Vísir - 10.06.1959, Page 12
Ekkert blaS er ódýrara i áskrift en Vísir.
LátiS iuum fœra yður fréttir mg annaS
loatrarefnl heim — án fyrlrbaínar mt
yðar hálfu.
Síinl 1-16-69.
MuniS, að þeir, sem gerast askrifc-ndmr
Vísis eftít 10 hven mánaðar, fá blaSiS
'kevpis til mánaðamót*
áiuml 1-16-60.
Vatneyrarbræður dæmdir.
Annar hlaut 6 mánaða fangelsi skilorðsbundið og
75 þús. kr. sekí, en hinn 15 þús. kr. sekt.
Máli þeirra Vatneyrarbræðra
®r nú loks lokið með dómsupp-
kvaðningu í Sakadómi Reykja-
víkur, en rannsókn málsins heí-
ur staðið yfir í hálft fimmta ár
■og er það í röð hinna umfangs-
mestu mála á síðari áratugum.
Báðir bræðurnir voru sekir
fundnir og hlaut Garðar Jó-
hannesson 6 mánaða varðhald,
skilórðsbundið og 75 þús. kr.
sekt til ríkissjóðs, auk greiðslu
imálskostnaðar, en Friðþjófur
bróðir hans 15 þús. kr. sekt auk
greiðslu málskostnaðar.
Setudómari í máli þessu, sam
kvæmt umboðsskrá var Valdi-
mar Stefánsson sakadómari og
kvað hann upp dóminn 22. maí
s. 1.
Alls voru lögð fram 235 skjöl
í málinu og útskriftin af próf-
unum var hvorki meira né
minna en 408 fólíósíður.
f árslok 1954 hófst að fyrir-
mælum dómsmálaráðuneytisins
og samkvæmt kæru gjaldeyris-
eftirlits Landsbanka íslands
rannsókn um meint gjaldeyris-
brot hinna svonefndu Vatneyr-
arfyrirtækja á Patreksfirði og
þá einkum togaraútgerðarfyr-
tækjanna Gylfa h.f. og Varðar
h.f. og einnig Verzlunar Ó. Jó-
hannesson h.f. Forstjóri þessara
fju-irtækja hafði um langt ára-
hil verið Garðar Jóhannesson,
en Friðþjófur, bróðir hans,
hafði þá um sumarið tekið við
forstjórastarfi í þeim öllum.
Hafði Friðþjófur einnig áður
verið forstjóri tveggja Vatn-
eyrarfyrirtækjanna. Gróttá h.f.
og Sindra h.f.
Inn í rannsóknina um hin
meintu gjaldeyrisbrot fléttuð-
ust brátt önnur atriði og þá
einkum ásakanir nefndra
hræðra hvors á hendur öðrum
um ýmsar yfirtroðslur og fjár-
drátt og voru þó ásakanir á
Garðar að þessu leyti yfirgnæf-
andi.
Rannsókn stóð mjög lengi
yfir, einkum vegna yfirgrips-
mikillar bókhaldsrannsóknar
hjá fyrirtækjunum og ítrek-
aðra athugana gjaldeyriseftir-
lits.
Að rannsókn lokinni voru út-
gefin ákæruskjöl hinn 8. des-
ember 1958,
Hvorugur bræðranna var á-
kærður fyrir fjárdrátt, en báðir
fyrir gjaldeyrisbrot auk 'þess
sem Garðar var ákærður fyrir
bókhaldsóreiðu og fyrir að hafa
gefið gjaldeyrisyfirvöldum
rangar og villandi upplýsingar
um gjaldeyrisöflun og gjald-
eyrismeðferð fyrirtækjanna.
Ákært var fyrir fjölmörg
sakaatriði, sem gerzt höfðu á
löngum tíma, allt frá 1930 og
fram á árið 1954.
Dómur í máli Garðars Jó-
hannessonar var kveðinn upp í
sakadómi Reykjavíkur hinn 22.
maí 1959 og var hann sakfelld-
ur fyrir brot gegn gjaldeyris-
löggjöfinni, fyrir bókhaldsó-
reiðu og fyrir rangar og vill-
andi upplýsingar til gjaldeyris-
yfirvalda. Mikill fjöldi brota
hans var þó fyrndur þegar
rannsókn málsins hófst, en brot
gegn gjaldeyrislögunum fyrn-
ast á tveim árum, þ. e. frá því
þau eru framin og þar til rann-
sókn hefst. — Hvorugur bræðr-
anna hefur óskað að áfrýja
dóminum til hæstaréttar.
Dæmdur var hann í 6 mán-
aða varðhald, skilorðsbundið,
og 75000,00 kr. sekt til ríkis-
sjóðs auk greiðslu málskostnað-
ar.
