Vísir - 17.07.1959, Blaðsíða 11

Vísir - 17.07.1959, Blaðsíða 11
Föstudaginn 17. júlí 1959 TlSIK Jt visas AUSTURBÆR: Hverfisgötu 50. — Vci2iun. Hverfisgötu 69. — Florida. Hverfisgötu 71. — Verzlun. Hverfisgötu 74. — Veitingastofa. Hverfisgötu 117. — Þröstur. Söluturninn — Hlemmtorgi. Banlcastræti 12. — Adlon. Laugavegi 8. — Boston. Laugavegi 11. — Adlon. Laugavegi 30 B. — Söluturiimu. Laugavegi 34. — Veitingastofan. Laugavegi 43. — Silli & Valdi. Laugavegi 64. — Vöggur. Laugavegi 86. — Stjörnukaffi. Laugavegi 116. — VeitingastofaR. Laugavegi 126. — Adlon. Laugavegi 139. — Ásbyrgi. Snorrabraut. Austurbæjarbar. Einholt 2. — Billiard. Hátún 1. — Veitingastofan. , Vitastíg. — Vitabar. Samtún 12. — Drífandi. Miklubraut 68. — Verzlun. Mávahlíð 25. — Krónan. Leifsgötu 4. — Veitingastofan. Barónsstíg 27. — Veitingastofan. SUÐAUSTURBÆR: Skólavörðustíg. — Gosi. Bergstaðastræti 10. — Verzlun. Bergstaðastræti 40. — Verzlun. i Bergstaðastræti 54. — Veitingastofan. Fjölnisvegi 2. — Víðir. Lokastíg 28. — Veitingastofan. Þórsgötu 14. — Þórskaffi. Óðinsgötu 5. — Veitingastofan. Týsgötu 1. — Havana. Klapparstíg. — Verzlun. Frakkastíg 16. — Veitíiigastofan. MIÐBÆR: Söluturninn við Arnarhól. Hreyfilsbúðin við Arnarhól. Söluturninn við Lækjartorg. Pylsusalan við Austurstræti. Hressingaskálin við Austurstræti. Blaðasalan, S. Eymundsson, AusturstrætL Sjálfstæðishúsið. — Austurvöll. Söluturninn. — Kirkjustræti. Aðalstræti 8. — Adlon. ! Veltusund. — Söluturninn. 6! I ' ' I 'i ' ■ : t '*{ Í,ikí i istUkáíiS ; i , n 1 : ; Í5j*T Söluturainju LauganesbúH. :*ír- VESTURBÆR: Vesturgötu 2. — Söluturninn. Vesturgötu 14. — Adion. Vesturgötu 29. — Fjólan. Vesturgötu 45. — West-End. Vesturgötu 53. — Veitingastofan. Mýrargötu. — Vesturhöfn. Bræðraborgarstíg 29. — Veitingastofan. Framnesvegi 44. — Verzlun. j ’SolvalIagötu 74. — Veitingastofan, Kaplaskjólsvegi 1. — Verzlua, i Melabúðin. — Verzlun. Sörlaskjól. — Runnubúð. Straumnes. — Verzlím. Hringbraut 49. — Silli & Valdá. , Blómvallagötu 10. — Veitingastofam, Fálkagötu 1.— Reynisbúð, ÚTHVERFI: " Lauganesv-egi 52. Lauganesvegi 52. Brekkulækur 1. i ’i % ij Langholtsvcgi 42. — Verziun G. rt llroirtniirn Langhoiísyegi 52. — Saga. Larigboltsvegi 131. — V'eítingastofan. Langholts i'egi 174. — Verzluta. Skipasund. — Rangá. . j RéttarhoJtsvegi 1. — Söluturnhm, Hóhvf.arúi 34. — Bókabúð Grensásvjgi, — Ásinn. Fossvog’ :r. — Verzlun. Kópavogsnáls. — Biðskýlið h.f. Box'j. • öoltsbraut. — Biðskýlið, Siií' i. — Biðskýlið við Ásgtur#. Hó -■ uarfjörðnr. St. audgötu 33. — Veitingrajirf—. Söi 'ti ninn við Álfaskelt. Alíiae veitingastofan við Strandg'ötm. W -3 Að vestan: Heppni í happdrættum. Bráðum koma bðessuð berin. » Lífið leikur við bændur. ísafirði, 10. júlí 1959. ísfirðingar hafa verið áber- andi heppnir í happdrættum á þessu ári. Þykir sumum þessi heppni með ólíkindum. Hér vænta menn að hún haldist og bæti ísfirðingum í búi. í janúar sl. kom hingað til ísafjarðar hæsti vinningur í vöruhappdrætti S.