Vísir - 07.01.1959, Qupperneq 4
V.ÍSIK
. IvliSvikudaginn 7. janúar Í959
;
\
' j
./
•)
atvir
Krókettur (úr soðnu kjöti).
2 tebolar af fínthökkuðu
kjöti.
Tómatsósa.
1 þeytt egg.
2 matsk. af hveiti.
2 tebollar af fínthökkuðu
kapers.
Palmin eða flot.
Salt, pipar.
Brauðmylsna, eggjahvíta.
Kjötið, eggið, hveitið, hakk-
að kapers, salt og pipar eftir
smekk, er hrært vel saman.
Tómatsósu er bætt í þangað til
það er hæfilega þykkt. Síðan
er þetta mótað í aflöng lítil
bjúgu. (Krókettur). Dyfið í
eggjahvítu og velt upp úr
brauðmylsnu. Látið bíða svo
sem kl.stund. — Þá er það
steikt í djúpu palmínu eða
floti.
Bóndadóttir með blæju.
Djúpur diskur fullur af
rifnu rúgbrauði (nialtbr.).
Djúpur diskur af þykkum
eplagraut.
125 gr. smjörlíki.
Hindberjamauk ef til er,
annars rabarbaramauk.
Rjómafroða.
Smjörlíkið er brúnað lítíls-
háttar á pönnu og rifna rúg-
brauðinu snúið þar í þangað til
það fer að dökkna.
Glerskál er skoluð með köldu
vatni og í botninn á henni er
látið lag af rúgbrauði. Þar ofan
á er lagt lag af ávaxtamauki
eftir smekk. Þar næst heitur
eplagrautur — og þessu er
haldið áfram þar til skálin eða
mótið er fullt. Efsta lagið á að
vera rúgbrauð.
Kökunni er þrýst vel saman
og hún er geymd þar til hún
er alveg köld. Henni er þá
hvolft á fat, hún er sléttuð og
snyrt. Rjómaíroðu er dreift
yfir.
(Þessir matarskammtar eru
ætlaðir 4).
Hvenær er kona ham-
Hvenær er konan hamingju-
sömust?
Þessi spurning var borin upp
við morgunverð, sem haldinn
er árlega íyrir „konur ársins" í
Lundúnum. Og svörin voru
eftirtektarverð.
„Þegar hún fær góðan mann,“
sagði lady Attlee, kona hins
fyrrverandi verkamálaráð-
herra.
„Þegar liún getur gefið og
þegið,“ sagði dansmærin Beryl
Grey.
„Þegar hún elskar aðra
manneskju, vinnu sína og líf-
ið“, sagði yfirhjúkrunarkonan
Marjorie Marriott.
En flestar konurnar voru þó
samþykkar Íeikkonunni Joyce
Grenfell þegar hún svaraði:
„Þegar hún tekur af sér
mjaðmabeltið á kvöldin.“
iirðíng fatanna er siiiicii
vægt atriði.
Mú ©rii .konurnar ©kkl Beng-
ur esnar um
Getið var lun það í dagblaði
nýlega, að nú væri farið að
kenna drengjum í skólum,
minnir mig, að hirða föt sín og
pressa.
Þetta er nýjung og góð nýj-
ung, því að það gefur auga leið,
að þar sem ein manneskja á að
sjá um alla hluti á heimilinu,
þá hlýtur eitthvað að verða út-
undan. Þessi sama manneskja
vinnur þar að auki úti stund-
um. Og er ekki furða þó að eitt-
hvað fari úrleiðis á heimilun-
um, þegar svo stendur á og er
mikið undan börnum og ung-
lingum kvartað.
Það hefir hingað til verið.
siður að kvenfólkið hirti fötin,
bursti úr bletti og hreinsi þau
yfirleitt og pressi buxur. En
þetta er að breytast. Nú er allt-
af leitað í efnalaugarnar ef
blettir eru í fötum svo og til
að pressa fötin. Þetta eru mikil
aukaútgjöld fyrir heimilin, en
veitir auðvitað fjölda manna
atvinnu. Þó er sjálfsagt að ná
úr bleítum heima og til eru þeir
drengir, sem alltaf fara í ben-
zínglasið eða blettahreinsunar-
glasið, ef þeir imissa eitthvað
niður í fötin sín. Ætti ætíð að
vera til benzínglas á heimilun-
um til þess að nota það þegar
svo ber undir.
Öllum mæðrum þykir gaman
að sjá dætur sínar og syni vel
til fara. En þó að börnin fái eins
föt er ákaflega misjafnt hvern-
ig þau fara með þau. Önnur
telpan er kannske ákaflega
snyrtileg í sér, en hin — sóði.
Önnur vill hafa svuntu þegar
hún er að leika sér með liti eða
mótunarleir, en hin leggst ipeð
ölnbogann ofan í litina og
skilur svo ekkert í því, hvern-
ig hún hefir getað fengið þessa
bletti í ermina sína.