Máli Friðþjófs Jóhannesson-
ar lauk 23. maí 1959. Hlaut
hann 15000,00 kr. sekt til ríkis-
sjóðs fyrir brot gegn gjaldeyr-
islöggjöfinni, auk greiðslu
málskostnaðar.
Stúlka uppvís að þjófnaði
í fimsn verzlunum.
Fjárhæðin nam nokkrum þús. króna en hafði
verið eydd, þegar uppvíst varð um þjófnaðina.
Stúlka ein hér í bœnum hef-
ur orðið uppvís að stuldi úr
nokkurum verzlunum í bœnum
og hefur hún játað á sig þjófn-
aðinn, en litlu sem engu getað
skilað aftur af þýfinu.
Mál þetta var kært til rann-
sóknarlögreglunnar fyrir nokk-
urum dögum, og við rannsókn
þess kom í ljós, að stúlkan hafði
framið þjófnaði í fimm vefnað-
arvöru- og fataverzlunum hér
í bænum á tímabilinu frá því
um miðjan maímánuð og þar
til í byrjun þessa mánaðar.
Þjófnaðinn hafði stúlkan
framið á sama hátt í öllum
verzlununum, sem sé þannig, að
faún hafði fengið að máta á sig
ílíkur í til þess gerðum her-
bergjum eða klefum, sem eru
inn af sölubúðunum. En um leið
notaði hún tækifærið til þess
að fara ofan í veski eða töskur
starfsfólksilns og hirða úr þeim
þá peninga, sem þar voru
geymdir.
Mest náði stúlka þessi í 3500
krónur á einum stað, á öðrum
stað nældi hún sér í 1000 krón-
ur og nokkra dollara, á þeim
þriðja í rúmlega 600 krónur,
sléttar 600 krónur á fjórða
staðnum og 110 krónur á þeim
fimmta.
Stúlkan hefur játað á sig
stuldina, en peningarnir hafa að
meetu eða öllu farið í eyðslu-
eyri, og gat hún því ekki skilað
þeim aftur.
Veður fer nú batnandi.
I tíit fsjrir hœga9 suðltrga átt.
Erlendis eru karlmenn hár-
greiðslu„konur“, eins og mynd-
in gefur bendingu mn. Hún er
annars telcin á hárgreiðslu-
keppni, sem efnt var til í Kaup-
mannahöfn nýlega.
Leiðindaveður hefur verið
um allt land síðan á sunnudag.
Fór hann þá að blása og kólna
af norðan og norð-austan. Um
hádegi á sunnudag fór hann að
rigna á norður- og austurlandi
og fór úrkoman allt upp í 16
millimetra á Siglunesi.
Enn kólnaði, og á mánudag
var komin bleytuhríð um allt
norðurland. Hiti var þá frá 1
til 3 stig, eða rétt til að bleyta
í snjónum, en hríðarveður var
þá víða fyrir norðan, og jafn-
vel mikil snjókoma sums stað
ar. Á Siglunesi snjóaði 8 mm.
og 10 mm. á Sauðárkrók, og má
segja að talsverður snjór hafi
Hvít jöri) níiiur að sjö
vii) Eyjafjöri).
Rafstraumurinn til Akureyrar rofnaði á mánu-
caagskvöldið, og ekki unnt a5 vmna að við-
gerð fyrr en í gær.
verið víða og yfirleitt alhvít
1 jörð.
i í gærkveldi fór svo veðrið að
‘ skána og í nótt og í morgun var
skaplegt veður norðanlands. —•
Tveggja stiga hiti var á Rauf-
arhöfn, 4 stig á Akureyri og 5
í Reykjavík.
Útlit mun vera fyrir hæga
suðlæga átt, og er yfirleitt skán
andi útlit með veður.
Abdullah og Feizal
greinir á.
Ágreiningur er sagður upp
kominn milli Abdullah kon-.
ungs í Saudi-Arabíu og Feizals
prins, bróður lians.
Feizal gegnir mörgum ráð-
herraembættum, m. a. embætti
utanríkisráðherra, og raunveru
lega sá, sem heldur um stjórn-
völinn, enda hefur hann hótað
konungi að fara frá, ef hann
hætti ekki afskiptum af utan-
ríkismálastefnu sinni. Feizal
vill tekjuhallalaus fjárlög, og
sparnaðarviðleitni hans innan,
fjölmennrar og eyðslusamrar:
konungsfjölskyldu er óvinsæl.
Frá fréttaritara Vísis.
Akureyri í morgun.
Aðfaranótt s.l. sunnudags
breytti skyndilega um veður
eftir langan bliðviðriskafla og
gekk þá upp í livassa norðanátt
með hríðarveðri til fjalla.
