Vísir - 19.08.1959, Síða 3
3
Miðvikudaginn.19. ágúst 1959
Þessi mynd birtist í einu sænsku blaðanna af Jóni Hálfdáns-
syni, yngsta skákmanninum, og Svíauum Simoni Krenzensky,
sem var 70 ára og elztur keppenda. — Þeir tóku eina skák rétt
áður cn mótið hófst, svona til þess að liðka sig og á myndinni
sézt, er þeir semja jafntefli.
Þegar Eisenhower, Krúséf og
Stálberg urðu að setja ofan.
Jón Hálfdánarson hittur að máli
nýkominn heim úr víking.
Undanfarnar vikur hafa ís- ^
lendingar fylgst af miklum
áhuga með Norðurlandamótinu
i Örebro í Svíþjóð, þar semj
fulltrúar okkar á sviði hinnar
göfugu skákfþróttar hafa átt
keppni við fulltrúa frændþjóða
okkar við góðan orstír.
Jærustu skákmenn Norður-
landa, brynjaðir hinum marg-
yíslegustu meistaranafnbótum í
bak og fyrir, en þó fór það svo,
að nafnvótarlaus, 12 ára gamall
íslenzkur drengur vakti athygli
i upphafi mótsins, sem hver
stórmeistári hefði þótzt full-
sæmdur af.
Ef biskupinn á
f 3 hefði......
. Það var því ekki að ástæðu-
lausu að fréttamaður Vísis brá
sér í heimsókn á Þórsgötu 17,
heimili Hálfdans Eiríkssonar,
kaupmanns, þar sem sonur
hans, Jón, mesta stórmeistara-
efni íslands er að vaxa úr grasi.
Þeir feðgar sátu við taflið í
borðstofunni og virtust þungt
hugsi. Fréttamaðurinn tók sér
einnig sæti við borðið til þess
að geta fylgst sem bezt með
spennandi viðureign, en þar
varð honum ekki að ósk sinni,
því að í ljós kom, að Jón tefldi
fyrir báða, en faðir hans hlust-
aði með ákefð á útskýringar
sonarins, sem satt að segja voru
fyrir ofan skilning frétta-
mannsins, svo að hann tók til
þess ráðs að segja með spek-
ingssvip: „Hm, — já — þið
teflið?“
Það var Hálfdan, sem varð
fyrir svörum: „Þetta er skák,
sem Jón ætlaði' að láta Svein
Kristinsson hafa, en hann var
búinn að biðja um eina skák í
Þjóðv. Þetta er ein skák-
anna, sem Jón tefldi á Norður-
landamótinu og vann eftir að
hún hafði farið í bið. Hann
vann einnig fyrstu skákina og
hún befur birzt hér áður. Það
var langbezta skákin hans.“ —
^Já, e.n. sjáðu þabbi, sjáðu,“
segir Jón- litli, „hann hefði al-
veg eins getað unnið þessa skák,
sjáðu biskupinn á f 3. .. .“
Jón Hálfdansson útskýrir
siðan út í yztu æsar, hvernig
biskupinn á f 3 hafði örlög
skákarinnar svo gersamlega í
hendi sér, að eitt smáhopp af
hans hálfu hefði. . ..
Fór í sveitina
í gær.
Nú kynnu einhverjir að halda
að Jón Hálfdansson sé einn af
þessum ofvitum, sem ganga
með stór gleraugu á ennþá
stærri haus. En eins og þið
sjáið á myndinni er þetta bara
ósköp venjulegur 12 ára strák-
ur. sem þykir gaman að fót-
J-n Hálfdánarson. —
Frá Gunnsteinsstöðum til
Örebro.
bolta og er farinn í sveit norð-
ur í Langadal, svo að það mátti
ekki á tæpara standa að ná af
honum tali í fyrradag áður en
hann fór. En einhvern veg-
inn var það nú samt svo, að
eftir að hann lærði manngang-
inn átta ára gamall var eins og
það væri nóg. Að minnsta kosti
hefir Jón Hálfdansson teflt
síðan eins óg hann hefði ekki
gert annað áratugum saman og
veriö undrunarefni öllum sem
kynnst hafa. Hann tefldi þrí-
vegis fjöltefli við drengi allt
VÍSIR
að sjö árum eldri. en hann og
vann allar skákirnar og nú
teflir hann í fyrsta flokki Tafl-
félagsins og munaði minnstu
að hann kæmist upp í meistara-
flokk á síðasta ári.
Og nú hefur hann aukið enn
við hróður sinn með því að
tefla við sterkustu unglinga-
skákmenn á Norðurlöndum og
hljóta 50% vinninga á erfiðu
móti. Meðalaldur andstæðinga
han var tæp 18 ár, en Jón er
rétt 12 ára.
Hæstur yfir
11 ára bekk.
