Vísir


Vísir - 16.05.1959, Qupperneq 4

Vísir - 16.05.1959, Qupperneq 4
VtSIR Laugardaginn 16. maí 1959 á irisiit ] DAGBLii Útgefandl: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H.F. Tí»lr kemur út 300 daga á árl, ýmlst 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjórl og ábyrgðarmaður: Hersteinn Fálsson. Skrifstofur blaðsins eru i Ingólfsstræti 3. Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00., Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—18,00, Sími: (11660 (fimm línur) Vísir kostar kr. 25.00 í áskrift á mánuði, kr. 2.00 eintakið í lausasölu, Félagsprentsmiðjan h.f. Um hvað er kosið ? Almennar stjórnmálaumræður — eldhússdagsumræður, fóru fram á Alþingi snemma í þessari viku, og var þeim útvarpað. Fór vel á því, að landsmönnum væri gefinn kostur á að hlýða á forsvars- menn stjórnmálaflokkanna nú í lok þessa þinghalds, því að nú fara kosningar í hönd, mjög mikilvægar kosningar. Það hlýtur að vera matsatriði, hverjum hafi mælzt bezt í ■ umræðunum, og tjóar ekki að deila um slíkt. Hitt er öllu verra, ef mönnum er ekki ljóst, um hvað næstu kosningar snúast, en ekki virtust ræðumenn í útvarps- umræðunum á eitt sáttir um það atriði. Framsóknarmenn héldu flestir fram þeirri kenningu, að kosningarnar hlytu að snúast um eitt mál, og aðeins eitt, kjördæma- málið, og alls ekki um ann- að. Vitaskuld er kjördæma- málið eitt aðalmál dagsins, og að sjálfsögðu mun það að j nokkru setja svip sinn á ' kosningabaráttuna, ef að líkum lætur. Við því er heldur ekkert að segja. í því máli má sannarlega segja, að Framsóknarmenn heyi von- lausa baráttu gegn fólkinu í landinu. Lélegur málstaður j er sjaldnast sigurstrangleg- ur. Framsóknarmenn vilja, að ekki sé um annað talað í sam- bandi við Alþingiskosning- arnar í næsta mánuði en kjördæmamálið. Ekki munu Sjálfstæðismenn telja það slæmt eða skorast undan j rökræðum á þeim vettvangi. Hitt er svo allt annað mál, að um fleira verður kosið, og í kosningunum, sem í hönd fara, munu kjósendur segja álit sitt á fleiru. Yfir- Hræsnín í í útvarpsumræðunum var hræsnin í algleymingi hjá ræðumönnum Framsóknar- flokksins. Sjálfsagðar breyt- ingar á úreltri og ranglátri kjördæmaskipun eru á ! þeirra máli árás á byggða- fólkið, meira að segja á menningu þjóðarinnar. Tal- að er um, með titringi í ’ röddinni, að með slíku sé verið að leggja landið í auðn, flæma fólk úr sveitunum, hér sé beinlínis um að ræða tilræði við fósturjörðina. Allt er þetta svo fáránlegt, að engu tali tekur. Það ,er í hæsta máta út í hött, 4 . þegar það er talið tilræði leitt er það svo, að almenn- ingur hefir fleira en eitt at- riði í huga, þegar hann geng- ur að kjörboi’ðinu. Þá er nefnilega tækifæri til að „þakka fyrir síðast“, ef svo mætti til orða taka. Lands- fólkið er nefnilega ekki búið að gleyma vinstristjórn Her manns Jónassonar, og ef að líkum lætur, mun endur- minningin um þetta fyrir- bæri líka hafa sín áhrif í kjörklefanum. Hermann Jónasson, sem taldi sig geta ,vikið til hliðar“ nær helmingi þjóðarinnar með myndun samsteypustjórnar þríflokkanna sumarið 1956, hefir síðan komizt að raun um að Sjálfstæðisflokknum verður ekki „vikið til hlið- ar“. Hann hefir meira að segja talið það æskilegasta leið út úr vandamálum þeim, sem að þjóðinni steðja, að biðja Sjálfstæðismenn um aðild að þjóðstjórn. Enginn láir forystumönnum Sjálf- stæðisflokknum, þótt ekki hafi verið léð máls á slíku. Sjálfstæðismenn hafa rétti- lega talið, að þjóðin ætti sjálf að segja álit sitt á ráðsmennsku Hermanns Jónassonar og kommúnista, og það mun nú verða gert í næsta mánuði. Það er vissulega ekki til þess að draga athyglina frá kjör- dæmamálinu, að margir hafa haldið því fram, að næstu Alþingiskosningar snúizt lika um ráðsmennsku vinstri stjórnarinnar. Það er ofur eðlilegt, að fólk nú fái tækifæri til þess að