Vísir - 28.08.1959, Blaðsíða 10

Vísir - 28.08.1959, Blaðsíða 10
10 VÍSIR ]?í?studaginn 28..ágúst 1953-' WARY BURCHELL: A S T A IS s A « A 28 — Eg vona að þér hafiö kamið með nóg af mjólk. Bassett. — Hér er mjólk, bæði hahda unga manninum og litlu stúlk- tinni, sagði þjónninn. — Ágætt. Hvar viltu sitja, Beta litla? — Fangið, .svaraði Beta strax og íór að klifra upp á hnén á Vallon. Linda stóð upp í snatri. — Það er allt í lagi — allt i lagi, sagði Vallon. — Eg skal ekki gera henni neitt. — Mér datt í hug að hún mundi meiða yður, sagði Linda. — Meiða mig? endurtók hann gramur. — Það er ekki hægt að meiða mig. Eg hef enga tilfinningu. — Ó, Linda settist á stólinn aftur. — Hefur þú ekki fætur? spurði Peter hæverskur. — Ekki fætur sem mig kennir til í, svaraði Vallon stutt. Peter langaði til að heyra meira um það mál, en Linda gat leitt hug hans að teinu og kökunum. Hún sat agndofa og horfði á Vallön halda mjólkurglasinu fvrir Betu meðan hún var að drekka úr því. Og nú fann hún til inniiegrar gleði yfir því að hún skyldi hafa farið með börnin með sér í heimsókn til Kenneth Vallons. „Láttu Betu ráða“. Kenneth Vallon minntist ekki eiiiu orði á Monique meðan þau voru að drekka teið, og eftir nokkra bið fairnst Lindu hún veröa að spyrja, fyrir siðasakir: — Líður frú Vallon ekki vel? — Eg veit ekki. Hann sagði þetta með nístandi áhúgaleysi. — Er hún ekki i ferðálagi núna? hélt Linda áfram. — Svo segir hún. að minnsta kosti, Það var sannarlega .erfitt að halda uppi viðræöum við þennan mann. Linda hrærði í tebollanum og sagði: — Má eg ekki hella í bollann hjá vður? Þér bragðið varla á matnum. — Eg er ekki vanur að drekka te eins og annað fólk. Hann leit á Betu, sem hafði hlammað sér á hnéð á honum.. —■ Eg er hræddur um að henni litlu frænku yðar leiðist hérna hjá okkur. — Ojæja, hún fer að verða þreytt úr þessu. Það er komið að háttartíma hjá henni, og hreina loftið gerir hana syfjaða. — Syfjaða? Hann virtist hissa.— Á þessum tíma dags. Sú er svei mér heppin. — Það er mjög algengt á hennar aldri, sagði Linda. Hann varð forviða og vandræðalegur þegar hann sá að barnið var sofnað. Áður hafði hann ekki haft hugsun á að hagræða henni, en látið hana sitja upp á endann. En nú tók hann hand- leggnum utan um liana. Beta umlaði værðarlega og hallaði and- litinu að bringunni á honurn. — Þetta verður hættuleg stúlka þegar hún stækkar, sagði Vallon þyrkingslega. En Linda tók eftir að hann hélt varlega og með viðkvæmni utan um barnið. Peter starði hugsandi á systur sina og sagði: — Frænka, er orðin mjög framorðið? — Nei, ekki mjög. 0 E. R. Burroughs — Er ekki bezt að við förum að fara? — Hvers vegna viltu fara? spurði Vallon. — Af því að eg er viss um að bréfið okkar er komið. Við fáum bréf frá henni mömmu okkar í Indlandi á hverjum degi. — Jæja. En það kemur ekki póstur frá Indlandi daglega. Linda varð allt í einu hrædd um, að nú mundi verða flett ofan af bragðinu hennar með bréfin, sem börnin höföu svo mikla ánægju af. — Þau koma ekki með póstinum, sagði Peter. — Bréfin til okkar koma fljúgandi — sjálf — því að þau hafa litla vængi. Littu á! Hann dró sjáð bréf upp úr vasanum. Vallon leit á bréfið eins og honum stæði á sama um það. — Já, en þetta er ekki reglulegt.... Linda studdi biöjandi hendinni á handlegginn á honum. Snertingin gat ómögulega útskýrt hvað fyrir henni vakti, en orð- in dóu á vörum hans. Hann leit snöggvast niður á höndina á Lindu. Svo leit hann upp, og augu þeirra mættust. Og enn þagði hún. Hann kinkaði kolli til Peters. — Þetta er ekki venjulegt flug- póstbréf, sýnist mér. Það er víst alveg sérstakt bréf þetta. — Já, svaraði Peter glaður og kinkaði kolli og hljóp svo út til að skoða rósirnar einu sinni enn. - Nú varð nokkur þögn. Svo sagði hún. — Þakka yður fyrir'. — Var þetta svona áriðandi? Kennth leit á hana með alvöru- svip. — Hvers vegna var yður svona umhugað urn að láta mig þegja? — Sumpart Peters vegna. Honum þykir svo mikið varið í þessi bréf. — Og sumpart.... ? Linda horfði á hann hugsandi. — Eg hugsa að þér — öllum öðrum fremur — tækið yður nærri að spilla saklausri en sælli blekkingu. Hann þagði lengi. — Pétur mundi aldrei hafa sýnt mér sama traust eftir á, sagði hún loksins. — Nei, sagði