Vísir - 19.08.1959, Blaðsíða 6
B
TÍSIK
Miðvikudaginn 19. ágúst 1959
wism
D A G B L A Ð
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson.
Skriistofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3.
Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00.
Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18.00
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00.
Sími: (11660 (fimm línur)
Visir kostar kr. 25.00 í áskrift á mánuði,
kr. 2.00 eintakið í lausasölu.
Félagsprentsmiðjan h.f.
AIEt getur komið að gagni.
Menn rekur minni til þess, að
fyrir skemmstu ritaði Einar
Olgeirsson, nýkominn frá
Moskvu, grein undir nafni
í Þjóðviljann, þar sem hann
fór bónarveg að Alþýðu-
flokknum, bað hann nú
blessaðan að vera góðan við
sig og sína menn og gera
bandalag við sig. Kosning-
arnar voru þá fyrir nokkru
um garð gengnar, Einar bú-
inn að vera ytra til að gefa
skýringu á hrakförum
kommúnista og kominn heim
aftur með þá línu, sem ætl-
unin var að notast við fyrst
í stað — samfylkingu verka-
lýðsflokkanna.
Margir urðu undrandi við lest-
ur greinar þessarar. Hún var
að sjálfsögðu túlkuð óræk
sönnun þess, að kommún-
istar gerðu sér grein fyrir,
að síðasta flík þeirra, Al-
þýðubandalagsdulan, væri
orðin slitin og gagnsæ —
kominn væri tími til að
taka Hannibal og önnur hræ
úr lestinni og varpa þeim
fyrir borð. Út frá þeirri for-
' sendu eru viðbrögð komm-
únista skiljanleg, en þau eru
lítt skiljanleg, þegar menn
rifja upp fyrir sér allar þær
svívirðingar og ærumeiðing-
ar, sem kommúnistablöðin
hafa ausið yfir einstaklinga
innan Aiþýðuflokksins og
flokkinn í heild um mörg
undanfarin ár.
Það var eitt helzta efni Þjóð-
viljans fyrir kosningarnar í
júní-mánuði, að aðstand-
endur Alþýðuprentsmiðj-
unnar og Alþýðublaðsins
væru stórþjófar, milljóna-
þjófar, og var mikilli prent-
svertu og miklum pappír
varið til þess að sannfæra
lesendur um það. Að vísu
slumaði eitthvað í kommún-
VEGIB
OG
VEGLEYSUft
EFTIR
Víöförla
istum, þegar þeim var bent
á, að þeir hefðu innlimað
einn. af þessum ágætu for-1
ingjum Alþýðuflokksins á
sínum tíma, Hannibal Valdi-
marsson, manninn, sem.
var aðalfjárráðandi blaðs og
prentsmiðju um skeið, en
samt gáfust þeir ekki alveg
upp, héldu skothríðinni á-
fram, þótt skeytin væru ekki
alveg eins hvöss.
Þegar á þetta var litið, var
bersýnilegt, að kommúnist-
• ar höfðu gert upp við sig, að
það er sama hvaðan gott
kemur, ef það einungis fæst
og í nægilega ríkum mæli.
Þeir gáfu óbeint til kynna,
að þeir væru reiðbúnir til að
gleypa öll stóru orðin, og í
rauninni gerðu þeir meira.
Þeir fóru þegar að gleypa,
þegar þeir fóru allt í einu
að tala um Alþýðuflokkinn
sem verkalýðsflokk. Það
hefir nefnilega ekki hent
kpmmúnista áratugum sam-
an, þegar þeim hefir verið
sjálfrátt. Það var því ljóst,
að þeir voru meira en lítið
miður sín, er þeir tefldu
Einari fram.