lýsa skoðun sinni á ráðleysi og fálmi vinstri stjórnarinnar, sem lofaði svo mörgu og sveik allt. algleymingi. við menningu landsmanna, að breyta kjördæmaskipun- inni á þann veg, að Fram- sóknarmenn hafi ekki marg- faldan rétt við. aðra lands- menn. Alþingi það, sem nú er nýlokið, var auðvitað ekki rétt mynd af þjóðarviljan- um, því fór svo fjarri. Og Alþingi það, sem kjörið verður í næsta mánuði, verður það vitaskuld ekki heldur. Hins vegar má gera ráð fyrir, að Alþingi það, sem kemur saman í haust, verði nær því að vera mynd af þjóðarviljanum, og það mun.og verða. Upþhrópanir Tímamanna geta KIRKJA □□ TRÚMÁL: Andi hvítasunnunnar. Einn gáfaðasti nútímarithöf- undur Noi’ðurlanda, íslands- vinurinn Harry Blomberg, seg- ir frá því í einni af bókum sín- um, hvernig andi hvítasunn- unnar snerti hann og vakti hann. Hann kveðst eitt kvöld hafa rekizt af tilviljun á Biblíuna sína. Hann hafði fyrir mörgum árum fengið hana í verðlaun í sunnudagaskóla og nafnið hans var skrifað á hana — það var ekki laust við, að honum þætti heldur minnkun að þessum ^vitnisburði um löngu liðna veru sína í svo lítilmótlegu, úreltu samfélagi! En þetta kvöld valt bókin upp í hendur hans, þegar hann var í hugsunarleysi að fitla við bækurnar í afræktri hillu í stórum bókaskáp. Hann opnaði bókina annars hugar, og við augun hans blöstu þessi orð í 2. kapitula Jeremía: „Hvar eru guðir þínir, sem þú hefur gjört þér? Þeir verða að rísa upp, ef þeir geta hjálpað þér, þegar þú ert í nauðum staddur.11 Auðvitað var þetta einber hending, sagði maðurinn við sjálfan sig. Hann lokaði bók- inni og stakk henni á sinn stað, lagðist síðan til svefns. En hann sofnaði ekki. Orðin, sem hann, hafði lesið, héldu áfram að óma í huga hans. Hann reyndi að hrista þau af sér, en þau slepptu ekki taki sínu. Guð hafði talað til hans. Hann háði sína Jak- obsglímu við hann þessa nótt. Og Gúð sleppti honum ekki fyrr en hann hafði blessað hann. Guðs heilagi andi starfar með margvíslegu móti og leiðir hans eru ýmsar. En markmið hans er alltaf hið sama: Að vekja til vitundar um, að guð- irnir, sem vér gjörum oss, geta hjálpað, að hjálpin og lífið er það að þekkja einn sannan Guð og þann, sem hann sendi, Jes- úm Krist. skapaði kirkjuna: Það birtust tungur eins og af eldi væru og postularnir töluðu tungum. Ýmsir segja: Þetta verður að gerast á sama hátt nú. Annars er Guðs andi ekki að starfi. En vér eigum ekki að vænta nýrrar hvítasunnu, ekki frem- ur en vér eigum nýrra páska að vænta eða nýrra jóla. Það, sem Guð hefur unnið oss til hjálpræðis, hefur hann unnið í eitt skipti fyrir öll. Vér þörfn- umst ekki nýrrar fæðingar frelsarans, ekki nýrrar upprisu hans. Og hin mikla stund fyrstu hvítasunnu kemur aldrei aftur. Fæðing kirkjunnar, upprás nýrrar aldar Krists konungs, er um garð gengin. Þú lifir í nýj- um heimi, kallaður inn í hann í skírn þinni. Sé þér það ekki Ijóst, þá veiztu ekki, hvað þér er af Guði gefið. Orsökin er sú, að þú hefur ekki af neinni al- úð lifað í samfélagi þeirrar kirkju, sem er frumgróði nýrr- ar sköpunar, vettvangur Guðs anda. „En vér höfum ekki hlot- ið anda heimsins, heldur and- ann, sem er frá Guði, til þess að vér skulum vita, hvað oss er af Guði gefið“ (1. Kor. 2, 12). Taktu eftir því, hvernig Postulasagan lýsir lífi þeirra, sem fengu að vita, hinn fyrsta hvítasunnudag, hvað þeim var af Guði gefið, þ. e. komu auga á ‘frelsara sinn. Þeir héldu sér stöðuglega við kenning postul- anna og samfélagið og brotning brauðsins og bænirnar (Past. 2,42). Þetta var og er leyndardóm- urinn í lífi kirkjunnar, í trúar- lífi einstaklingsins: Kenning postulanna, Guðs orð, samfélag kristins safnaðar í íhugun, til- beiðslu, neyzlu sakramentisins, bæninni. Ef þú afrækir þetta, ertu að afrækja þann heilaga anda, sem kallar þig, upplýsir og helgar. Þú færð ekki rafljós í