Vísir - 17.07.1959, Blaðsíða 3

Vísir - 17.07.1959, Blaðsíða 3
T'östudaginn 17. jnlí 1959 VÍSIE IÖLLUSTA OG II ÍmyEidlunS'rveikin er aivs5*= legur s|ijkdó:miirs Maður nokkur í Nýja-Eng- landi í Bandaríkjunum þjáðist af kransæðastíflu og hafði auð- viíað miklar áhyggjur af sjúk- dómi sínum. I tíu ár var þetía húið að ganga svo til og í tíu ár var hann búinn að ganga á milli Iækna sem öllum bar saman um sjúkdómsgreining- una. Nú var svo komið, að hann var hættur að vimíá sökum veikindanna og naut örorku- styrks. En þá kom það í ljós, að mað- ur þessi var aðeins einn af mörgum, sem svo mjög óttast hjartveikina, að hann fann fyr- ir öllum einkennum hennar og gótu læknar ekki véfengt lýs- ingar hans af þjáningunum og stunduðu hann eins og hvern annan sjúkling með kransæða- þrengingar. Maðurinn gat urn fótt annað hugsað en veikindi sín og mátti segja, að ekkert annað kæmist að. * En nú var hann tekinn til nákvæmrar rannsóknar og að því loknu lýstu læknar yfir því, að maðurinn væri heilþrigður dg sjúkdómurinn væri hrein íinyndun. Af þessum skýrslum lækn- anna leiddi það, að maðurinn missti örorkustyrkinn, en þá lézt hann skyndilega og var tal- ið, að han hefði framið sjálfs- morð. ímynduð hjartýeiki er út- breiddari en margan grunar. í A. M. A. Journal er getið um 27 menn í Nýja Englandi, sem rannsakaðir voru um lengri tíma, þar sem þeir kvörtuðu allir um verk í brjóstinu og töldu*sig þjást af kransæða- þrengingum. Ransóknir þessar leiddu í ljós, að þeir voru al- heilbrigðir. Margir þeirr.a sjúklinga, sem raunverulega þjáðust af kransæðaþrenging- um, kvörtuðu ekki um verki, en hinir höfðu öll einkenni, sem talin eru í sjúkdómsgréin- ingu veikinnar. Hinir ímyndunarveiku gátu 'á ýmsan hátt fært sér sjúk- ^dóminn í nyt. Þeir nutu um- ,hyggju aðstandenda sinna, þeim var hlíft við öllu erfiði og áhyggjum eftir því sem unnt var. Þeir nutu fjárhagsaðstoðar og á allan hátt var reynt að létta af þeim öllum byrðum og áhyggjum hins daglega lífs. Þegar hinum ímyndunar- veiku var skýrt frá því, að þeir væru heilbrigðir, brugðust þeir að jafnaði illa við. Einn lét ekki staðar numið fyrr en hann hafði safnað saman fjölda vott- oroa frá vinum og vandamönn- mönnum, er voítuðu um þján- ingar mannsins og áttu að sanna veikindi hans. Einn fór á sjúkrahús í öðru fylki og þar tókst honum að sannfæra lækna um veikindi sín og var hann tekin þar til lækninga og fékk aftur örorkustyrkinn. sem af honum hafði verið tekinn. Þeir, sem liðið hafa af ímyndunarveiki þessari árum saman og verið stundaðir sem sjúklingar með kransæða- þrengsli geta ekki breytt um lifnaðarhætti sér að skaðlausu og læknar eru sammála um, að þessi „sjúkleiki“ jafngildi sjálf- um sjúkdóminum og verði að stunda hina ímyndunarveiku eins og um sjúklinga með kransæðaþrengingar sé að ræða, unz e. t. v. sé hægt að „lækna“ þá með tímanum. Sálfræðingar telja fram kosti AA-samtakanna. Ársþing samtakanna nýlega haldið í New York. Svo er nú komið erlendis, að vísindamenn eru farnir að líta með aðdáun til starfsemi AA samtakanna. (Alcoholics Ano- nymus). Nú fyrir nokkrum vikum hélt ræðu á ársþingi AA sam- takanna, Dr. Albert La Verne, aðstoðarprófessor í sálarfræði við Fordham háskólann í Bandaríkjunum og starfandi maður í sinni grein við Bell- evue sjúkrahúsið í New York. Hann sagð'i að rannsókn á ferli 250.000 manna og kvenna sem hefðu notið aðstoðar AA sam- Hvað orsakar hjartaslag og krabbaoiein? Heilbrigt heimilislíf er mikilvægt. Hví látast svo margir kaup-] sýslumenn af hjartaslagi og krabbameini? Þannig hefur oft verið spurt. Dr. Rupert Scott og dr. Miche- el Crook rita greinar um þetta í þekkt fagtímarit í Bretlandi. Það er ekki af sjálfu erfiði vinnunnar heldur af því að þeir geta aldrei lokið störfum sín- um — hafa aldrei hreint borð. Þeir hafa því sfaldan tíma til að sinna öðrum áhugamálum eða iðka tómstundastörf, segja læknarnir. Þó að störf manna séu erfið í sjálfu sér og krefj- ist mikillar áreynslu á meðan starfað er, þá drepur það út af fyrir sig engan mann. Það, sem drepur hinn sístarfandi kaup- sýslumann er að hann er alltaf búinn að fá nýtt viðfangsefni á hálsinn áður en því fyrra er lokið og þannig hrúgast störfin og áhyggjuefnin upp og maður- inn nýtur aldrei hvíldar. Hug- ur mannsins er sístarfandi, jafn vel þótt hann hafi lokað skrif- stofunni. Þar við bætist að heimilislíf- ið gefur honum sjaldan tæki- færi til að hvílast. Þegar heim kemur taka enn við ný við- fangsefni að glíma við. Það, sem gæti bjargað slík- urn