Vísir - 23.01.1959, Side 4
TtBIB
Fjös4udagtnn 23. ,Janúar l'Söí
Hvernig A.-Þjóðverjar
una í landinu í
EftEr Hlark PoSIer, sérfræðing
um nreálefni 4.-Evrópia.
Það dylst engnm háskóla-
stúdenti í Austur-Þýzkalandi,
að embættismenn kommúnista-
flokksins, sem stjórna landinu,
<-ru ofurseldir þeirri stefnu, að
vilja stjórna hugsunmn manna.
Allir fyrirlestrar, sem hann
sækir, allar bækur, sem hann
les, allir leikir, sem hann sér
— allt hefir þetta verið sniðið
eftir þörfum kommúnista-
kenninga.
Sjálfstæða hugsun getur
hann aðeins leyft sér í leyni —
eða þá sjaldan að hann fær
tækifæri til að ræða í einlægni
við tryggustu vini sína, og er
það þó ekki áhættulaust. Hið
hefðbundna hlutverk háskól-
ans, sem miðdepill frjálsra
skipta á hugmyndum og skoð-
unum, hefir nú vikið fyrir
þeirri hugsun, að kommúnista-
kenningar verði ekki rengdar.
Tilgangur stjórnarinnar er
auðsær: að móta áhrifagjarna
unga menn að geðþótta sínum
og gera úr þeim pottþétta,
kreddubundna kommúnista.
Til þess að svo megi verða er
vitanlega nauðsynlegt að loka
augum hins unga manns fyrir
þeirn staðreyndum, sem allir
hugsandi menn sækjast eftir.
Veldur hvcr á heldur.
Við megum ekki gleyma því,
að Austur-Þýzkaland er her-
numið af sovézkum herjum og
landinu er stjórnað af mjög
litlum minnihluta þýzkra
kommúnista, sem verða að
fullnægja kröfum Moskuvalds-
ins, ef þeir eiga að haldast í
sessi. Það gefur svo auga leið,
að skólakerfi austur-þýzku
stjórnarinnar verður að byggja
upp eftir sovézkri fyrirmynd.
Einhvern tíma komst Stalín
þannig að orði við erlendan
blaðamann: „Menntun er vopn,
og áhrif þess eru komin undir
þeim, sem heldur á því, og
þeim, sem verður fyrir því“.
Sú kenning, að menntun sé
,,vopn“ er grundvallaratriðið í
skólakerfi Sovétríkjanna sem
og í Austur-Þýzkalandi og öll-
um öðrum kommúnistalöndum.
Þetta var undirstrikað í hinu
opinbera sovézka tímariti
Menntir og líf, hinn 31. ágúst
1947. Þar segir ,m. a.: „Hinn
sovézki skóli getur ekki látið
við, það eitt sitja að ala upp
menntaða menn. Grundvöllur
hans eru staðreyndir og niður-
stöður, sem leiðir af hinum
framsæknu visindum, og því
skal hann blása hugsjónafræði
kommúnismans í brjóst hinnar
ungu kynslóðar, móta lífsvið-
horf hennar í anda Marx og
Lenins og innræta henni svo-
ézka ættjarðarást og bolsé-
vískar hugmyndir.“
Námsefni er ritskoðað.
Hvernig framkvæmir Aust-
ur-Þýzkaland þessa uppeldis-
og skólaheimspeki kommún-
ista? Það er í fyrsta lagi gert
með því, að námsefni í öllum
skólum landsins er lagt undir
einskonar ritskoðun kommún-
ista, en hún er ekkert annað
en fjöldafölsun á mannkyns-
sögu, landafræði og öðrum
fræðigreinum.
Á fyrstu árunum eftir að
kommúnistastjómin fór að
taka æðri menntastofnanir
Austur-Þýzkalands fyrir —
en þær höfðu áratugum saman
verið miðstöðvar frelsis og ein-
staklingshyggj u, eða þar til
nazisminn og kommúnisminn
komu til sögunnar — birtist
eftirfarandi klausa í kennslu-
málaritinu Die Neue Schule
(16. tölublaði ársins 1951);
„Hugur okkar er gagntekinn
af flokkshugsjón kommún-
ismans, og því verðum við í
eitt skipti fyrir öll að binda
endi* á óhlutdræga kennslu
mannkynssögunnar.11
Sagan sé ski-ifuð á ný.
