Vísir - 28.08.1959, Blaðsíða 3

Vísir - 28.08.1959, Blaðsíða 3
f Föstudaginn.28. ágúst. 1959 .VÍSIR 3 úr öllu'm' áttum Bragg kominn yfir, — með sigurbros á vör. Besti stangarstökkvari í heimi nú: Don Bragg - maðurinn sem stökk 4,81 metra. kkeklb læst þó ekki viðurkennt, þar sem það var unnið innanhúss. Bezti stangarstökkvari heims nú er án vafa Bandaríkjamað- urinn Don Bragg. Allt frá því er hann stökk 4.81 m. á innan- hússmóti t Bandaríkjuniun í vetur, hefur hann hvarvetna vakið athjgli, bæði utan Banda ríkjanna og innan, fyrir frábær- an árangur. Bragg er fæddur 25. maí 1935 og er því 24 ára gamall. Hann fór þegar á unga aldri að fást . við stangarstökk, en mest íékkst hann þó við svokallaðan ,,tarzanleik“, en hann var í því fólginn, að í garðinum heima hjá sér kom hann fyrir köðlum af ýmsum gerðum og lengdum. Sveiflaði hann sér svo milli . trjáa daglangt. Eflaust hefur sá leikur verið góð æfing fyrir stangarstökkið, enda segist Bragg svo sjálfur frá, að honúm finnist hann alltaf hverfa aftur til hinna góðu gömlu daga, er hann tekur sér stöng í hönd. 14 ára gamall gat Don Bragg stokkið 2.59 m. 18 ára gamall hafði hann aukið miklu við sig, • og stökk nú 4,19 m. Eftir það fór honum stöðugt fram og á ár- unum 1954—57 lítur afrekaskrá ■hans þannig út: 1954 — 4.42 m (innanhúss) 1955— 4.70 m (innanhúss) 1956 — 4.66 m Það var árið sem Olympíu- leikarnir voru haldnir, og eins óg fleiri góðir íþróttamenn í Bandaríkjunum hugsaði hann til þess að reyna að komast sem keppandi fyrir land sitt. En þá hlaut hann meiðsl á fæti, og í hvert" skipti sem hann reyndi að stökkva, fékk hann slíkan sársauka í fótinn, að hann varð að hætta. Það varð jafnaldri hans sem fór á Melbourne-leikana og fékk þar bronsvei'ðlaun. Sá heit ir Bob Gutowski og er nú heims þekktur. En Bragg hafði ekki sagt sitt siðasta orð, og ári seinna, þ. e. 1957 kom hann aftur frám á sjónarsviðið og stökk nú 4.64 m, an hann stóð samt sem áður í skugganum af Gutowski, sem nú vgr upp á sitt bezta. Gut- owski stökk 4.78 m., og var það viðurkennt af alþjóðanefnd sem heimsmet, og enn bætti hann met sitt, stökk 482 m. Það var viðurkennt sem bandarískt met, en ekki sem heimsmet. í fyrra náði Bragg heldur lak ari árangri en hann hafði gert undanfarin ár, stökk ,,aðeins“ 4.56 m. Fóru nú að heyrast raddir um að Don „Tarzan" Bragg, eins og margir kalla hann, væri búinn að lifa sitt fegursta sem stangarstökkvari. Bx-agg er hár maður vexti, 190 cm, og þungur eftir því. Sjálf- ur segist hann oft hafa fengið að heyra það í fyrra, að hann væri feitur aumingi og yrði brátt úr sögunni sem stökkvari. í vetur æfði Bragg af kappi, og er hann kom aftur fram á sjónarsviðið á innanhússmótum hafði hann létzt um rúm 10 kg, og stökk nú með sína 190 cm og 90 kg, hvorki meira né minna en 4.81 m, einum cm lak Frh. á 9. s. Bunæs hÍEin ! norski vann. Norðmenn hafa undandfarin ár staðið sig vel í spretthlaup- um, og nú hefir þeim bæzt enn einn hlaupari sem vafalaust á íeftir að reyuast mörgum !skeinuhættur á þessari vegar- Tngd. Er það unglingurinn Carl F. Bunæs. Bunæs hefir að vísu vei’ið þátttakandi í ein tvö ár og náð ágætum ái-angri. Nú í sumar hefir hann þó náð sínum bezta árangri, m. a. varð hann fyrst- ur í 100 xn. í landskeppni Norð- manna og A.-Þjóðverja fyrr í sumar. Þá hljóp hann á 10.4 sek., sem er mjög gott fyrir rnann, sem enn keppir sem unglingur. En sinn mesta og bezta sigur vann þó Bunæs sl. þriðjudags- kvöld, er hann keppti á Bislet- leikunum. Til Oslóar voru komnir nokkrir af þekktustu spretthlaupurum álfunnar, m. a. Bretinn Radford, sem hefir hlaupið á 10.3 í ár, og V.