mönnum er heilbrigt heim- ilislíf. Hann þarf að geta komið heim til sín eins og í annan heim, þar sem hann væri ör- uggur, hamingjusamur og nyti hvíldarinnar. Fæstir menn eiga þessu láni að fagna og flestir þeirra deyja fyrir tímann. takanna siðastliðin 20 ár, hefði leitt í ljós, að urn helm- ingur þess fólks hefði fengið algeran bata eftir að hafa hald- ið sér frá áfengi í um 8—10 ár. Auk þess hefur fjórði hluti þessa fólks, sem annað kastið hefur þó aftur orðið áfenginu að bráð um stundarsakir feng- ið góðan bata er því hafði aftur verið borgið frá því. Flestir af þessum 250.000 mönnum og konum höfðu leitað læknis, sálfræðings eða annarr- ar meðferðar áður en leitað var til AA. Slíkt hafði þó ekki bor- ið árangur. Dr. La Verne sagði að raunverulega væru lækna- vísindin hjálparvana er að því kæmi að lækna króniskan alkó- hólisma. Hann taldi enn fremur nauðsyn á, að sálfræðingar kæmu á fót nefnd til að rann- saka starfsaðferðir samtakanna. Slík rannsókn gæti fengið sál- arfræðinni í hendur nýtt vopn í baráttunni við áfengissýkina. Hann hvatti sálfræðinga til að kynna sér aðferðir samtak- anna og beita þeim síðan við sjúklinga. Hann sagði enn fremur að AA aðferðirnar væru frá- brugðnar því sem vísinda- jmenn ættu að venjast, og-þar væri brugðizt við vandamálinu á nýjan og áður ókunnan hátt. | La Verne sagði frá því, að þegar hann hefðl verið ungur jsálfræðingur fyrir 12 árum hefði hann álitið að sálarfræð- in hefði í fórum sínum tæki til aö lækna áfengissýkina. Samt sagðist hann enn ekki hafa læknað neinn fullkomlega. Hahn sagðist hafa komizt að því, að starfsbræður sínir hefðu sömu sögu að segja. Hann sagð- ist enn fremur hafa fylgzt með þeim sem til sín hefðu leitað og Þáð er sagt, að allir trúaðir, sein gangi að gröf Sankti Péturs í St. Eustorgio-kirkju í Milano, sncrti hvolfþakið yfir höfði sér — og séu þess þá fullvissir, að þeir fái ekki höfuðverlt á næsta ári. Hér er mynd af gamalli konu, sem sýnilega trúir þessu, og vonandi verður henni að tvú sinni.- hann hefði ekki getað hjálpað, og honum til mikillar undrunar kom í ljós, að 40 af hundraði ‘ þeirra leituðu AA samtaka og; fengu bata á 2—5 árum undir handleiðslu þeirra. Hann kvaðst þegar hafa tileinkað sér það sem hann gæti af hinum nýju aðferðum og hygðist nota þær í framtíðinni. Það sem La Verne taldi at- hyglisverðast við aðferðir sam- takanna, er viðleitni þeirra til að vekja andlegan og trúarleg- an styrk meðal sjúklinganna, og hvernig þeim er síðan kennt að nota þennan styrk. Slíkt hefði fram til þessa dags ekki þekkzt í sálfræðilegri meðíerð, bætti hann við. Hann sagði að sálfræðileg meðferð gæti læknað sálar- truflanir hjá áfengissjúkling og veitt honum nokkurn frið. En hann bætti við, að ekki væri á þann hátt hægt að koma á and- legu jafnvægi og sálarfrið. Þar yrði að leita til AA. Aðferðir þeirra taldi hann ekki lengur vera á tilraunastigi. iAn þeirra væri ekki um neinar árangursríkar lækningaaðferð- ir að ræða. j Þess má geta, að Dr. La iVerne er maður virtur í sinni 1 grein og hefur m. a. verið til j hans leitað sem sérfræðings við réttarhöld. Fleiri tóku til máls á þessu þingi, m. a. Dr. Fx-ancis O’NeilI, forstjóri Central Islip '(N.Y.) State Hospital, og sagði hann frá því, að á þeim spítala hefði verið opnuð deild s"m starfaði á hinum nýja grund- velli og hefðu þar þegar verið teknir til meðferðar um 590 karlsjúklingar,; áfengissjúkir, en þó að öðru lej'ti andlega heilbrigðir. Af 467 sem hafa. verið útskrifaðir hafa aðeins 15 af hundraði þurft að leita lækn inga þar á ný. - Á þinginu var einnig minnzt á þá óhæfu sem væri fólgin í því að fangelsa áfengissjúklinga - sí og æ, og bent á, að áfengis- sýki væri sjúkdómur en ekki glæpur sem refsa bæri á of-an- nefndan hátt. AA samtökin voru stofnuð 1935 og eru nú starfandi í 84. löndum. Norðmenn mála mikið. Frá íréttaritara Vísis. Osló í júlí. Aðeins ein þjóð í Evrópu not- ar meira af málninguog lökk- um en Norðmenn. I " i Á síðasta ári nam notkun Norðmanna á þessum vöruteg- undum 6 lítrum á hvert manns- barn í landinu. Framleiðsían á fyrri hluta þessa árs er orðin 32.000 lestir og hefir aukizt um 20% það sem af er þessu ári. Msdridhúar 2,000,000. Þann 9. júlí var tilkynnt í Madrid, að komin væru mikil tímamót í sögu horgarinnar. Þá voru borgarbúar nefnilega orðnir tvær milljónir fullar, og er borgin hin sjötta- í röðinni í Evrópu — á eftir London, Moskvu, Leningrad-, París og Berlín. ■ • - •, •,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.