Aðspurður kvað faðir Jóns
hann tefla fremur lítið. „Hann
hafoi ekkert teílt síðan í vetur,
en áður en hann fór utan æíði
haim sig dálítið undir hand-
leiðslu Sveins Kristinssopar. —
Það er eins og honum fari fram
þótt hann tefli ekkert, jafnvel
í lengri tíma.“ Og þegar spurt
var, hvort skákáhuginn tæki
nokkuð frá honum á öðrum
sviðum svaraði Hálfdan því til,
að Jón stundaði skólann og úti-
veru eins og aðrir, t.d. var hann
hæstur yfir 11 ára bekk í vor.
Eisenhow, Krúséf
og Stálberg í skugganum.
Þegar vikið var að Svíþjóð-
arferð Jóns, sagðist honum svo
frá, að hún hefði ekki verið
ákveðin endanlega fyrr en í
sumar eftir að hann var kom-
inn i sveit að Gunnsteinsstöð-
um í Langadal.
Hann varð þá að taka strik-
ið þaðan og allar götur til
Örebro og fylgdi faðir hans
honum í utanferéiinm.
,,Og byrjaðirðu strax, á mót-
inu?“
„Nei, við höfðum tvo
daga frjálsa áður til þess að
hvíla ckkur, en mótið byrjaði
miðvikudaginn 29. júlí. „Varstu
nokkuð taugaóstyrkur í skák-
inni?“ . „Nei, það Var bezta
skákin mín,“ sagði Jón. „Eg
var dálítið slappur á tímabili,
enda var 30 stiga hiti og sumar
skákirnar mjög þreytandi." „Eg
held svei mér þá að hann hafi
verið með hita,“ bætti faðir
hans við, „en svo vann hann
aftur skák eftir að liafa tapað
tveimur.“
„Það hefir verið skákin með
biskupunum á f3?“
„Já, eg var heppinn að vinna
hana,“ sagði Jón. „Eg vildi nú
reyndar að hgnn færi í rúmið
og gæfi skákina til þess að geta
safnað betur kröftum undir
næstu skák,“ sagði Hálfdan,
,,en hann barðist áfram ótrauð-
ur og gaf ekki eftir. Það er
mjög þreytandi fyrir óreyndan
ungling að tefla kannske allt
að sjö tíma á dag, enda náði J
Jón t.d. ekki nema jafntefli í
einni af síðustu skákunum á
móti lélegasta manninum, en
vann aftur á móti fyrstu skák-
ina á móti mjög sterkum
mann. .. . “
„Vakti þessi góði sigur lang-
yngsta keppendans ekki mikla
athygli?“
„Jú,“ svaraði Hálfdan og
sýndi sem dæmi eitt af sænsku
blöðunum með risastóra mynd
af Jóni á forsíðu þar sem minni
karlar eins og Eisenhower,
Krúséf og Stálberg fengu að-
eins smámyndir úti í horni.
Ingi R.
tapaði ekki.
„Annars vil eg taka fram,“
sagði Háldan að lokum, ,,að
skeyti frá mér hefur verið mis-
skilið þannig, að Ráise hafi
unnið Inga, en sú skák var
raunar jafntefli og 'Ingi R. var
í 3.-4. sæti á eftir Johannesson,
og Stáhlberg, sem var hálfum
vinning neðar en Johannesson
en tapaði ekki á stigum, eins og
sagt var. Eg álít að Ingi hafi
alveg eins getað orðið Norður-
landameistari og hvor hinna,
jenda sýnir það styrkleik hans,
að Stáhlberg bauð honum jafn-
| tefli eftir aðeins 9 leiki og að
hann varð hraðskákmeistari
Norðurlanda.“
Áður en tíðindamaður-
inn kvaddi þá feðga innti
hann eftir því hvaðan Jón
Hálfdansson hefði þessa skák-
hæfileika, hvort einhverjir
skákmenn væru í ættinni. „Það
get eg ekki sagt,“ sagði Jón,
„en frændi minn einn fyrir
norðan var mikill skákmaður.“
„Og hvernig brá þér við, þegar
þú heyrðir um skák-undra-
barnið frá Grímsey 1, apríl?“
Jón svarar blátt áfram: „Eg
flýtti mér niður eftir.... “
Ingólfur Mölier, skipstjóri:
Bú§ku§§i!
Þegar býður þjóðarsómi þá á
ísland eina sál!?
Er það nú svo?
Þegar þessi fullyrðing er við-
höfð, er nú venjulega vitnað til
þjóðaratkvæðisins um skilnað-
inn við Dani.
Eg tel líka sennilegt, að hægt
væri að fá mjög góða niður-
stöðu, ef fram væri látið fara
þjóðaratkvæði um, að ekki
skyldi rýrð kjör íslendinga frá
því sem nú er. Hætta á versn-
andi lífskjörum getur verið á
næsta leiti, ef við gerum ekki
viðeigandi ráðstafanir í tíma.
