Vísir - 28.08.1959, Blaðsíða 7

Vísir - 28.08.1959, Blaðsíða 7
Föstudaginn 28. ágúst 1959 VfSI* íslenzkur mjöður fæst erfendis aðems í Moskvu. Sendiherra Islands þar pantar „Egil sterka“ handa 'sínum tignu gestum. ] bruggfræðing í ykkar þjón- ustu? Jú, segir Tómas. Og það er höfuðatriðið. Við höfum einmitt þýzkan bruggfræðing, og Þjóð- verjar eru einmitt heimskunnir fyrir að þekkja alla leynda- dóma ölbruggs. Hvað er „Egill sterki“ sterk- ur? Það þótti tíðindum sæta, er bafin var bruggun á sterkum bjór í Olgerð Egils Skallagríms sonar til sölu handa varnarlið- ínu á Keflavíkurflugvelli. Nú nýverið var þetta sterka öl, sem almennt gengur undir nafninu „Egill sterki“, í fyrsta sinn flutt út, og það er í Moskvu, sem menn fá í fyrsta sinn að bergja á hinum dýra ís- lenzka miði utan landsteinanna, nánar tiltekið í sendiráði fs- lands í Moskvu. Vísir hefur átt tal við Tómas Tómasson, forstjóra Ölgerðar- innar Egils Skallagrímssonar, í tilefni af þessarri nýju útflutn- ingsvöru. Sagðist honum svo frá, að borizt hefði pöntun frá íslenzka sendiráðinu í Moskvu á hinu sterka öli til að veita tignum gestum. Kvaðst forstjór inn hafa snúið sér til stjórnar- ráðsins hér og spurzt fyrir um, hvort nokkuð væri því til fyrir- stöðu af hál’fu íslenzkra stjórn- arvalda að pöntun þessi væri afgreidd og fengið það svar, að útflutningur væri leyfður. — Löngu áður hefði svipuð fyrir- spurn verið borin fram við stjórrarráðið vegna þess, að þegar m.s. Hekla hóf sumar- siglingar til Norðurlanda, hefði Skipaútgerð ríkisins sótzt eftir því að fá keyptan hinn sterka bjór til veitinga á skipinu, en eins og kunnugt er, eru veiting- ar á áfengum drykkjum á ís- lenzkum skipum milli landa. Dómsmálaráðuneytið hefur ekki enn tekið neina ákvörðun um þetta, og ekkert svar borizt enn við fyrirspurninni. Ný bók. Það er enn af sölu. „Egils sterka“ á Keflavíkurflugvelli að segja, að hann þótti þar harla góður og sveif mjög á hina ölvönu útlendinga, er þeir þreyttu drykkjuna. Nú hefur mjög dregið úr þessum viðskipt um sökum þess, að fyrningar urðu þar syðra svo miklar á umbúðunum, sem voru flöskur, að Ölgerðin sér sér ekki fært að afgreiða með öðrum skilyrð- um en að fá umbúðirnar endur- sendar. Varnarliðsmenn eru hinsvegar vanir því að fleygja umbúðum, enda fá þeir allan bjór sendan frá heimalandinu í blikkdósum, sem fleygt er eftir að tæmdar eru. Flöskur eru hinsvegar svo dýrar um- búðir, að þeim verður að skila aftur. Tómas' forstjóri svaraði því aðspurður, að öllum, sem bragð- að hefðu,. þætti hið sterka öl gott og jafnaðist fyllilega á við það sem bezt gerðist erlendis. Er þá nokkuð sem hamlar því, að útflutningur hefjist í stórum stíl á sterku öli? spurði fréttamaður. Því miður er enginn grund- völlur fyrir því, hvaraði Tóm- as. Við verðum að flytja inn allt efni til ölgerðarinnar, nema vatnið og vinnuna. Þykir ekki hinn islenzki bjór sérstaklega góður vegna hins | góða vatns hér? spyr fréttamað- ur. Já og nei, svaraði Tómas. Það er vitaskuld ágætt að hafa gott vatn, en það er þó ekki alltaf höfuðatriðið. Þótt skrítið sé, getur vatnið verið of gott (hreint), en þetta fer þó allt eftir því, í hvaða öltegund það á að vera. Hafið þið ekki erlendan Þetta nafn hefur ölið reyndar fengið hjá almenningi vegna styrkleikans, sem er 4V2 af hundraði, en sterkast öl fram- leiddum við áður 2,25 af hundr- aði. Hið rétta nafn okkar sterka öls er annars „Export Beer“, og hvað styrkleikann snertir, er það nálega með sama magni og hið fræga útflutningsöl frá dönsku ölgerðunum Carlsberg og Tuborg. Fer með unglingahóp ti! Grænlánds. Einn frægasti fjallgöngumað- ,ur heims liefir fengið leyfi dönsku stjórnarinnar til að fara til Grænlands á næsta ári, með stóran lióp unglinga. Sir John Hunt, sá er stjórn- aðd „árás“ Tensing og Hillarys