Vísir - 10.06.1959, Síða 3
Miðvikudaginn 10. júní 1959
VfSIR
■ Þegar koniið vár niður á vatns-
■bakkann, var tekið til við að
ferja allt fullorðna kvikféð og
smálömb. Lána&i Jónas í Hró-
arsdal ætíð prammá ' sinn til
til þess. Þá röðuðu sér 10—12
menn í kvíslina neðan við
rekstrarstaðinn því leitað var
eftir að finna stað þar sem
grynnti fram úr djúpum hvl
þar sem féð synti yfir. Þetta
höfðu þeir Hróarsdalsfeðgar
prófað all-löngu áður.
Var nú féð rekið í tveirn
hópum í þéttan hnapp með
miklum krafti og hávaða. Með
því að reka þétt höfðu skepn-
urnar stuðing og hlé hver af
annari.
Hið forna höfuðbcl Skagfirðinga Reynistaður. I baksýn sér Hegranesið.
Ólafur Sigurðsson á Hellulandi:
Flutnliigur sauðfjár yfir Hér-
aðsvötr, meðan þau voru óbrúuð.
*
YntisSvfjí um rekstuir
a afrótt ag af.
Eins og gétið var í grein eftirandi heímili sér saman um
mig, sem Vísir birti nýl. áttu lambareksturinn. Var þetta því
Rípurhreppsbúar upprekstur (tilhlökkunar- cg hátíðisdagur
sauðfjár og hrossa á Reyrii- unglingunum. En svo kom
staðárafrétt éða „Staðai’fjöll“,1 dfagferjan, sem ' tók 50 kirid-
og þurftu því að fara með allan ur og síðan önnur stærri, sem
afréttarpening sinn yfir Hér-; tók' yfir hundrað að voi’inu
aðsvötnin bæði haust og vór. vorfé og nú síðast brúin. En
•Ekki var um annað að ræða samt liélzt hinn góði, gamli sið-
að vorinu en ferja állt sauðfá ur í Hegranesi, að allir ung-
yfir vestúrósinn á smá ferjum lingar heimilanna fá að fylgja
eða bátum. Var þetta gert í fénu út að „ós“ vor hvert.
tvðirn lorum, fyrst geldfé, sauð- [ En svo líður sumarið með
ir og' gemlingar venjuléga rek- ( öllum sínum önnum og yndis-
ið-viku eða 10 dögum fyi’ir frá- leik. Þegar 18—19 vikur eru
færur og svö fráfærulömbin áf sumri fara unglingarnir,
eftir að þau höfðu verið setin sem færri eru að fara í görigur,
heima í þrjá daga eftir fráfær- að hlakka til að sjá „gangna-
ur. Það þótti ekki búmannlegt seðilinn“ og þar með reikna út
og' lítil mánnúð að'reka lömbin hverjir af ungurn mörinum á
á reginfjöll með jarminum. Við þeirra reki rnuni fara í göng-
hjásetu heima urðu lömbin urnar. — Álltaf lifir sama þrá-
hópheldari og voru farin að in — „Eins mig fýsir alltaf þó,
sætta sig við móður- og mjólk- aftur að fara í göngur.“ —■
urmissinn. Þar út af kom stefið Göngur á Reynistaðarafrétt eru
alkunna: „Gimbill mælti og ákaflega þægilegar þegar gott
grétt við stekkinn: „Nú er hún er veður taka þær aðeins tvo
móðir mín mjólkuð heima, því daga. Og svo þeir, sem yngri
ber eg svangann, um sumardag eru vorua að hugsa um ferð-
langan, munn minn og maga á ina í réttina, smíða sér svipu
mosaþúfu“.“ Og eg var ekki úr hrífuskaftsbroti, fá í hana
mei.ri maður en það í þá daga, ól úr íslenzku leðri og leggja
,,að eg vatnaði músum“ við að hana í bleyti í saltvatn og gera
læra og hafa yfir þessar barns- hana lungamjúka svo hægt
legu, einföldu Ijóðlínur.
væri að gera smell með henni.
Þá þurfti að athuga reiðtygin,
hvort sem um var að ræða
hnakk-pútu eða þófa.
Fþpi var
fótur og fit.
Allir krakkar og unglingar,
sem á hesti gátu setið, fengu Kvenfólkið dregur.
að fylgja lömbunum út að Ós ■ Reynistaðarrótt var byggð úr
og- standa þar í kring meðan torfi, enda gott um slíkt bygg-
ferjað var. Oft slógu nærliggj- ingarefni þar. Voru vcggir
þykkir og grasi grónir ofan svo
gott var þar aö véra, sitja og
liggja og masa samári: milli
þess, sem féð var dregið af
kappi. Þegar kom fram um há-
degi réttardaginn, voru veggir
almenningsins fullsetnir af vel
búnu kvenfólki í móðins refð-
fötum eftir þvi Sem hver hafði
efrii tíl.
Nú ér þétta bréytt. Réttar-
veggirnir eru úr steini svo þar
getur enginn setið. Kvenfólkið
kemur í réttír og ékki færra en
j áður, haganlega og snoturlega
búið, rennir sér ofan í almenn-
| inginn og dregur fé af kappi.
