Vísir - 07.01.1959, Qupperneq 9
Miðvikudaginn 7. jjanúar 1959
VISIR
KANDfDAT k VESTURVEGUM
Framh. af 3. síðu.
sem líkunum er rennt inn í. Á
efri hæðum hússins eru lík-
skurðarstofur og ailskonar
rannsóknarstofur.
Sóttur til Kínverja.
Skammt frá þessu hverfi 'rek-
ur KFUM líka mjög merkiiegt
hótel fyrir unga menn og alls-
lausa. Þeir þurfa hvorki að
borga mat né húsnæði, því að
allt er skrifað hjá þeim í reikn-
ing, en reynt er að útvega þeim
atvinnu svo fljótt sem auðið er
og þeir eru beðnir um að greiða
skuld sína við hótelið svo fljó^
sem þeir geta, svo að aðrir ung-
ir menn, sem líkt ster.dur á
fyrir, geti notað sömu fyrir-
greiðslu. Þetta fyrirkomulag,
sem er reist á trausti annars
vegar, en drengskap og þakk-
læti hins vegar, gafst svo vel,
að 80—90% greiddu skuldir
sína fyrr eða seinna.
Eg borðaði stundum kín-
verskan mat í Port Arthur, sem
var ágætur matsölustaður í
Kínahverfinu, en einu sinni var
eg sóttur þangað í svefnskála
einhleypra Kínvérja. Rúm voru
engin, heldur aðeins pallur, þar
sem vistmennirnir sváfu hlið
við hlið með höfuð upp að vegg,
en fætur fram að pallbrúninni
og var þarna sennilega pláss
fyrir 15—20 manns í einni röð.
Rúmföt voru engin heldur að
eins strámotta á pallinum og
trékubbur í kodda stað. Sjúk-
lingurinn var dauður, þegar eg
kom, en hvílunautar voru
reykjandi og virtust ekki láta
það neitt á sig fá, nema sonur
hans 15—16 ára, sem var skæl-
andi. Aftur á móti lá mjög vel
á gestgjafanum, feitum og patt-
aralegum Kínverja, enda var
þetta á gamlárskvöldi Kínverja,
sem er í febrúar, og voru að þvi
íilefni mikið af marglitum
pappírsluktum utan á húsunum
og gleðskapur hjá mannfjöldan-
um á götunum. Gestgjafinn gaf
okkur vindla og tróð m. a. s.
tveini dollurum upp á mig, en
einum á Bill Sjrkes, bílstjórann
minn, og þágum við það, þó það
væri raunar á móti reglum að
þiggja þóknun fyrir starf sitt.
Þótt merkilegt megi virðast,
voru það helzt gestgjafarnir í
25 centa hótelunum, sem buðu
manni þóknun, og það voru þeir
einu, sem maður þá hana hjá.
Heim.
Eg hef brugðið hér upp
nokkru af því, sem fyrir augu
mín og eyru bar á þessari náms-
ferð minni til New York fyrir
35 árum, og er þó fátt eitt
talið af þeim myndum, sem í
hugann koma, þegar favið er að
rifja þann tíma upp. Eg: kunni
á þeim árum vel við hið þrot-
lausa, ið-andi starf og stríð stór-
borgarinnar, með öllu þess
gliti og hyldjúpu skuggum. Eg
var ekki aðeins sólginn í þá
þekkingu á fræðigrein minni,
sem dvölin þar færði mér,
heldur einnig gráðugur í þekk-
inguna á lífinu sjálfu, þótt það
birtist manni stundum i sinni
ömurlegustu og að því er virð-
ist tilgangslausustu mynd. Það
er ekki fyrr en maður fer sjálf-
ur að vera saddur lífdaga, sem
maður segir með Einari Bene-
diktssyni: Mér finnst þetta líf
allt sem uppgerðarasi og er-
indisleysa með dugnaðarfasi. '
Eg hefði orðio lengur í New
York, ef til vill sogast inn i
hringiðuna og losnað ekki úr
henni fyrr en út við feigðarós,
ef eg hefði ekki átt konu og lít-
inn son heima á íslandi. Eg átti
kost á stöðu a&toðardeildar-
læknis á Beekman Street spít-
ala á kandídatstímanum lokn-
um og það var efst í huga mín-
um að sækja fjölskyldu mína og
hverfa aftur vestur, þar sem fé
og frami blöstu við í hillingum
æsliuranna. En það fór svo, að
eg hafði ekki fyrr stigið fæti á
land heima en mér fór eins og
Gunr.ari á Hlíðarenda forðum,
er hann leit til Fljótshlíðar. Eg
held lika, að þctt mér hefði
tekizt að öðlast það gengi í
framandi landi, sem auðvelt er
að láta sig dreyma um meðan
lífið hefur ekki stíft vang-
brodda hugmyndaflugsins þá
hefði eg aldrei sætt mig til
fulls við þá hugsun, að niðjar
I mínir hyrfu sem dropar í hafið
langt írá mínum eigin upp-
' sprettuiindum. Að vísu hverf-
um vér öll í haf tímans, þeir
voldugu og vel metnu eins og
| vesalingarnir, sem eg starfaði
um tíma meðal á Bowery-
svæðinu í New York.
Norðmenn yf-
ir 3.5 millj.
Frá fréttaritara Vísis, —
Oslo í jan.
Hagstofan norska liefur til-
kynnt, að við áramót s.l. hafi
íbúatala Noregs verið áætluð
3.541.000.
Konur eru 1.777.000, en karl-
ar 1.764.000. Eru því konur 13
þús. fleiri í landinu en karlar,
en 1950 voru konur 28 þús.
fleiri en karlar. Talið er, að
mismunurinn muni halda á-
fram að minnka næstu ár.
Eyfirðingar fá snjóbíl.
