Vísir - 26.01.1959, Blaðsíða 3

Vísir - 26.01.1959, Blaðsíða 3
Mánudaginn 26. janúar 1959 VlSIl 3 FRAMFARIR OG TÆIÍNI Við Bay of Plcnty á Nýja- Sjálandi ev mikið jarðhita- svæði. Hafa Ný - S j álendingar hafið har miklar framkvæmdir og bora har fyrir jarðgufu. — Nýlega voru sex borholur tengdar við rafal og framleiðir hann 6400 kw. rafmagns. Jarðfræðingar hafa reynt að skýra tilveru jarðhitasvæða jog er ein þeirra sú, að þarna hafi á sínum tíma orðið landsig. Um leið og landið seig hafi myndast miklar sprungur. — Sprungurnar hafi síðan fyllst upp, leðja og gosefni .sezt í þær án þess þó að þétta sprung- urnar til fulls. Þessar sprung- ur ná allt niður í 10.000 metra dýpi að talið er. Vegna hins miklar þrýstings að neðan þrýstist gufan upp í sprungur þessar og eru víða ekki nema 300 m. niður að gufunni. Gufan myndast ýmist af aðrennsli vatns þegar það sígiir niður að hinurn heitu jarðlögum, en einnig mun þarna vera jarðvatn, sem lok- ast hefur inni þegar jarðsigið átti sér stað. Eins og kúnnugt er hafa ítalir hagnýtt sér jarðgufuna um langt ára bil. Við Lardella hófust virkjanir árið 1913, en þar er gufan menguð ýmsum efnum, sem gera virkjun eða hagnýtingu gufunnar örðuga eða kostnaðarsama. Þessu er ekki eins til að dreifa á Nýja- Sjálandi, þar sem gufan er til- tölulega hrein. Hvenær áskotn- ast okkur fé til gufuvirkjana héi' á landi? Rafknúnsr bífar koma tl! sögu. f Bandaríkjunum verSur haf- in á næsta vori framleiðsla raf- orkuknúinna bifreiða. Undirbúningi undir fram- leiðsluna er lokið. Framleiddar verða á fyrsta stigi 10.000 smá- bifreiðar af þessari gerð. Raf- hlaða leggur til orkuna og má hlaða hana með því að setja hdna í samband við rafleiðslur á heimilum og víðar. Hann frystir seltuna úr sjónum. ísraebkur visindamaður finnur nýja aðferð tii að vinna vatn úr sjó. Mönnum mun bera saman um, að þessari vél sí heldur óhentug til daglegrar notkunar, cnda er hún smíðuð í auglýsingaskyni og engu öðru. Það er þýzk ritvélavcrksmiðja, sem hefur látið smíða hana, og er tækið 1,2 m. breidd, 1,4 m. á lengd og 40 sm. á hæð. Það'tók 10,000 vinnustundir að smíða hana og verkið kostaði alls um 35,000 mörk. — Rannsóknir á geimnum. Eru hinar kunnu öreindir - prótónur og nevtrónur - ekki aigerar frumeindir? í ísrael er verið að vinna að miklum ræktunarframkvæmd- um í nágrenni Dauðaliafsins. Hér er þó við ýmsa erfiðleika að etja og fyrst og fremst vatnsleysið. Vatnið í Dauða- hafinu er mjög salt eins og kunnugt er og annað er ekki fáanlegt þar um slóðir og land- ið í raun og veru eyðimörk. Árið 1947' fluttist Gyðingur einn, Alexander Zarchin að nafni, frá Rússlandi til Israel. Hann hafði fengist þar við til- raunir við ferskvatnsvinnslu úr sjó og kynnst m. a. aðferð, sem . Rússar notuðu allt frá árinu 1931 til að vinna ferskt vatn úr söltu vatni. Það var Rauði herinn, sem fékkst við þær til- raunir í eyðimörkum Mið- Asíu. Aðferð Zarchins hefur það FSýpr tvöfslt hraóar en híjóðið. Tilkynnt hefur verið, að hrezk fhigvél -— P-1 frá English Electric •— hafi flogið tvöfalt hraðar en hljóðið. Fór flugvélin tvívegis eftir 100 mílna markaðri braut og náði að jafnaði 1280 m. hraða en það er um 2050 km. Þess er getið, að þetta hafi verið í miklu frosti, og mundi flugvél- in geta náð um 2250 km. hraða í heitu lofti. fram yfir aðrar aðferðdr, að ,hún krefst minni orku. Það er kunnugt, að hægt er að að- skilja salt úr sjóvatni með því að frysta sjóvatnið, því eins og kunnugt er, er lítið salt eða ekkert í ís. Jíinsvegar krist- allast saltið utan á ísnum og er erfitt að aðskilja saltkrist- allana frá ísnum. Að frysta vatn og bræða ísinn aftur krefst þó mikilla orku. Zarchin hefir ekki látið mik- ið uppi um aðferð sína, en svo mikið er vitað, að hann frystir sjó, bræðir ísinn og notar hring rás kuldans þannig að hið lága hitastig, sem vatnið er fryst við er einnig notað til að bræða ísinn. Þá hefur hann einnig fundið ráð til að aðskilja saltkristall- ana frá ísnum, svo að ekkert I salt verður eftir í vatninu. Samkvæmt upplýsingum Zarchins þarf hann aðeins 3 kílóvött til þess að vinna ferskt vatn úr rúmmetra sjávar, en við eldri aðferðir þurfti 25 kw. til þess að vinna sama vatnsmagn. ísralska stjórnin hefur nú samþykkt fjárveitingu til Zarchins svo að hann geti haf- ist handa um vatnsvinnsluna í stórum stíl. Þegar þessar