Vísir - 26.01.1959, Blaðsíða 11

Vísir - 26.01.1959, Blaðsíða 11
VÍSIB Mánudaginn 26. janúar 1959 Forstjórinn Ægir Ó. Ægis (Brynjólfur Jóhannesson) og jafn- vægismálaróðherrann (Karl Sigurðsson). Leikfélag Reykjavíkur: Delerium bubonis, effir Jón Múla og Jónas Árnasyni. Leikstj.: Lárus Pálsson. Leiktj.: Magnús Pálsson. Það hefur nú um svo langa kdð verið næsta sjaldgæft fyr- irbæri, að komið hafi fram á leiksviði hérlendis frambæri- iegt leibrit eftir íslenzka höf- unda, að það er ekki nema að vonum, að brúnin lyftist á leik- húsunnendum í Reykjavík, þegar bólar á einhverju nýju í þessa átt. Að vísu er satt, að þeir hafa ekki fengið mikla uppörvun, sem fengizt hafa við það hér, að setja saman leikrit. En þá er þa$5 líka staðreynd, sem horfast verður í augu, við, að fyrsta skilyrðið, sem verður að vera fyrir hendi, ef maður gerir kröfu til stuðnings í slíkri við- leitni, er að hann hafi eitthvað til brunns að bera, að verk hans hafi til síns ágætis nokkuð. En það er nú það sem svo sorglega lengi hefur varað hér, hvað ís- lenzkum skáldum um mörg undanfarin ár hefur verið ó- sýnt um að semja leikrit. Það er bezt að segja það strax, að leikritið Delerium bubonis slær engu föstu um það, að hér séu komnir fram fullskapaðir leikritahöfundar. Þó er ýmis- legt, sem prýðir þennan gam- anleik þeirra Jóns Múla og Jón- asar Árnasona og gefur óneit- anlega fyrirheit um, að þeir muni, ef þeir kæri sig um, getaj látið enn betra af sér leiða fyr- ír leiksviðið. Þarf ekki að fjöl- yrða um, hvílíkur greiði það; væri, ef þeir legðu nú ekki sfcrax árar í bát, en tækju sig, enn á, og hefðu þá leiksviðið í huga, Helzti ljóður á þessum leik er sá, að hann er ekki saminn upphaflega fyrir leiksvið, held- ur útvarp. Hann var fluttur hér í ríkisútvarpinu fyrir nokkr- um árum, en þá gengu höfund- arnir undir dulnöfnunum Ein- björn og Tvíbjörn. Og það er trúlegt, að ekki hafi þeir sett sér hátt mark í byrjun, ekki samið verkið í „alvöru“, ef svo má orða það. Nokkuð skortir á, að það sé hreint afmarkaður gamanleikur, það ber of mik- inn keim revýu til að svo sé. Hins vegar er að ýmsu leyti á því slíkt bókmenntalegt og tón- listarlegt handbragð, að við hljótum að hafa þá bræður grunaða um að geta með góðra manna ráðum sett saman „klass- ískari“ gamanleiki. En sannleik- urinn er sá, að það er mikil á- deila falin í þessum sjónleik. Þó gleyma höfundar sér ekki fyrir því, heldur á fyrst og síðast að skemmta,gáskinn og gaman svo leikandi á köflum, að úr verður forláta skemmtun. Skeytum er beint í ýmsar áttir, en þó mest að bröskurum í viðskiptalífi og pólitík annars vegar, á hinn bóg- inn að alls konar snobbi. Hlutverkin fá flest hina prýði legustu túlkun leikaranna. Ber þar fyrst og fremst að nefna Brynjóif Jóhannesson, sem er ekki einhamur, frekar en fyrri daginn. Brynjólfi lætur sér- staklega vel að leika með ungu( fólki. Og hér fer hann á slíkum kostum, að manni finnst sem aldrei hafi fylgt honum slíkur fítonskraftur og funi, fimleiki og ærsl sem í þessum leik. Það er ekki að sjá, að karl sé kom- inn á sjötugsaldur. Þama er Brynjólfur í hlutverki forstjór- ans Ægir Ó. Ægis, er í mörgu uð snúast, ávextimir komnir í aöfn, en ekki lengra, og fáir dagar tii jjólu, svo að það þarf n að láta hendur standa fram úr' ermum. Efnið verður annars ekki rakið hér. Eiginkonuna Pálínu Ægis leikur Sigríour Hagalín, og hefur hún líklega ekki' hingað til haft betra vald á hlutverki. Sigríður er vaxandi leikkona, og þarna lýsti hún mætavel heimsku, hégómaskap og hysteríi frúarinnar. Bróður, hennar, j afnvægismálaráðherr- ann, sem er braskfélagi og sam- særismaður mágs síns Ægis,' leikur Karl Sigurðsson. Leggur1 hann feikilegan dugnað. og1 krafta í leik sinn, en það kem- ur fyrir ekki. Hann er alls ekki „heima“ þarna. Og þar eð ráð- herrann kemur mikið við sögu, þá hefur hér tekizt sízt skipun í hlutverk. Fóstursonur ráð- herrans er Leifur Róberts, upp- rennandi tónskáld, sem er í þingum við Guðrúnu Ægis for-1 