Walter Ulbricht, flokksfor-
ingi Stalínista í Austur-
Þýzkal., sagði eftirfarandi um
endurskoðun á mannkynssög-
unni á flokksþingi kommún-
ista í Austur-Berlín í desem-
ber 1957: „Það er nauðsynlegt
að endurskoða eða umskrifa
þá kafla mannkynssögunnar,
sem ekki sarhrýmast lengur
lífsviðhorfi okkar. Þetta gera
sérfræðingar í tækniháskólum
og öðrum menntastofnunum
landsins árlega. Hvers vegna
skyldu þá ekki heimspekingar
og lagaprófessorar eða lög-
fræðingar gera það öðru
hvoru? Það útheimtir að vísu
nokkra vinnu, en um það er
ekki að sakast.“
Á kennararáðstefnu, sem
haldin var á vegum flokksins í
| Austur-Berlín í marz 1958,
gagnrýndi Kurt Hager, ritari
kommúnistaflokksins, að „í
flestum háskóladeildum er
I f r
sernámið að'greint frá hugsjóna
legri og pólitískri fræðslu
^ stúdentanna" og benti á, að í
framtíðinni yrðu háskólar
landsins að samrýma starfsemi
sína „kröftum sósíaliskrar
(kommúniskrar) þróunar.“
Tryggiug framtíðar
, vísindanna.
I „Vísindin má ekki aðgreina
jfrá stjórnmálunum“ sagði
|hann. „Aðeins með því að
Ifylgja aðfeiðum kommúnista
jog viðurkenna hugsjónafræðá
| kommúnismans verður framtíð
þýzkra vísinda tryggð“. Og
| austur—þýzkur útvarpsfyrirles-
ari lagði eftirfarandi til mál-
anna: „Við kommúnistaháskóla
er ekkert rúm fyrir vísinda-
störf fyrir vísindin sjálf“.
Próf í skólurn landsins eru
ekki notuð sem mælikvarði á
kunnáttu nemendanna. Þau
eru ekki til annars en skera úr
um, hvort þeim hafi lærzt að
hugsa á kommúnistiska vísu. í
reglugerð um lokapróf mennta-
skólanema segir, að prófspurn-
ingarnar verði „að skera úr
um, hvort nemendurnr ....
geti hiklaust dæmt um ástand-
ið í þjóðfélags og stjórnmálum
landsins“. í reglugerð Die Ncue
Schule segir, að eitt af skilyrð-
unum fyrir því, að nemendur
hljóti fyrstu einkun sé, „að
þeir geti hagnýtt sögukunnáttu
sína í sambandi við nútíma-
vandamál og séu fúsir að vinna
að framförum" (þ. e. kommún-
isma).
Bach og stjornmál.
Jafnvel tónlistarnemendur
verða að hafa rétt svör við
pólitískum spurningum á reið-
um höndum. Austur-þýzka
flokksblaðið Neues Deutsch-
land segir, að tónlistarstúdent,
Jljf'óti klutí:
HIÐ NÝJA
sem spurður sé hver Bach hafi
verið, eigi að svara: „Sósíal-
iskt tónskáld, sem afturha-lds-
samir borgarar hans tíma
sýndu engan siiilning og hlaut
aðeins viðurkenningu meðal
hinna miklu rússnesku tón-
skálda.“
Ausíur-þýzka stjórnin er
eðlilega hreykin af því, hve
æðri menntastofnunum í land-
inu hefur fjölgað undanfarin
ár. Fyrstu árin eftir stríð varj
fjöldi þeirra nemenda, sem
hófu nám í háskólum landsins,!
að meðaltali 2.500 á ári, en
skólaárið 1956—57 voru þeir
orðnir 16,500. Nú stunda eitt-
hvað 80.000 stúdentar nám við
æðri menntastofnanir í land-
inu.
Mörgum vísað frá.
Þá eru margir ungir menn,
sem hafa hug á að stunda há-
skólanám, en verður ekki að
ósk sinni. Hinn 6. ágúst 1957
segir Neues Deutschland, að;
skólaárið 1957—1958, muni
austur-þýzkir háskólar aðeins
geta tekið við „14,000 af 21,000
stúdentum, sem sótt hafa um
inngöngu“.