framkvæmdir eru komnir í gagnið munu þær þjóna tvennskonar tilgangi,sem sé, að vinna vatn til ræktunar- framkvæmda og efnivörur úr saltinu, svo sem þróm o. fl. Það hefur nú verið svo j mikið skrifað uin geimför og j eldflaugar, að rannsóknir, sem gerðar eru með loftbelgjum, og eru sízt ómerkilegri, hafa horfið í skugga hinna stóru fyrirsagna blaðanna um eld- flaugaskot. Rannsóknir með loftbelgjum eru auðvitað miklu ódýrara fyrirtæki en eldflaugaútgerð, en árangur þeirra er samt furðumikill. Amerískir vísindamenn bíða nú eftir góðu tækifæri til að, senda upp lóftbelg er taka skal mvndir af Marz, sem er nálægt jörðu um þessar mundir. Belg- urinn getur komist í 25 km. hæð. í honum verður 16 þuml. kíkir og viðbyggð ljósmynda- vél. Þegar ljósmyndir af plánet- unum eru teknar af jörðu niðri verða myndirnar ekki vel skýr- ar vegna truflana í gufuhvolf- jinu. Hinsvegar munu nást miklu betri og skýrari myndir í 25 km. hæð og gera menn sér vonir um góðan árangur af •myndum, sem teknar verða af Marz úr belg þessum. Næsta sumar verður gerð til- raun með geysistóran loftbelg, sem verður 400 fet í þvermál og á að geta komist í 37 km. hæð. Neðan í honum á að hanga álumíníum-kúla og mikil ljósmyndavél. Gert er ráð fyrir að belgurinn geti haldist á lofti í 48 klst. Þegar hann fer að hrapa munu flug- vélar fylgja honum eftir og bjarga kúlunni. í kúlunni verða markskonar tæki, svo sem til að rannsaka geimgeisla og geimryk. Geimgeislafrumeindir hafa löngun vakið athygli vísinda- manna. Þessir geislar koma einhversstaðar að utan úr geim- inum og búa yfir óhemjuafli, mörgum sinnum rneira afli en nokkur sú frumeind, sem á jörðunni finnst. — í kúlunni verða einskonar plötur, sem geimgeislarnir munu fara í gegnumogaf áverkunum munu vísindanienn geta lesið þær rúnir er ættu að gefa ofurlitla hugmynd um dularheim þess- ara agna. Úr atómfræðunum er það vitað, að þegar tvær frumeind- ir, sem fara með litlum hraða, rekast á, flytst öll orka ann- arar frumeindarinnar yfir í hina. Þetta á sér ekki stað í sama mæli þegar eindir rekast á með miklum hraða. Þá flytst aðeins um 10% orkunnar á milli: Ein skýringin, sem menn j hafa reynt að gefa á þessu, er jsú, að eindir, sem ferðast með miklum hraða fletjist út því meir, sem hraðinn verður meiri. | Þegar hraðinn fer að nálgast hraða Ijóssins eru agnirnarj orðnar allt að því disklaga. Ef, tvær disklaga agnir rekast á með ofsahraða þjóta þær hvor í gegnum aðra svo snöggt, að orkan nær ekki að fiytjast á milli nema að litlu leyti. Til-1 raunirnar með belginn ættu að geta staðfest eða hrakið þessa skýringu. Þá er vonast til að hið s'W)- kallaða úthverfa efni (anti matter) finnist í náttúrunni, en tekizt hefir að búa það -til á rannsóknarstofum. Hingað til hefur það ekki fundist í sjálfri náttúrunni. Hið úthverfa efni verður þegar í stað að engu ef það hittir venjulegt, 'jarðneskt efni. En úthverft efni, sem kæmi utan úr geinmum, gæti farið í gsgnum ytri lög gufu- hvolfsins án þess að eyðast, þar sem þar er lítil mótstaða og ekki mjög mikil hætta á árekstrum. Ef úthverft efni lendir á plötunni, sem áður er nefnd, ætti að verða mikill árekstur. Ef úthverft efni fyrirfinnst í geimnum, hlýtur þar einnig að vera úthverft aðdráttarafl. Út- hverfar prótónur ættu að stíga upp í loftið í staðinn fyrir að falia til jarðar. Tilraunirnar með belginn ættu að færa okkur vitneskju um þetta. — Jafnvel mun það koma í Ijós, að frumeindirnar (nevtrónur og prótónur, m. m.) séu ekki hinar algjöru frumeindir. Ef til vill er hvor þessara svokölluðu frumeinda samansett á marg- brotnari hátt en okkur hefur nokkru sinni dreymt um. Nýr og befri silkiormur — í Sovét, Moskvuútvarpið segir, að sovétvísindamenn hafi „fundið upp“ nýja tegundi af silki- ormi. Og þetta er énginn smáorm- ur, því að hann vex miklu fyrr en fyrri tegundir, sem þekkzt hafa, en auk þess myndar hann stærri og hvítari lirfur og gef- ur mönnum meira silki. Ætl- unin er að nota orma þessa til silkiframleiðslu í Transkáka- sus. Starfsmenn Kodak-verk- smiðjanna í Bandaríkjunum eru nú um 37.080 talsins. Raforkuframleiðsla Grikk- lands er orðin um milljarð- ur kílóvattstunda, 20% meiri en fyrir einu ári. Um þessar mundir leita 20 olíufélög — flest banda- rísk — að olíu á 230 stöð-? um í Tyrklandi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.