Vísir - 30.01.1959, Síða 6
fc
VÍSIR
Föstudaginn 30. janúar 1950
wsan
D A G B L A Ð
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H.F.
Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Fálsson.
y Skriístofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3.
Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00.
Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00.
Afgreiðslar Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00.
Sími: (11660 (fimm línur)
Vísir kostar kr. 25.00 í áskrift á mánuði,
kr. 2.00 eintakið í lausasölu.
Félagsprentsmiðian h.f.
Ósigur í fyrstu lotu.
Um síðustu helgi var efnt til
stjórnarkjörs í stærsta
verkamannafélagi landsins,
Dagsbrún, og gengu menn
aldrei gruflandi að því, um
hvað mundi fyrst og fremst
verða kosið. Kommúnistar
hafa skipt um skoðun rétt
einu sinni, vilja leyfa vísi-
tölunni að leika lausum
hala, og í Dagsbrún ætluðu
þeirra að skera upp herör og
sýna þeim, sem vilja hemja
vísitöluna og bægja verð-
bólguhættuni frá, að þeir
hefðu verkaiýðinn með sér
í baráttunni. Kommúnistar
ætluðu að auka atkvæða-
magn sitt í Dagsrún til mik-
illa muna og hræða með því
aðra til að láta að vilja
sínum.
Það er nú á allra vitorði, að
kommúnistar unnu engan
veginn þann sigur, sem þeir
gerðu sér vonir um. Það er
vissulega rétt, að þeir héldu
meirihluta sínum í félaginu,
en þeir bættu ekki við sig
einu atkvæði, hvað þá fleiri,
því að þeir töpuðu einmitt
nokkrum íugum. Leikur
ekki á tveirn tungum, að
þótt þeir haldi stjórn félags-
ins áfram og geti notað það
í sínar þarfir — ekki verka-
manna — hafa þessar kosn-
ingar bakað þeim mikil von-
brigði. Þær benda kommún-
istum nefnilega á það, að
þeir verði að fara sér hægt,
þeir verði að gæta sín, því
að stefna þeirra sé ekki sig-
urstrangleg.
Kommúnistar hafa talað mikið
um kauplækkun, en þeir
hafa forðast að nefna það,
að það er fleira, sem á að
lækka en kaupið eitt. Það á
að lækka allar vörur og
þjónustu. En það nefna
kommúnistar vitanlega
ekki. Um það, þegja þeir
vandlega eða kalla það
blekkingu. Út á þenna heið-
arlega áróður sinn ætluðu
þeir svo að fá mörg hundruð
ný atkvæði í Dagsbrún, en
þau átti síðan að sýna sem
sönnun fyrir því, að alþýð-
an stæði með þeim gegn
stjórninni og „kauplækkun-
arliðinu“. Reyndin varð
hinsvegar sú, að kommún-
istar hafa ekkert að sýna,
því að þeir töpuðu þarna
fyrstu lotunni.
Slæm vígsta&a
Það er hættulegur leikur, sem
kommúnista langar til að
ieika. Þá langar til að hleypa
af stað verkföllum miklum,
löngum og skaðlegum
verkföllum, til þess að hefha
fyrir það, að þeir eru ekki
lengur í stjórn. Dagsbrúnar-
kosningarnar áttu að vera
sönnun þess, að þeim væri
óhætt að hefja þenna leik,
en nú eru allar líkur fyrir,
að kommúnistar neyðist til
að hætta við hann eða fresta
honum að minnsta kosti urn
hríð.
Við það vofir yfir þeim önnur
hætta. Hún er fólgin í því,
að önnur áhrif stöðvunar-
stefnunnar en kauplæúkunin
fara að koma í ljós, þegar
kemur fram í næsta mánuð
og síðan æ betur eftir því
sem eldri birgðir seljast og
nýjar með lægra verði koma
fram í verzlanir. Þá fær al-
menningur að sjá, hvers
virði stöðvunin er og hversu
óhætt er að trúa fullyrðing-
um kommúnista.
Er ljóst af þessu, að kommún-
istar eru í hinum mesta
vanda og honum margþætt-
um. í fyrsta lagi voru þeir
með stöðvun vísitölunnar og
eftirgjöf af hálfu launþega
fyrir fáum vikum. í öðru
lagi hafa verkamenn í Dags-
brún — aðrir en biindir
kommúnistar— hafnað for-
ustu þeirra í launamálum,
svo að þeir munu vart þora
í verkfall, og í þriðja lagi
óttast þeir verðlækkanir, er
verða kunna. Vígstaðan er
er því mjög erfið.
Alft er þeim andstætt.
Það er óhætt að segja, að allt
sé kommúnistum andstætt
um þessar mundir. Þeir voru
í hálft þriðja ár þátttakend-
ur og mestir valdamenn í
ríkisstjórn, sem sveik í
fyrsta lagi öll sín fyrirheit
við kjósendur, og gerði sig
í öðru lagi seka um að
skerða kjör almennings m°ð
margvíslegum ; aðgerðum,
^ £VQ sem vísitölubindingu og
gengislækkunum. Kommú-
istar stóðu óhikað með
stjórninni, á hverju sem
gekk og vildu gera meira
af sama tagi en komust ekki
til þess, af því að stjórnin
fór frá.