Menn munu fylgjast með því
af áhuga, sem næst gerist á
þessu sviði, því að engum
kemur til hugar, að komm-
únistar sé uppgefnir á að
leita sér liðveizlu, þótt
„verkalýðsflokkurinn“, sem
fyrst var leitað til, hafi ekki
léð máls á neinni samfylk-
ingu, eins og kommúnistar
fóru fram á. Það er komm-
únistum nauðsyn að koma í
veg fyrir frekari flótta úr
röðum flokksins, en það get-
ur reynzt býsna erfitt, úr
því að þeir hafa sýnt spilin,
hversu marga hunda þeir
hafa á hendinni.
Leyniþráiurinn.
Þeir, sem kunnugir teljast, inn-
an herbúða kommúnista og
Framsóknar, gera ráð fyrir,
að náið samband muni verða
milli þeirra í kosningunum
í október. Það kom fram á
síðasta degi þingsins, þegar
kosið var í ýmsar nefndir og
ráð, að það hangir leyni-
þráður milli þessara tveggja
flokka, enda þótt þeir beri
hvor öðrum á brýn allar
vammir og skammir á milli
— eins og elskenda er oft
siður.
Það er ekkert leyndarmál, að
það er heitasta þrá margra
manna í báðum flokkum. að
sámvinna megi takast aftur,
og margt er ólíklegra en að
hún verði að einhverju leyti
undirbúin og framkvæmd í
þeirri kosningabaráttu, sem
nú er að hefjast. Það var líka
yfirlýstur vilji Hermanns
Jónassonar á sínum tíma að
skilja sauðina frá höfrunum,
fá „góðu kommúnistana“ yf-
ir í Framsóknarflokkinn —
sem hefir raunar verið hálf-
gert kommúnistabæli um
langt skeið — og það er ekki
úr vegi fyrir hann, að gera
einmitt tilraun til þess nú
að koma þessu í fram-
kvæmd. Báðir flokkar óska
eftir liðveizlu af augljósri
nauðsyn, og það er ekki ó-
Reiður ferðalangur skrifar
mér og segir: „Eg kom að Gull-
fossi nú um daginn með hóp af
fólki innan af örævum. Það
var búið að panta mat fyrir
hópinn á Selfdssi, en þar sem
við gátum ekki mætt á tilsett-
um tíma vildi eg láta veitinga-
húsið þar vita af töfinni. Við
spurðum húsráðanda hvort
síminn væri ekki opinn og
kvað hann já við, en sagði um
leið með einkennilegu brosi, að
það gæti nú oltið á ýmsu hvort
við næðum sambandi, því
stöðin við Geysi væri stundum
treg til að svara. Kl. 16.45 var
byrjað að hringja á Geysi, en
símatími þar á sunnudögum er
frá kl. 2—-6. Eftir að hafa
hringt næstum stanzlaust í
hálftíma gáfumst við upp og
héldum af stað sem skjótast.
Það var auðheyrt á heimafólki
þarna að því kom þetta ekki á
óvart og forstöðukona, sem er
búin að vera þarna með veit-
ingar í 11 sumur, sagðist vera
búin að margkvarta við yfir-
stjórn Landssímans í Reykja-
vík og fara þess á leit að vera
sett í beint samband við stöð-
ina á Torfastöðum en árangurs-
laust. Hún sagði margt fleira
um þetta mál, sem við munum
koma á framfæri við rétta að-
ila, en blessaður settu þetta í
dálkinn þinn.“
Það geri eg með ánægju því
eg hefi einnig reynslu af því
hve erfitt er að ná í Gullfoss og
meira að segja orðið fyrir því,
að svikizt var um að koma á
framfæri skilaboðum þangað,
sem stöðin við Geysi hafði lofað
að gera.
Útlendur flökkulýður er að
verða til stórvandræða hér nú
í sumar, sérstaklega hér sunn-
an- og vestanlands, og það
kvarta allir undan þessum
sníkjulýð. Sva virðist, sem
Þjóðverjar séu í miklum meiri-
hluta og þeir fá einnig versta
orðið. Þetta fólk lætur sem það
sé fátækt og ferðist hingað
meira af vilja en getu og auð-
vitað af ást á íslandi. Þetta er
í flestum tilfellum helber upp-
spuni. Flottræfilsháttur okkar
er hér að koma okkur í koll.
