Vísir - 28.08.1959, Blaðsíða 11

Vísir - 28.08.1959, Blaðsíða 11
Föstudaginn 28. ágúst 1959 VÍSIR 'lí KR íslandsmeistari 1959, TifilSinn tryggður, þótf KR eigi tvo leiki eftir. Eigi aðeins eftir að fá afhent- an bikarinn og leika tvo þýð- ingarlausa leiki. Með sigri yfir Þrótti í gær- kvöldi, en leiknum lauk með sigri KR 3 gegn 1, tryggðu KR- ingar sér sigur í 49. íslands- móti meistaraflokks og er þetta 16. sigur þeirra í mótinu og einn mesti yfirburða sigur, sem hefur unnizt í þessu aðalmóti íslenzkrar knattspyrnu, en þeir mega tapa báðum leikjunum sem eftir eru, en eru samt ör- yggir með sigur. Sigur þeirra er fyllilega verðskuldaður og eru þeir áberandi bezta knatt- spyrnulið landsins og án efa eitt bezta eintaka félagslið, sem hefur séð dagsins ljós ennþá. Og verður gaman að fylgjast með því ef liðsmenn halda hóp- inn í framtíðinni. Um veikan hlekk í liðinu er ekki að ræða, en í framlínu eru virkastir Þór- ólfur, Örn og Sveinn J. og í vörninni, Garðar, Hörður og Hreiðar. Liðið hefur reynt sam- leik með jörðu með góðum ár- angri og notað kantana mjög vel. Þjálfari liðsins og skipu- leggjari er Óli B. Jónsson fyrr- um leikmaður með KR, og er ekki að efa að hann á sinn stóra þátt í hinum glæsilega árangri, sem KR-liðið hefur náð í sum- ar. KR-ingar héldu síðast bik- arnum 1955, en unnu hann í fyrsta skipti 1911, er mótið fór fram í fyrsta skipti. Leikurinn í gærkvöldi. Fámennt var á vellinum er KR-ingar tryggðu sér meistara- titilinn, nokkrir tryggir áhuga- menn, sem sjaldan láta sig vanta. Enda var ekki búizt við að Þróttur gæti veitt þeim harða mótspyrnu, en raunin varð önnur, því Þróttur átti á- gætan leik og var tvísýnt um úrslit fram í seinni hálfleik miðjan. Þróttur skoraði fyrst á 12. mín. fyrri hálfleiks, er dæmt var vítaspyrna á KR og framkvæmdi Jón M. hana og skoraði örugglega. KR-ingar hefja leik á miðju og eftir nokkrar sekúntur lá boltinn í netinu hjá Þrótti. Nunni sendi boltanum fallega í blá hornið. Það sem eftir var hálfleiksins, var leikurinn jafn og áttu bæði liðin mörg tækifæri sem ekki nýttust. Fram í miðjan seinni hálfleik héldu Þróttarar vel í við KR og voru mjög nálægt að skora. Á 68 mín fær Óskar boltann við vítateig og skorar með þrumu- skoti. Og 3. markið gerir svo Ellert með mjög fallegu skoti á 76. mín. Og lauk leiknum þannig. Betra liðið vann. En Þróttur átti ágætan leik og léku Bill, Haraldur og Grétar vel. KR lék án Harðai', Þórölfs og Sveins. Bezt léku Heiðar og Garðar. Dómari var Ingi Ey- vins. Valur vann Akranes 4—2. Valsmenn hristu af sér slen l það er hefur verið yfir liðinu í I sumar og léku sinn bezta leik í sumar og reyndu nú að leika saman sem þeim tókst allvel. Að vísu áttu þeir minna í leikn- um en Akranes og voru heppnir að vinna, en liðið kom á óvart og er auðsjáanlega í framför, aðeins að leika saman, það er allur galdurinn. Gunnlaugur varði meistaralega í markinu og er í stöðugri framför, vörnin var þéttings föst fyrir og átti góðan leik, mest kom á óvart leikur Braga (Lillibó), sem lék áberandi vel og reyndi ætíð að spila. Valsmenn eru auðsjá- anlega betri á grasi en möl. Akranes-liðið var óheppið með narkskot, einni vítispyrnu brenndu þeir af. Ríkharður og Sveinn T. voru sýnilega þreytt- ir eftir landsleikina. Vörn liðs- ins brást gjörsamlega einu sinni enn og er erfitt fyrir Helga D. að vera í marki fyrir aftan svona lélega vörn. Valsmenn gerðu tvö fyrstu mörkin, Berg- steinn á 30. mín og Matthías á 35. mín. og lauk fyrri hálfleik 2—0 fyrir Val. Ríkharður minnkar bilið á 62. mín, Valsmenn gera 3. mark ið á 64. mín. Björgvin og 4. markið á 71. mín. Bragi. Þórður J. skorar svo 2. mark ÍA á 73. mín. — DómaTi var Jörundur Þorsteinsson. — J. B. ÍTSVARSSKRA 1959 Skrá um aðalniðurjöfnun útsvara í Reykjavík árið 1959 liggur frammi til sýms í gamla ISnskólanum við Vonarstræti frá laugardegi 29. þ.m. til föstudags 1 1. sept. n.k., alla virka daga kl. 9 f.h. til kl. 5 e.h., laugardaga þó kl. 9—12 fh. Utsvarsseðlar