Þegar reynt er að bæta að ein-
hverju leyti fyrir afglöp
þeirra og að nokkru með
svipuðum aðgerðum, og þeir
höfðu beitt, snúast þeir önd-
Fiskimjölsframiei&slan meiri en
nokkurn tíma fyrr 1958 —
vegna hins mikía karfaafla togaranna á
miðunum vio Nýfundnaland.
— $ala gekk vel á áriiiu —
S.I. ár var framleiðsla á
fiskmjöli hér á landi meiri en
nokkru sinni fyrr, ef karfa-
mjölið er talið með, en eins og
kunnugt eru stunduðu togar-
arnir mjög karfaveiðar á hin-
um nýfundnu miðmn við Ný-
fundnaland, en karfanum var
landað hér, og karfinn flakað-
ur, en mjöl unnið úr úrgang-
inum.
í grein um fiskmjölsfram-
leiðsluna í Ægi segir Jónas
Jónsson:
„Veldur hér hinn mikli
karfaafli, sem fékkst á nýju
miðunum við Nýfund’naland.
Togarafloti landsmanna hefur
stundað þessi mið allan seinni
hluta ársins með mjög góðum
árangri. — Hafa frystihúsin
tekið á móti öllum aflanum til
flökunar, en úrgangmánn, sem
er um það bil % hlutar af afl-
anum, hefur verið unnirih í
fiskmjölverksmiðjunum. Er
hér um að ræða miklu meira
magn en nokkurn tíma áður
hefur borist verksmiðjunum tii
vinnslu.
Ekki af sömu gæðum.
Karfinn, sem veiðzt hefur á
þessum miðum, er ekki af sömu
gæðum og sá, sem fengist hefur
hér á heimamiðum eða við
Grænland. Hann er misjafnari
að stærð og fitumagn hans
mun minna. Svo virðist þó sem
fitumagnið hafi heldur aukist,
er kom fram á haustið. Þessi
tilfinnanlegi gæðamunur kem-
ur mjög illa við vinnslustöðv-
arnar. Frystihúsin fá mun
Aðaifundur vörubíl-
stjcrafél. Þróttar.
Aðalfuiulur VörubílstjóraféL
Þróttar var hahlinn sunnudaginn
25. þ. m., og \ ar hann fjöLmenn-
ur.
Lagðir voru fram reikningar
félagsins fyrir siðasta ár og sam-
þykktir.
Fráfarandi formaður flutti
skýrslu stjórnarinnar fyrir liðið
ár, og urðu um hana nokkrar
umræður. Síðan var lýst úrslit-
um stjórnarkjörs, er fram haíði
íarið með allsherjaratkvæða-
greiðslu, og tók svo hin nýja
stjórn við, en hana skipa eítir-
taldir menn: Einar Ögmundsson
formaður, Ásgrímur Gíslason
varaformaður, Gunnar S. Guð-
mundsson ritari, Bragi Kristjáns
son gjaldkeri, Árni Halldórssoii
meðstjórnandi.
Þó voru kosnir endurskoðend-
ur fyrir félagið og skemmtinefnd '
en siðan var aðalfundi frestað og
muuu þau mál, sem óaígreidd
voru, verða tekin fyrir á fram-
haldsaðalfundi, sem haldinn verð
ur bráðlega.
minna magn af flökum og verk
smiðjurnar fá miklu minna af
lýsi.
Sala gekk vel
á árinu.
Sala á þorsk- og karfamjöii
gekk vel og hækkaði verð, ei
kom fram á haustið og var þá
aðallega um karfamjöl að
ræða, sem hægt var að bjóða,
því að þorskmjölið var þá að
mestu selt og afgreitt. „Lýsis-
verð var aftur á móti ekki jafn
gott, þegar miðað er við verð-
lag á frjálsum markaði. Mun
karfalýsi hafa komizt hæst í
72 stpd. lestin (c. i. f.) og er
það lægra en árið áður.“
Afurðirnar seldust nokkurn
veginn á sömu markaði og áð-
ur. Nokkru meira en áður fór
til A.-Þýzkalands og' Tékkó-
slóvakíu. Danmörk keypti mest
af karfamjölinu hinna frjálsu
markaðslanda og fékkst þar
jafnbezt verð. „Þó kom nú V.-
Þýzkaland í fyrsta skipti og
greiddist sambærilegt verð og
virðist svo sem eftirspurn í
þessu landi á karfamjöli fari
vaxandi.11
Horfur.
í greinarlok segir höfundur:
„Menn eru vongóðir um, að
nýju miðin við Nýfundnaland
muni verða mjög notadrjúg
einnig á hinu nýbyrjaða ári.
Er þetta vafalaust langþýð-
ingarmest hvað snertir starf-
semi frystihúsanna og fiski-
mjölsverksmiðjanna, að þessi
mið verði eins gjöful í ár
og á sl. ári. — Um verðlag af-
urðanna er mjög erfitt að segja
nokkuð fyrirfram. Kemur þar
margt til, sem getur haft áhrif.