Eg er ekki alveg eins viss um,
að þá væri hægt að fá um það
„eina sál“. Nú er það einmitt
þetta, sem er spurning dagsins:
Getum við íslendingar yfirleitt
lifað á eigin afköstum? Eg hika
ekki við að segja já, en margt
þarf að breytast. Það þarf fyrst
og fremst að fá fólk til þess að
skilja hið fornkveðna: Sá, sem
ekki vinnur, á ekki heldur mat
að fá.
Já, en við vitum öll, segja
menn, það er ómögulegt að fá
mann í vinnu, hvað sem við
liggur. Mikið rétt. Það er bara
þetta: Hvaða vinnu vinnum
við? Alltof margir eru bundnir
við alls konar neikvæð störf.
Til dæmis við að neita útflutn-
ingsatvinnuvegunum um leyfi
fyrir nauðsýnlegum tækjum.
Vinna er auðvitað mjög mis-
munandi nauðsynleg. Sennilega
mætti fá um það „eina sál“, að
ísfiskframleiðsla sé nauðsyn-
legri en mjólkurísframleiðsla.
Hins vegar mun mjólkurísfram-
leiðsla vera mun arðbærari
framleiðsla en hitt — þetta hitt,
er bara aðalatvinnuvegur þjóð-
arinnar, sem öll tilvera vor á
þessu landi býggist á. Við þyrft-
um að fá um það „eina sál“, að
sá atvinnuvegur eigi forgangs-
rétt að vinnuafli. Já, en ætlar
þú þá að skipa mönnum fyrir
vim, hvar þeim beri að vinna?
NEI, ekkert er mér fjær skapi.
En ég vil gera kjör þeirra, sem
við hráefnaöflun og útflutnings
framleiðsluna vinn, svo góð,
samanborið við aðra vinnu, að
þessi önnur vinna eigi undir
högg að sækja með vinnuafl.
Já, en hvað með greiðslugetu
útf lutningsf r amleiðslunn ar ?
Það verður bara að finna,
hvaða einingarverð hin ýmsu
stig framleiðslunnar geta bor-
ið ,og svo á að borga hverjum
manni eða flokki eftir því, hve
mörgum einingum er skilað.
Við verðum að fara að trúa
því, að við höfum ekki meira
til skiptanna, en þau verðmæti,
sem við sköpum, og líka því, að
sá sem skilar miklum afköst-
um, á að hafa meira en hinn,
sem litlu skilar.
Skyldi sá maður geta orðið
þekktur að stjórnvizku, sem
færi að eitthvað á þessa leið:
Hann flytur inn mikið af efni-
vöru’ og hefur feiknmargt fólk
í vinnu, til þess að breyta þess-
ari innfluttu efnivöru i neyzlu-
yöru,. en á ^sama . tímá' l'ætur
haim úrvals innlenda efnivöru
frá sér fara í hálfunnu ástandi,
bara vegna þess að hann vantar
fólk, til þess að breyta innlendu
efnivörunni í fullunna útflutn-
ingsneyzluvöru, sem skila
mundi miklu meiri erlendum.
gjaldeyri. Fólkið, sem vinnur
við að breyta erlendu efnivör-
unni í neyzluvöru, sparar að-
eins lítinn gjaldeyri miðað við
að flytja erl. efnivöruna inn
í fullunnu ástandi. Kemur þar
tvennt til, lægra kaup hjá iðn-
aðarþjóðunum og fjöldafram-
leiðslan.
Þar sem nú mannauminginn
verður jafnframt fyrir miklu
gjaldeyristapi, vegna þess að
hann vantar fólk, til að breyta
sinni eigin efnivöru í fullunna
útflutningsneyzluvöru, þá held
ég, að við verðum bara að kalla
manninn búskussa, líta í okkar
eigin barm og roðna,
Hvað skyldi það nú vera, sem
gerir svona ástand mögulegt?
] Jú, það eru innflutningshöft Og
verndartollar.
Enn ber að sama brunni —
okkar vandi er heimatilbúinn,
ekki vegna þess að við eigum
„eina sál“, heldur vegna þess
að við eigum eitt stórt EG!
Nú fer ef til vill að nálgast
sú stund, að spennan í heimin-
um hjaðnar. Hætt er þá við, að
við verðum þá að fara að lifa
meira á okkar eigin afla.
Hvernig væri nú að hætta
öllum vangaveltum um hlut-
deildarskipulag, en bara snúa
okkur að því strax á næsta
þingi, að breyta hlutafélaga- og
skattalögunum þannig, að fólk
sjái sér hag í, ,að leggja ié til
atvinnurekstrar, fara svo að
dæmi t. d. Bandarikjamanna
mrð að gera stóriðjuna að al-
manna eign. Á ég þar við, að
sementsverksmiðjan og áburð-
arverksmiðjan verði gerðar að
Frh. á bls. 10, Í