Vísir - 28.08.1959, Blaðsíða 6

Vísir - 28.08.1959, Blaðsíða 6
VlSIK Föstudaginn 28. ágúst 1959 ▼I SIR D A G B L A Ð Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: (11660 (fimm línur) Vísir kostar kr. 25.00 í áskrift á mánuði, kr. 2.00 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. Framsókn á bsiiisbuxum. Það er nú fullyrt af þeim mönnum, sem ættu til að þekkja, að talsverðar líkur sé fyrir samstarfi Fram- sóknarflokksins og Þjóð- varnarflokksins í kosning- unum í október. Frá þessu hefir að visu ekki verið skýrt opinberlega, en þó hníga mörg rök að því, að foringjar flokkann'a sé að at- , huga jarðveginn og allar að- stæður. Það er lika viður- kennt af foringjum Fram- sóknarflokksins, að hann hljóti að tapa miklu at- kvæðamagni, og nauðsynlegt sé þess vegna að reyna að safna nýju liði, sem getur komið í stað þess, sem hjálp- aði Framókn vegna kjör- dæmamálsins, en ætlar ekki að veita aðstoð oftar. Það er vissulega ekki neinn ó- vígur her, sem gengi undir fána Framsóknarfokksins, þótt það yrði úr, að Þjóð- varnarflokkurinn veitti hon- um stuðning. í rauninni má • segja, að Þjóðvarnarflokk- urinn sé að dauða kominn, því að hann treysti sér ekki 1 til að bjóða fram nema á einum stað utan Reykjavík- ur í sumar, og svo var at- kvæðamagn hans auk þess svo lítið hér í Reykjavík, að ekki nægir til að koma manni að, þótt fleiri þing- menn verði kjörnir. Má því segja, að báðir sjái marg- vislegan hag að samstarfi, og er þetta að nokkru leyti í ‘ samræmi við hið fornkveðna, að lítið dregur vesælan. Framsóknarflokkurinn gengur þess ekki dulinn, að hann tapar miklu atkvæðamagni í næstu kosningum. Hann beitti sérstæðum og á marg- an hátt ófyrirleitnum áróð- ursaðferðum í kosningunum í júní, en þær báru aðeins takmarkaðan árangur — flokkurinn fékk ekki nægt fylgi kjósqnda eða á Alþingi til að stöðva kjördæma- breytinguna, eins og hann hafði gert sér vonir um. Hann gat heldur ekki fengið neinn stuðning á þingi til að eyðileggja málið, en hann hafði gert sér talsverðar vonir um það, eins og allir vita. Vígstaða hans verður því allt önnur við þessar kosningar en hinar síðustu. Ogerningur er að gera sér grein fyrir því, hversu mörg þúsund atkvæði Framsókn- arflokkurinn fékk frá öðrum flokkum vegna áróðurs síns og höfðunar til tilfinninga í sambandi við kjördæmamál- ið. Flokkurinn fékk fleiri at- kvæði en nokkru sinni,og for ingjarnir vita, að hann mun tapa stórlega, þegar gengið verður að kjörborðinu í októbermánuði. Það er mik- ilvægt, að þetta fyrirsjáan- lega tap verði unnið upp með einhverjum atkvæðum annars staðar frá, og þótt þjóðvarnaratkvæðin geti aldrei orðið mörg, eru þau þó betri en ekkert — og það er vissulega sama, hvaðan gott kemur. Gegn þessu verður Framsókn- arflokkurinn svo að tryggja það, að þjóðvarnarmaður verði einhvers staðar kjör- inn á þing. Hann ætti vissu- lega að geta það, því að hann verður vitanlega ekki þurrk. aður út, enda þótt mikið muni saxast á limina. Má þá segja, að þjóðvarnarmenn væru komnir heim, því að flestir voru þeir uppaldir í Framsóknarflokknum, þótt þeim þætti loftið slæmt í þeim herbúðum og forðuðu sér. En þá væru þeir líka farnir að starfa í þágu þess flokks, sem þeir hafa talið aðal„hermangs“flokkinn að undanförnu og gerði þeim þann greiða fyrir kosningarn ar 1956 að stela frá þeim einu hugsjóninni, sem Þjóð- varnarflokkurinn hefir nokkru sinni haft. En það er ósennilegt, að Framsókn framkvæmi hana — til þess græða of margir Framsókn- armenn of mikið á „her- maginu“. gangan. Skömmu fyrir kosningarnar 1956 hófu nokkrir menn út- gáfu blaðs, sem þeir kölluðu Útsýn. Var fyrir ferðaskrif- stofa með því nafni og þótti heiti blaðsins því réttnefni, því að aðstandendur þess Voru allir förumenn , á stjórnmálasviðinu, fiakkar- ar og landshornamenn. Það var málfundafélag jafnað- armanna, sem stóð fyrst að blaði þessu, en það