Höfum við karlmenn féngið
I þar góðan liðsauka við réttar-
* störfin eins og raunar ævinlega.
| Réttarböll heyrði eg aldreí
nefnd fyrr en löngu eftir að
1 eg varð fullorðinn maður. Nú
eru þau sjálfsögð og þykir mér
öll þessi breyting við réttar-'
störfin til mikilla bóta.
Nauðsyn að
ferja allt.
Nú kemur til sérstaða fyrir
bændur úr Hegranesi. Þeir áttu
yfir Héraðsvötn að sækja með
svo að segja aleigu sína hvert
haust. Hvatti því hver annan
að duga vel við fjárdráttinn
svo tími væri nægur að kom-
ast yfir vötnin. Væi lygnt veð-
ur og lítið í vötum var safnið
rekið niður „Staðarmýrar11 og
yfir vötnin undan Hróarsdal.
Þetta var lang-stytzta leiðin
niður í Nesið og ætíð farin ef
mögulegt var. Annars var ekki
um annað að gera en reka út á
Ós, en það var fjögurra stunda
rekstur, og ferja svo allt féð.
Djúpt var
vaðið.
En nú fengu þeir, sem í vötn-
unum stóðu vei’kefni, því alltaf
voru einhverjar kindur úr-
ræðalausar og fóru að snúast
og rak þá óðfluga Undan
straumnum. Tóku þeir eina
hver eða þrjár í hendur og
óðu með þær til lands. Sumum
var korhið prammann, sem var
á róðri milli manna. En erfitt
var að vaða hratt því vatnið
var mittisdjúpt eða undir
hendur. Því fleiri ferðir þurfti
hver maður að fara með villu-
j ráfandi kindur til lands. Oft
;drukknuðu nokkrar kindur;
um það var ekki að fást. En
gleðihljómur var í fnannskapn-
um þegar engin kind hafði far-
izt. Þegar allt var komið til
lands úr hinum fyrri hóp var
var sá síðari rekinn.
Enginn hafði dregið sig 'í' hlé
við þetta erfiða áhlaupaverk
og strákum, sem ekki höfðu
beint þui’ft að vaða djúpt, þótti
heiður og karlmennska í því,
að komá sem iriest blautir
h'eím frá því áð reka réttar-
safnið yfir Héraðsvötnin Og
það þó kalt væri í veðri. En
sprett var úr spori heim á leið
þegar komið var á bak á vest-
urbakkanum. Af fénu skipti
sér enginn. Það var ekki lengi
að leita æskustöðvanna.
Eftir að dragferjan kom á
ós'inn var mikiu sjaídnar átt
við að reka féð yfir vötnin, þá
gátu stundum orðið tafir og
erfiðleikar við ósinn eins og nú
skal sagt frá.
Vakað yfir fé
við ósinn.
í Haust eitt, er við Hegranes-
búar komum með safnið niður
að ósnum var komið sunnan
rok og ekki viðlit að ferja sauð-
fé, enda talsvert flóð í vötn-
unum. Var því ekki um annað
að gera en vaka yfir safninu á
tanganum. Vorum við sjö, sem
vöktum, en hinir allir fóru
lreim og hugðust koma aftur
með birtu næsta morgunn.
Við vökumenn skiptum með
okkur verkum, þannig, að tveir
skyldu standa á tanganum og
varna því, að feð legði í ósinn.
Ásókn var þar mikil því við
blöstu brekkur og klettaskjól
átthaganna. Við hinir fimm
vörnuðum því, að féð rynni upp
með sjónum eða suðvestur í
Borgarmýrar. Einn af vöku-
mönnifm var Sigurður Arason
bóndi í Keldudal, 91 árs að
aldri. Var ekki að tala um, að
hann færi heim. „Ég fer ekki
frá fénu mínu,“ sagði Sigurður.
Urn nóttina brast á ofsaveður
af suðvestri, og svo var sand-
hríðin þá mikil, að við urðum
að reka féð á fætur við og við,
svo að ekki skefldi það í kaf
norðanundir melgrashólum, sem
kallaðir eru „Gígar“. Hlýtt var
í veðri eftir hætti, en heldur
vildi sandur fara inn á mann.
Um morguninn í birtingu
drifu bændur að og lið þeirra.
Var þá veðrinu mikið tekið að
slota.
Marinaskipti
í ferjunni.
Var nú tekið til við ferju-
starfið með þeim krafti, sem
hægt var. 6 menn voru ætíð í
ferjunni, einn stóð í miðri
ferjunni og varnaði því að fé
træðist undir eða riðlaðist upp
á borðstokkinn, og svo einn,
sem dældi vatn í sífellu, því
Fjárrektsur úr Skilarétt að hausti.
Hér sér Héfaðsvátnaósinn, þar sem Hegranesbúar ráku eða
1 ferjuðu sauðfé sitt yfir vor <>g hau i, cr beir ráku á fjall eða
sóttu það á afrétt. Það var oft miklum erfiðleikum bundið og
sánnkallaðar svaðilfarir. Nú þarf þess arna ekki með lengur, f.
því öflug og myndarleg brú er komin yfir ósinn, ,og um hana
er féð rekið bæði vor og haust. ,Æ
I