Vísir - 13.06.1959, Side 4

Vísir - 13.06.1959, Side 4
s VISIR Laugardaginn 13. júní 1959. Irýii »kiálftakættu l við mannvírkjagerð Jarðskjálftahætta er sums staðar svo mikil hér á landi, sámkvæmt áliti sérfræðinga, að ásitæða ef að taka íillit til henn- ar víð húsabyggingar og aðra mannvirkjagerð. Frá þessu er skýrt í greinai'- gerð svonefndar Jarðskjálfta- nefndar uni jarðskjálfahættu á íslandi, en nefnd þessi mim hafa tekið til starfa um eða eft- ir áramótin 1952—3, en grein- argerðin hefur nýlega verið birt í Tímariti Verkfræðinga- félagsins. Það var Sigurður Thorodd- sen verkfræðingur, sem bar fram þá tillögu í bréfi til Rann- sóknáráðs ríkisins haustið 1952 að gért yrði jarðskjálftakort af íslandi með hliðsjón af mann- virkjagerð. Rannsóknarráð varð þess hvetjandi að slíkt kort yrði gért og ákvað að styðja það fjárhagslega. Að því búnu var málið rætt við forstöðumenn Náttúrugripasafnsins og varð niðurstaðan sú að þeim Ey- steini Tryggvasyni, Sigurði Thoroddsen og Sigurði Þórar- inssyni var falið að vinna verk- ið. Grundvöllurinn að starfi þeirra var svo lagður á fundum sem þessir menn, ásamt Rann- sóknarráði héldu snemma árs 1953. Verkefni nefndarinnar var að safna hvers konar gögnum og upplýsingum um jarð- skjálfta og jarðskjálftahættu á íslandi og v.inna úr þeim gögn- um þannig að finna mætti grundvöll undir reglugerð um styrkleika mannvirkja gegn verkunum jarðskjálfta. Þessar urðu helztu niðurstöð- ur nefndarinnar: „Jarðskjálftahætta er mjög mismunandi mikil hér á landi eftir landshlutum. Sums staðar er hún svo mikil að brýn þörf er að taka tillit til hennar við mannvirkjagerð, en annars staðar er hætta. á jarðskjálft- um hverfandi lítil svo óþarft virðist að leggja þar í nokkurn aukakostnað við byggingar til að styrkja þær gegn jarðskjálft- um. Tvö eru höfuð jarðskjálfta- svæði hér á landi. Nær annað yfir Rangárvalla- Árnes- Gull- bringu- og Kjósarsýslur og Borgarfjarðar- og Mýrasýsslur að nokkru leyti. Hitt jarðs- kjálítasvæðið liggur við norð- urströnd landsins milli Skaga- fjarðar og Þistilfjarðar. Nefndin telur nauðsyn bera til, að sett verði nú þegar reglu gerð um lágmarkskröfur varð- andi styrkleika mannvirkja gegn jarðskjálftaöldum og að þær lágmarkskröfur verði, mis- munandi eftir landshlutum, og þá miðaðar við jarðskjálfta- hættu á hverjum stað.“ Þessum niðurstöðum fylgir svo ítarleg og vísindaleg grein- argerð um jarðskjálfta, tíðni Í>eirra, orku, hvernig þeir skipt ast niður á ákveðin svæði o. s. frv. og heíur Eysteinn Tryggva son, tekið hana saman, og hann hefur ennfremur gert allná- kvæm jarðskjálftakort. Þá hef- ur Sigurður Þórarinsson skráð sérstaka greinargerð er fylgir jarðskjálftakortum Eysteins. Þar segir dr. Sigurður að 80Ö ára reypsla bendir til þess, að líkurnar fyrir háskalegum jarð skjálftum sé hvergi meiri á ís- landi en á Suðurlandsundir- lendinu og þá einkum í Ölfusi, Grímsnesi og vestanverðum Flóa annarsvegar, en á Rangár- völlum og Landi hinsvegar. Hann telur og fullsannað sam- kvæmt annálum og öðrum heimildum að á þessum 8 öld- um hafi bæir hrunið a. m. k. 14 sinnurn, en öllu líklegra sé að það hafi skeð öllu.oftar. eða sem næst 20 sinnum. Eftir því að dæma hafa bæir hrunið þar af völdum jarðskjálfta 40. hvert ár. Þess skal ennfremur