Fram að þeim tíma höfðu ver-
ig s,felldar blíður og næsta ó-
venjulegir vorhitar. Hafði gras-
spretta verið venju fremur góð
og voru menn farnir að búa
sig undir slátt þegar allt í einu
gerði norðanhríð og alhvíta
jörð niður að sjávarmáli. Var
ofstopaveður strax og dró eitt-
hvað til fjalla. Þannig var blind
hríð bæði á Vaðlalieiði og Siglu-
fjarðarskarði. Síðarnefndi fjall-
vegurinn lokaðist og var Goða-
foss sendur hingað til Akureyr-
ar til þess að sækja siglfirzka
ferðahópa, sem hér voru stadd-
ir, var það bæði hópur sigl-
firzkra kvenna, sem verið hafði
á ferðalagi á Austurlandi og
eins leikflokkur frá Siglufirði
sem staddur var á Akureyri.
Ætluðu þessir flokkar landleið-
ina heim til sín, en urðu að
hætta við sökum þess að Siglu-
fjarðarskarð lokaðist og var m.
s. Goðafoss sendur eftir þeim.
Var veður svo vont að það var
með naumindum að skipið kæm
ist leiðar sinnar.
Vegna veðurofsa á Vaðla-
heiði slitnuðu rafmagnsleiðsl*
ur og á mánudagskvöldið varð
Akureyrarbær með ,öllu raf-
magnslaus. Þá var ekki viðlit
að athafna sig á heiðinni sökum
stórhríðar, en í gærmorgun
hafði veður heldur lægt og fór
viðgerðarflokkur þá upp á
heiðina. Komst rafmagn aftur á
um tíuleytið í gærkveldi.
Bílar hrjótast nú yfir Vaðla-
heiði en færð er þung. Færðin
er aftur á móti betri á Öxna-
dalsheiði og þar hafa bílar kom-
izt óhindrað leiðar sinnar. Virð-
ist minna hafa snjóað eftir því
sem sunnar og vestar dró. Enn
er alhvít jörð allt niður undir
sjó við Eyjafjörð og hitinn á
Akureyri hefur verið 2—4 stig.
í morgun var hann 5 stig.
Á laugardaginn var hér blíð-
skaparveður, en um nóttina
versnaði veðrið skyndilega og
á sunnudaginn varð að aflýsa
öllum útihátíðarhöldum sjó-
mannadagsins.
Akureyrartogararnir hafa
veitt ágætlega, þrír á Nýfundna
landsmiðum, en Svalbakur á
heimamiðum. — Nú eru Akur-
eyrarbátar sem óðast að búa sig
undir síldveiðar.
Kommúnistar ofsækja
kaþólska.
Jóliannes páfi flutti ávarp
um Hvítasunnuna.
Harmaði hann mjög, að of-
sóknir væru aftur að aukast £
Kína og Ungverjalandi gegn
kaþólskum mönnum. í Ung-
verjalandi bitnuðu ofsóknirnar
mjög gegn kaþólskum klerk-
um.
Fjórir svertingjar voru
drepnir og 25 særðir í bar-
daga milli tveggja ættbálka
um 65 km. frá Durban í S.-
Afríku nýlega.
„Kjördæmablaðið"
uppvíst að fölsunum.
Eins og ýmsum er kunnugt, hefur Framsóknarflokkur-
inn gripið til þess ráðs að gefa út svokallað Kjördæmablað
ti! þess að vinna ranglætinu fylgi við bessar kosningar.
Kom blaðið meðal annars út rétt í þann mund, er prent-
araverkfallið var hafið, og er það skemmst af efninu að
segja, að tveir menn hafa begar neyðst til að gefa út yfir-
lýsingu um, að fölsuð sé ummæli, sem eftir þeim eru höfð.
Eru þessir menn próf. Sigurður Nordal og Kristinn Jónsson,
Borgarholti í Holtum. Eru ummæli þau, sem höfð voru
eftir próf. Nordal, tekin úr 32ja ára gamalli grein eftir
liann, og lýkur hann yfirlýsingu sinni um fölsunina með
þeim orðum, að liarm muni styðja fyrirhugaða breytingu á
kjördæmaskipuninni „meðal annars vegna þess, að eg hygg
hún muni verða til verulegs ávinnings fyrir strjálbýlið“,
eins og liann scgir.
„Á mjóum þvengjum læra hundarnir að stela,“ var sagt
forðum, og það virðist eiga vei við „heimspekinga“ líka.
Ætti Gunnar Dal að hafa hljótt um sig í björgunarstarfi
sínu fyrir Framsókn eftir þessa rækilegu afhjúpun á fölsun-
um hans.