barðist fyrst og fremst í þágu kom- múnista. Fyrsta ganga blaðsins varð þó ekki löng, því að eftir kosningar var ekki þörf á blekkingum um skeið og blaðið var lagt til hiiðar. Þegar leið að kosn- ingum í vor, var blaðið end- urreist, en nú var sú breyt- „ísland á ærinn auð í ám og vötnum“. Frægur fiskifræðiprófessor hafði hér viðdvöl á hnattferð. Ræktun vatnafisks á íslandi á mikla framtíð. Það er þegar auðséð, að íslendingar eiga mik- inn auð í vötnum og veiðiám, og með vísindalegum aðferðum mætti margfalda þessa auðlegð. Þetta er skoðun amerísks vís- indamanns, dr. Lauren R. Don- aldsons, prófessors í vatnafiski- fræði við ríkisháskóla Wash- ingtonsríkis í Seattle, sem hef- ur haft hér viðdvöl á leið sinni til Japans, en mun koma við í ýmsum löndum öðrum til að kynnast gangi þessarra mála utan heimalandsins. Dr. Don- aldsson er frægur kennari í fræðigrein sinni og veitir auk þess forstöðu rannsóknastöð háskóla síns í geislavirkniáhrif- um á líffærastarfsemi. Og fiski- fræðideildin við háskólann í Seattle er ein hin bezta í heimi. Þar hefur einn íslendingur stundað nám í vatnafiskifræði, Þór Guðjónsson veiðimála- stjóri. Við skólann' hefur um áratugaskeið verið rekin eldis- stöð fyrir lax og silung. Teg- undir þessarra fiska eru þar miklu fleiri en við þekkjum til hér á landi, og þeir sem að því starfa, en þar er dr. Donaldsson fremstur í flokki, hafa gert sér ! mikið far um að kynbæta1 vatnafisk. Og nú hin síðustu ár 1 hafa kjarnorkutilraunir stór- veldanna bætt við því verk- efni, að rannsaka svo sem föng eru á, hver áhrif. geislavirkni j hefur á fisk bæði í sjó og fersku i vatni. i Japanir standa einna fremst , allra þjóða á sviði fiskirann- j sókna, og hefur dr. Donaldsson ! haft samstarf við þá áður. Hann j hélt héðan áleiðis til Japans í gær. Þelr eru a5 nálgast 178 milljónir. Bandaríkjamenn verða orðn- ir 178 milljónir, áður en sept- ember verður liðinn. Hagstofa Bandarikjanna til- kynnti, að með venjulegri fólks fjölgun muni þjóðin komast upp í 180 milljónir á næsta ári, en 178 milljónir ættu að vera fullar fyrir 1. október. Ögurkirkja 100 ára á sunnudag. Var stærsta sveitakirkja islenzk á sinni tíð. Borizt hefur blaðinu greinar- stúfur frá kvikmyndahúsgesti. Hann er óánægður, og fara línur hans hér á eftir: Eg er einn af þeim, sem verð að dvelja meira innan bæjar en utan að sumri til, og eyði því gjarnan kvöldstund i kvikmyna- húsi. En það fer bráðum að líða að þvi að ég hætti að stunda þessa „skemmtun", sem annars verður að teljast ein bezta og uppbyggilegasta, sem hér er völ á, þegar rétt er haldið á spil- unum. Því er nefilega svo komið, að góðar myndir sjást hér oi’ðið svo sjaldan, að til algerra undantekn- inga verður að teljast. Hryllingsmyndafargan. 1 sumar hafa vaðið hér uppi fá- ránlega hryllingsmyndir, gerðar af mönnum, sem hvorki hafa fyrr né síðar sézt nefndir í sam- bandi við myndir ætlaðar til sýn- inga siðmenntuðu fólki. Leikar- arnir eru venjulega eitthvað fólk sem aldrei hefur sézt á tjaldi fyrr. Efnið er allt á sömu leið. Ófreskja, annað hvort í líki mann veru, risapöddu eða einhverrar annarrar endaleysu eltir æpandi ljóshærðar stúlkur um móa og mela. Hver myndin af annarri á þessu tagi hefur riðið húsum hér í höfuðborginni í sumar, og reyndar meira eða minna í heilt ár. Slíkar myndir eru gerðar til að fá hárin rísa á börnum á ferm ingaraaldrit sem reyndar eiga þó ekki að fá aðgang), en að slíkt sé hægt að bjóða fullorðnu fólki, er af og frá. Frá fréttaritara Vísis. ísafirði í gærmorgun. Næstkomandi sunnudag verð ur minnzt hundrað ára afmælis Ögurkirkju, sem reist var árið 1859 af hjónunum Þuríði Þið- riksdóttur og Hafliða Halldórs- syni. Einar Jónsson stórbóndi í Ögri hafði fengið nokkurn kirkjuvið og ætlaði að byggja nýja kirkju, en hann andaðist 1856, áður en kirkjubyggingin var hafin. Skipti á búi Einars stóðu í nærri þrjú ár, og