verða bornir heim til gjaldenda næstu daga. Athygli skal vakin á því, að á útsvarsseðlum gjaldenda eru innborg- anir fram til 22. þ.m. dregnar frá álögðum útsvörum, og er gerður fyrirvari um skekkjur, sem kunna að hafa orðið. • Tekið skal þó fram, að af mörgum ástæðum getur farizt fyrir, að gjaldseðill komi í hendur réttum viðtakanda, en það leysir vitaskuld ekki undan gjaldskyldu. Frestur til að kæra yfir útsvörum er að þessu sinni til föstudagskvölds 11. sept. n.k., kl. 24, og ber að senda útsvarskærur til mðurjöfnun- arnefndar, þ.e. í bréfakassa Skattstofunnar í Alþýðuhúsinu við Hverí- isgötu, fyrir þann tíma. Þeir, sem kynnu að óska eftir upplýsingum um álagningu útsvars síns, skv. síðan málslið 2. mgr. í 21. gr. útsvarslaganna, sendi skrif- lega beiðni til niðurjöfnunarnefndar fyrir sama tíma. Niðurjöfnunarnefnd verður til viðtals á Skattstofunni kl. 9—12 fyrir hádegi og kl. 2—4 eftir hádegi alla virka daga, laugardaga þó kl. 9—12 f.h., meðan útsvarsskráin liggur frammi samkvæmt fram- ansögðu. Borgarstjórinn í Reykjavík, 28. ágúst 1959. Rar iVortoii - Franxh. af 3. síðu. „Að gefixu tilefni er fólk, sem óskar eftir SKdÐUN í Leitarstoð Krabbameinsfélags íslands, beðið að snúa sér til skrifstofu félagsins í Blóðbankanum, sími 1-69-47, en ekki til Heilsuverndarstöðvarinnar. LEITARSTÖÐ KRABBAMEINSI ÉLAGS ÍSLANDS.“ TiLBOÐ óskast í notaða víra af dráttarbrautum vorum. Unimál 11 x/4” og 7W'. Víramir vigta ca. 24 tonn. Allar nánari upplýsingar gefur Þói'ður Stefánsson, verkstjóri. ' H.F. SLIPPFÉLAGIÐ í REYKJÁVÍK. methafi, ásamt þeim þremur öðrum mönnum í heiminum sem hafa náð þeim árangri. En Norton náði lengra en það að jafna eitt heimsmet á árinu, er hann var í Svíþjóð nú um daginn. Frá því var sagt hér, fyrir tveimur vikum, að Norton hefði hlaupið 200 «1 á 20.7 í a, m. k. þriðja skipti í sumar sem hann náði þeim tíma. En í Stokkhólmi bætti hann enn árangur sinn, svo sem margir höfðu búizt við. Þar náði hann 20.6 sek og var þar með orðinn heimsmethafi á þeirri vega- lengd, ásamt nokkrum öðrum, sem áður hafa náð sama tíma. Það þykir því einsýnt, að enginn annar maður geri betur í þessum geðfelldu gi’einum, og því verður Ray Norton að teljast konungur spretthlaup- aranna í sumar. í fyrra var það Manfred Gei-mar sem var „konungur" 200 m hlaupsins, náði þá reynd- ar líka 10.2 í 100 m, og árið 1957 var það Bobby Moi'row, maðurinn sem vann fyrstu verðlaun í báðum stytztu hlaupunum á Olympíuleikun- um í Melbourne. En svo kemur stóra spui'n- ingin. Hver verður beztur næsta ár. Vei'ður það einhver þriggja ofannefndra, eða einhver þeirra sem í dag teljast aðeins efni- legii'? Þeirri spurningu verður sennilega ekki svarað fyrr en á Rómarleikjunum. Tugir manna drukkna á Indlandi. Mikið slys varð í fyrradag á Sara-fljóti, sem rennur á landa- mærum Indlands. Ferju hvolfdi, er hún var á fljótinu á miðju, og er talið, að allir á henni hafi hvolft eða 35 manns. Einungis fimm lík hafa fundizt. Sama dag hvoldi fei’ju á Níl 300 km. fyrir ofan Kairó. Voru aðallega skólaböi’n á ferjunni og drukknuðu ellefu þeirra, en 16 vai' bjargað. TÖFFLUR 0G STRIGASKÓR kvenna, fjölbreytt úrval. i/ERZL Nærfatnnðui karlmanna og drengja fyrirliggjandi LH.MIÍLLER X Carl Kaufmann — Frh. af 9. síðu: 400 m. hlaupi hefir hann engu tapað af spretthörku sinni og hefir hann hlaupið 100 m. á 10.6 sek. í ár, 200 m. á 21.4 sek. -— bezti tími hrns í 400 xn. er 46.4 sek. — og fengið tímann 2 mín. 42 sek. 1 1000 metrum. Verður það að teljast mjög gott af. manni, sem aldrei hefir keppt í lengra hlaupi en 400 m. TIL SÖLU Allar tegundir ’VÉLA. Mikið úrval af ölSum teg« undum BIFREIÐA. BÍLA- og BÚVÉLASALAM Baldursgötu 8. Sími 23136, Allar tegundir tj-ygginga, Höfum hús og íbúðir til sölu víðsvegar um /hæiim* Höfum kaupendur að íbúðum J TKYIHNtiU FASTEiSi. Austurstræti 10 Sími 13428. Eftir kl. 7, sín ,38S,T •_T, • , V ijA Bezt að augsýsa í V il

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.