Það er vandræðalaust að fást
við fyrri flokkinn og móðirin
þarf ekki alltaf að verg að lesa
yfir þeim eða vanda um við
þær. En það er þó huggun í því.
að allflestum fer fram með
aldrinum. Þær stúlkur, sem
voru hálf sóðalegar fram á
unglingsár eru síðar alltaf með
tandurhreina ltraga og vel
hirtar hendur og hafa allt í röð
og reglu á heimilum sínum. Og
svo þegar þær eignast börn
kvarta þær undan því, hvað
börnin séu sóðafengin —
manni verður á að hugsa:
öðruvísi mér áður brá.
En reglusemi og hirtni getur
lærzt, en það er oft ekki fyrr
en fólk er komið á vissan ald-
ur að það lærir það, þó að allt-
af sé verið að reyna að kenna
því það. Það er þegar stúlkan
hefir unun af því að vera í
hreinni og vel strokinni treyju
og að hafa fallega gljáandi skó.
Þá fer hún fyrst að huga að því
hvernig heppilegast sé að halda
hlutunum fallegum og í röð og
reglu.
En gott efni þarf að vera í
fötum til þess þau þoli burstun
og þvott. Og gott efni þarf að
vera í skónum líka.
Bezt er að þvo treyjur og
annað slíkt áður en það er ó-
hreint. — Nylon-sloppar t. d.
verða gráir og ljótir, ef ekki
er hirt um að þvo þá nógu
snemma og nógu oft. — Hér er
nóg af heitu vatni og er vand-
ræðaaust að þVo oft það sem
notað er daglega. Og það sem
er úr nælon þarf helzt að þvo
hvert sinn sem það hefir verið
notað.
Þetta má benda á um viðhald
fatanna: Kjóllinn er skoðaður
nákvæmlega og ef hvítur kragi
er á honum verður ef til vill
nauðsynlegt að þvo hann?
Kjóllinn er hengdur upp á
herðatré og er látinn hanga ut-
an á skáphurðinni um nóttina,
hafi menn verið, þar sem rakt
hefir verið um kvöídið.
Farið er .úr skónum og þeir
skoðaðir vel. Þá þarf að bursta
og fága. Þarf að gera við hæl-
ana? Skórnir eru strax séttir
á leist — sé þeir rakir á að
troða inn í þá samankuðluðu
dagblaði.
Þá er farið ú.r nærfötunum.
Séu þau úr nylon á að skola
úr þeim strax. Sokkar eru að
sjálfsögðu skolaðir. Fötin eru
vandlega skoðuð. Það getur
verið að eitthvað sé bogið við
þau. Þarna er til dæmis
sprunginn þráður á einum stað
— í hann þarf að þræða strax.
Þarna er axlastroffa, sem
hangir á einum þræði — hana
þarf að sauma fasta — þarna
lykkja að bila — hana þarf að
þræða.
Svo er allt undifbúið undir
morguninn, hrein nærföt lögð
fram, svo að allt sé til þegar
á að fara á fætur degi síðar.
] Það, sem sxðast er,neínt er
jánðandi að kenna börnunum 1—
það, að hafa til fötin íyrir
morgundáginn og í rcð og
reglu, svo að þau þurli ekki
strax að byrja að k'veina þegar
þau klæða sig: „Eg get ekki
fundið — hvar hefir þú látið - -
og — hver hafi tekið þá o. s.
| frv.“
í stuttu máli: hafið gott efni
í fötunum, svo að þau þoli
burstun og þvott. Þvoið oft
og nógu snemma. Gerið við
fötin í tíma, svo að þau séu til
þegar þarf að nota þau. Hafið
;þá hluti til, sem þið þurfið að
nota og leggið þá á vissan stað.
]Og þegar er búið að nota þá á
| að leggja þá á sinn stað. Hafið
nóg af herðatrjám og hillum.,
Klæðið hillur og skúffur með
ífallegum papír eða með þjáli
í fögrum litum, sem líma má
á. Það getur þá verið reglu-
lega skemmtilegt að láta hlut-
ina á sinn stað, þegar svo er
um búið. Fáið jmgri börnin með
í leikinn og leyfið þeim að taka
þátt í því að klæða hillur og:
skúffur að innan. Gefið þeirn.
leista í skóna og herðatré fyrir
kjólana og látið þau sjálf mála
heratrén í stíl við skápinn, þá
vinnið þér svolítið að smekk-
vísi barnanna og þroska.
breiðan h©fnr skipf u
uppruuiiegt hisitwerk.
Þt:
Svissnesk tízkuverzlun á heið-
urinn af þessari víðu kamb-
garnsdragt með Iitlum nerz-
kraga. Hana á að nota, þegar
dálítið fer að kólna í veðri.
í upphafi voru ábreiður ekki
ætlaðar fyrir gólf. Þær voru ofn-
ar til þess að bera á öxluniun, íil
þess að breiða á borð eða legu-
bekk, eða fyrir framan veglegt
heiðurssæti.
