Vísir - 06.04.1959, Síða 7
ilánndaginn 6. april 1959
Vf SIB
Bréfkorn til „ko»
kret"
í dálkum lausra orða, í Tím-
anum, ávarpar Gunnar S.
Magnúss alþjóð í sambandi við
fyrirhugaða listsýningu í Ráð-
stjórnarríkjunum. En mig sér-
staklega, vegna ímyndaðra
gaddavírsgirðinga og vinnu-
bragða við þær.
Talar Gunnar um „asna-
spörk í menn“. Enda þótt jafn-
vel asnar sparki sjaldan án til-
efnis, þá tel ég orð þessi nokk-
uð óljós. Ef hann meinar að ég
hafi unnið að því að girða milli
óskildra listgreina, þá fer hann
villtur vegar. Minnist þess ekki
að hafa reynt að einangra boð-
bera fjarskyldra stefna. Vil
minna hinn unga listamann á
að félögum hans var vel tekið í
öndverðu bæði af mér og svo
félagi voru, hvorki notaðar
girðingar, vírtangir eða strekkj
arar innan Félags ísl. lista-
manna þá.
Ávallt síðan, og einnig í grein
minni í Morgunbl., er bréfritari
getur um, var ég andvígur öll-
um höftum, taldi heppilegast
að hver listamaður hefði sína
hentisemi við listsköpun. En
„konkret“-listamaðurinn G. S.
Magnússon verður að afsaka,
ég hef ekki ennþá auga á veru-
legan listrænan árangur af
„abstrakt- konkret“-starfinu.
Að minnsta kosti ekki í sam-
ræmi við einlægan vilja og
sannfæringarkraft hinna
mörgu efnilegu listamanna er
iðka þessa tegund „nútímalist“:
Allt er þetta á byrjunarstigi og
stendur vonandi til bóta hér
sem annars staðar, en það er
svo með tízkustefnur, sem
hatta og pokakjóla, hvort
tveggja tapar ljóma sínum um
leið og ný týzka skapast. Breyt-
ingar hafa verið tíðar, þau 45
ár sem ég hef fylgzt með þró-
uninni, þetta 3—5 ár. Síðan
lenda sérstæðustu myndirnar á
söfnum eða hjá listsnobbum,
eru eftirsótt númer á uppboð-
um, þar sem nöfn gilda frekar
en listgildi.
Varla held ég að strika tígla
eða pappírsrimlatízkuverk
okkar efli hróður landsins er-
lendis, þótt slíkt sé tekið gilt á
heimavíkstöðvum með atbeina
,.listfræðings“. Vitaskuld varð
útkoman afleit nú er aðeins 7
af abstrakt-konkret-listamönn-
um vorum skyldu bjarga heiðri
treysta á, að hið opinbera sjfj
fyrir þeim, kannske áratugum
saman. Sumir listamenn virðast
telja sig yfir aðra hafna — næst-
um guði en ekki menn — og eiga
að njóta forréttinda um fram þá,
en það eru takmörk íyrir öllu.
Miklir ættu þeir dýrgripir að
vera sern þjóðin eignast jafn-
margir og eru þó taldir verðugir
þeirrar vafasömu viðurkenning-
ar að fá listamannastyrk. — Eg
veit ekki betur — og munu marg
ir svo mæla, að á undangengn-
nm tíma hafi margir hlotið
styrki, stundum árum saman,
sem mikill meiri hluti þjóðarinn-
ar hvorki þekkir eða man nema
sem nafn á úthlutunarlista, hafa
sem sé lítinn sem engan hljóm-
grunn fengið hjá þjóðinni, en
kannske eru verk þeirra dýrgrip-
ir, þrátt fjTÍr allt, og nöfn þeirra
eigi eftir að lifa á ókomnum öld-
um, og „bækurnar óseldu“ verði
eftirsóttar? — K. R.
vorum, en aðeins 4 sýndu rétt-
an lit, hinir gripu til gamalla
hálf náttúrlegra mynda!