Sá orðrómur hefir borizt út um
nálæg lönd, að hér þurfi ekk-
ert annað en setja upp aum-
ingjasvip og barma sér og þá
fáist margt fyrir lítið. íþrótta-
hópar, skólafólk, bændahópar
og Guð má vita hvað hefir riðið
hér húsum undanfarin ár og
allir hafa keppzt við að láta
það eyða sem minnstum pen-
ingum. Eg skrifaði um þennan
ófögnuð fyrir tveim árum. JÞá
skelltu allir við því skollaeyr-
unom, en nú er árangurinn að
koma í ljós. Eg skil ekki hvers
vegna við vorum að útrýma
okkar þjóðlega íslenzka flökku-
lýð, en fara svo að ala upp og
og venja á okkur útlendan ó-
sennilegt, að þeir rugli þess
vegna reitum sínum að ein-
hverju leyti.
fögnuð. Eg mun skrifa meira
um þetta síðar.
i Þrengslaveginum miðar vel
áfram og það fer að hilla undir
að við getum farið að nota
hann. Mér finnst að hér eftir
þurfi að hafa sama hátt á lagn-
ingu nýrra meiriháttar vegá,
að drífa þá af á sem styztum
tíma. Það er annað, sem mér
líkgr vel við þennan veg, og
það er hve vel er gengið frá
köntum á honum. Kantar á
samanýttum vegum hafa fram
að þessu verið herfilegir. Mér
er t. d. minnisstæður vegurinn
'yfir Fróðárheiði. En þessi veg-
ur er til fyrirmyndar. Það er
annar nýr vegur, sem mér
fyndist að nú ætti að drífa af,
en það er Skógarstrandarvegur
um Hnappadal og Heydal. Til
hans þarf að veita hárri upp-
hæð svo hann komist í sam-
band sem fyrst. Eg vil einnig
geta þess, að lagning þess vegar,
Dalamegin, er til fyrirmyndar.
MINNISBLAÐ
FERÐAMANNA.
S. Á K. skrifar mér frá Ak-
ureyri um Hótel Varðborg.
„Þar sem þér hafið því miður
ekki heimsótt hótelið nú í sum-
ar, hlýtur orðrómurinn um
það að vera frá fyrri tíð og
kannske eitthvað frá síðast-
liðnum vetri, er Hótel KEA var
lokað og mæddi því mikið á
hinu. Síðasthðið voru fóru fram
gagngerar endurbætur á öllum
aðbúnaði gesta, öll herbergi og
gangar teppalagt og settir ný-
ir svefnsófar með gúmmídýn-
um og Gefjunar-áklæði í öll
herbergi. Einnig hefir góð-
kunnur hótelstjóri, Jón Þor-
steinsson, tekið við rekstri
þess.“
! Eg þekki Jón Þorsteinsson að
, öllu góðu og vonandi er, að hon_
um takist að koma í veg fyrir
j að gestir, sem búið er að vara
i við að hafa áfengi um hönd í
hótelinu, jafnvel í herbergjum
sínum, finni ,,lík“ í skápum og
undir rúmum er þangað kemur.
| Það er ekki ólíklegt að eg
verði aftur á ferð á föstudag-
inn.
Víðförli.
Fastaráðið kemur
saman.
Talið er nú. að fram sé kom-
ið svar við kvörtunum Belga
nýverið, vegna farar Eisenhow-
ers forseta tií V.-Þýzkalands
fyrir fund hans með Krústsjoff.
Eins og kunnugt er, töldu
Bélgar, að ekkert eitt ríki At-
lantshafsbandalagsins hefði
rétt til þess að eiga einkavið-
ræður við forsetann fyrir fund(
hans við hinn rússneska ráða-'
mann. Til þess að halda einingu
bandalagsins hefur nú verið á-
I kveðið að haldinn verði fundur
fastaráðs Atlantshafsbandalags-
! ins 3. september n.k. Krústsjoff
er sem kunnugt er væntanlegur
i til Bandaríkjanna 15. sept.
