Vísir - 17.04.1959, Side 4

Vísir - 17.04.1959, Side 4
Föstudaginn 17. apríl 195ð Frá landsfundinum: Meginvandi húsnæðismál- anna síafar af fjárskorti. EfÍm þmrí* mhm&mmm rcð® m mýa Félagsmálanefnd Landsfund- ar Sjálfstæðisfloltksins gerði ályktanir þær, sem hér fara á eftir. 1. Félags- og tómstunda- heimili: Landsfundur Sjálfstæðis- manna telur, að styðja beri fólk- ið í landinu til hollrar félags- starfsemi, er miðar að þvi að efla þroska þess og manndóm. Sérstaklega beri að hafa í huga að skapa æskufólki sem jöfnust skilyrði til slíkrar starfsemi, hvar sem það býr á landinu. Fundurinn fagnar þeim ár- angri, sem náðst hefur af lög- gjöf um Félagsheimilasjóð og hendir á frumkvæði Sjálfstæðis- manna í þeim efnum. Jafnframt varar fundurinn við þeirri stefnu að færa út starf- svið sjóðsins frá því, sem það var upphaflega markað, án þess að sjá honum jafnhliða fyrir auknu starfsfé, svo að hann fái að fullu gegnt hlutverki sinu. Fundurinn hvetur til þess, að ýtrustu hagsýni sé gætt um stærð og staðsetningu félags- heimila. Ennfremur leggur fundurinn áherzlu á, að félagsheimili verði nýtt sem bezt til félagsstarfs og tómstundaiðju æskufólks. Fundurinn telur mjög mikil- vægt að koma á fót tómstunda- heimilum í þéttbýlinu og þakk- ar forráðamönnum Reykjavíkur- bæjar merka forgöngu á því sviði. - " Wí >:» S pgg 3. íþróttamál: Landsfundurinn telur að I- þróttasjóður hafi innt af hönd- tim mikilvægt hlutverk til efl- ingar almennrar likamsmenntar I landinu. Fundurinn vekur athygli á því, að er Bjarni Benediktsson gegndi embætti menntamálaráð herra, var framlag til Iþrótta- sjóðs tvöfaldað. Þrátt fyrir það vantar mikið á, að sjóðurinn geti staðið við •■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■i skuldbindingar sinar samkvæmt ákvæðum íþróttalaganna. Fundurinn heitir á miðstjórn og þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins að vinna áfram að því, að 1- þróttasjóði verði tryggt aukið fjármagn. Landsfundurinn telur, að opn- un hins glæsilega íþróttaleik- vangs í Laugardal marki tíma- mót í íþróttalífi landsins og flyt- ur bæjarstjórn Reykjavíkur þakkir fyrir hinar hröðu og þróttmiklu framkvæmdir við byggingu leikvangsins. Jafnframt þakkar landsfund- urinn íþróttahreyfingunni far- sælt starf á undanförnum árum og hvetur til enn frekari dáða. Fundurinn telur, að haldið skuli áfram þeirri stefnu Sjálf- stæðisflokksins, að styðja og efla íþróttahreyfinguna, og stefna beri að því, að sem flést æskufólk verði virkir íþróttaiðk- endur. 3. Vernd barna og ungmenna: Landsfundur Sjálfstæðisflokks ins telur að værnd barna og ung- menna sé enn ekki komin í það „horf hér á landi, að viðunandi sé. Það er sorgleg staðreynd að á síðustu árum hefur sífelt aukizt þörfin fyrir stofnanir er tekið gæti við afvegaleiddum ung- mennum, en sáralítið verið gert í þeim efnum. Að vísu hefur verið stofnað heimili fyrir drengi í Breiðuvík á Barðaströnd. Hefur það gefið góða raun, og ber að fagna þvi, Hins vegar vantar algjörlega tilsvarandi heimili fyrir stúlkur, en mjög aðkallandi að slík stofn un komist upp hið bráðasta. Ennfremur vantar tilfinnan- lega heimili fyrir munaðarlaus börn. Fundurinn beinir þeim ein- dregnu tilmælum til miðstjórnar og þingmanna flokksins að þeir láti ekki baráttuna fyrir velferð þessara ólánsbarna þjóðfélags- ‘'VÍSIB ins niðurfaila, en beiti sér fyrir því að fjárveiting fáist fyrir stofnun slíkra heimila hið allra fyrsta. 4. Tryggingarmál: Landsfundurinn leggur áherzlu á náin tengsl milli félagslegs ör- yggis og heilbrigðs efnahagslífs og telur góða skipan þessara mála meginundirstöðu heilla- vænlegrar þjóðfélagsþróunnar. Fundurinn telur, að við lög- gjöf um almannatryggingar beri jafnframt að gæta samræmis milli einstakra bótategunda og löggjöfinni beri að halda utan við kjaradeilur stéttarfélaga. Stefnt sé að því, að bætur vegna élli, örorku og dauða fyr- irvinnu hækki svo, að nægi fyrir lífsnauðsynjum og bætur þessar verði tryggðar öllum landsmönn um. Jafnframt verði reynt að koma í veg fyrir að löggjöfin hafi áhrif í þá átt, að lífsvenjur gamals fólks verði aðrar en það kýs sjálft, og tekin verði upp skipulögð heimilsaðstoð við elli- lífeyrisþega, sem hennar þurfa, en óska að halda við heimili sínu. Meira samræmi en nú er verði milli 'bóta slysatrygginga og bótaskyldu atvinnurekenda vegna slysa. 