Vísir - 26.01.1959, Blaðsíða 1

Vísir - 26.01.1959, Blaðsíða 1
49. árg. Mánudaginn 26. janúar 1959 20. tbl. Alvarlegt untferiarslys á Hringbraut í gær. MaSur finnst iátinn í herbergv sínu. rskir fiskimenn fá ekki frið innan 4ra mílna landhelginnar. Maður varð fyrir bíl á Hring- braut, rétt vestan við Kenn- araskólann í gærkveldi og slasaðist mikið. Sljrsið varð um sjöleytið í gærkveldi á syðri akbrautinni. Samkvæmt frásögn bílstjórans, sem slysinu olli — en það var stúlka — kvaðst hann hafa ætlað fram úr öðrum bíl, sem var á leið vestur götuna. En þá hafi bíllinn fengið aurslettu á framrúðina svo að bílstjórinn blindaðist og í sömu andrá fann hann fyrir höggi framan á bílinn og sá um leið mann ■détta aftur með honum. Maðúrinn, sem fyrir slysinu varð, heitir Davíð Þorsteinsson, maður um fertugt, og til heim- ilis að Skaftahlíð 32 í Reykja- vík. Talið er að hann hafi .brotnað á báðum fótum, var 'um opið brot að ræða á öðrum fætinum og auk þess særður í andliti, en að öðru leyti var ekki búið að rannsaka meiðsli h.ans í gærkveldi og því ekki unnt að segja hve mikil þau væru. Fannst látinn í herbergi sínu. Á laugardaginn fannst mað- ur látinn í herbergi sínu, Birkimel 8, hér í bænum. — Maður þessi hét Guðni Alberts- son — gekk stundum undir nafninu Guðni söngur. Hafði l-.ann lært eitthvað söng í æsku «g efndi til söngskemmtunar fyrir allmörgum árum, en seig síðan á ógæfuhlið fyrir honum vegna ofdrykkju. Saknað á 6. sólarhring. Vísir skýrði frá því í vikunni sem leið að aðfaranótt s.l. mið- vikudags hafi bílnum R-5804, sem er grænn Skoda-Station bíll af nýjustu gerð, verið stolið frá Þórsgötu. Þrátt fyrir ákafa eftirgrennslan, bæði í blöðum og útvarpi, svo og leit að bíln- um, hefur hann ekki fundizt ennþá. Er það næsta fátítt að :stoínir bílar komi ekki fljótlega í leitimar, en þó ekki algert •einsdæmi. Nú er hugsanlegt að bíllinn Framh. á 8. síðu. Sanddæluskipið Sansu vl Lysö, sjávarúfvegssnáSaráðelu'ra Noregs, telur ásfandið alvarlegt. Togarafjöldinn verÖur af- hiigaður. Myndin er af sanddælu skipsins Sansu, sem dælir sandi úr Faxaflóa fyrir Sementsverksmiðjuna á Akranesi. Það var statt í Reykjavíkurhöfn á föstudaginn og þá var mynd þessi tekin. (Ljósm.: Stefán Nikulásson). Frá fréttaritara Vísis. Osló, f gær. Norska stjórnin finnur, að hún á æ meira í vök að verjast, að þvi er snertir landhelgis- málið, og nú hefir hún loks til- kynnt, að svo geti farið, að hún grípi tii einhverra ráðstafana til að gæta hagsmuna Noregs. Það er vaxandi togarafjöldi á ýmsum stöðum við strendur Noregs, en einkum norðarlega, sem gerir það að verkum, að stjórnin er nú farin að hugsa meira um málið en áður. Fiski- menn hafa krafizt þess hvað eftir annað, að landhelgin verði stækkuð, en stjórnin hef- ir farið sér hægt, enda vill hún gjarnan fara samningaleið eða að minnsta kosti ekki gera neitt, fyrr en einhverjar al- Gafsf upp í Panamaskurði. í sl. viku reyndi maður á sextugsaldri að synda eftir endilöngum Panamaskurði. Hefir það stundum verið gert, enda þótt skurðurinn sé um 40 km. langur. Áður en maðurinn lagðist til sunds, greiddi hann siglingatoll •— sem úrskurðaður var 72 sent fyrir hann. Sundið mistókst, er maðurinn var vart hálfnað- ur. Dagsbrún áfram notuð í þágu kommúnista. Þeir töpisðu tiltölulega meira en lýðræðissinnar. Stjórnarkosning fór fram í verkamannafélaginu Dagsbrún um helgina, og héldu lcommún- istar stjórninni, enda gerðu þeir sínar ráðstafanir til þess að svo mætti verða. 