„Síldarkarl“ skrifar:
„Undanfarið hafa verið talsverð
brögð að því að bátar hafa orðið
! að bíða löndunar á Austfjarða-
■ höfnum. Bræðslurnar eru af-
j kastalitlar og þróarpláss lítið
' miðað við veiði siðustu ára. Á
Austfjarðahafnir hefur nú i ár
borizt tæpur fjórðungur bræðslu-
síldarinnar til þessa. Af þessum
ástæðum eru uppi í’addir um það
að byggja þurfi stærri verksmiðj
ur á Austfjörðum. Á meðan
standa verksmiðjurnar fyrir
norðan aðgerðarlausar.
Hvernig á að fara að.
Verksmiðjur er dýrt að byggja,
fjárfestingin mikil miðað við
eftirtekjur. Sú er í’eynzla Noi’ð-
manna og hið sama er að segja
hér. Til þess að leysa þennan
vanda væri athugandi að nota
fljótandi þi’ær, flytja sildina til
bi’æðslnanna, en ekki bræðsl-
urnar á eftir síldinni hringinn í
kringum landið. Það er líka dýi’t
frá þjóðhagslegu sjónarmiði að
tefja bátana frá veiðum lengur
en nauðsynlegt er. Strax að
sæmilegum veiðidegi loknum er
helmingur bátaflotans tepptur,
vegna löndunarstöðvunar. Sé
snörp veiði þx’já til fjóra daga í
í’öð, er ekki nema lítill hluti af
öllum nótunum 230 að tölu í sjó.
Sumar eru í bátum, sem biða
löndunar, aðrar eru i langsigl-
ingu á leið í land, aðrar eru i
bátum, sem eru á leið á miðin 10
kannske 12 tíma eða meir og á
meðan á sildin frí.
Það virðist liggja í augum
uppi að skynsamlegi’a hljóti að
vei’a að nota þann verksmiðju-
kost sem fyrir er i stað þess að
byggja nýjar, og hvort sem nýj-
ar verða byggðar eða ekki verð-
ur áð vei’a bi’eyting á flutningi
bi’æðslusíldai’innar.
Ganilir kláfar.
Við verðum að nota stór skip,
það mega vera gamlir kláfar,
nokkurs konar fljótandi þær,
sem geta fylgt flotanum eftir.
Slik flotþró hefði getað tekið
síld af bátunum, sem urðu að
biða marga daga á Seyðisfirði
eftir lömlun og flutt hana til
Siglufjai’ðar eða annarra staða,
þar sem verksmiðjur stóðu til-
búnar til að bræða síldina. Auð-
velt væri að landa úr mörgum
bátum í svona skip i einu og
flýta þannig fyrir allri fyrir-
greiðslu. Slikt skip myndi ekki
kosta nema örlítið brot af verk-
srniðjuverði og kæmi að gagni
hvar svo sem síldin'veiddist, 100
milur norður í hafi eða langt fyr-
ir austan land. Að visu er í fæst-
um tilfellum hægt að landa í
svona skip í í’úmsjó, ■ nema þá
síldinni væri dælt um borð, en
það er skoðun min og margra,
sem ég hef rætt við, að slikt skip
myndi stórauka veiðimöguleika,
auka á hagræði og spára tíma og
peninga, svo ekki sé minnzt á
byggingu enn fleiri verksmiðja
meðan þær, sem fyrir eru, standa
ónotaðar. — Síldarkarl.
Þrælkun fyrir að
horfa á sjónvarp.
Það er ekki aðeins glæpur að
hlusta á vestrænt útvarp í lönd-
um kommúnista, hcldur og að
skoða sjónvarp að vestan.
Þessu var slegið föstu í rétti
einum í Erfurt íAustur-Þýzka-
landi á þriðjudaginn. Dómari
nokkur dæmdi tvo menn í nokk
urra mánaða þrælkunarvinnu
fyrir að hoifa á sjónvarp frá
V.-Þýzkalandi.