á fjallið Everest fyrir nnkkrum árum, og heimsótti ísland fyrir nokkru, hefir fengið leyfi til að stjórna leiðangri ur.glinga til Grænlands. í leiðangrinuin verða 34 manns, þar á meðal 20 unglingar á aldrinum 14—- 19 ára. Farið verður í ágúst 1960, og verða unglingarnir valdir úr hópi þeirra ung- menna, sem unnið hafa til verðlauna í áróðursherferð Filipusar drottningarrrfáka til að auka áhuga brezkra ung- linga á útiíþróttum. Eiginkona Sir John Hunt mun einnig taka þátt í ferðinni, — og vonandi munu þau klæð- ast íslenzkum vetrarúlpum! Bretar í sókn vestan hafs. Skemmtiútgáfan hefur látið frá sér fara nýja bók. Nefnist hún „Lífsgleði njóttu“, og er höfundurinn ungur Bandaríkja maður, er ritar undir nafninu Gene Caesar. Fjallar bókin um ungan mann, sem kemur af sjónum, úr stríðinu, og leitar frá heimabæ sínum í Michiganfylki, norður á bóginn til skóganna, á þær slóðir sem afi hans hafði dvalið mestan hluta ævi sinnar. Þang- að heldur hann til þess að full- nægja sínum frumstæðustu hvötum — elska og berjast. Efni bókarinnar verður ekki rakið nánar hér, en það lýsir þrotlausri baráttu gegn venju- legum lífsvenjum, sem er ein- kenni veiðimannsins, sem lætur eðlishvatirnar ráða án tillits til afleiðinganna. Flnnar bjóða ísl. námsstyrk. Menntamálaráðuneyti Finn- lands hefur ákveðið að veita íslendingi styrk að fjárhæð 270 þúsund finnsk mörk til há- skólanáms eða rannsóknar- starfa í Finnlandi um átta mánaða skeið sltólaárið 1959/60. Umsóknir sendist mennta- málaráðuneytinu, Stjórnar- ráðshúsinu ið Lækjartorg, fyrir 15. september næstk. Umsókn fylgi upplýsingar um, hvaða nám umsækjandi hyggst stunda í Finnlandi, svo og prófskírteini í staðfestu afriti og meðmæli, ef til eru. fullyrða, að fæstar þeirra komi nokkum tíma hingað. Undirrit- aður hefur t. d. nú um nokkurt árabil lesið tímaritið ,,Time“, og skal það fullyrt hér, að margar ^f þeim myndum, sem þar hafa hlotið sæmilega og góða dóma á undanförnum árum, hafa aldrei Séð dagsins Ijós hér. Hægt að telja upp. Að visu deilir menn á um á- gæti gagnrýni „Time“, en flestir ttuinu þó áfellast hana Þ-rir að Jelia of harða dóma.:— Undirrit- aður er .alveg til í að telja hér upp nokkra tugi mynda, sem gerðar hafa verið undanfarin ái', en aldrei komið hingað, en mjög sennilega eru að gæðum langt yfir það rusl hafið, sem hér er stöðugt verið að bjóða upp á. — Er kannske búið að eyði- leggia svo smekk manna fyrir leikiist hér á landi. að enginn viti lengur hvað slíkt er? Ef enginn fæst lengur til að sækja góðar I myndir, þá er eins gott að fella tjaldið." — A. Bretar segjast hafa bætt að- stöðu sína á bílamarkaðnum vestan hafs undanfarið. Fyrri hluta ársins seldu þeir 150 þús. bíla í Bandaríkjunum fyrir 63,5 millj. punda, en á sama tíma nam sami innflutn- ingur V.-Þjóðverja 103 þús. bíla fyrir 42,8 millj. punda. Á í öllu síðasta ári seldu Bretar 157 I þús. bíla vestur um haf (69 millj. punda) og Þjóðverjar i 135 þús. bíla fyrir 52 millj punda. Stjórn Indlands fær traust. Indverska þingið, báðar deild ir, hefur lýst fylgi við stefnu stjórnar landsins í máli ríkisins Kerala. Stjórnin ákvað fyrir skömmu eins og kunnugt er, að taka stjórn ríkisins í sínar hendur. Kommúnistar höfðu farið með stjórn, en í slíkt óefni var kom- ið vegna skerðingar á frelsi manna til að láta í ljósi skoð- anir sínar þar, bæði í ræðu og riti, að ekki var annað talið fært fyrir stjórnina en að taka í taumana. Bezt aÓ auglýsa í Vís NÝJUNG ENDING ÞÆGILEGT KLÆDBLEGT Anna Geirsdóttir setnr: Pilsið mitt helst alltaf vel út þegar ég klæðist „SVAMPSKJORTI“ Fæst í Regio, Laugavegi 56, OlymD'a. Vatnsstíg 3 og NINON, Bankastræti 7. Kaupmenn, kaupfélög: SVAMPSKJORT fvrirligg'andi. HeildsölubirgStr: UMBOÐS- & HEILDVERZLUN

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.