því seinkaði kirkjubyggingunni. Ögurkirkja er úr timbri, vel stæðileg enn, enda fengið góða umhirðu. Hún mun hafa verið einna stærst sveitakirkja ís- lenzk, er hún var reist. Áður var torfkirkja í Ögri. Séra Jón Auðuns dómprófast- ur prédikar í Ögurkirkju næsta sunnudag, en Kristján Jónsson á Garðsstöðum rekur sögu kirkjunnar. Félag Djúpmanna í Reykjavík gengst fyrir hópferð ing á orðin, að það voru ekki lengur „jafnaðarmenn“, sem stjórnuðu því. Kommúnistar voru búnir að koma sér fyrir í stjórn þess, en hlutverk þess var eftir sem áður að blekkja þá, sem vildu frekar telja sig jafnaðarmenn en kommúnista. Eftir 28. júní dó blaðið öðru sinni, en nú var tilkynnt í gær, að það hæfi göngu sína í þriðja sinn eftir helgina. Kommúnistar stjórna þar eftir sem áður og einn úr þeirra hópi er ritstjórinn. Hlutverkið verður vist eftir sem óður að telja „jafnaðar- mönnum" trú um, að kom- múnistar sé alls ekki komm. únistar. að Ögri. Margir ísfirðingar munu einnig heimsækpa Ögur- kirkju þann dag. — Arn. Biskups- vígsla. N. k. sunnudag, 30. ágúst, fer fram biskupsvígsla í kirkj- unni á Hólum í Hjaltadal. Bisk- upinn yfir íslandi, herra Sigur- björn Einarsson, vígir séra Sig- urð Stefánsson, prófast á Möðru völlum í Hörgárdal, sem hefur verið kjörinn vígslubiskup Hólabiskupsdæmis hins forna. Athöfnin hefst kl. 14 með skrúðgöngu presta til kirkjunn- ar. Er ætlast til, að allir við- staddir prestar verði hempu- klæddir og taki þátt í skrúð- göngunni. Altarisþjónustu að upphafi messunnar annast prestur stað- arins sr. Björn Björnsson, og sr. Stefán Snævarr á Völlurn í Svarfaðardal. Sr. Benjamín Kristjánsson, Laugalandi, lýs- ir vígslu. Vígsluvottar verða: Sr. Páll Þorleifsson, prófastur, Skinnastað, sr. Friðrik A. Frið- riksson, prófastur, Húsavik, sr. Þorsteinn Gíslason, prófastur, Steinnesi, og sr. Lárus Arnórs- son, Miklabæ. Að lokinni vígsluathöfninni mun hinn nývígði vígslubiskup prédika. Þá fer fram altaris- ganga, og munu prestur staðar- ins og dr. Bjarni Jónsson, vígslu biskup, þjóna að henni. Kirkjukór Akureyrarkirkju annast sönginn undir stjórn Jakobs Tryggvasonar. ' Kirkjumálaráðherra, Friðjón Skarphéðinsson, mun bjóða til kvöldverðar að Hólum um kvöldið. Beti’i myndh- yti’a? Það sem einkum er vekjandi athygli á í þessu sambandi er, að undanfarið hefur verið talið, að kvikmyndir, þá einkum amerísk- ar, hafi heldur íarið batnandi miðað við það sem verið hefur undanfarin ár. Er þar fyrir að þakka samkeppni sjónvarpsins. Eitt kvikmyndahús hefur þó algerlega skipað sér i sérflokk undanfarin ár, og er það raun- verulega hið eina sem ber nokkra virðingu fyrir því fólki, sem telur sig eitthvað hafa að sækja í kvikmyndahús. Það er Bæjarbíó í Hafnarfirði. Hver á- stæðan er, skal ekki fullyrt um, en þar eru bersýnilega að verki menn sem vilja bjóða upp á eitt- hvað annan en 3. flokks rusl, sem þjónar ekki öðrum tilgangi en að eyðileggja smekk manna fyrir leiklist. Hvað með slíkt í leikliúsi? Hvað myndi fólk segja, ef leik- hús borgarinnar færu að sýna einhver matarlímsskrimslalæti í likingu við það sem væntanlegt er nú á tjald eins af kvikmynda- húsum borgarinnar? Það myndi ekki nokkur maður sýna sig og allir myndu fullast heilagri vand- lætingu. Því er helzt borið við, að kvikmyndahúsin verði að sæta afarkostum af hálfu kvikmynda- framleiðenda, þá sérstaklega bandarískra. Ein góð mynd, og- með henni varði að taka á leigu 4—5 lélegar. Ef svo er, þá er hér í algert óefni komið, og svo að full ástæða er fyrir húsin að taka til endurskoðunar samninga sína við hin ágætu kvikmyndaver. En eins og áður er vikið að, þá hefur farið orð af batnandi kvik- myndum vestan hafs undanfarið. Og víst er það, að fylgist maður með kvikmyndagagm-ýni ýmisa tímarita, sem hér fást, þá er þar annað kastið getið lofsamlega um nýjar myndir. En það má

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.