Vísir - 05.01.1959, Blaðsíða 3
v f s i ge
3
Mánudaginn 5. janúar 1959
Ut vil ek.
íslenzkir læknar hafa löng-
um orðið að leita út í heim til
þess að öðlast undirbúning
undir starf sitt. Sá fyrsti, sem
það er vitað um, var Hrafn
Sveinbjarnarson á Eyri við
Arnarfjörð, sem nálægt alda-
mótunum 1200 ferðaðist til
Englands, Frakklands og Spán-
ar og varð ágætastur læknir á
Norðurlöndum þeirra, sem
þekktir eru frá miðöldum.
Löngu síðar, eða þegar lærð
íslenzk Jæknastétt hóíst fyrir
um það bil tveimur öldum, og
allt fram um síðustu aldamót,
sóttu íslendingar læknisþekk-
ingu sína til Danmerkur, en
eftir það einnig nokkuð til
annarra ianda, einkum Þýzka-
lands og Austurríkis, en Vín-
arborg var ein frægasta mið-
stcð læknavísinda um hálfa
aðra öld eða fram um heims-
styrjöldina fyrri.
Þegar eg útskrifaðist sem
læknir vorið 1920, þá 25 ára
gamall, hugsaði eg eins og aðrir
námsfélagar mínir til utan-
ferðar, en varð að fresta henni
um tvö ár, meðan eg var að
vinna mér fyrir farareyri sem
praktiserandi læknir í Vest-
mannaeyjum. Þá var náms-
dvöl ódýr í Þýzkalandi og
Austurríki sökum gífurlegs
verðfalls á gjaldeyri þeirra
landa, en þau lönd voru sokkin
i evmd og volæði eftirstríðsár-
anna, svo að um nýjar fram-
farir í læknavísindum var þar
varla að ræða í bili. Aftur á
móti var auðsæld mikil og upp-
gangur í Bandaríkjum Norður-
Ameríku og þaðan voru farnar
að berast fréttir af stórstígum
framförum, einkum á sviði
skurðlækninga. Eg ákvað þvi
að fara þangað til framhalds-
náms, þótt dýrara væri, og var
eg fvrsti íslenzki kandídatinn,
sem tók þá ákvörðun, en tveir
læknar mér eldri, þeir Stein-
grímur Matthíasson og Jónas
Kristjánsson, höfðu nýlega
farið þangað í kynnisferðir og
]étu mikið af því, sem þar væri
að sjá. Hvöttu þeir mig báðir
tíl vesturfararinnar.
Fyrsta torfæran —
passaáritun.
Eg tók mér far á Botníu til
Edinborgar og lét það vera mitt
fyrsta verk, er þangað kom, að
leita uppi bandaríska konsúl-1
atið til þess að fá áletrun á
passann minn, því að hér á
landi var þá ekkert amerískt'
konsúlat. En nú kom babb í
bátinn, konsúllinn í Edinborg!
kvaðst ekki getað áletrað pass- !
ann. ísland lægi undir hina'
dönsku deild utanríkisþjónust- ;
unnar og yrði eg að fá áletrun
í konsfdatinu í Kaupmanna-
höfn, ef eg vildi fá inngöngu j
i Bandaríkin. Það var því ekki
um annað að gera fyrir mig!
en að skoða Edinborgarkastala,
ganga 283 tröppur upp í minn-
ismerki Walter Scotts og
glápa með undrun á skozku
vagnhestana, einkurn á hrika-
stærð hófa þeirra, sem er eitt
af því, sem fengi'3 hefur mér
mestrar undrunar í framandi
]öndum. Hélt eg svo áfram á
Botniu til Hafnar.