Þessi listiðnaður er mjcg forn
og var kunnur í Egyptalandi 3
þúsund árum fyrir Kr.b. Eins og
önnur forn kunnátta voru á-
öreiður þessar aðallega hlunn-
indi guða og vísindamanna og sú
gerð, sem var notuð, var tákn-
ræn og ti’úarlegs eðlis. Ábreiðui’,
sem ekki urðu metnar til fjár
voru lagðar fyrir fi-aman altari
musteranna og fyrir framan há-
sæti konunga. Bænaábreiður
voru litlar en merkilegar og til
þess ætlaðar að leggja á kalt
musterisgólf. Og enn er það
merki um virðingu, að í’ekia úr
ábreiðu til að breiða fyrir vel
metinn gest.
Hið forna verk, vefnaðurinn,
var mjög skemmtilegt, krafðist
mikillar leikni og var erfitt og
seinlátt. Endingargóð uppistaða
var strengd á gi’ófan handvef-
stól. Á hvern jvafsþráð var knýtt
ur lítill lagður af silkimjúku hári
geitarinnar eða úlfaldans. Gæði
ábreiðunnar voru reiknuð með
eftir því hvað margir voru hnút-
arnir, þeir gátu verið frá 4Ó0 og
upp í 1000. Eftir að hver uppi-
stöðuþráður var fullknýttur var
hann sleginn svo að rpðin væri
slétt, og þá var hafist handa um
næstu röð. Svo hægfara og ná-
kvæmt var uhnið, að ábreiða af
vandaðri gerð, varð ekki unnin
af einni kynslóð og verkið gekk
í arf til næstu kynslóðar. Þégar
ábreiðan var búin var hún klippt,
þar til hún var mjúk eins og
flos og jurtalitirnir í henni voru
svo fagrir og glóandi on þó mjúk
ir, þegar þeir komu saman.
Navaho-Indíánar i Amerku ófu
mottur og ábreiður eftir sömu
aðferðum að mestu, þeir notuðu
grófarí ull en mikið af táknræn-
um mynstrum. Serkjaveíarar,
sem komu um Spán og Italíu
störfuðu í Frakklandi á 13. öld,
en árið 1685 var endurkölluð
lagatilskipun frá Nantes og þá
tvístruðust hinir lærðu vefarar
um alla Evi’ópu og brátt kom
að því að í Englandi, í Kidder-
minster, Axminster og Wilton
( voru gólfábreiður ofnar í hand-
, vefstóL Þær voru þannig til bún-
| ar. þangað til árið 1839 er Erast-
us Bigelovv fann upp yefstól, sem
j var vélknúinn og þá loks urðu
gólfábreiður ein af þægindum al-
gengra heimila.
Fornar gólfábi-eiður, með sínæ
fögru liti og silkimjúku ló og því
nær óslítandi, eru nú næstuni
orðnar „safngripir", sem ekki er
hægt að meta til fjár. En nýtízku:
verksmiðjur stæla nú mjög hina
mjúku persnesku liti, tákn kín-
versku gei’ðanna og frumstæðar
gólfábreiður frá Kákasus. Á
dögum brautryðjenda í Ameríku
var það sparsemisvenja að búa
til gólfteppi úr tuskum og gólfá-
breiður, sem voru ,,húkkaðar'‘
voru líka gerðar. Það sem fjöl-
skyldan átti afgangs af vænum
bómullartuskum var saumað í
langar lengjur þegar húsfreyja
hafði tóm til, og var síðan fengið
vefara byggðarinnar í hendur og'
hann breytti því í þokkalega og
endingargóða gólfábreiðu. Væri
svo strá lagt undir þessa gólfá-
breiðu gerði hún mjög vistlegt í
húsi, sem var heldur lítið hitað.
„Húkkaðar" ábreiður voru og*
nc.taðar eins og fyrr er sagt og-
voru þær svo gerðar að klipptar
voru sundur tuskur í örmjóai’
ræmur, svo voru þær litaðar eft-
ir því sem til var ætlast og síðan
voru þær dregnar með þar til
gerðum krók í gegnum gróft léi’—
eft eða striga. Vár mynstur dreg’
ið á strigann og farið eftir því.
Gátu þetta verið mjög fallegar
ábreiður og sérkennilegar og svo-
endingargóðar voru þær að þær
gátu enst lieila mannsævi.
Snemma var byrjað á gerð gólfá
breiðna í Ameríku. En fyrsta
verksmiðjan, cem nokkuð kvað
að, var stofnuð í Filadelfiu 1793'
og önnur var opnuð 1804 í Wor-
cester, Massachusetts. Aðrar uxu
upp smátt og smátt og notuðu
sér framfarir efnafræði og vís-
inda í aðferðum sínum við að>
lita, vefa o? selia.
Alma Cogan, vísnasöngkon-
an víðkunna, sem hingað
kom eins og margir munu
minnast, var fyrir nokkru á
16 daga söngferðalagi um
Eire og Ulster. Irsku blöð-
in segja, að hún hafi birgt
sig vel upp af dúkum ým-
iskonar úr írskum hör. I
einu blaðinu var þess getið,
að hún ætti svo marga
kjóla, að hún hefði að jafn-
aði 50 í geymslu, og greiddi
fyrir 10 gíneur á viku. —•
Kjólarnir liennar eru íaldir
20.000 stpd. virði.