Vísir - 13.06.1959, Qupperneq 10
CECIL ST. LAURENT: DON JÚANS
-K -K
43
í stað þess, að láta fangana vinna nytsemdarverk í landi, kusu
Spánverjar að láta þá fyrirberast í þessum skipum, en hvert
einasta þeirra mátti með sanni kalla fljótandi víti, þar sem iðju-
leysi, sultur og sjúkdómar héldust í hendúr.
Skipið, sem varð að lokum fangelsi þeirra Juans og Gueneaus,
nefndist Alcazar. Spönsku varðmennirnir voru hinir mestu harð-
-> jaxlar og létu höggin dynja á nýju föngunum, er þeim var safnað
saman á þilfari. Flestir fangarnir höfðu verið teknir höndum
við Bailen, og þegar hinir frönsku fangar heyrðu það, rigndi
yfir þá, spurningunum. Var það satt, að Napoleon heíði skrifað
enska konunginum og hótað, að láta enska fanga sæta sömu
meðferð? Var það satt, að franski flotinn hefði fengið fyrir-
skipun urn að sigla til Cadiz?
Grindhoraður rnaður, allmjög við aldur, gekk í áttina til
Gueneau. Hin upplituðu einkenni á íataræflum hans sýndu, að
hann hafði veriö ofursti í franska hernum.
— Ungi maður, sagði hann, eg hefi verið með í hildarléiknum
allt frá orrustunni við Valmy. Eg hefi verið í austurrískum fanga-
búðum i 23 mánuði, og fangi í Prússlandi var eg í 26 mánuði og
leigður um mánaðarbil sem vinnuþræll til bænda í Tyrol, sem
eru alræmdir fyrir vinnuþrælkun. En allt var þetta barnaleikur
í samanburði við vistina í þessu víti. Hefðum við vitað á hverju
við áttum von hér hefðum við kosið að falla fyrir eigin hendi,
en við þekktum ekki Spánverja.
Juan var enn svo spanskur í sál og sinni, að hann reiddist
þessum ummælum:
— Eg veit ekki við hvað þér eigið, sagði hann. Ekki þurfurn
við að vinna, við megum fara allra okkar fefða um skipið, eng-
inn skipar okkur að fara á fætur á ákveðnum tímum eða segir
okkur að fara að hátta, og loftslagið hér er þægilegt og heilnæmt.
Hæðnishlátrar gullu við, er hann hafði svo mælt.
— Eg er smeykur um, að þér gyllið fyrir yður kostina við
vistina hér, sagði hinn hvíthærði ofursti. Þér munuð brátt sann-
’ færast um það, enda mun eg ekki eyða tímanum í að færa orðum
mínum stað.
Að svo mæltu stikaði hann burt og hvarf niður í lúgar.
Fangarnir bentu honum nú á fjórar tunnur fullar af vatni á
þilfari og gættu þeirra spanskir verðir. Þeir sögðu honurn, að
föngunum væri bannað að fá að drekka úr tunnum, fyrr en það
væri orðið svo fúlt, að það væri baneitrað.
— Víst er vatn, víst er vatn, Agua, sönglaði fangi, sem gekk
tvöfaldur af kvölum, og var hann tærður og illa útlítandi og
hálfruglaður orðinn.
— Hann er að sálast úr skyrbjúg, sagði fangi sem hafði verið
kapteinn í franska hernum. Þrír af sex, sem fengið hafa skyr-
bjúg, eru þegar dauðir. Eg vildi fyrir mitt leyti heldur fá tauga-
veiki en að tærast upp og kveljast eins og þeir.
Juan og Gueneau skildist nú, að Spánverjar hefðu þann hátt
%. R. KurTontítií*
I 4
VÍSIR
á, þegar vatnið væri fúlt orðið, að kalla: Agua, agua, og væri
föngunum þá leyft að drekka að vild, en hefðu menn ekki
bragðað vatnsdropa í 4—5 daga myndu þeir nærri vitstóla
orðnir af þorsta, og þamba sem þeir gætu í sig látiffi. Um afleið-
ingarnar þurfti ekki að spyrja. Það var til dæmis ekki óalgengt
að 10—12 fangar létust úr taugaveiki vikulega.