Klutverk hans að fðytja sjúka, svo oy farþega
©§ vörur, þegar sasigöngBir feppast.
Frá fréttaritara Vísis.
Akureyri í gær.
Á næstunni er von á nýjum og
vönduðum snjóbíl til Akureyrar,
sem fyrst og fremst gegnir því
hlutverki að annst sjúkraflutn-
inga, en einnig farþega. og vöru-
flutninga þegar öðrum farartækj
um verður ekki við komið.
Það er Sesselja Eldjárn for-
maður Slysavarnadeildar kvenna
á Akureyri, sem hefur gengizt
fyrir þessum bifreiðakaupum og
unnið að því að afla fjár til
þeirra, Hefúr henni orðið svo vel
ágengt að fjáröflun er lokið, en
bíllinn mun kosta röskar 200 þús.
krónur. Hefur leyfi fengizt fyrir
honum, en þarna er um að ræða
bíl af sænskri gerð frá Nord-
vork verksmiðjunni. Hann ér
með 90 ha Volvovél, ber 1200 kg.
þunga og getur auk þess drégið
2—-214 lestaþungan sleða. Billinn
er væntanlegur til landsins fljót-
lega eftir áramótin og verður
byggt yfir hann hér heima.
Það hefur þegar verið ráðið að
þeir Lénharður Helgason og
Friðrik Blöndal hafi umsjá með
bílnum og starfrækslu hans á
hendi og leggja þeir sjálfir fram
30 þús. kr. til bílkaupanna. Fram
lög frá öðrum aðilum verða sem
hér segir: Kaupfélag Eyfirðinga.
leggur fram 100 þús. kr., Krist-
neshælið 10 þús. kr., Fjórðungs-
sjúkraliúsið 15 þús. kr. Dalvíkur-
hreþpur og Árskógsstranflar-
hreppur sínar 10 þús. kr. hvor,
en aðrir hreppar í sýslunni svo-
og Grýtubakkahreppur og Sval-
barðsstrandarhi'eppur í Þingeyj-
arsýslu, sinar 5 þús. kr. hver.
★ Vesturveldin liafa vísað
formlega á bug tillögimi
sowétstjórnarinnar um hlut-
laust borgríki í Berlín.
n.
ms
C. AÍSeEHSEIV:
SlVÆDROTTOEVGm 17—18
1 Montreux bjó ljósa Babetie með dætrurxr sínum
tveimur og ungum frænda þeirra. Malarinn yar búinn
að tilkynna trúlofun Babettes og Rudys og nú urðu
þau öll þrjú að koma og þess vegna komu þau öll.
Móttökurnar voru hinar hjartanlegustu. Ljósan var
stórvaxin kona, feitlaginn með hýran svip og frændi
hennar var með svo myndarlega barta að þeir hefðu
nægt þremur heldri mönnum og það leyndi sér ekki
að hann var ekki svo lítið hrifinn af Babette. Rudy,
sem venjulega var hress og glaður, var samt ekki í
essinu sínu. Honum íannst tíminn aldrei ætla að líða.
Og loksins átti nú a.ð íara í gönguferð. Það gekk alveg
seint. Það var farið niður til Chillon, gamla
ems
skuggalega kastalans íil þess að skoða fangelsi hmna
dauðadæmdu cg virða fynr sér ryðgaða fangahlekk-
ina í múrnum. Rudy hallaði sér upp að emum kastala-
glugganum og virti íyrir sér þessa emmanalegu litlu
eyju og akasíu trén þrjú. Hann langaði þangað og
vera laus við skvaídur samkvæmisgestanna. Frænd-
inn hafði gefið Babette bók til minningar um Chillon.
,,B6kin er ekki sem verst,“ sagði Rudý, ,,'en þennan
sléttgreidda náunga, sem gaf þér hana, lízt mér ekki
á.“ ,,Hann leit út eins og tómur mjölpoki,“ sagði mal-
arinn og hló að fýndni sinni. Rudy hló líka og sagði
að þetta hefði verið vel og skemmtilega sagt.
Þegar Rudy kcm aftur til myllunnar rakst
hann a
frændann þar aítur. Hvað var hann eiginlega að gera
þar. Rudy var afbrýðisamur og Babette 'naíði gaman
af því. Myllan síóð við þjóðveginn undtr háu sriaevi-
þöktu fjalli. Vegurinn var Káll og mjór og meðfram
myllunni fossaði áin, en það var hægt að fara fjalla-
stíginn að myllunni og það gerðú þeir sem ætluðu að
ílýta sér og það datt frændanum í hug að gera. Hann
fór þessa leið kvöld nokkurt og stefndi að Ijósinu í
giugga Babette. Hann var næstum dottinn í ána, en
slapp samt og komst á land brókavotur. Hann khfraði
upp í gamla linditréð fyrir utan gluggann hjá Babette
og hermdi eftir uglunni, því hann kunni ekki að herma
eftir öðrum fugli. Babette heyroi þetta og leit út, en
slökkti Ijósið í fiýti cg gekk úr skugga um að glugginn
væn læstur. Hún sá hvér þetta var og lét nann gaula
og barma sér fyrir utan gluggann. Það væri hræðilegt
ef Rudy væri nærstaddur, en það var nú einmitt svo.
Hann var þar líka fyrir uían gluggann. Þeir skiptust
á orðum í reiði og það mundu áreiðanlega verða áflog.
Babette var hrædd og opnaði gluggann og lcallaði
nafn Rudys og sagðist ekki þola að hann væri þar.
,,Þú getur ekki liðið að eg sé hér, það er þá ákveðið,
kallaoi hann á móti. ,,Þú híður eftir vini sem er þér
kærari en eg. Skarnmastu þín Babetteí“ Babette
kastaði sér í rúmið og grét.