Vísir - 26.01.1959, Blaðsíða 10

Vísir - 26.01.1959, Blaðsíða 10
1L VÍSIR Mánudaginn 26. janúar 1959 9 beit 5KALDSAGA EFTIR MARY ESSEX. Hún hafði gert eins og hann baö hana um. ' „ELSKAN MÍN — ÁSTIN MÍN. EG SÁ ÞIG EKKI í GÆR, OG EG ER ÓHUGGANDI. FRAMVEGIS VERÐUM VIÐ AÐ VERA SAMAN Á HVERJU EINASTA KVÖLDI, ANNARS ER LÍFIÐ MÉR EINKIS VIRÐI“ Stundum heyrðust einhverjir áheyrendur skríkja, og dómar- inn leit byrstur yfir salinn yf-ir gleraugun. Einu sinni barði hann blýantinum í borðið og kallaði: Þögn! Virðingu fyrir réttinum! Andlitið á honum var gamallegt og bólugrafið, alveg sviplaust. Þessi maður hafði áreiðanlega aldrei verið ástfanginn. Svo var nafnið hennar kallað. Þó Candy hafði alltaf vitað að einhverntíma hlaut að koma að þessu og hefði reynt að búa sig undir það, hrökk hún samt við. Þegar hún stóð upp fannst henni draga úr sér allan mátt og hélt að hún mundi detta út af. Hún leit á bakið á Colin — hefði hann getað rnundi hann líklega hafa hjálpað henni. En hann hreyfði sig ekki — aöhafðist ekki neitt. Hún gekk þungstíg að vitnastúlkunni. Réttarvitnið tók fram snjáða biblíu og hún studdi hendinni á hana og sór þess eið að segja sannleikann, allan sannleikann og aðeins sannleikann. — Eg — eg veit það ekki.... nú fór Candy að skiljast, að málaflutningsmaðurinn væri ekki eins velviljaður maður og henni hafði sýnst hann vera. Hann var að ginna hana út á hál- an ís. — Heyrið þér, ungfrú Grey, ef eg á að segja eins og mér finnst — hafa mæður ekki alltaf áhuga fyrir að dætur þeirra fái ríkt gjaforð? Það er skylda þeirra, finnst yður það ekki? Móðir yðar mun vera þannig gerð líka. Candy hugsaði sig vel um áður en hún svaraði. — Það er mögulegt að rnóðir mín hafi hugsað um að Colin væri ríkur, en það gerði eg ekki. Það var Colin sjálfur, sem mér þótti vænt um. — Já, einmitt það. Og þér vilduö giftast honum sem fyrst? — Það var Colin, sem vildi flýta giftingunni, sagði Candy. — Eruð þér viss um að hann hafi viljað giftast sem fyrst? — Já, eg er ekki í neinum vafa um það. — Má eg vitna í nokkur orð, sem þér hafið skrifað í bréfi til hans? Þér skrifið: „Eg þrái að verða þín. Við skulurn verða okk- ur úti um skjölin eins fljótt og unnt er.“ Þetta bendir á aö þér hafið verið áfram um að giftast fljótt. Hjónabandið hefði bjargað yöur og móður yðar úr kröggunum. — Við áttum erfitt, viðurkenndi Candy. — Fjárhagslega var það mikill uppsláttur að giftast Colin Cameron.... Rödd málaflutningsmannsins var hörð eins og tinna. Hún beit. Nú skildi Candy að alúð hans í fyrstu hafði aðeins verið gildra. Tár runnu niður kinnar hennar er hún svaraði: — Þér hafið auövitað rétt fyrir yður. En það var ekki það, sem eg hugsaði um. Eg hefði elskaö Colin jafn heitt þó hann hefði ekkert átt. — Þetta hljómar svo fallega, ungfrú Grey. En þér gátuð nú ekki stillt yö'ur um að hugsa til peninganna hans. í einu bréfinu yðar skrifið þér: „EG GET ALLS EKKI ÁTTAÐ MIG Á ÞVÍ AÐ ÞÚ SKULIR VERA RÍKUR. HVERNIG GET EG VERÐSKULDAÐ ÞETTA — OG HIMNARÍKI í OFANÁLAG?" Nú heyrðist skríkt í salnum og dómarinn barði með blýantinum til að fá kyrrð. Þá varð hljótt. Það eina sem heyrðist var að Candy kjökraði. Hún hélt vasaklútnum fyrir augun, en mála- flutningsmaðurinn hélt áfram: — í öðru bréfi síðar fullyrðið þér, að þér munduð aldrei geta hugsað til