getið, að í flestum löndum, þar sem jarð- skjálfthætta er, hafa verið sett- ar reglur varðandi útreikninga á burðarþoli mannvirkja. — Nefnin telur rétt og nauðsyn- legt að hér verði einnig settai reglur um þeíta atriði, ekk: sízt þegar þess er gætt, að nú í síðustu tímum hafa verið reisl hærri og meiri mannvirki erj áður. Jafnframt hefur þróunin verið sú, að gluggar og múrop mannvirkjanna hafa síækkað raeira en hlutfallslega cg miili- veggjunum fækkað að samr skapi. En þetta hvort tveggja veikir virkin fyrir verkunum jarðskjálfta. En verði slíkar reglur settar, þarf að sjálfsögðu að fylgja þeim eftir með um- sjón, eftirliti og vandvirkni, og góðs frágangs þarf að gæta svo vel fari. Reglurnar — þótt sett- ar verði — eru gagnslausar, nema þetta korni til. Hér sést Able, stærri apinn, sem sendur var í geimferðina fyrir- skemmstu. Hann fékk hjartabilun, þegar átíi að taka úr honum tæki, sem grædd höfðu verið £ Iíkama hans. ingar eiga eKKi sjo dagana sæla í Sovét. Þar er flitið á ZBÓaiistabreyfíiig- una sem Það er langt í frá, að orð feli í sér sömu merkingu hjá okkur Vestur-Evrópumönnum og hjá íbúum Sovétríkjanna. Tökum t. d. orðið vegabréf. Við höfum ekki daglega þörf fyrir slíkan hlut, heldur lítum við fyrst og fremst á það sem gagnlegan hlut í ferðum milli landa. En í Sovétríkjunum verð ur hver borgari yfir 16 ára aldri að bera á sér vegabréf. Þar er óhjákvæmilegt að sj'na þetta sönnunargagn við óteljandi tækifæri, þegar skipt er um heimili, vinnustað, tekn- ir eru út peningar úr sparisjóði, gist á hóteli og þegar sveita- menn kaupa sér farmiða með lestinni til borgarinnar. Einnig þegar sótt er um inngöngu í æðri menntastofnanir. Þrjár og hálf milljón sovét- borgara verður að bera á sér vegabréf, þar sem skrifað stendur á fremstu síðu: Þjóðerni: Gyðingur. I þessum tveim orðum er fal- inn harmleikur sovézkra Gyð- inga. Aðeins á pappírnum. Reyndar er það almenn regla í Sovétríkjunum, að þjóðerni borgara sé tilgreint á vegabréf. En á bréfum Gyðinga orkar þetta sem bitur kaldhæðni, því að það er ekki nema á pappírn- um, sem G.yðingar njóta sömu réttinda og látið er í veðri vaka, að öll þjóðerni ríkjasam- bandsins hafi, heldur er fyrir löngú búið að svipta þá þeim, þó að þau hafi eitt sinn látið falla þeim í skaut að nafni til. Þetta kemur bezt fram í því, að Gyðingar lifa í stöðugum ótta við nýja og nýja árás af hálfu valdhafanna. Sannleikurinn er sá, að valdhafarnir í Sovétríkj- unum hafa um tvo áratugi hundelt og ofsótt Gyðinga þar í landi öðru hvoru. Mikoyan-auglýsinga- skrum. Þess gerist ekki þörf að afla sér upplýsinga hjá upplýstum flóttamönnum eða í bréfum austan tjalds til að fá hugmynd um kjör Gyðinga í Sovétríkjun- um. Opinberar heimildir eru alveg fullnægjandi. — Þegar | Mikoyan varaforsætisráðherra i fullyrti, í heimsókn sir.ni til | Bandaríkjanna, að Gyðingar . í ; landi hans væri engu ver settir en önnur þjóðerni, gerði hann , sér bersýnilega ekki ljóst, að ! sovétblöð væru lesin af einum einasta manni í Bandaríkjun- um, né annars staðar í lýð- frjálsum löndum. Það er staðreynd. að blöð í Sovét hafa síðan Stalín leið, látið sem ekki væru neinir Gyðingar í Sovét. Þeir ei'u ald- rei nefndir á nafn. En einmitt þetta talar sínu máli greinilega. Önnur þjóðerni í ríkjasamband