Vísir - 06.04.1959, Blaðsíða 9
Mánudaginn ’ apríl 195!
VISIH
Bróöir M a ber
:a sökum.
Segir þá drepa kornsr ©g b»:a í fsDrpumssn, -
alia, sem ekki kosiiast undiin á fSétta.
Thubten J. Norbu, elzti bróð-
Dalai Lama, hins andlega leið-
toga Tibetmanna, segir að 90 af
Siverjum 100 Tibetmönnum,
séu algerlega andvígir komm-
aúaisma.
Hann bar þungar sakir á kín-
verska k'ommúnista. Kvað þá
Tiafa skotið af vélbyssum á þús-
undir karia, kvenna og barna.
Hann kvað munkaklaustur og
þorp kringum þau með allt að
5000 íbúum hafa verið jöfnuð
\‘ið jörðu og munkarnir drepn-
ir.
í mörgum, stórum klaustrum
ög þorpum hafa menn neitað
með öllu að taka þátt í komm-
únistisku félags- og samyrkju-
starfi, og kínverskir kommún-
istar segja þá fólkinu að fara,
þótt það geti hvergi fengið
samastað annars staðar. Þeir,
sem eru ungir og hraustir, og
geta riðið, reyna að ná sér í
hesta og flýja til fjalla. Eftir er I
gamla fólkið og börnin. Það er ■
á þetta fólk, sem skotið er af-
vélbyssum — og svo eru kín-
verskir landnemar látnir flytja
inn í staðinn.
Einn af fjórum
albrseðrum.
Norbu var staddur í Seattle,
Washington, Bandaríkjunum,
er hann sagði það, sem að ofan
greinir. Hann kveðst vera einn
af fjórum albræðrum Dalai
Lama. Norbu er 38 ára og ætl-
aði til New York til framhalds-
náms í ensku. Tveir bræðra
hans eru í Asíu, sá þriðji í Was-
hington. Norbu gerir sér vonir
um að fá starf við bandarískan
háskóla, til þess að halda þar
fyrirlestra um Tibet og þjóðina
þar, trúarbrögð og siðvenjur.
Norbu er hátt settur lama eða
munkur, en hann kýs að vera
réttur og sléttur „Mr. Norbu“
meðan hann dvelst í Bandaríkj-
unum. Hann flýði frá Tibet
1951, eftir að fé hafði verið
lagt til höfuðs honum. Seinast
sá hann Dalai Lama, bróður
sinn 1956, er hann kom í heim-
sókn tilTndlands.
Skyldan kallaði.
Hann kvaðst þá hafa beðið
bróður sinn, að hverfa ekki aft-
ur til Tibet, en hann hefði svar-
að því til, að skyldan kallaði,
— hann gæti ekki skilið þjóð
sína eftir án leiðtoga.
Vonlítil barátta.
Fæstir Tibetmanna gera sér
nokkra von um, að geta sigrað
Sænskur verkalýður lofaður
fyrir ábyrgðartiffínningu.
Fellst á raunverulega kauplækkun vegna
óvissu í efnahags- og atvinnulífi.
Fregnir frá Stokkhólmi tekið gildi aðeins fyrir þá 650
herma, að því sé mjög fagnað þús. verkamenn, sem starfa hjá
að sænskur verkalýður hefur
fallizt á raunverulega kaup-
lækkun, til þess að Svíar geti á-
fram verið samkeppnisfærir á
heimsmarkaðinum með sölu af-
urða sinna. Þykir þessi ríka á-
byrgartilfinning sænsks verka-
iýðs hin lofsverðasta.
Fréttaritarinn Werner Wisk-
ari segir í fréttaskeyti um
þetta:
Bertil Kugelberg, framkv,-
stjóri Sænska vinnuveitenda-
sambandsins, hefur sagt í við-
tali, að sænskir verkamenn
geri sér fyllilega ljóst, að út-
flutningsþjóð megi ekki auka
framleiðslukostnaðinn á erfið-
um tímum. Þetta hafi komið í
Ijós hinn 4. marz s.l., er sam-
komulag náðdst milli sambands-
ins og Sambands vei-kalýðsfé-
laganna um grundvöll sam-
komulagsumleitana um heild-
ar kaupsamninga á árinu 1959,
og er búizt við, að hin einstöku
verkalýðsfélög verði búin að
greiða atkvæði um samkomu-
lagið fyrir lok þessa mánaðar,
svo og einstök félög vinnuveit-
enda.