að aöhafast neitt, sem honum félli miður, hvernig svo sem á stæði. En aðeins fáum dögum eftir að hann hafði rofið trúlofunina höfðuðuð þér mál gegn honurn fyrir heitrof. Hvaða skýringu gefið þér á því? Camdy sagði eins og satt var, þó að málaflutningsmaður henn- ar lrefði varað hana við að segja of mikið. Hún sagði að hún og móðir hennar væru fátækar. Þær heíöu hleypt sér í skuldir vegna brúðkaupsins. Þær gætu ekki borgað þær skuldir, og for- eldrar Colins hefðu neitað að hlaupa undir bagga. — Já, peningarnir skipta meiru máli í þessari trúlofun, en maður skyldi halda af bréfunum yðar, sagði Jackson hvasst. Augu hans voru ákærandi þó enn væri bros urn munninn á honum. Candy var farin að hata þétta bros, því að það var glott. Þessar hræðilegu spurningar héldu áfram. MálaflutnmgsmaÖ- urinn króaði hana í sjálfheldu, svo að hún varð úrræðalaus. Hann fékk hana til að játa, að málssóknin hefði verið eina leiðin til að bjarga henni úr þeim kröggum, sem hún og móðir hennar hefðu komist í, þær gætu ekki borgaö skuldir sínar sjálfar. Loks sneri Candy sér að dómaranum, sem horfði á hana yfir gler- augun: — Ef hef aldrei ætlað mér að gera Colin neitt illt. Þvi að eg elska hann. Svo féll hún í ómegin. Hún rankaði við sér nokkru síðar í litlu herbergi innan við réttarsalinn. Loftið var þurrt og ógeðslegt, eins og allt í þessu hræðilega húsi. Réttar.þjónarnir voru vingjarnlegir en alls ekki brjóstumkennandi. Þegar hún hafði jafnað sig r.okkra stund fór móðir hennar með hana á veitingastað skanmit frá, til að gefa henni einhverja hressingu. Þetta var lítil matstofa og mikil matarlykt úr eldhúsinu. Þarna glamraði í diskum og hnífapörupi og allt gekk í flýti. Framleiðslustúlkan var stutt í spuna, en Candy gat nærst eitt- hvað og hresstist talsvert. En þegar þær komu út á götuna mættu þær blaðastrákunum með nýju blöðin. Þeir hrópuðu: — STÚLKAN FÉLL í ÓMEGIN OG HRÓPAÐI: ÞVÍ AÐ EG ELSKA IIANN! — Eg þoli ekki meira! sagði Candy grátandi. — Við skulurn fara heim. Það verður að ráðast hvernig þetta fer. Frú Grey reyndi að sýna henni fram á, að það væri það eina sem þær mættu ekki gera. Ef þær hlypu frá öllu saman, viður- kenndu þær að þær hefðu rangt fyrir sér og ef þær töpuðu mál- inu væri þeim nauðugur einn kostur að segja sig til sveitar undir eins. Candy varð að fara í réttinn aftur. Hún grét og barmaði sér, hún hafði svo mikla andstyggð á þessu öllu. Hún hataði verjandann, Hugh Jaekson, það eina sem hann keppti að var að gera málstað hennar sem ljótastan. Hún var ekki hætt að gráta þegar þær kornu inn í salinn. Dómarinn kom inn og kallaði hana í vitnastúkuna aftur, til að láta hana halda áfram skýrslu sinni. Hún leit á öll glápandi andlitin, sem störðu á hana eins og hún væri sjaldgæf skepna í dýragarði. Henni fannst hún vera í búri, sem hún gæti ekki sloppið úr — allir horfðu á hana, nema Colin. Hann horfði á hendurnar á sér, krosslagðar á hnjánum. Hann var mjög fölur, eflaust leið honum illa að sjá hve bágt átti. Verjandinn Hugh Jackson kom nú íram aftur, með hendurnar í vösunum á málaflutningsmannakuflinum. Hann reigði höfuðið og fór að spyrja hana á ný. Candy og móðir hennar höfðu alltaf vitað að Colin var rikur. . Það var ástæðan til þess að þær vildu flýta brúökaupir a sem mest. Það hafði aldrei verið ætlun Colins