í. B, S., hálf milljón króna. — í hverjum mánuði síðan hefir komið hingað einn eða fleiri verulegir vinningar, 50—20 þúsund kr., og nú síðast í byrj. un júli tveggja herbergja íbúð í happdrætti D. A. S. Samtals hafa komið hingað frá árs- byrjun vinningar fyrir nokkuð á aðra milljón króna, sem um er vitað. Svo smávinningar að auki. Þessir happdrættisvinningar eru einskonar duldar greiðslur okkar ísfirðinga. Hefði ein- hvern tíma þótt ólíklegt að um slíkt yrði að ræða hjá okkur, en margt getur skeð á þessari miklu happdrættisöld íslands. Bráðum koma blessuð berin. Eftir mánuð koma þau. Útlit fyrir berjasprettu er gott, og berjataka er orðin drjúg tekju- lind mörgum heimilum á Vest- fjörðum. Þykja berin héðan á- gæt. Óvíða á Iandinu er jafn- mikið af aðalbláberjum og hér vestra. Fyrir utan peninga og gróðamæli er gleði barnanna á berjamó allt af söm og jöfn. Þau gleðjast, og nærast og hríf- ast af náttúruunaði. Endur- minningar um berjaferðir verða emi mörgum meðal þeirra glöðustu og kærustu. Lífið leikur við bændur í byggðum Vestfjarða. Gras- spretta er almennt ágæt og hef- ir þornað eftir hendinni. Ein- [ staka bændur alhirtu tún sín í byrjun mánaðarins. Eru tún þeirra víða allvel sprottin aft- ur, og líklegt að þau verði þrí- legin í sumar. Allir bændur, sem byi-juðu slátt fyrir og um mánaðamótin síðustu hafa nú alhirt tún, enda hefir ekki telj - andi rignt hér undanfarnar þrjár vikur, og er slíkt sjald- gæft. Útlit um sprettu á mat- jurtagörðum er almennt ekki gott. Valda því bæði langvar- andi þurrkar og kuldi fyrri hluta júnímánaðar. Þrátt fyrir almenna velsæld í flestum sveitum fækkar þeim stöðugt, sem líta á landbúnað eftirsóknarverðan og sem fram tíðarmark. Mestur fjöldi unga fólksins hverfur að margvís- legum störfum hjá ríkisstofn- unum, sem sumum virðast vaxa líkt og gorkúlur á haug, svo og hjá fjölda umsýslumanna Reykjavík. Útfærsla ríkis- báknsins er mörgum áhyggju- efni. Hér er komið fjöldi sovéta innan okkar litlu rikisheildar. sem ekki eingöngu gleypa fé og fólk heldur einnig niður drepa sjálfstæði einstaklinga og þrá til þess að vera sjálfir atvinnurekendur og eiga undir kasti hversu tekst. Mikið unnið að lagfæring- um á vegum. f sumar hefir verið unnið mikið að lagfær- ingum á vegum, vestan og norðan Breiðadalsheiðar, enda ver þess sízt vanþörf, svo mik- ið sem vegirnir eru notaðir þann stutta tíma, sem þeir eru opnir. Vegaumferð hér mun líka mikið aukast þegar loks er náð þeim áfanga, að Vest- firðingar komast hindrunar- laust í sambandi viðþjóðvega- kerfi landsins. Sambandsfundur vestfirzkra kvenna var haldinn að Flateyri 4.—5. þ. m. Fundinn sátu 23 fulltrúar frá 13 félögum. Kvenfélagið Brynja á Flateyri sá um fundarhald og móttökur' fulltrúa, sem voru hinar rausn- arlegustu. Gestir fundarins voru Aðal- björg Sigurðardóttir, sem full- trúi Kvenfélagasambands ís- lands, og Sigríður J. Magnús- son, sem fulltrúi Kvenréttinda- félags íslands. Þær fluttu báðar erindi á’fundinum. Fundurinn samþykkti ein- róma einarða ályktun um of- beldi og yfirgang Breta land- helginsmálinu, og skoraði á rík- isstjórnina að ganga sem rösk- legast fram í málinu. Þetta er einmitt eins og þarf að vera, að konurnar taki virkan þátt í landhelgismálinu. Þær munu áreiðanlega gera sitt til að málstaður okkar íslendinga verði ekki þagaður í hel. Vatnsveita í Súðavík. Nú standa yfir framkvæmdir um' vatnsveitu í Súðavík í Álfta-1 firði. Vatnið er tekið úr Eyrar-i dalsá og leitt þaðan til þorpsins. Súðavík er eina þorpið á Vest- fjörðum, sem ekki