svíar komnir langlengst í sjónvarpsmálum, hafa lengsta dagskrá og að flestra hyggju lang- bezta. Fjöldi manns í þeim héruð- um Danmerkur og Noregs, sem næst liggja Svíþjóð, horfir á sænska sjónvarpið. Öll Evrópa vestan járntjalds hefur með sér náið samstarf í sjónvarpsmálum, og kallast það Eurovision. Eru símalínur notað- ar til að senda daglega efni á milli landá, fyrst og fremst frétta- myndir, en einnig ýmislegt annað. Sjónvarp hefur hlotið mikla útbreiðslu austan járntjalds og er þar tæki í höndum ríkisvaldsins helgað þeim tilgangi að „upp- fræða” þjóðina. Lengst mun dag- skrárgerð komin í Póllandi Tékkó- slóvakíu og Austur-Þýzkalanói. Öll ríkin austan tjalds hafa með sér samstarf, á sama hátt og að vestanverðu, en það er kallað In- tervision. Loks hafa Norðurlönd- in mjög nána samvinnu um dag- skrárgerð og kallast það Nordvi- sion. Íslendingar munu án efa geta fengið efni frá öllum þessum sam- tökum, en sá galli er á því máli, að hingað verður erfitt (eða að minnsta kosti mjög dýrt) að senda sjónvarpsþætti eftir símaþráðum. Mundi því reynast nauðsynlegt að taka þættina upp á kvikmynd eða segulband einhvers staðar i álf- unni og senda flugleiðis hingað tíl lands. Utan Evrópu og Ameríku er Japan án efa mesta sjónvarpsland heims. Með vaxandi velmegun hef- ur sjónvarpið komizt á 8—10 milljónir heimila, og eru þau hvergi fleiri nema í Bandaríkjun- um og Bretlandi. í Japan er vold- ugt ríkisútvarp, sem stundum hef- ur sent islenzka útvarpinu jóla- kveðjur, en þar að auki reka einkafyrirtæki mikla sjónvarps- starfsemi. Deila hefur verið um auglýsing- ar i útvarpi og sjónvarpi viða um lönd. Hafa Ameríkumenn hallazt að auglýsingastarfsemi, sem jafn- framt greiði kostnað dagskrárinn- ar, en í Evrópu hafa menn forð- azt auglýsingar og innheimt af- notagjöld til að mæta kostnaði. Fer afnotagjaldið að sjálfsögðu eftir því, hve fjölmenn viðkom- andi þjóð er, þar sem kröfur til dagskrár eru ekki minni í smá- rikjum en stórum. Höfuðgagnrýni á auglýsinga- sjónvarpi er sú, að auglýsendur eigi ekki að ráða dagskrárefni, eins og þeir gera í raun og veru í Bandarikjunum. Híns vegar hafa verið fundnar leiðir til að kom- ast hjá því, meðal annars það kerfi sem islenzka útvarpið notar. Aug- lýsingar brezka éinkasjónvarpsins eru háðar ströngum reglum, en þeím er dreíft á milli dagskrár- liða. Hins vegar hafa ítalir fast- an auglýsingatíma og sýna þá margar auglýsingar saman með teiknimyndum og öðru góðgæti til að lokka áhorfendur að tækjun- um. Augljóst er, að auglýsingar í sjón- varpi sækja á og verða eftir nokkur ár komnar i dagskrár flestra landa. Sums staðar berj- ast blöðin gegn auglýsingum af ótta við að tapa tekjum, og í Sviss hafa blöðin beinlínis samþykkt að greiða sjónvarpinu stórfé ár- lega til þess að það taki EKKI upp auglýsingar. Varla þarí um þetta mál að deila varðandi íslenzka sjónvarp- ið. Ágætt er að fylgja fordæmi útvarpsins, enda þótt nauðsynlegt sé að endurskoða ýmsar reglur, sem þar gilda. Er raunar augljóst, að íslenzka sjónvarpið verður að hafa allar þær tekjur, sem unnt er að aíla. Verður nógu erfitt að standa undir kostnaði með 20—30 þús. notendur, þegar milljóna- þjóðir kvarta sáran. Nytsamasta jólagjöfin er Luxo lampinn Tveg-gja ára áhyrgð Varist eftirlíklngar. Munið Luxo 1001 Spurnmgaþáttur í ítalska sjónvarpinu setti landið á annan endann. Þátturinn hét „Lascia o raddoppi a og vord leikmenn spurðir umi sérstök áhugamál, þar sem þeir höfðu sérstaka þekkingu, en verð- laun tvöfölduðust við hvert rétt svar. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 24. des. 1965 9

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.