5. Jafnvægi í byggð landsins: Landsfundurinn fagnar þeim árangri, sem orðið hefur af öt- ulli baráttu Sjálfstæðismanna fyrir bættum lífskjörum allra landsmanna. Jafnframt leggur fundurinn ríka áherzlu á, að allt verði gert, sem unnt er, til að bæta aðstöðu og hag þeirra, sem við erfiðastar aðstæður búa sökum strjálbýlis. í þessu sambandi bendir fund- urínn á frumvarp til laga urn ráðstafanir til að stuðla að jafn- vægi í byggð landsins 'en frv. það er flutt á Aiþingi því, er nú situr, og gengur í sömu átt og til lögur og frumvörp, er Sjálfstæð- ismenn hafa áður flutt í þéssu efni, en ekki hafa náð fram að ganga enn sem komið er. 6. Húsnæðismál: Landsfundur Sjálfstæðisflokks ins leggur áherzlu á þá miklu þj>ðingu, sem góður húsakostur hefur fyrir heilbrigði og menn- ingu þjóðarinnar ög raunar alla hennar hagi. Bendir fundurinn á hinn tvíþætta vanda, sem er á höndum í húsnæðismálunum, annars vegar að gera mögulegt, að þjóðin í heild megi búa við svo góðan húsakost, sem efna- hagur landsins frekast leyfir, hins vegar að ti-yggja að 'enginn þjóðfélagsþegn þurfi að búa við húsnæði, sem ekki svarar á- kveðnum lágmarkskröfum um gæði og rými. Fundurinn telur meginvanda húsnæðismálanna nú vera fólg- inn í lánsfjárskorti til íbúðar- bygginga og bendir á, að lausn þess máls er fyrst og fremst byggð á því, að fjár- magnið sé fyrir hendi, eins og hinar miklu byggingarfram- kvæmdir síðari ára bera vott um. Minnir fundurinn á, að með stofnun hins almenna veðlána- kerfis 1955 var lagður grundvöll- ur að lausn þessa máls til fram- búðar, þar sem megin undirstað- an var hin frjálsa sparifjármynd un. Hins vegar harmar fundur- inn, að fyrrverandi ríkisstjórn tókst ekki að halda í horfinu í Myndin er af Tito, þar sem hann er að segja mönnum frá leið- angri þeim liinum mikla, sem hann fór í fyrir skemmstu til ýmissa Asíu- og Afríkulanda. þessum málum. Telur fundurina því að brýnasta verkefnið sé dúe að efla á ný almenna veðlána- kerfið. Fundurinn leggur áherzlu á,. að fjárframlag ríkissjóðs til út- rýmingar heilsuspillandi hús- næðis verði stóraukið frá þvi sem nú er, þannig, að það nemj jafnan eins miklu og framlag sveitarfélaga í þessu skyni. Þá telur fundurinn brýna þörf á því að endurskoða lögin una byggingarsjóð verkamanna me<3 það fyrir augum að efla sjóðina samhliða því, að ákvæðin um út- lánareglur sjóðsins séu færðar f. það horf, sem svarar tilgangi þessarar löggjafar. Tvö Rý fræðslurit Búnaðarfélagsins Búnaðarfélag íslands helduff áfram hinni þörfu útgáfu fræðslurita sinna og eru tveiu ritlingar nýúíkomnir, nr. 32 og 33. Ritstjóri er sem áður Gísli. Kristjánsson. Annar bæklingurinn fjallar um egg og er þar margan fróð- leik að finna. „Vísindamenn.. flokka nú matvælin eftir líf- rænu gildi þeirra og ásamt mjólkinni eru eggin í fyrsta flokki á þeirra skrá,“ segir þar m. a.. Ennfremur, að eggja- neyzla íslendinga, sem að vísu er sífellt að aukast, ætti aðí vera miklu meiri en hún er, en, eggjaneyzlan hér mun nú nema 140—150 eggjum á mann ár- lega, en þar sem hún er mest í heiminum (Bandaríkjunum) eil hún um 400 á mann árlega. Bent er á m. a., að geymsluþol þveginna eggja er aðeins örfáir dagar og brotaegg eða brostiri egg hafa ekkert geymsluþol. Kæling er nú langsamlega al- gengasta aðferðin við varð- veizlu eggja, er selja skal á almennum markaði. Margvís- legar bendingar sem allir, ekki: sízt húsfreyjur, hefðu gott af, að kynna sér. Hinn ritlingurinn er skráður, af Páli Zophoníassyni fyrrv. búnaðarmálastj. og