Bréfritarinn virðist hafa
komið auga á að Rússar leiki
tveim skjöldum í heimi listar-
innar, að „konkret“-list sé illa
þokkuð meðal þeirra. Þó telur
hann að dugandi menn á því
sviði vinni þar á laun. Telur
hann að við íslendingar hefð-
um vel mátt styðja hina undir-
okuðu, með því að senda til
. Rússlands sem mest af „kon-
kret“-abstraktverkum. Þetta er
fögur hugsjón, en næstum hóf-
. laus bjartsýni að mér finnst. Er
þó fæddur bjartsýnismaður.
Heiðraði starfsfélagi, tví-
I hyggja er ekkert grín. Þótt Ráð-
(stjórnarríkin hafi tekið upp
| vönduð vinnubrögð — að vísu
jfull „kommisarizk“, þá er ekki
þar með sagt að hægt sé að inn-
leiða vor „konkret“ vinnu-
brögð þar.
Glundroðastefnur eru frekar
ar til þess þénanlegar að rugla
dómgreind fólks í löndum hand
an girðinganna. Þannig var það
áður fyrr er huldufólk vildi ná
tangarhaldi á mennsku fólki,
þá var það umkringt og hróp-
að: „Ærum hann, ærum hann!“
En það er svo með hentistefn-
ur, orsakalögmálið kemur til
skjalanna fyrr en varir, og af-
leiðingarnar láta ekki á sér
standa.
Að endingu, þakka ég þér
liðsyrði í bréfi þínu, sömuleið-
is skörulega samþykkt ungra
listamanna, þar sem vítt er ein-
ræðisbrölt þriggja meðlima
Menntamálaráðs. Munu allir
hugsandi menn sammála um að
slík ráðsmennska megi ekki
endurtaka sig, og að stöðva beri
þetta frumhlaup.
Vinsamlegast,
Guðmundur Einarsson
frá Miðdal.
Bréf þetta var „geymt“ hjá
Tímanum í 12 daga, svo ég
varð að fá annan brébera. Síð-
an þetta var skrifað, hefur sýn-
ing menntamálaráðsgæðinga
verið send áleiðis, en þó með
þeirri leiðréttingu að 15 mynd-
um eftir Ásgrím, Jón Stefáns-
son og Kjarval var bætt við.
Ekkert hefur heyrzt um að 15
myndir hafi verið fjarlægðar í
stað þeirra. Virðist því vegg-
pláss ekki vera takmarkað.
G. E.
Frá landsfundinum:
Hefja þarf isndirbiíning
nýrrar 10 ára áætlunar.
RaforkiQMéltvi hjá Sjálf-
stæðisflokknum.
1. Landsfundur Sjálfstæðis-
flokksins endurtekur þakkir síð-
asta landsfundar til þeirrar rík-
isstjórnar, er fór með völd á ár-
unum 1953—1956 undir forustu
Sjálfstæðisflokksins, og til þá-
verandi meirihluta Alþingis, fyr-
ir það mikla átak í raforkumál-
um þjóðarinnar, sem gjört var á
því tímabil. Sem kunnugt er
fóru þessar framkvæmdir langt
fram úr þvi, sem gjört hafði ver-
ið ráð fyrir, er 10 ára fram-
kvæmdaáætlunin var sett árið
1953. Þetta var glæsileg byrjun
á miklum og kostnaðarsömum
raforkuframkvæmdum, sem fyr-
irhugaðar eru um land allt. Þess
. ar framkvæmdir styrktu mjög
trú fólks á framtíð sveitanna og
urðu jafnframt mikilverður þátt-
I ur i eflingu iðnaðarins.