Gert er ráð fyrir, að kaup-
kerfið, sem samkomulag er um,
komi í rauninni til að gilda fyr-
ir allt þjóðfélagið, — við það
verði miðað hvarvetna í þjóð-
íélaginu, — þótt það strangt
16500 fyrirtækjum innan sam-
bands vinnuveitenda.
í samkomulaginu er gert ráð
fyrir meðal kaupaukningu á
klst. sem nemur 1.6%, en þar
sem aukning, sem nemur 2.7%
hefði verið nauðsynleg til upp-
bótar fyrir það, að viku vinnu-
stundafjöldi lækkar á þessu ári
úr 47 í 46 klst., verður þann-
ig um raunverulega kauplækk-
un að ræða.
Sáttasemjari ríkisins hafði
milligöngu í málinu og sat
fundi með fulltrúum vinnu-
veitenda og kaupþega.
Arne Geijer, forstjóri Sam-
bands verklýðsfélaganna. kvað
sambandið hafa fallizt á sam-
komulag, sem gildir til eins árs,
vegna þess hve efnahagsástand
ið væri alvarlegt. Hann benti á,
að minnkandi útflutningur árið
sem leið hefði bitnað hart á
Svíum, en Svíar flytja út um
25% af framleiðslu sinni. Hann
benti og á óvissuna í efna-
hagslegri sambúð sex Evrópu-
landa, sem standa að samtök-
unum um sameiginlegan mark-
að annars vegar, og annarra
Evrópuþjóða hinsvegar. Næst-
um % af sænskum útflutningi
fara til Evrópulanda. Geijer gaf
í skyn, að óánægjuraddir hefðu
heyrzt í sumum verkalýðsfé-
lögum.
í baráttu sinni, en samt halda
þeir henni áfram. í Tibet býr
ein milljón manna, í Kína 600
milljónir.
Gyalo Thondup, annar bróð-
ir Dalai Lama, hefur sagt, að
því er fregn frá Kalimpong á
indversku landamærunum
hermir:
„Trú vor verður upprætt,
þjóð vor verður upprætt —
kínverskir kommúnistar munu
þurrka okkur út.“
Thondup er nú í Darjeeling á
Indlandi. Sigur í baráttunni er
vitanlega algerlega vonlaus, án
hernaðarlegrar hjálpar erlendis
frá.
Afstaða Indlands.
Fyrir níu árum, þegar kín-
verskir kommúnistar hófu inn-
rásina í Tibet, áræddi Nehru
forsætisráðherra Indlands að
mótmæla. Kínverskir kommún-
istar sögðu honum að skipta sér
ekki af því, sem honum kæmi
ekki við. Þessu hafa menn ekki-
gleymt í Dehli. En það, sem þá
gerðist, varpar ljósi á, hvers
vegna Nehru er svo varfærinn
nú. En í Indlandi er almenn
samúð með Tibetmönnum og
hafa miklar áhyggjur af Dalai
Lama. Menn vona, að hann
komist heilu og höldnu undan
ofsækjendum sínum. En í Pek-
ing virðast menn ekki hafa
miklar áhyggjur af því, hverj-
urn augum Indverjar líta á mál-
in.
Engrar hjálpar
að vænta.
Þótt Tibetmenn eigi samúð
Indverja og Nehru sé látimi
finna það æ betur, enda hefur
hann sjálfur mælt samúðarorð,
tók hann fram, að engrar íhlut-
unar væri að vænta. Einn af
kunnustu Indverjum, sem flyt-
ur erindi um utanríkismál, hef
ur tekið þá afstöðu, sem kemur
fram í þessum orðum hans:
„Það var öðru máli að gegna
um Ungverjaland, atferli Rússa
Bretsr vænta skattalækkanar —
vegna batnandi efnahagsástands.
í London hefur verið hirt
efnahagsskýrsla, sem leiðir í
Ijós gott efnahagsástand 1958.
Segir þar, að framleiðsla hafi
verið mikil, útflutningur auk-
izt, atvinna mikil og vehnegun,
sterlingspund standi traustari
fótum, og þar fram eftir götun-
um. Jafnframt er varað við of
mikilli bjartsýni, — það verði
erfiðara að selja 1959 en 1958,
og samkeppni harðnandi.
Blöðin taka skýrslunni vel
og segja, að næstum megi líta
á hana sem fyrirboða skatta-
lækkunar. „Bretland hefur ráð
á því, skattþegnarnir þurfa
þess með, — og þeir eiga skatta
lækkun skilið,“ segir eitt blað-
ið.