Þessi krókur á leiðinni varð
mér auðvitað til allmikiis
kostnaðarauka, en einnig til
íróðleiks og skemmtunar, því
að Kaupmannahöfn er falleg og
forvitnileg borg, eða svo hefir
mér fundizt í þau þrjú skipti,
sem eg hefi haft þar einhverja
dvöl. Það var auðsótt að fá á-
letraðan passann, en auk þess
gaf konsúlatið mér það ráð að
kaupa far á afgreiðslu Cunard-
skipafélagsins og iáta það sjá
um mig vestur. Eftir viku eða
10 daga hélt eg svo áfram ferð
minni, fyrst á járnbraut til Es-
bjerg, þaðan á skipi til Har-
wich og síðan í járnbraut um
London til Liverpool til þess að
an sinn farangur hnýttan í klút,
þegar það kom um borð. Þessu
fólki var skipað á land á Ellis-
eyju utan við höfnina í New
York og varð það þar að ganga
í gegnum stranga læknisskoðun
og annan hreinsunareld áður
en því var sleppt inn í hið fyr-
irheitna land. Það þurftum við
á hinum farrýmunum ekki, því
að látin var nægja skoðun skil-
ríkja og ýmiskonar yfirheyrsla
í borðsal skipsins, áður en það
lagðist að bryggju.
deildar Kristilegs alþjóðasam-
bands stúdenta, sem annaðist
fyrirgreiðslu erlendra stúd-
enta í Bandaríkjunum. Eg fékk
þar ágætisviðtökur, var m. a.
boðinn í hádegisverð fyrir er-
lenda stúdenta og voru margir
frá Kína, Japan og Filipseyjum.
Sagði forstjórinn mér, að
margir þeirra ætu aldrei ame-
ríska máltíð nema við þetta
tækifæri, því að mörg þjóða-
brot hafa sína eigin matsölu-
staði, þar sem eingöngu eru
P.V.^Jaia,
icra&ifœlnír: -
KANDÍDAT
Á VESTURVEGUM
ná í skipið Carmania, sem átti
að fara þaðan beint til New
York. Viðstaðan í London var
að þess(u sinni ekki nema
nokkrir klukkutímar og í
Liverpool ekki nema ein nótt,
en ekki var hætta á að villast,
því að eg lenti í hópi vestur-
fara, sem voru eins og þægur
fjárrekstur i urnsjá góðra
smalamanna, þar sem umboðs-
menn Cunard-línunnar voru.
Fljótandi hótel.
Carmania var mikið skip,
22.000 smálestir, og ferðaðist
eg á 2. farrými, en flestir far-
þeganna voru Ameríkanar, sem
voru að koma úr skemmtiferða-
lagi frá Evrópu, og var fljót-
legt að komast í kynni við ýmsa
þeirra. Þeir munu flestir hafa
verið sæmilega cfnað miðstétt-
arfólk, margt miðaldra, og
komst eg að þeirri niðurstöðu
eftir lauslega áætlun, að hægt
hcfði verið að borga mikið af
þeim herkostnaði, sem Evrópu-
löndin stundu þá undir, með
öllu því gulli, sem Ameríkanar
gengu með í tönnunum, en í
þá daga þótti það fint að vefa
gulltenntur. Vistin á 2. farrými
var góð og jafnvel óhófleg, að
því er mataræðið snerti, því að
á morgnana var enskur árbít-
ur með hafragraut og rjóma,
steiktum eggjum og svínssíðoi,
glóðuðu brauði og snúðum,
appelsínumauki og smjöri,
kaffi, kakaó eða te, en bæði
hádegisverður og kvöldverður
voru sexréttaðir og gat maður
valið margs á milli. Auk þess
var te og kökur um miðaftan og'
þjónusta öll framúrskarandi
góð.
Fyrsta farrými var á efstu
þilförunum og þar var auðvit-
að fínna fólkið, enda ldæddust
þar allir karlmenn „smoking“
fyrir kvöldverðinn, en á 2. far-
rými tíðkaðist það ekki. Á
framþiljunum, sem blöstu við
fyrir neðan þilfar okkar, var 3.
farrými og voru þar venjulegir
innflytjendur, flestir frá Pól-
landi og öðrum löndum Austur-
Evrópu. Margt af því fólki var
mjög fátæklegt, sumt með all-
Fleiri Gyðingar
en í Jerúsalem.
í New York er aragrúi Gyð-
inga, einkurn Austur-Júðar
frá Póllandi og Rússlandi,
margir hverjir stórauðugir.