stjóradóttur. Steindór leikur' þennan elskhuga af falslausri; túlkun, svo sem liinu mannlega hlutverki sæmir, sem virðist hafa einna mesta samúð böf- unda. Leikur Kristínar Önnu Þórarinsdóttur í hlutverki Guð rúnar Ægis fannst mér einna eftirtektarverðasti leikur sýn- ingarinnar, einkum látbragðs- leikur hennar, Guðmundur Pálsson, Gisli Halldórsson og Nína Sveinsdóttir léku öll mæta vel lilutverkin Unndór. atóm- skáld, Einar í Einiberjarunni og Siggu vinnukonu. Síðast, en ekki sízt, skl nefna Árna Tryggvason, sem lék leigubíl- stjórann Gunnar Hámundax-- son. Kom það enn í ljós, hvílík- ÉLAG STDRESGNA- ATTSGiALDENDA Framhaldss,tpfnfundur félagsins verður haldinn í Tjarnar-.- café (niðri) mánudaginn 26. þ.m. cg hefst kl. 8 síðdegis. Til umræðu yerður: a) Efiing samtaka meðal stóreignaskattsgjaldenda, til þess að fá eignatökulögin, nr. 44/1957, numin úr gildi. b) Hvei'nig' réttast sé fyrir stóreignaskattsgjaldendur að snúast við innheimtu hins svonefnda skatts.' Þess er vænst, að sérnver stóreigixaskattsgjaldandi vilji að- stoða félagið í baráttu þess fyrir afixámi þessara laga og niðui’fellingu skattsins. — En bezta og auðveldasta aðstoðin er, að ganga í félagið, — að mæta á fu.ndum þess, — og hafa sambancl við skrifstofu þess. Sími lier.nar verður fyrsfc urn sinn 11984. Erummælandi á fundinum verður Páll Magnússon, lög- fræðingur. Stjórn félagsins. grunar mig, að hlutur Erik Bi-j steds sé hreint ekki svo lítill, og bæiá meira að leita til slíkra kunnáttúmanna. En mestur Það verða alltaf einhverjir til að setja saman revíur, og þær geta verið góðar svo langt sem þær ná, eins og hverjar aðrar heiðurinn ber þó líklega Magn-J dægurflugur. En það sem leik- úsi Pálssyni fyrir leiktjöldin.J húsin okkar þurfa, eru gaman- Oft hefur hann snilldarvel gert, en hér skarar hann fram úr flestu því, sem hann hefur áð- ur af hendi leyst. Mesta athygli vakti sú nýjung hans að breyta skrifstofu í borðstofu á nokkr- an ósvikinn skopleikara við eig I um augnablikum án þess að um, þar sem Árni er. Hannifella tjaldið á meðan. Tókst! íslenzkur, og einkum er gaman- leikaskáld, sem iflalda lengur en til einnar nætur. Nú hefur heldur i-ofað til í þessum efn- um. Áður hefur Agnar Þóx’ðar- son sýnt það og sannað, að hann er nú orðinn einhver mestur kunnáttumaður í leikritagerð stendur ekki lengi við á sviðinu, en nóg samt til þess, að leikur ið lof. Það var Leikfélaginu hans verður minnisstæður. ,mikil gæfa að fá svo hámennt- Lárusi Pálssyni hefur ekki j aðan og gáfaðan listamann í verið það óljúft verk að setja^sína þjónustu sem Magnús er. leik þennan á svið. Hefur hann Carl Billich stjórnaði hljóm- þetta ágætlega vel og fékk mikj leikurinn hans sterka hlið. Nú hafa þeir Jón Múli og Jónas Árnas. rótt okkur að minnsta kosti vísifingur, og við Teyfum okkur að biðja um höndir.a alía. kunnað vel að meta hina frjóu fyndni höfundanna og kemur henni vel til skila með fyrii’taks umbúnaði og leikstjórn. Einnig sveit og hefur einnig búið lög Jóns Múla til flutnings, og ferst það allt mjög smekklega úr hendi. Þeir virðast vera ágæta vel samhentir í starfi. Og Jón Múli er svo ágætlega músíkalskur og hæversklega fyndinn, að hann sýnist hafa mikið til brunns að bera í þeim efnum að setja sam- an söng- og gamanleiki, og það segir sig sjálft, að mikið erum við þurfandi fyrir slíka fram- leiðslu á skammdegiskvöldum, Jónas Ái-nason sannar það hér, sem áður var vitað, að honum lætur vel að gera að gamni sínu, og gerir það svo, að ylur er í. Að öllu samanlögðu hljóta flest ir að óska þess, að þeir bræður láti verða framhald á þessari iðju sinni. G. teknar í dag — tilbúnar á morgun. Annast myndatökur á Ijósmyndastofunni, í heima- húsum, samkvæmum, verksmiðjum, auglýsingatt o. fl. Pétur Tliomsen, kgl. hirðljósm. Ingólfsstræti 4. Sími 10297. Atómskáldið Unndór Andmar (Guðm. Pálsson) og aðdáanili þess frú Pálína Ægis (Sigríður Hagalin). iRINOUNDM FRA StoStHí

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.