Samningu fjárlagaírumvarps
ins er nú langt komið’ og verð-
| ur það lagt fram í mánuðinum.
var forkastanlegt, vegna þess
að Ungverjaland er ekki hluti
Sovétríkjanna — og Rússar
sjálfir halda því ekki fram.
Tibet er hluti Kína og við
höfum alltaf lagt okkur í líma
með að viðurkenna það ....
Þess vegna er það sem gerist í
Tibet löglega og stjórnarskrár-
lega kínverskt mál, og við á
Indlandi ættum ekki að segja
Kinverjum hvað þær ættu að
gera og hvað þeir ættu ekki að
gera.“
Þessi Indverji, Prem Bathia,
viðurkennir þó, að Tibetmenn
byggjust við einhverjum stuðn-
ingi frá Indlandi, en „þeir
munu verða fyrir vonbrigð-
um.“
Það þarf ekki að taka fram,
að Tibetmenn skrifa ekki und-
ir það, að Kínverjar hafi rétt
til yfirráða í Tibet. Þeir telja
sig hafa rétt til sjálfstæðis, og
það er markið, að Tibet verði
frjálst og óháð, jafnvel þótt
þeir telji baráttuna vonlausa.
Æsifregn út
í bláinn.
I síðastliðnum mánuði fluttu
sum Keykjavíkurblaðanna
einskonar æsifregn um mis-
þyrmingu á ungu barni.
Þessi fregn vakti að sjálf-
sögðu nokkra athygli meðal al-
mennings og málinu var skotið
til meðferðar barnaverdnar-
nefndar og síðan til rannsókn-
ar hjá sakadómaranum í
Reykjavík.
í greinargerð, sem Vísir hef-
ir borizt frá barnaverndar-
nefnd segir að kæran um með-
ferð barnsins hafi borizt frá á-
kveðinni konu, kunnugri barns
móðurinni. Hafi hún í upphafi
haldið fram, að barninu hafi
verið misþyrmt, það hafi verið
bundið niður í rúm og móðir
þess ekki sinnt um það.
Við yfirheyrslu dró þessi
kona mjög úr framburði sínum,
þannig, að Við nánari rannsókn
hefir ekkert komið fram, sem
bent geti til þess, að barnið
hafi sætt illri meðferð eða því
verið misþyrmt.
Enda þótt rannsókn málsins
hafi, eins og áður segir, ekki
leitt til þess, að fyrirskipaðar
séu frekari aðgerðir í því af
opinberri hálfu, mun barna-
verndarnefndin hafa eftirlit
með aðbúnaði barnsins eftir að
það kemur heim af sjúkrahús-
inu, enda hefir móðir þess ósk-
að eftir því, að svo yrði.
JJJannar óöaur — ejtir \Jems
SAGAN UM SAUMAVÉLINA
☆
5) í dag er fólk í fatasauma-
iðnaðinum í Bandaríkjunum
ein bezt launaða stétt af sínu
tagi í heiminum. Stærsta stétt-
arfélagið í þeirri grein Inter-
national Ladies Garments
Workers Union hefur náð inikl-
um árangri að tryggja rétt og
hagsmuni stéttarfélaganna og
komið á merkum umbótum
svo sem góðum vinnuskilyrð-
um, sjúkratryggingum, elli-
tryggingum og komið upp
heilsuhælum fyrir sjúka fé-
laga.-----------Saumavélarnar
eins og þær eru í dag hafa
margvísl. starfi að gegna. Þær
geta saumað allt sem sauma
þarf, hinn þykkasta dúk, eða
leður og ííngerðasta efni.
Framlag saurnavélarinnar til
þæginda og aukinnar velmeg-
unar hjá fólki allra stétta og
allra þjóða er ómælanlegt.
Klæðnaður manna eins og hann
gerist í dag væri óhugsanlegur
ef saumavélin væri ekki til.
--------Auk alls þessa, hefur
tilkoma saumavélarinnar af-
sannað þá kenningu að vélam-
ar væri böl fyrir hinar vinn-
andi stéttir og stuðli cinúngis
að því að skapa atvxnnuleysi.
Sú kenning er nú að vísu úr
sögunni en á upphafsskeiði iðn-
væðingarinnar var hún mjög
ofarlega á baugi og þótti hin
ákjósanlegasta röksemd fyrir
því að ryðja vélunum úr vegi.
Hitt er sannara að vélarnar
gera framleiðsluna ódýrari,
auka hana stórkostlega og gera
verkamanninum kleift að
njóta meiri þæginda en kon-
ungum voru ætluð fyrir aðeins
tveimur öldum. — (Endir). —