að giftast í snatri. Hann hafði oft hugsað um það síðustu vikurnar að fá brúð- kaupinu frestað. — Það er ekki satt, sagði Candy. Jú, víst er það satt, en skjólstæðingur minn var hikandi, hann vildi ekki særa yður. Þess vegna sagði hann þetta ekki beinum orðum. Hann hafði lengi haft í huga að slíta trúlofuninni. — Það hafði eg enga hugmynd um, fyrr en daginn sem við fórum upp að vatninu, og hann sagði það berum orðum. Fur.du þér ekki á yöur, að þetta væri að rakna? Hérna er bréf, ÁKVOLDVÖKUNNI III E. R. Burroughs ~ TARZAN - EACm P’ENOUNCES TmE otmef? ANP ThEY can- KOT SE I7iSTiMSuiSHE[7-- SO BOTh YJST [7iE ‘ 'MUf?FEí<:E!7?' ouestionep taezam "yES. BWANA1' leEPUBF WAZULU "A\y WAeeiOieS WEKE SHOT INJ TWE E5AC<' * Apamaðurinn rétt konungs J nokkurs til þess Austin-bræcurna. véfengdi þeirra myrti þrjá hermenn,“ ættflokks útskýrði Wazulu .... „Báð- að lífláta ir ákæra hinn bróðurinn, og „Annar ekki er hægt að gera upp á milli þeirra, og þess vegna „Já, herra,“ svaraði Wazulu, verða báðir að deyja.“ — „hermenn mínir voru skotn- „Myrti?“ spurði Taranz. — ir í bakið.“ l Mr. Mayæs hristi höfuðið' hissa. „Líttu nú bara á þessi föt sem eg er í. Húfan er frá Ástralíu, efnið er ofið í Norð- ur-Egnlandi og þráðurinn kemur frá Indlandi. Fötin voru. saumuð' í Glasgow og eg keypti þau í Buenos Aires.“ | „Hvað er svo sem merkilegt við það,“ spurði vinur hans. | „Já, er það ekki furðulegt?“ sagði Mayes og hafði að engu spurningu hins, ,.að svo margt fólk hafi lifað á nokkru, sem eg hefi ekki borgað?“ ★ Það er ekki eins hættulegt að biðla til eiginkonu annars manns, og að biðia til ekkju hans. ★ Það var gott gistihús uppi í sveit og skóburstarinn var reglulega sniðugur þó að hann væri gráhærður. Gesturinn fann að hann var duglegur og viljugur. „Hvaðan af landinu eruð þér og hvað hafið þér verið hér lengi?“ spurði hann. „Eg er frá Dundee,“ sagði skóburstarinn, „og eg hefi ver- ið hér í 16 ár.“ „Virkilega!“ sagði gestur- 'inn. „Eg er hissa á að svona duglegur maður skuli ekki vera orðinn húsbóndi á gisti- húsinu.“ „Já, það er skrítið,“ sagði skóburstarinn. „En húsbóndinn er líka frá Dundee.“ ★ Af sértekjum franska forset-' ans er meðal annars 1.500.000 frankar, sem aðeins eru ætlað- ir til innkaupa á Sévre-postu- iíni til notkunar í Elysée-höll- inni. Upphæðin hefir ekki ver- ið hækkuð frá því 1939, en þá var hún upphaflega veitt og á sínum tíma bað Coty forseti um hækkun. Það var hin gam- ansama frú Coty, sem fékk hann til þess. „Postulínið er orðið mörgum sinnum dýrara,1* sagði hún, „og þeir, sem að- stoða á heimilinu, eru mildu mikilvirkari við að brjóta það.“' ★ Setu-verkfall fékk nýlega aumlegan endi í japanska hafnarbænum Osaka. Það var starfsfólkið við bað- húsið í bænum, sem hóf vei'k- fallið — og það var rekið í vinnufötunum, sem aðeins voru stuttbuxur. — En menn höfðu gleymt því, að stjórnin réð yf- 1 ir hitakerfi stofnunarinnar —■ og áður en tveir tímar voru liðnir komu verkfallsmennirn- ir þjótandi út á götuna, renn- andi af svita. Stjórnin hafði bara hækkað hitann upp í 50 gráður! □ „Síðan eg keypti nýja bílinn minn þarf eg' ekki að fara gangandi i bankann til að. leggja inn peninga.“ „Ætlar þú að aka þangað núna?“ „Nei, eg hefi ekkert til að leggja inn.“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.