Flestir hafa þeir, foreldrar
þeirra eða afar og ömmur kom-
ið blásnautt á 3. farrými aust-
an um haf og það á verri far-
kostum en Carmaníu. Sagt var \
á þessurn árum, að fleiri Gyð-
ingar væri í New York en í
Jerúsalem, fleiri ítalir en í
Rómaborg og fleiri írar en í
Dublin. Það var og máltæki,
að Gyðingarnir ættu New I
York, en írarnir önnuðust j
rekstur hennar, því að þeir eru ^
mjög fjölmermir mt’ðal starfsr j
manna borgarinnar, einkum í
lögreglunni.
Ferðin vestur hafði orðið
mér dýr, eitthvað um eða yfir
1500 krónur, sem var allmikil
upphæð í þá daga, þegar byrj-
unarlaun héraðslækna voru
2500—3500 krónur. Gengi
íkrónunnar var þá nokkuð fall-
jið, því að dollarinn kostaði þá
jkr. 6.25 í stað kr. 3,75, meðan
jkrónan var i gullgengi. Aftur
: á rnóti var kaupmáttur doll-
; | arsins a. m. k. tvöfaldur á við
!það, sem hann er nú. Eg átti
afgangs ferðakostnaðinum eitt-
hvað af lausum aurum og auk
þess bankaávísun upp á 300
dollara og sá því, að eg yrði að
fara spart með fé mitt. Niður
á bryggju komu umboðsmenn
ýmissa hótela, sumir borða-
lagðir hátt og lágt, en eg réði
mig til húsa hjá gömlum Gyð-
ingi, sem bauð mér herbergi
fyrir 2—3 dollara á Broadway
Hotel. Mér fannst nafnið glæsi-
legt, en húsið var það ekki að |
sama skapi, því að þetta var
gamall hjallur, en þó vand-
ræðalaust að vera þar í tvær
nætur, meðan eg var að útvega
mér herbergi.
” "X --
Hitabylgja í New York.
Á þessum árum var til í
Reykjavík Upplýsingaskrifstofa
stúdenta, sem Lúðvíg Guð-
mundsson, síðar skólastjóri,
veitti forstöðu og hafði eg feng-
ið frá honum skilríki til þeirrar
framreiddir réttir heima-
landsins. Hann bauð að útvega
mér herbergi á stúdentaheimili,
sem hét Physicians and
Surgeons Club og var ætlað
læknanemum, eins og nafnið
benti til, en ekki gæti eg feng-
ið að vera þar nema þangað til
kennslumisserið byrjaði, því að
það var ekki ætlað kandidöt-
um. Ekki gæti eg heldur feng-
ið einkaherbergi, heldur yrði
að vera á tvíbýlisstofu og tók
eg því. Herbergi þetta var 15—
18 fermetrar, með tveimur
hægindastólum, tveimur flöt-
um, lágum svefnbekkjum og
tveimur innbyggðum skápum.
Öllu var skipt nákvæmlega til
helminga og ekkert sameigin-
legt nema dyrnar og andrúms-
loftið, svo að um landamerkja-
deilur gat varla orðið að ræða.
Um þessar mundir gekk
mikil hitabylgja yfir New
York, svo að nokkrir hlutu af
bráðan bana, en margt fólk
svaf uppi á húsaþökum, sem
víðast hvar eru flöt. Hitinn
var upp undir 100 stig á Fah-
renheit, eða 37—38 stig á Cel-
síus, og verstur um miðnætur-
bil. Eg þoldi hitann furðulega,
enda borðaði eg ekki marga
daga annað en egg, tómata,
brauð, kalda mjólk og ísaða
sítrónusafablöndu, sem alls
staðar var seld á götunum fyr-l
ir 5 cent glasið. Þetta fæði j
kostaði mig um og innan við
dollar á dag.
Skrítinn félagi.
Herbergisfélagi rninn, scnr
var fyrir við komu mína, hefir
vist ekki verið henni mjög
feginn, því að hann taláði varla
við mig orð, svo að eg var ekki
viss um nafn hans fyrr en dag-
inn, sem sambúðinni lauk, en
þá gerðist hann hinn kátasti.