Ekki er nein sérstök ástæða til
að vera svartsýnn nú, sérstak-
lega hvað þetta snertir."
verðir og láta öllum illum
látum. Þeirra kjörorð er
greinilega á þessa leið:
Ekkert má lagfæra, en ýmsu
má spilla og við erum reiðu-
búnir til þess.
Kvikmyndasýning Germaníu
Á rnorgun,laugardag, verður
kvikmyndasýning á vegum fé-
lagsins Germanía í Nýja bíói,
og hefst hún kl. 2 e. h.
Verða þar sýndar frétta- og
fræðslumyndir, þar á meðal
mjög athyglisverð kvikmynd
um byggingu nýrrar borgar frá
grunni. Var höfð samkeppni
um skipulagningu borgarinnar
og varð dr. Reichow hlutskarp-
astur í þeirri samkeppni. Hann
hefir nú hlotið alþjóðaviður-
kenningu fyrir starf sitt. Borg-
in heitir Sonnestadt og er
skammt frá Bielfeld í Ruhrhér-
aði.
Þá verða ennfremur sýndar
2 fréttamyndir frá helztu við-
burðum í lok síðasta árs, og er
þar margt fróðlegt og skemmti-
legt að sjá.
Kvikmyndasýningar félags-
ins Germanía hafa verið eink-
ar vinsælar.
Aðgangur er ókeypis og öll-
um heimill.
Jólapóstur í
janúarlok.
Sú var tíðin, áður en sæsíma-
sambandið komst á að skipaferð-
ir til landsins voru strjálar, að
menn sættu sig við að bíða eftir
póstinum frá útlöndum, vikum
saman, jafnvel 1—2 mánuði. Það
var tilgangslaust að kvrarta. Þá
var póstur aðeins fluttur í skip-
um. Nú er öldin önnur og menn
gera þær kröfur, að póstflutning
ar dragist ekki úr hófi fram. Og
þar sem flugsamgöngur eru f
góðu lagi milli Islands og ann-
arra landa mun ekki yfir neinu
að kvarta, þegar um flugpóst er
að ræða. En það hefur gengið
báglega til með annan póstflutn-
ing hingað til lands á undan-
gengnum vikum — svo báglega,
að menn eru þessa dagana, í lok
janúarmánaðar, að fá jólapóst er
(lendis frá. Er hér um að ræða
(jólakort t. d., sem ekki hafa ver-
ið frimerkt til að senda í flug-
pósti, bækur (jólagjafir frá kunn
ingjum) og annað prentað mál
Hvað veldur?
| Hér skulu engar á.sakanir fram
bornar i tilefni af því, að póstur,
| sem manni virðist, að hefði átt
að geta komizt til lands.ins i des-
(ember, eða 3—4 vikum fyrr
en reyndin varð, hefur seinkað
svo mjög, en einhver skýring
hlýtur að vera á þessum seina-
gangi. Og því skal spurt hér
hvernig á þessu standi og hvaða
ráðstafanir verði gerðar, til þess
■ að girða fyrir, að þetta komi fyr-
ir aftur. Það getur lika komi<5
sér illa, að fá slikan póst löngU
síðar en menn ættu að réttu lagi
að geta búizt við honum, og er
undir öllum kringumstæðum til
leiðinda, að fá ekki fyrr en í
janúarlok t. d. blöð útgefin á
Bretlandseyjum fyrir miðjau
desember. ^
Niðurskurður
útgjalda.
Það hefur gengið treglega á
undangengnum árum að dragaúr
lítt þörfum útgjöldum ríkisins,
og er minnt á það í bréfi til Berg-
májs, að nú ætti ekki að gleym-
ast enn einu sinni, að dragá úr
nefndarfarganinu, vafalaust
mætti spara með því talsvert fé,
og á mörgum öðrum útgjaldalið-
um fjárlaga, og er vitnað í nið-
urlagi bréfsins visuorðanna frá
fjárkláðatímab., en með tilliti til
þess niðurskurðar, sem nú er
mest þörf á:
„Og ég fyrir mitt leyti játa það
glaður, a<5
að ég er niðurskurðarmaður“.
V élst jóranámskeiðí
ný lokiö.
Frá fréttaritara Vísis.
Akureyri í morgun.
Vélstjóranámskeiði, sem hald~
ið var á Akureyri i haust og
vetur, að tilstuðlan Fiskifélags
íslands, er nýlega lokið.
Námskeiðið sóttu 14 nemend-
ur víðsvegar að af landinu.
Luku þeir allir prófi-, en hæstn
einkunn hlaut Hjalti Einarsson,
frá Siglufirði.
Kennarar á námskeiðinu voru
þeir Jón Ármann Jónsson frá
Húsvaík, Grímur Sigurðsson út-
varpsvirki á Akureyri og Bragi
Sigurjónsson ritstjóri á Akur-
eyri. Kennslan fór frarn í Verzl-
unarmannahúsinu.
Prófin frá námskeiðinu veita
réttindi til stjórnar allt að 400
ha. véla.