í sama blaði segir: „Það er
mikill skortur á húsnæði, þarl
sem stúdentar geta stundað
þann hluta námsins, sem verð-
ur að fara fram utan fyrirlestr-
arsalarins. Þetta á einkum við
um læknisfræði og tækni- og
stærðfræðigreinar. Það voru
níu, sem sóttu um hvert laust
pláss í lyfjafræði, níu í flug-
umferðarstjórn, sjö í dýra-
fræði, fimm í garðyrkju, fjórir
í alþjóðaviðskiptum og tveir í
læknisfræði.“ „Það er einkum
erfitt að fullnægja eftirspurn
menntastéttarinnar í þessu
sambandi“, segir ennfremiu- í
sama blaði. „Það bárust t. d.
fleiri umsóknir frá börnum
menntamanna einna en hægt
var að veita viðtöku alls í
lyfjafræði, kjarnorkuvísindum,
dýrafræði og líffræði.‘“
Erfiðisvinna er skylda.
Það eru ströng skilyrði fyrir
inngöngu í æðri menntastoín-
anir í Austur-Þýzkalandi. Þeir
sem vilja innrita sig í háskóla,
verða ekki aðeins að ganga
undir erfið inntökupróf, heldur
verða þeir samkvæmt lögboði
frá austur-þýzku stjórninni að
vinna a. m. k. eitt ár við erf-
iðisvinnu í ríkisverksmiðju eða
á samyrkjubúi — eða gegna
tveggja ára herþjónu.stu í
austur-þýzka hernum — áður
en. umspkn hans er tékin til
greina.
Þetta ef þó er.gan veginn
trygging fyrir því, að þeir fái
inngöngu. Skýrsla frá yfir-
manni umsækjanda og fyrr-
verandi starfsfélögum í Iðrtaðr.
eða landbúnaði um hegðun
hans, vinnuaga og stjómmála-
skoðanir er einnig þung á
metunum.
Úr sögudeiíd í kolanámu.
Þegar háskólanámið er svo
loks hafiö, er gengid Jast eftir
því, að stúdentarnii skuld-
bindi sig til að vinna ’ð land-
búnaðarstörf eða í ríMsverk-
smiðjum í skólaleyfi rn . ’r.um.
Neues Deutschland he. : t. d.
skýrt svo frá, að gerður hafi
verið samningur milli sögu-
deildar Leipzighó ' pg
stjórnar koianán í
Thrana, þar sem r.endur
deildarinnar eru sku ábundnir
til þess að vinra n '..iega í
námunum í skólaley ,.\ sín-
um. Við skipulagningu slíkrar
„frístundaiðju“ er stúdentun-
um skipað í vinnuflokka undir
stjórn hinnar svonefndu
„frjálsu þýzku æsku“ (FDJ),
sem er félagsskapur ungra
kommúnista, og því hefur op-
inberlega v.erið lýst yfir, að
þessi vinna sé „mælikvarði á
stjórnmálaviðhorf stúdent-
anna“.
Sumir hafa forréttindi.
Stjórnin leggur rnikið kapp
á að koma upp nýrri og á-
reiðanlegri kommúnistayfir-
stétt, og í þeim tilgangi kemur
hún í veg fyrir . að börn úr
„borgarastétt11 öðlist æðri
menntim. Hér hafa hinsvegar
börn þeirra foreldra, sem télj-
ast til „öreigastéttarinnar" sér-
réttindi. Þá hefur verið til-
kynnt opinberlega, a‘ö stjórnin.
hafi í hyggju að herða á eftir-
litinu með innritun stúdenta í
háskóla — jafnvel einnig
framhaldsskóla. Áður voru það
háskólarnir sjálfir, sem á-
kváðu, hverjum ætti að veita
skólagöngu, en í framtíðinni
eiga þeir aðeins að anriast
,,undirbúning“ og lokaákvörð-
unin verður falin ríkisfyrir-
tækinu eða verksmiðjunni, þar
sem annað foreldra viðkomandi
nemanda vinnur.
Ef foreldrarnir vinna hins-
vegar ekki við neitt ríkisfyrir-
tæki, veiða þeir að ráða barnið
að fyrirtæki, sem viðkomandi
skóla nýtur styrks frá, og þar
Framh. á 9. síðu.
=• ^
Ileldur cr kyrrð að færast yfir Kúbu, en þessi mynd var tekin fyr'ir skemmstu, þcgar Fidel
Castro hélt inn í Havana við fagnaðarlæti borgarbúa.