sem hver þjóðerni fær að halda í Moskvu eða Leningrad til að vekja athygli á sér. En Gyðing- ar eru ekki þeirra á meðal. Ald- rei er talað um söngfélag eða dansflokk Gyðinga, né heldur að Gyðingarithöfundar lesi upp úr verkum sínum. Þeir fá ni. ö. o. ekki að setja sinn þjóðernis- lega svip á menntalífið í Sovét. Og öllum þjóðernum þar er heimilt að kenna börnum sín- um ’um þjóðtunguna — nema Gyðingum. Ekki er þar lengur til neitt Gyðingaleikhús, dag- blað eða tímarit. Rússnesku bókmenntatímaritin flytja að jafnaði þýðingar á skáldskap eftir höfunda af ýmsum þjóð- ernum, nema Gyðinga.. í stuttu máli sagt er ekki viðurkennt neitt menningarlíf Gyðinga sem sérstaks þjóðflokks. Ríkið ísrael. Sú var þó tiðin, að í Rúss- landi var til sérstakt menning- arlif Gyðinga. Það blómstraði meira að segja undir himni keisaraveldisins, sem ekki var annars sérstaklega heiður, og það liíði fram yfir byltingunta, og áfram þangað til ríkið ísra- el endurfæddist. Flestir af þeirn þrem milljónum Gyðinga, sem búa í Sovétríkjunum litu til þess sem hins fyrirheitna lands. Þegar utanríkisráðherra ísra- els Golda Meir kom í kurteisis- heimsókn til Moskvu 1918, var hún hyllt innilega af þúsund- um Sovét-Gyðinga, en valdhaf- arnir voru gripnir skelfingu. Ef Gyðingur sótti um utaníar- leyfi tii ísraels, fékk hann ekki ■fo' ^ 4-il ■F'írv.^yV, + v-« 1 O-irl - I e heldur til Síbiríu. Leikhúsum. Gyðinga var lokað og blöð þeirra bönnuð. Jafnvel Gyðing- ar, sem voru í andfasistíska ráðinu, vcru hnepptir í fangelsi — fyrir zionisma. Þannig mætti lengi telja. Og ekkert bendir til þess, að staða Gyðinga í Sov- étríkjunum batni, allar sizt skoðun Krúsévs á málinu. Um- mæli hans um þá hafa síðustu tvö árin minnt allt of mikið á röksemdir Hitlers. Og hér að ofan hefur verið minnzt á það sem Mikdyan sagði í ferð sinni í Bandaríkjunum, og það var | hið eina af því sem hann var ; spurður um, og hann svaraði með blákaldri lygi. Ný ráðstefna í London. Ráðstefna hefst innan tíðar í London. Sitja hana fulltrúae Indlands og Pakistans, en Eug« cne Black aðalbankastjóri Al« þjóðabankans verður í forsæti. Á ráðstefnunni verður reynt að leiða til lykta 7 ára gömul á- greiningsmál um vatnsmiðlurt úr Indus og fimm öðrum ám —* og munu samkomulagshorfur nú vænlegar í fyrsta sinn síðan ágreiningurinn kom upp, og er það þaklcað undirbúningsstarfi Blacks, sem hafur verið bæði í Karachi og Ðehli ti] að greiða fyri.r málunum. Essýflhgin s Sastda- ríkjunsm frá 1939. VerðEsr o SeaáíOe. iaeí’si síessdBSE* é Sár. Alþjóðasýningu á að halda í Bandaríkjinium — h'.na jyrstu síðan jyrir síðari heimsstyrjöld- ina. CJndirbúningur er þegar haf- inn. Verður hún í Seattle og verður sett 10. maí 1961 og stendur 3 misseri. Öðrum lönd- um verður boðin þátttaká í sýn- ingunni. Sýningin verður haldin til að minnast þess, að öld er liðin frá ákvörðunum um landamærl Bandaríkjanna og Kanada, til þess að lýsa hlutverki vísind- anna í nútímamenningu og til þess að kynna sérstaklega menri ingu og viðskipti þjóðaima, seni eiga lönd að Kyrrahafi. Einn: þriðji hluti sýningarsvæðisins verður notaður til þess að lýsa visindaframförum í heiminum. Frá sýningarsvæðinu verður .einspora braut til miðhluta Seattle. ‘j l

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.