Annars sarndi eg mig brátt að
siðum hans. Eg lærði það af
honurn að raka mig á hverjum
morgni og lí'ður illa, ef eg
bregð út af því, en það var ekki
siður í Reykjavík á mínum
ungdómsárum, enda rakaði
sjálfur sólkonungurinn, Lúðvík
14., sig ekki nema tvisvar í
viku, og Reykjavík var ekki
komin fram úr Versölum að
glæsibrag fyrir 30—40 árum
síðan. Eg tók það líka eftir
Williams, en svo hét þessi her-
bergisnautur minn, að fá mér
kalt steypibað þrisvar á dag í
hitanum. Við fórum báðir
snemma á fætur, komum heim
um líkt leyti, svona kl. 5, tók-
um kalt steypibað og sáturn
síðan andspænis hvor öðrum,
hvor við sinn galopna glugga,
alstrípaðir, niðursokknir í lest-
ur og létum sem við sæjum
ekki hvor annan. Á kvöldin
klæddist hann og fór út til að
fá sér náttverð, en því sleppti
eg oftast. Á náttmálum tókum
við svo enn kalt bað og lögð-
urnst svo til hvíldar hvor á sínu
fleti, allsnaktir eða með eitt
línlak ofan á okkur. Þetta var
eiginlega allra viðkunnanleg-
asti náungi, en eg æfðist lítið í
enskunni af sambýlinu við
hann.
Heimagangur
hjá ,,Roosevelt“.
Mér hafði verið komið á
framfæri við Charles Peck, yf-
irlæknir á Roosevelt Hospital,
og varð það mér til mikilla
happa, því að þetta var einn af
frægustu skurðlæknum lands-
ins og sérstakur ágætismaður.
Hann byrjaði með því að
kynna mig fyrir öllum læknun-
um á deild sinni og bjóða þeim
að vera mér til liðsinnis. Ekk-
ert kandídatspláss var laust
%
þar, en eg var alltaf velkom-
inn að vera með læknunum þar
og gerðist þar heimagangur.
Bráðlega fékk eg þó kandí-
datspláss í einn mánuð á Nur-
sery and Childs Hospital, fæð-
ingarspítala við 10. Avenue og
60. Stræti. Undir hann lá stórt
svæði á Vestursíðu Manhattan-
skagans og gátu allar konur á
því fengið ókeypis skoðanir um
meðgöngutímann og ókeypis
fæðingarhjálp. Ljósmæður voru
óvíða í Bandarikjunum, en
læknir tekur á móti börnun-
um og hjúkrunarkona, sem
annast síðan móður og barn.
Maður var ýmist við skoðun
kvenna á spítalanum eða send-
ur til að sitja yfir, því að þær
gerðu vart við á spítalanum,
þegar þær tóku jóðsóttina og
var þá kandídat og hjúkrunar-
kona sencl til þeirra, en þær
ekki lagðar inn á spítalann
nema fæðingin væri frábrigði-
leg og sérstakra aðgerða væri
þörf. Eg sat yíir allmörgum
konum af allskonar þjóðerni,
þar á meðal nokkrum svert-
ingjakonum, og kynntist því
talsvert lífskjörum fólksins í
þessu verkamannahverfi, sem
náði niður að höfninni við Hud-
sonfljót.. Heimilisfeður höfðu
flestir 10—30 dollara á viku,
en um það var alltaf spurt, og
mun það hafa staðið í sambandi
við frílækninguna eða væntan-
lega fátækrahjálp.
Lítil birta og
loftræsting.
Á þessum. árurn og eru
reyndar enn stórir flákar á
Manhattan utan aðalgatnanna
„brownstone“ eða „highstoop“
hús frá síðustu öld, sambyggð-
ar raðir fimm hæða húsa, sem
ekki eru nema sex metrar með-
franr götu, en um 20 metrar á
dýpt. Til þess að fá einhverja
birtu í herbergin um húsið
Frh. á bls. 10.