Kapteinninn bauðst til þess að aðstoða þá Juan og Gueneau
til að velja sér vistarveru á skipinu.
— Urn nóg er að velja, sagði hann. Til dæmis þilíarið. Hér
er óverandi á daginn fyrir hita, en ískalt á nóttum. í lestunum
getur enginn staðið uppréttur, þar er raki og saggaloft og allt
íullt af rottum. Enginn skilyrði eru til að þvo sér og bannað í
þokkabót, og loks er þess að geta, að það er viss angan af líkum
í þessum loftslagi.
— Er líkunum ekki varpað í sjóinn? spurði Gueneau.
— Það var gert í byrjun, en ekki geðjaðist fangavörðum okkar
að því, enda höfðu hinir ágætu borgarar Cadiz borið fram
strengileg mótmæli, því að þeim féll ekki anganin af líkunum,
sem rak á fjörur þeirra. Þá vai lofað að sækja líkin og láta hina
dauðu fá kristilegra greftrun, en svo vill dragast, að líkin séu
sótt. Sannast að segja er ekki sendur bátur eftir þeim nema
tvisvar á mánuði eða svo.
Hann dró andann djúpt.
Klukkan er átta — bezta stund sólarhringsins. Furðulegt um
að hugsa, að þið eruð nýkomnir úr landi — hafið líklega fengið
ferskt vatn að drekka í rnorgun, og horft á garða og grænmeti
— kannske gætt ykkur á saladblöðum.
Gueneau horfði á Juan eins og hann vildi segja:
— Nú fáurn við víst sannarlega að reyna, að lengi getur vont
versnað.
— Fáið þið aldrei grænmeti? spurði Gueneau og horfði á hvít-
hærða ofurstann.
— Ilvað segið þér, hvæsti hann, eigið þér við, að þið hafið græn-
meti á ykkur?
Kapteinninn ýtti karlinum frá og hrópaði í æði:
— Ef þið hafið grænmeti á eg að fá það. Eg er ykkar bezti vin,
eg hefi hjálpað ykkur.
Hann titraði sem strá í vindi.
Þeir Juan og Gueneau voru í margar mínútur að sannfæra
þá um, að þeir hefðu ekkert grænmeti, —’þeir hefðu bara viljað
„átta sig á matseðlinum" um borð í skipinu.
— Þá hefi eg þann heiður að bjóða ykkur til miðdegisverðar,
sagði ofurstinn og var meinfýsni í svipnum.
Hann fór með þá undir þiljur, þar sem ódaunn var i lofti og
næstum engin skíma. Surnir fanganna sváfu, aðrir sátu í hnipri
og sögöu sögur hásri röddu. Ofurstinn gekk út í horn þar sem
hermannsfrakki hans hékk, tók myglaða skorpu upp úr vasanum,
hneigði sig og rétti Juan hana:
— Ef herrann vill gera sér þetta bakkelsi að góðu!
Það fór hrollur um Juan þegar hann leit myglaða og maðkétna
skorpuna.
— Tjá, við fáum nú ekki annað en þetta, sagði hann. Og þar
sem við megum ekki kveikja upp eða íáum neitt vatn, verðurn við
að eta það, sem að okkur er rétt, eins og það kemur fyrir. —
Hérna er annars pláss fyrir tvo. Annar þeirra, sem hér var,
drapst í gær.
— Þeim Juan og Gueneau varð ekki svefnsamt um nóttina.
Þeir heyrðu stöðugt stunur og hósta sárþjáðra fanga, sumir voru
með óráði og um miðja nótt fór einn að berja utan tunnu í hita-
sóttar æði. Juan kom ekki dúr á auga fyrr en undir morgun og
vaknaði við það, að sólargeisli snart augnalok hans. Hann spratt
á fætur, en hafði gleymt því hve lágt var til loftsins, og rak sig
upp undir svo harkalega, aö hann sárkenndi til, og formælti — á
spönsku, en sem betur fór var enginn varðmaður nærstaddur,
því að ekkert óttaðist hann meira enað menn þarna fengju
vitneskju um þjóðerni hans. Þá yrði hann þegar skotinn.