Kenneth dræmt. — Nei, þér hafið rétt að mæla. Ef eitthvað ber út af getur trú og traust farið út um þúfur á einu augnabliki. Og það er ekki hægt að endurreisa það. Maður himir bara að horfir á rústirnar. — Stundum er hægt að reisa úr rústum, sagði I.inda með hægð. Hann hló stutt og ónotalega. — Örkumlamenn eiga óhægt með að syrgja. Hérna — takið þér við barnihu. Eg get ekki veriö svæfill þess í allt kvöld. Linda lyfti sofandi barninu og kallaði á Peter. — Eigum við að fara núna? Peter kom hlaupandi inn. — Já, sagði Vallon hiklaust. — Fáum við að koma aftur? — Ekki get eg bannað ykkur það, svaraði Vallon. — Viljið þér að við komum aftur? — Ekki frekar en vill. Peter leit forviða á Lindu. Hún hló. Eg held að eg nóti dómgreind mina til að skera úr því, sagði hún. — Jæja. Hvernig ætlið þér að nota dómgreindina, mér er spurn? — Eg hugsa að eg bíði og sjái til hvort Beta biður um að fá að koma hingað aftur, sagði Linda hægt. Dimmu, raunalegu augun horfðu stundarkorn á Betu — svo sagði hann: — Gott. Við skulum láta Betu ráða. Hann kinkaði kolli og sneri sér svo frá þeim.. Linda gekk aftur gegnum stóra húsið og Peter á hælunum á henni, forviða. Þegar út á hlaðið kom setti hún börnin inn í bílinn, setti hreyfilinn i gang og ók heimleiðis. JEr Errol ástfanginn enn. Þegar Linda hafði háttað börnin fór hún út á svalirnar til frú Colpar og Beatrice, sem sátu þar að vanda áður en sest var að miðdegisverðinum. — Er börnunum nú óhætt í rúminu? Frú Colpar brosti til hennar. — Já, þau eru sofnuð bæði.. Þau hafa haft svo margt að hugsa síðdegis í dag. Við heimsóttum Kennth Vallon. — Herra minn trúr! hrópaði frú Colpar. Beatrice sagði aðeins tvö orð — með. áherzlu á hverjum staf: Með börnin! — Já, vitanlega. Linda gat ekki varist hlátri þegar hún sá hve fram af þeim gekk. KVÖLDVÖKUNNI TARZAIM - 3071 Jí Þrátt fyrir öfluga mót- spyrnu voru Tarzan og fé- algar hans.teknir höndum af innfæddum stríðsmönnum. Farið var með þá eftir leyni- stíg í skóginum til strákofa þar sem konungur töfra- læknanna hafði aðsetur. „Kreppa?“ sagði útfarar- stjórinn. ,,Eg hefi aldrei séð annað eins. Veiztu það, að eg hefi ekki grafið nokkra lifandi. sál í þrjá mánuði.“ Frú Smith eyddi litlum tíma: í manninn sinn, þegar hann dó — hún lét brenna hann. Jafn- skjótt settust að henni sölu- rnenn, sem seldu gyllta vasa og gleraðar krukkur undi slíka ösku. „Þetta er afskaplega smekklegt fyrir öskuna,“ sögðu. þeir. „Eg læt hana ekki í neinn kassa eða öskju,“ sagði húir reið. „Eg ætla að láta öskuna. í stundaglas. Maðurinn minn var frámunalegur iðjuleysingi meðan hann lifði, en nú skal hann standa á arinhillunni og, vera sívinnandi.“ Tvær vinkonur bjuggu sam- an á góðu hóteli — þær voru í sumarleyfi. Og svo fékk önnur. i þeirra bréf einn morgun. Hún opnaði það — og andlit hennar ljómaði af gleði. „Það er frá manninum mín- um,“ sagði hún. „Honum liður vel — fyrirtækið gengur ágæt- lega — og hann elskar mig enn- þá.“ „Já, sagði vinkonan. „En það var alls ekki neitt bréf í um- slaginu— það var bara papp- írslappi.“ „Já, en hann segir líka allt. — Það 'er ávísun á þúsund krónur.“ Þrír 10 ára gamlir strákar i Jacksonville (í Florida) höfðu rifið niður vindmyllur alveg niður í grundvöll, sem var úr steinlími. Þegar þeir voru kallaðir fyrir rétt, sögðust þeir hafa gert það af því að þeir ætluðú að hafa efnið úr vind- myllunni í tunglflaug! Góðier gestur í heimsókn. Nýlega kom hingað til lands- ins gamalkunnur íslendingur, sem búsettur hefur verið í Vest- urheimi í hálfa öld, eða því sem nœst. Þetta er Skúli G. Bjarna- son, bakarameistari í Los An- geles. Skúli fluttist fyrst vestur til Winnipeg og dvaldi þar urn nokkurt skeið, er. síðustu 30 ár- in hefur hann verið búsettur vestur á Kyrrahafsströnd. Hef- ur Skúli frá öndverðu tekið mikinn og virkan þátt í félags- lífi Vestur-íslendinga i Los An- geles og fáir landar komið þangað héðan að heiman, sem ekki hafa heimsótt Skúla. Gest- risni hans og rausn er við- brugðið. Skúli, sem nú er um sjötugt, er hætur störfum og seztur í helgan stein. Hér á landi mun hann dveljast fram í október- mánuð, og er til heimilis að Suðurgötu 24 í Reykjavík. ,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.