I
2. Fundurinn verður því að
harma það, að svo hefur til tek-
izt að þær dreiíilínur fyrir raf-
magn, sem átti að leggja um
sveitirnar í tíð vinstri stjórnar-
irnar, aðallega á árinu 1938, eru
margar enn ólagðar. Hegur það
að vonum valdið ibúum hlutað-
eigandi sveita miklum vonbrigð-
um, auk þess sem þetta seinkar
raforkuframkvæmdunum í heild.
3. Fundurinn fagnar því, að
hinni nýju Sogsvirkjun er senn
lokið og þar með enn náð stór-
um áfanga i raforkumálum okk-
ar Islendinga, en með þvi á stór-
um og smáum iðnaði, dreifbýl-.
inu á Suður- og Suðvesturlandi
og Vestmannaeyjakaupstað,
einni stærstu útgei-ðarstöð
landsins, að vera örugglega
tryggt rafmagn.
4. Til þess að hraða fram-
kvæmdum á rafvæðingu lands-
ins telur landfundurinn nauð-
syn á að örfað verði fram-
úak bæja. og sveitarfélaga, fé-
(lagssamtaka og einstaklinga um
þátttöku á þeim málum, svo og
(til roforkuvirkjana til stóriðju á
(landinu. Slík þátttaka, samhliða
raforkuframkvæmdum ríkisins,
j sé þó háð eftirliti og samþykki
þess, varðandi hagræna sam-
j vinnu á milli raforkuvirkjana
landsins.
5. Landsfundurinn telur tima-
bært og æskilegt að hraðað verði
athugunum á möguleikum til
stórra raforkuvirkjana vegna
hugsanlegrar störiðju, svo og
til sölu á raforku til annarra
landa.
| 6. Fundurinn vil benda á, að
þó enn séu 4 ár til stefnu, þar til
10 ára rafvæðingaráætluninni er
lokið, þá er engu að síður á-
stæða til að hefja undirbúning
að næstu 10 ára áætlun, svo með-
al annars verði Ijóst hvaða
byggðarlög koma ekki til greina
samkvæmt henni.
Jafnframt verði rannsakað
sérstaklega hvernig ríkið geti
stuðlað að því að þau bygðarlög
eða heimili geti fengið rafmagn,
sem verða utan þessa svæðis.
7. Fundurinn treystir þing-
mönnum Sjálfstæðisflokksins tii
þess að vinna enn sem fyrr og
með sama áhuga og festu að á-
framhaldandi framkvæmd raf-
orkumálanna, byggingu orku-
vera og dreifingu orkunnar um
sveitirnar og til þeirra kaup-
staða og kauptúna, sem enn hafa
ekki fengið raforku frá vatns-
aflsstöðvum, þannig að sem
mest gagn verði að, við búskap
og hvers konar framleiðslu.
8. Landsfundurinn leggur á
það áherzlu, sökum mikilvægis
þessara framkvæmda fyrir fram
tíð sveitanna og iðnaðarins, að
Ghana lýðveldi
næsta haust.
Ghana verður lýðveldi næsta
haust.
Upplýsingamálaráðherrann
lýsti yfir þessu í gær. Kvað
hann þetta verða að aflokinni
heimsókn Elisabethar drottn-
ingar í nóvember, en Ghana
mundi verða áfram í samveld-
inu.
----•-----
Vfflnudeila við
Sogið íeyst.
Samningar hafa tekizt út af
áeilu bílstjórafélagsins Mjölnis
i Ámessýslu við Sogsvirkjun-
ina.
Hafði Mjölnir boðað til verk-
falls frá og með síðustu mán-
aðamótum hefðu samning'ar
ekki tekizt fyrir þann tíma. En
krafa félagsins var sú, að
Mjölnir fengi að einhverju leyti
að nota bíla sína í stað stór-
virkra vinnuvéla, sem notaðar
eru við virkjunina.
Verkfallinu var frestað um
nokkra daga og s.l. föstudag
leystist deilan. Hafnað var al-
gerlega kröfum Mjölnis og
samningar framlengdir óbreytt-
ir.
Tvö prestaköil
laus.