Hann leit i kringum sig og sá ofurstann, sem tuggði þurrkaða
baun.
— Vinur yðar Gueneau er farinn upp á þilfar, en fáið yður
eina eða tvær baunir fyrst.
Er hann hafði lokið þessari mált'ð klifraði Juan á þilfar. Yfir
honum hveldist himininn blár og skær. Um fimmtíu hermenn
og foringjar þeirra stóðu á þilfari og liorfðu til strandar. Juan
3002
Mér þykir vænt um að sjá
!- þig hér, svo þú getir séð,
^ hvaða'framförum hún Lára
þín hefur tekið. Hann kall-
aði út um dyrnar. Komið
með hana. Það var komið
með konuna og Williams tók
andköf af undrun og skelf-
ingu. Lára var klædd í við-
bjóðslegah kíæðnað, senf
villimennirnir notuðu.
)
Laugardáginn 13. júní 1959'
KVÖLDVÖKUNN!
5 -1 'Siialí
Presturinn R P. R. Riqueb
við Notre Dame-kirkjuna í
París er sá prestur, sem hefir
mesta aðsókn. Hann sagði einn
daginn að það væri af mjög
mismunandi orsökum, sem fólk
sækti kirkju hjá tízkupresti.
Eitt kvöldið heyrði hann í sam_
kvæmi, að ung stúlka var spurð
að því hvers vegna hún sækti
svona oft kirkju hjá síra Ri-
quet. „Hvers vegna gerið þér
það eiginlega? Hafið þér syndg-
að mikið?“
„Nei,“ sagði hún og hló. „En
ef menn sæju mig ekki
svona oft í Notre Dame gæti'
þeir freistast til að halda, að
eg væri í þann veginn að
syndga mikið!“
Það var í fyrsta sinn — og
hann spurði revndan vin sinn:
— Heyrðu, hvað kostar ieyf-
isbréf eiginlega?
Hinn svaraði strax:
— 33 kr. og 33 aura sam-
stundis — og allar tekjur þínar
það sem eftir er æfinnar.
★
Menn geta getið sér nokkuð
til um framtíðaráætlanir Rússa
þegar menn heyra þessa full-
yrðingu eftir frægum manni,
sem er í rússnesku vísinda-
akademíunni, A. Ohrychev að
nafni:
— Pláneturnar bíða bara eft-
ir rússneskum Kólumbusum!
Pólverjar fá kom 09
lyf vestra.
Utanríkisráðuneytið í VVas-
liington greinir fá nýju sam-
komulag ínilli Bandaríkjanna
og Póllands.
Fjallar það um greiðslur
fyrir bandarískar landbúnaðar-
afui'ðir, lyf gegn lömunarveiki
o. fl., sem Pólverjar fá að
nokkru leyti á grundvelli efna-
hagsaðstoðar.
• * f
SjfiÞVU —
Framh. af 3. síðu.
liðið ár, en þær námu 23.4
milljónum netto.
Um áramótin síðustu voru í
gildi líftryggingar samtals
rúmlega 118 milljónir, eða 15.S
milljónum hærri en í árslok
1957.
Samtals voru gefin út rúm-
iega 17.000 ný skírteini á árinu,
en 42.500 endurnýjunar- og ið-
gjaldakvittanir í sambandi við
framlengingar.
I reikningum félagsins birt-
ist einnig reikningur eftir-
launasjóðs starfsmanna félags-
ins, en hann var við árslok
2.481.000.— krónur, og hefur
aukist um 359.000.— á árinu.
Framkvæmdastjóri félagsins
^r Stefán G. Björnsson, en
sljórn félagsins skipa þeir Hall-
dór Kr. Þorsteinsson, skipstjóri;
formaður, Lárus Fjeldsted, hrl.,
Sveinn Benediktsson, forstjóri,
Ingvar Viliválmsson, forstjóri
og Geir Hallgrímsson, hrl.
Samkvæmt lögum félagsins
áttu þeir Halldór Kr. Þorsteins-
söii og'Lárus Fjéldsted að ganga
úr stjórninni, en þeir voru báð-
ir endúrkosnir.
i