nefnist' Fóður og búfé í 40 ár. Er þap mjög mikinn fróðleik að finna. Á annari hverri blaðsíðu eru' myndir af íslenzkum býluuu Þessi ritlingur er 56 bls., hinn, sem einnig er prýddur mynd- um, 30 bls. Frágangur er hinnl smekklegasti. af þessu rekaldi og búa þannig til dálítinn fleka. Við sáum fimin menn á kili á skipsskrokk „Pamirs“, sem var á hvolfi; treystandi því, að hann héldist á floti. Um 300 metra í burtu sáum við einn björgunarbátanna á hvolfi og engan mann nærri. Við fórum allir að synda í áttina til hans. í hvert skipti, sem öldurnar , kaffærðu mig, fannst mér næst- um furðulegt er eg kom upp á yfirborðið aftur stándandi á öndinni, og brauzt áfram nokk- ur sundtök í viðbót. Ein aldan rétti bátinn við, til allrar ham- ingju, og mér tókst að ná taki á borðstokknum. Aðeins tíu okkar komust alla leið! í bátnum var ekki svo mikið sem ein ár, allur aftur- hlutinn var brotinn af, bógur- inn líka brotinn og báturinn svo mikið í kafi, að mesta furða var, að hann skyldi ekki sökkva. Merkjaflugeldakassinn var horfinn, en poki með nið- ursoðnum matvælum var undir einu sætinu, og dálítill kútur með drykkjarvatni var bundinn fastur í bátnum. Við höfðum farið úr buxum og stígvélum til þess að létta okkur sundið, en nú söknuðum við þessa. Tennur okkar glömruðu og fingur og útlimir voru blóðlausir og „dauðir“ af kuldanum í sjónum. Sérhver alda gróf okkur niður í sína köldu, hræðilegu veröld og sleppti okkur ekki fyrr en við stóðum á öndinni. Báturinn hjó og byltist ofsalega. Af einum öldutoppnum sáum við flakið af „Pamir“ og sömu fimm mennina ennþá í kili. Nokkrum mínútum seinna sáum við ekk- ert — skipið hafði horfið í djúpið. < ;___ Einu sinni komum við auga á björgunarbát, sem í voru um 25 menn. Þeir gáfu ekki til kynna, að þeir hefðu orðið okk- ar varir, og eftir það vorum við einsamlir. Þegar nokkuð var liðið á eftirmiðdaginn, kom alda á hliðina á bátnum okkar og hvolfdi honum. Við hörðumst við að rétta hann við í 15 mín- útur að minnsta kosti, og þegar við komumst aftur upp í hann, höfðu handleggir okkar og fót- leggir skrámazt og skorizt af snertingu við bátinn. Og sjór- inn var fljótur að orsaka þrota og spillingu í sárunum. Við hóiöum kosíð Karl Dummer, aðstoðarbakára á skipinu, fyrirliða okkar. Þótt hann væri aðeins 25 ára, var hann elztur okkar og hafði ver- ið-.sá sjónum í sex ár. Hann á- leit nú, að tíminn væri kominn til að taka upp dýrmætasta hluta nestisins — gin-flösku, — sem hann hafði geymt í vasa sínum. Þar sem hann var hræddur við að láta flöskuna ganga milli manna, tók hann gúlsopa af flöskunni og með því að pressa varirnar að vör- um hinna, spýtti hann víninu upp í hvern af öðrum. Þegar hann ætlaði að fá sér síðasta sopann úr flöskunni — hann lét félaga sína ganga fyrir — kom brotsjór, er ’sló Uöskuna úr hendi hans. Rétt fyrir myrkur hvolfdi bátnum aftur. Þegar okkur tókst loksins að rétta hann við, var vatnskúturinn horfinn. Nú vofðu þorstakvalirnar yfir okkur, er frá liði. Dummer að- varaði okkur: „Drekkið ekki sjó — ekki minnsta dreitil!“ Nokkrir sopar voru oft nægi- legir til að gera menn. vitstola. Um nóttina, á meðan við héldum okkur vakandi með því að tala saman og báðum í sam- einingu um að kraftaverk gerð- ist, sáum við ljós frá skipi, er sigldi fram hjá í kvartmihi fjarlægð. Tveir menn ætluðu að stökkva útbyrðis og reyna að" synda til skipsins, en Dummer stöðvaði þá og sagði, að eina' von okkar um björgun væri aS halda hópinn. Við öskruðum; eins og brjálaðir menn og gleymdum, að höfuð okkar sáust varla upp úr sjónum og öldurnar földu okkur algerlega annað veifið. Geisli leitarljóss- ins fór langt fyrir ofan okkur og bráðlega hurfu skipsljósin. út í dimmuna. Litlu síðar tókum við eftir því, að höfuð Gunter Schinna- gels hafði sigið fram á við nið- ur á brjóstið. Augu hans vorut lokuð; þetta var meira ed ( Framh.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.