-Þjóð- vei’jinn Gamper, sem varð þriðji á þýzka meistaramótinu í 100 m. — Bunæs varð fyrstur, hljóp á 10.5 sek., Annar varð Radford á 10.7 'sek. og þriðji Gamper á 10.8 sek Bezti 400 m hlauparinn. Það leikur varla nokkur vafi á því lengur, hver sé bezti 400 m. hlaupari í Evrópu nú í sum- ar. Það er Þjóðverjinn Carl Kaufmann, sem minnzt hefir verið á hér áður. Þá var sagt frá því, hvei’nig Kaufmann byrjaði sinn feril sem spretthlaupari. Það var hann allt fram á síðasta ár, er lay Norton heztl sprett- hEsupan þsssa árs. Hsnn hefur jsfna5 tvö heimssnet, í 100 m. 10,1 sek. og s 200 ni. 20;é sek. Spretthlaup hafa lengi verið talin sú grein frjálsra íþrótta, sem heillað hefur flesta áhorf- endur, jafnvel meir en aðrar greinar. Það er því sízt að undra, þótt margir leggi þá grein fyrir sig. Þó er því þann- ig farið, að á hverju ári eru ekki uppi nema tiltölulega fáir spretthlauparar, seni skipta má ' algerlega í sérflokk. Á hverju voi’i ríkir nokkur eftirvænting. Sýna þeir sem í fyrra voru beztir enn á ný sinn gamla árangur eða hverfa þeir í skuggann fyrir nýjum. Sá sem hljóp á 10.2 sek í fyrra, nær hann því aftur, eða nær hann kannske „aðeins" 10.3? Sumir hlauparar eru aftur á móti gæddir slíkum áhuga og hæfni, að þeir sýna frábæran árangur ár hvert. Sá spretthlaupari, sem senni- lega verður talinn beztur á þessu sumri, er ekki með öllu ó- kunnur, og var skrifað um hann nokkuð hér nýlega. Er það Ray Norton, blökkumaðurinn bandaríski, sem hefur hlaupið á heimsmettíma nú tvö ár í röð. í fyrrasumar jafnaði hann heimsmetið i 100 y hlaupi, sem er 9.3 sek (samsvarar 10.1 sek í 100 m hlaupi), og nú í ár hljóp hann 100 m á 10.1 sek sem er jafnt núgildandi heims- meti, og telst hann því heims- Framh. á 11. síðu. Þessj skemmitlcga mynd var tekin, er Norton (t.v.) vinnur 100 m. hlaupið á Inndskeppninni við Rússa á dögunum. Þá náði Norton 10,3 sek, eða sarna tíma og hinn blökkumaðurinn sem varð 2. Sá hcitir Poynter og er til hægri á myndinni. Hér sést Kaufmann vinna Evrcpumeistarann frá ■ fyrra, Wrighton, er þeir leiddu saman hesta sína í London nýleara. hann vegna meiðsla, er hindr- uðu hann í að beita sér til fulls í hinum stytztu hlaupum, leiddu til þess að hann fór að fást við 400 m. hlaup. Keppti' Frh. á bls. 9 John Thomas af sjúkraskrá. Á það var minnzt hér nýlega, að hinn ungi bandaríski heims- meistari í hástökki, John Tho- mas, væri enn ekki kominn á skrá vestra, eftir meiðsli þau, er hann varð fyrir í vetur. Thomas vaið, sem kunnugt er, fyrir slysi skömmu eftir að hann setti heimsmet sitt, 2.165 m„ að festast með annan fót- inn milli lyftu og veggjar. Skaddaðist hann svo mikið, að hann var rúmfastur um skeið. Þjálfari hans í Boston taldi, að hann mundi geta hafið æf- ingar að nokkrum vikum liðn- um. Af því gat þó ekki oi’ðið. Þær fregnir hafa borizt, að Thomas muni hefja æfingar í september, þannig að hann muni geta tekið þátt í innan- hússmótum í Bandaríkjunum í vetur. Thomas hafði fullan hug á að komast til Rórnar áður en ólánið dundi yfir, og þótt illa hafi litið út um tíma, virðast nú vonir hans heldur teknar að glæðast á ný. Hellsten - með á ný. Finnski 400 m. hlauparinn Hellsten hefir lítiði látið til sín heyra í sumar. Nú loks, þegar komið er fram í ágúst, lætur liann eitthvað að sér kveða. Sú frammistaða hans er þó ekki neitt á við það, sem hann hefir sýnt fyrr á árum. Nýlega keppti hann fyrir Finnlands hönd i landskeppni við Ung- verjaland. Lenti hann þar í þriðja sæti og hlaut tímann 48.2 sek. Virðist þessi árangur, þótt ekki sé hann betri, benda til þess, að Hellsten sé nokkuð að ná sér á strik, en hann vai’ð, sem kunnugt er, 3. á Ol. í Mel- bourne. Auk þess mun Hell- sten eiga annan bezta tíma sem Evrópumaður hefir náð, 46.1 sek., og hefir Þjóðverjinn Har- big, einn Evi’ópumanna, náð betri tíma, 46.0 sek. árið 1939,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.