Tvö prestaköll hafa verið
auglýst laus til umsóknar, en
það eru Hofsprestakall (Hof í
Vopnafirði) og Laufáspresta-
kall (Laufás við Eyjafjörð).
Prestar þeir, sem sagt hafa
þessum prestaköllum lausum,
hafa báðir til þess heimild að
hætta störfum sökum aldurs,
og báðir hafa þeir þjónað þess-
um prestaköllum hvor fyrir sig:
yfir þrjátíu ár. Það eru þeir
séra Jakob Einarsson, prófast-
ur á Iiofi, og séra Þorvarðurr
Þormar í Laufási.
Oridge:
Sveit Sigurhjartar varð
Reykjavíkurmeistari.
Meistaramóti Reykjavíkur í
bridge lauk í gær með sigri
sveitar Sigurhjartar Pétursson-
ar, er nú varð Reykjavíkur-
meistari.
Næst síðasta umferð mótsins
var spiluð á laugardaginn. Þá
sigraði Hörður Þórðarson Vig-
dísi Guðjónsdóttur, Hilmar
Guðmundsson Hjalta Elíasson,
Ásbjörn Jónsson vann Stefán.
Guðjohnsen og Sigurhjörtus*
Pétursson Ólaf Þorsteinsson.
í síðustu umferðinni í gœr
urðu úrslit þau að Hörður og
Sigurhjörtur gerðu jafntefli,
Stefán vann Ólaf, Vigdís vannt
Hilmar og Hjalti vann Ásbjörn.
Urslit urðu því þau, að sveit
Sigurhjartar varð Reykjavík-
urmeistari og hlaut 12 stig,
Hörður 10 stig, Ásbjörn 8 stig,
Stefán 6 stig, en sveitir Hilm-
ars, Vigdisar, Hjalta og Ólafs
hlutu 5 stig hver.
Lávarðurinn talar ekki
við þeldökka.
Hume lávarður, brezki sam-
veldisráðherrann, er kominn til
Rhodesíu til bess að kynna sér
deiluatriði, ástand og horfur, £
sambandsríkinu.
Hann sagði við komuna, að
hann mundi ekki hafa tal af
leiðtogum þeldökkra manna,
sem í fangelsi eru. Alls hafa
tæplega 1000 menn verið hand-
teknir í Nvassalandi, og munu
yfir 500 enn bíða dóms.
Söngkonan, sem Lido hcfur fengið til að skemmta gestum sínum,
Susan Sorelí, ætlar ekki að láta nægja að syngja útlend dægur-
lög, því að hún er þcgar iarin að læra íslenzka texta. Myndin
var tekin á föstudaginn, Þegar Kristinn Vilhelms, stjórandi
Neo-kvintettsins, var að segja henni til um ffamburðinn. „Að-
stoðarkennari“ er píanóleikari kvintettsins, ðlagnús Pétursson.
á næstu árum verði allt kapp
lagt á það að fullnægja orkuþörf
þjóðarinnar til heimilisþarfa og
iðnaðar svo fljótt sem verða má
og fjárhagur”ríkissjóðs og láns-
traust þjóðarinnar leyfir.
Hagnýting jarðliitans.
1. Landsfundurinn telur að
legg^a- beri áherzlu á að auka
mjög hagnýtingu jarðhitans til
afnota fyrir bæjarfélög, kaup-
staði og einstök sveitaheimili eða _
fleiri saman, þar sem skilyrði [
eru fyrir hendi. Reynslan hefur
þegar sannað að hagnýting jarð-
hitans hefur mjög mikla þjóð-
hagslega þýðingu, auk þess sem
hún styður mjög að bættum líís
skilyrðum almennings.
2. Landsfundurinn telur nauð-
syn á því, að sett verði itarlegri
lagaákvæði, en nú gilda, varö-
andi afnotarétt .jarðhita. Þó verði
þess gætt. að hinn almenni eign-
arréttur landeigenda verði ekki
skertur.
^ I