hús þitt, ef þú hirðir ekki um að tengja lampa þína við leiðsl- urnar, sem inn í það liggja. Guð hefur lagt sínar leiðslur fyrir Ijós anda síns. Hann getur lát- ið það snerta þig óvænt, eins og mannin, sem vitnað er til hér á undan. En þú byrgir það eða slekkur aftur, ef þú hirðir ekki um þær aflstöðvar, sem hann- hefur skapað því í þessum heimi. FlugfélagiJ flutti á 4. hundrað farþega GiMÍlfaxi i í fyrradag. MM OM'ÖMM rfí MM fJM. I fyrradag var mikið flogið að þannig, að Dakotavél flaug á vegum Flugfélags íslands og milli Akureyrar, Þórshafnar og voru fluttir liátt á fjórða liundr- að farþegar. Til Vestmannaeyja voru farn- ar fjórar ferðir frá Reykjavík og auk þess tvær ferðir frá Vestmannaeyjum til Hellu á Rangárvöllum. Vegna þoku í Eyjum í fyrra- kvöld tepptist flugvél þar í síð- ustu ferðinni í gær og kom ekki til Reykjavíkur fyrr en í gær- morgun. Norðanlands var fluginu hag- Kópaskers, en Viscountflugvél- in „Gullfaxi“ var í ferðum milli Akureyrar og Reykjavíkur. — Fór flugvélin tvær ferðir milli þessara stða og auk þess eina. ferð milli Reykjavíkur og Eg- ilsstaða. Samkvæmt sumaráætlun Flugfélags íslands verður Sky- masterflugvélin „Sólfaxi“ og Viscountflugvélarnar „Gull- faxi“ og „Hrímfaxi“ notaðar tiL innanlandsflugs í sumar. Hafin endurskoðun á þýðingu Nýja testamentis Það er eitt af verkefnum Biblíufélagsins. Áhrifin af orðum Péturs hinn fyrsta hvítasunnudag voru þau, að menn „stungust í hjörtun“ og spurðu: Hvað eigum vér að gjöra? Svarið var: Gjörið iðr- un og sérhver yðar láti skírast í nafni Jesús Krists til fyrir- gefningar synda yðar og þér munuð öðlást gjöf heilags anda. Því að yður er ætlað fyrirheit- ið og börnum yðar og öllum þeim, sem í fjarlægð eru, öllum þeim, sem Drottinn, Guð vor, kallar til sín (Post. 2,37—39). Kirkjan fæddist á fyrstu hvitasunnu. Síðan er kirkjan farvegur Guðs anda, starfræki hans. Mörgum verður starsýnt á þau fyrirbæri, sem áttu sér stað, þegar andinn ruddi sér nýja braut inn í mannlífið og ekki tafið framgang þessa máls. Framsóknarmenn geta ekki til eilífðarnóns beitt þjóðina ranglæti. En hláleg- ast "af öll hlálegu, seiia fram köm í ræðuni Framsókhar- mánná " f útvarpsumræðun- um,‘vár þó’sú óskhyggja, að ■ Reykvíkingár "ýrðu til þess að veita ‘FrámsóknárhiÖnn- um bráutárgengi. Þá var mikið hle^íð í bænum. Aðalfundur Hins íslcnzka Biblíufélags var haldinn í Há- skólakapellunnd fimmtudaginn 30. apríl s.l. í fundarbyrjun las Herra Ás- mundur Guðmundsson biskup kafla úr Markúsarguðspjalli, bað bænar og setti því næst fundinn. Meðal verkefna félags ins í náinni framtíð, auk endur- skoðunar þeirrar á þýðingu Nýja testamentisins, sem þegar er hafin, gat biskup um fyrir- hugaða ljósprentaða útgáfu af Nýja testamentisútgáfu félags- ins með stóru letri og yrði Ijós- prentaða útgáfan smækkuð svo, að hentug væri til þess að hafa í vasa. í lok skýrslu sinnar þakkaði biskup samnefndar- mönnum gott samstarf. Þá bað biskup nýkjörnum biskupi, síra Sigurbirni Einarssyni, prófess- ór, blessunar í framtíðarstarfi. . Megin tékjuliður á reiknihg- nm félagsins Var andVirði seldra Biblíueintaka og Nýja-. testamenta, en tekjur af félags- gjöldum og gjafir höfðu aukizt allverulega. Hinn nýkjörni biskup tekur við- forsetastörfum félagsins í sum- ar. Herra Ásmundur Guð- mundsson, biskup, var kosinn 1 stjórnina. Nýkjörinn biskup þakkaði herra Ásmundi Guðmundssyni, biskupi, starf hans og áhuga fyrir málefni félagsins. Síra Harald Sigmar, sem. gegnt hefur kennslustörfum við guðfræðideild Háskólans und- anfarna tvo vetur, flutti hug- leiðingu og árnaði félaginu allra heilla í framtíðarstarfi. - Fundinum lauk með’því, að biskup las Ritningarkafla, bað bænar en fundarmenn báðu sameiginlega * „Faðir vor. Því næst Jýsti biskup blessun Drott- ins.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.