hefir fengið. vatnsveitu fyrir löngu. Rafveita ísafjarðar og Eyr- arhrepþs lætur nú vinna að lagfæringu og endur’oótum við stífluna í Fossavatni. Að lík- indum verður einnig unnið viiS stífluna í Nónhornsvatni. Arn. < Fulbrightstofnunin veitlr ferðastyrki. Menntastofnun BandaríkjJ anna á fslandi (Fulbright. stofnunin) auglýsir eftir um-V sóknum um ferðastyrki, er hút< hyggst veita nokkrum íslenzk-* um námsmönnum, sem hafa I hyggju að fara til framhalds* náms við háskóla eða aðratí' æðri menntastofnanir í Banda-< ríkjunum á hausti komanda, ogj stunda þar nám háskólaári<| 1959—’60. Styrkir þessir munxif nægja fyrir ferðakostnaði frá! Reykjavík til New York, og tif baka aftur. i Eins og þegar er tekið frarn,' verða ferðastyi'kir þessir ein- ungis veittir þeim, sem hyggjai á framhaldsnám og þegar hafal lokið háskólapi'ófi hér eða ann. ars staðar en í Bandaríkjunum, Þeir sem hafa hlotið námsstyrk' frá stofnuninni nú í sumai', þurfa ekki að sækja um þessa’ ferðastyi’ki. Umsóknir um styrkina skulxí hafa borizt Fulbrightstofnun- uninni fyrir 1. ágúst n. k. Meðl umsóknum sínum þurfa um- sækjendur að láta fylgja afrifc' af skilríkjum fyrir því, að þeim hafi verið veitt innganga í háskóla eða aðra viðui’kennda æðri menntastofnun í Banda- ríkjunum, og vottoi’ð um, að. þeir séu heilsuhraustir. Þá þurfa þeir einnig að sýna fram á, að þeir hafi fullt vald á enski’i tungu, annað hvort með því að leggja fram skilríki þar að lútandi, eða með því að leggja fram skilríki þar að lút- andi, eða með því að ganga' undir próf í ensku, áður en þeim er veittur ferðastyrkur- inn. Umsækjendur skulu vera ísleenzkir ríkisborgarar. Umsóknareyðublöð fyrir styrki þessa er hægt ýð fá hjá Menntamálaráðuneytinu, Stjói’narráðinu, með því að' skrifa til Fulbrightstofnunarií- innar, pósthólf 1059, Reykjavík^ eða á Laugavegi 13, 5. hæð. Brasilíustjórn reynir að bæta úr hungursneyð, sem stafar af þurrkL A stéru svæði í landinu hefir ekki komið dropi úr lofti í tvö ár. Nokkrir skipsfarmar eru nú á leiðinni til hafnarborga á „öxl- inni“ á Brasilíu, þar sem hung■ ursneyð ríkir. Þar hefir varla komið dropi úr lofti í meira en tvö ár, svo að jörð er sviðin og skrælnuð, búpeningur hefir fallið, en al- menningur jafnvel orðið að leggja sér til munns rætur svið- inna jurta, því að ekkert hefir verið eftir ofan jarðar. Vitað var fyrir iöngu, að ástandið var alvar.legt, en stjómin í Rtó hélt aS sér höndum með hjálp, vonaði, að rigningar kæmu til hjálp- ar. En skyndilega fóru menn að ganga í hópum til bœj- anna og settust bókstaflega um þá! Þetta varð til þess, að borgar- stjórnirnar símuðu víða í skyndi til stjórnarinnar í Brasilíu og báðu hana fyrir alla muni að senda herlið til að koma í veg fyrir ofbeldi og rán, eða láta sveltandi múgnum í té matvæli, svo að hann sefjaðist. Varð þetta til þess, að stjómin sendi nokkur skip með hrísgrjón,' baunir, korn og kjöt, en það var þó ekki lausn til frambúðar. Meðan ekki rignir, getur ekkert orðið að liði nema áframhald- andi hjálp stjórnarinnar. I Gert er ráð fyrir, að það. sé nokkrir tugir þúsun la, sem komizt hafa á verg ig, en óvíst er, hversu ma'gir, þeir eru raunverulega og hva margir hafa orðið hungri c3, bráð, ^ j

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.