100 fiskimenn farast. Um miðja sl. viku fór fár- 'viðri yfir miðhluta Filipseyja. Skall veðrið á mjög skyndi- lega, svo af fiskimenn náðu víða ekki landi, og hefir verið tilkynnt, að um 100 fiskimenn hafi farizt í veðrinu, en nokk- •urf; tjón varð á landi. Lýðræðissinnsr stjórna sjéntanna- féE&pnum hér og í Hafnarfirði. Kommúnistar buðu ekki fram hér. 0 Stjórnarkosning fór fram í Sjómannafélagi Reykjavíkur, Sjómannafélagi Ilafnarfjarðar en þar var stjórnin sjálfkjör- um helgina og fóru leikar: in, þar sem kommúnistar þannig, sigruðu. að lýðræðissinnar A-listi, sem borinn var fram af þeim, hlaut 67 atkvæði og alla stjórnina, en íisti kommún- ista fékk 50 atkvæði. Stjórnina skipa Einar Jónsson, formaður, Kristján Kristjánsson, varafor- maður, Halldór Hallgrímsson ritari, Kristján Sigurðsson gjaldkeri, Oddur Jónsson vara- gjaldkeri og Hannes Guð- mundsson og Sigurður Péturs- son meðstjórnendur. Þá var efnt til aðalfundar í treystu sér ekki tii að bera fram lista að þessu sinni, eins og stundum áður. Formaður félagsins er Garðar Jónsson, en varaformaður Hilmar Jónsson, ritari Jón Sigurðsson, gjaldkeri Sigfús Jónsson, varagjaldkeri Kristján Guðmundsson og með- stjórnendur Ólafur Sigurðsson og Karl E. Karlssón. Varamenn eru Jón Júlíusson, Sigurður Kristjánsson og Þorbjörn D, Þorbjörnsson. Eignir félagsins er nú um 828 þús. kr. -— höfðu aukizt um 117 þús. á érinyb Þegar andstæðingar kom- múnista fengu um síðir af- henta kjörskrá, sem var ekki fyrr en rétt áður en gengið skyldi til kosninganna, kom í ijós, að stjórnin hafði farið um hana mildum höndum og strikað út hundruð manna, sem hún gerði ráð fyrir, að kysu ef til vill ekki rétt. Á það er einnig rétt að benda, að kom- múnistar leyfa einnig hundruð- um manna að greiða félagsgjöld að fullu en veita þeim ekki frumstæðustu réttindi eins og að taka þátt 1 kosningum. Úrslit kosninganna urðu þau, að A-listi kommúnista hlaut 1268 atkvæði, en B-listi, sem andstæðingar kommúnista stóðu að, fékk 793 atkvæði. Það er Ijóst af öllu, að Framsóknannenn hafa kosið með kommúnistum eins og jafnan áður, og hafa þar þakkað kinnhestinn, sem kommúhistar veittu þeim með því að ógildn listann, sem þeir ætluðu að bera fram. í kosningunum i haust fengu Framh. á 12. síðu. þjóðareglur hafa verið settar um landhelgina. Það eru fyrst og fremst fiskimenn í Norður-Noregi, • sem verða illa úti, því að togarar eira engu, þegar þeir komast í fisk, fara inn fyrir allar Iínur, er þeim sýnist og spilla veiðarfærum Aðstaða fiskimanna sunnar í Noregi er ekki hín sama, svo að ekki er um samstöðu þess- arar stéttar hvarvetna í land- inu að ræða Þar hafa menn miklu minni áhuga fyrir stækk um landhelginnar, því að eru að hugsa um aðstöðu á fjar- lægum miðum. Menn neita því þó ekki þar, að í heild hefir Noregui' þörf fyrir stærri land- helgi, en þó fyrst og fremst byggðarlögin fyrir norðan, sem lifa eiginlega eingöngu á sjó- fangi. Þar er voði fyrir dyrum, ef menn geta ekki stundað veiðar til lengdar. Fiskimálastjórninni hefir verið boðið að afla yfirlits um togarafjöldann úti fyrir ströndum landsins, og hefir Lysö, sjávarútvegsmálaráð- herra, komizt svo að orði, að komi það á daginn, að tog- urunum hafi fjölgað vegna stækkunar landhelginnar við ísland, verði menn að taka endanlega ákvörðun í landhelgismáli Noregs. Lysö endurtók, að ástandið væri mjög alvarlegt víða í Noregi, af því að norskir fiski- menn fá ekki einu sinni frið fyrir togurum, þótt þeir sé inn- an fjögurra mílna landhelg- innar. Sagði ráðherrann, að á- standið væri orðið syó alvar- legt, að það gæti varla orðiðl alvarlegra. Þí&vsðri tr/rira. Alcureyri í morgun. Þíðviðri liefur verið nyðra urn helgina og snjór sjat-na) veru- lega. Víða sér orðið til ja ðar og sums staðar kémur hún græn undan snjónum. IJnnið er að snjóruðhingi á vegum, þar sem færð var \ erst áður, eins og t. d. á k iðinni út í Dalvík, sem var illfær orðin bil- um sökum snjóþyngsla. í morgun var 2ja stiga hiti á Akureyri.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.