Vísir - 09.03.1959, Blaðsíða 11

Vísir - 09.03.1959, Blaðsíða 11
"Mánudaginn 9. marz 1959 V I S I R 11 Hafnarförln Framh. af 7. síðu. mér merkilegt í byrjun marz- mánaðar. — Og svo var haldið heim aftur? — Já, við komum til Reykja- víkur aðfairanótt laugardagsins. Morguninn eftir fór ég til Ak- ureyrar og gætti mín. þá að fara upp í rétta flugvél. Eg komst svo samdægurs til Ólafs- fjarðar. En einu erfiðleikarnir| á allri þessari leið voru úr Ól- afsfjarðarkaupstað og heim til mín, sem er 4 km. vegarlengd. Þann spotta var ég 1Vz klukku'- stund. á leiðinni, enda fannfergi og kafaófærð. Það var munur eða í Kaupmannahöfn. — Og þér þótti gaman að þessu ævintýri? — Meir en gaman. Eg þurfti ekki að borga grænan eyri — Flugfélagið gaf mér allt, og bar mig auk þess á höndum sér eins og ég væri einhver höfðingi. Það eina, sem mér þykir slæmt við þetta allt saman er það ,að ég held að mig langi aftur út fyrir pollinn. En þá ætla ég að vori eða sumri. Til þessa hafði ég haldið að ég myndi velta út! af á sömu þúfunni og ég fædd-1 ist á» án þess að fá nokkurn: tíma tækifæri til að skyggnast' til annarra landa. En að síðustu þetta: Biddu Vísi að flytja flugstjóranum á Hrímfaxa, flugfreyjunum og á- höfninni allri alúðarfyllstu þakkir fyrir að hafa fært mig inn í þenna undraverða heim og gefið mér yndislegar endur- minningar í fararnesti þegar ég kom heim til gamla Fróns ftur. Komfö í veg fyrir .... Framh. af 1. síðu. ið kvatt á Álfhólsveg vegna raf- mótors, sem brann yfir. Sama dag var það kvatt að Hafnarbíói vegna elds sem kviknað hafði í rusli og olíu í miðstöðvarbragga bíósins. Hafði myndazt þar all- mikill reykur en eldsskemmdir urðu óverulegar. 1 gærmorgun var slökkviliðið gabbað að Laugavegi 78. Báti bjargað. 1 gær var slökkviliðið beðið um aðstoð við að bjarga m.b. Freyju, sem lá við Lofsbryggju og var i þann veginn að fyllast af sjó. Báturinn hafði staðið á þurru um fjöru, en þegar féll að aftur rétti hann sig ekki við og sjór forsaði inn í hann. Fóru slökkvi- liðsmenn með dælu og dældu upp úr honum. Hefði báturinn sennilega legið á Sjávarbotni nú ef slökkviliðið hefði ekki bjarg- að honum i tæka tíð. Hallgrímur Lúðvíksson lögg. skjalaþýðandi í ensku og þýzku. — Sími 10164. Þorvaltíur Ari Arason, tidl. LÖGMANNSSKRIFSTOFA Skólavöröuati;: 36 «/» Pdll Jóh^tWrlcifisuT, ,*i .1. - PústK. 621 Sirnar Ii4ló og 15417 - Slmnejnv An ,,TíðindaIaust — því er ver og miður“. Aðstandendur þeirra, sem voru um borð í „Hans Hedtoft“ sneru sér til varðstjórans við grænlenzku verzlunina og spurðust fyrir um það, hvort nokkrar fréttir hefðu borizt af hinum hörmulega atburði. Af myndinni rná greinilega marka, að varðstjórinn hlýtur að hafa svarað með orðunum: „Tíðindalaust — því er ver“. Vegeta velkindaforfalla vántar mig duglega stúlku strax. Elíen Slghvafsson, Amtmannsstíg 2. Sími 1-9931 frá kl. 9—5. aHKir f'ra Ilariialieiiiiiiiiiii Sólheimar Innilegustu þakkir vil eg færa öllum þeim mörgu fjær og nær, sem með ýmsu móti hafa heiðrað starf mitt með pen- ingagjöfum, frásögnum í útvarpi, blaðagreinum, hlýlegum bréfum, skeytum, dýrmætum gjöfum og margskonar vin- semd og hlýju. Stærsta gefandanum, föður minum, Sig- mundi Sveinssyni, ásamt fjölskyldu minni, vil eg þó sér- staklega þakka, sem með dug og dáð hafa stutt heimilið frá stofnun þess og fram á þennan dag. ' Sesselja H. Sigmundsdóttir. Til sölu. Fasteii tvö hús á eignarlóð. — Sernja ber við ÁRNA GUÐJÓNSSON, háí., sími 12831 og BENEDIKT SIGURJÓNSSON, hrl., sírni 22144. jutorg 6 VEHZLUNARSTJOHI óskast í nýlenduvöruverzlun. Uppl. í V.R., Vonarstræti 4, sími 1-5293. msm S5B* Hinn 12; aþrii 1953 tilkynnti Me'nntamálaráð íslands, að það efndi til samkeppni meðal íslenzkra höfunda um skáldsögur, er væru ca. 12—20 arkir að stærð, og hét 75 þúsund krona verðlaunum fyrir sögu, er talin yrði verðlaunahæf. Frestur til að skila handritum í samkeppni þessa var eitt ár. Nú hefur Menntamálaráð ákveðið að íramlengja frest þennan um fjóra mánuði. Eiga handrit að hafa borizt til skrifstofu ráðsins, Hverfisgötu 21 í Reykjavík, fyrir 12. ágúst 1959. Skulu þau merkt dulneíni eða öðru einkenni, en nafn höíundar fylgja í lokuðu umslagi, er. sé auðkennt á sama hátt. Menntamálaráð áskilur sér, f.h. Bókaútgáfu Menningarsjóðs, útgáfurétt á því handriti, er verðlaun hlýtur, án þess að sérstök ritlaun komi til. Einnig áskilur Menntamálaráð sér rétt til að leita samninga við höfunda um útgáfu á fleiri skáldsögum úr samkeppninni en þeirri, sem verðlaun hlýtur. 5. marz 1959. Menntamálaráð íslands. Kvennadeild Stysavarnafélagsins - í Reykjavík heldur fund í kvöld kl. 8,30 í Sjálfstæðishúsinu. Til skenuntunar: Einsöngur: Kristinn Hallsson, undirleik annast Carl Billich. Kvikmynd: Látrabjargsmyndin. Söngur: Tríó frú Svava Þorbjarnardóttir. — Hanna Helgadóttir — Inga Sigurðardóttir. Fjölmennið. Stjórnin. „SPIRALO" hitavatnsdunkar’ með 60 metra Spíral fyrirliggjandi. FJALAR H.F., Skólavörðustíg 3. - Símar: 1-79-75 - 1-79-76. Uppdróttur þessi er til skýringar á hinum nýju samningum Breta og Dana um fiskveiðar við Færeyjar. Innan innstu (grönnu) línunnar mega aðeins færeysk og dönsk skip veiða, en milli grönnu og feitu línunnar mega brezk fiskiskip veiða, að undanteknum skástrikasvæðunum á ytra G-mílna beltinu, þau eru ætluð til línuveiða einvörðungu á þeim tíma, sem til- tekin er á hverju svæði um sig.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.