Vísir - 14.09.1959, Side 10

Vísir - 14.09.1959, Side 10
VÍSIR Mánudaginn 14. september 1959- 46 sagði hann rólega. — En maður þarf ekki að verða andvaka út| af þessu. Errol gætir miklu betur að sér en þú heldur. Ef hamh hleypur ekki á sig er honum óhætt. En ef hánn hleypur á sig getur hvorugt okkar hjálpað honum. Hana hefði langað til að tala betur um þetta. Hún lilaut að hafa betri rök fyrir sínu máli. En það var auðséð að Kenneth taldi að þetta væri útrætt mál, og nú heyrðu þau að börnin voru að koma. — Kenneth, gerðu ekki neitt i bráðræði, sagði hún biðjandi. — Án þess að ráðfæra mig við þig, áttu við? Honurn virtist skemmt. — Þá það. Hver veita nema eg segi þér hvaða svikráðum eg sit á, áður en eg framkvæmi þau. . — Og þetta hálfa loforð varð hún að láta sér nægja. Linda var þögul á leiðinni heim og Feter spurði varfærnislega' — Var ekkert gaman hjá honum Kenneth i dag, frænka? Fékkst þú ekki góðar kökur með teinu, eins og við? — Teinu? Nú mundi Linda allt í einu að þau höfðu alls ekki tírukkið te. — Að hugsa sér þetta: við gleymdum að drekka te! — Gleymdirðu aö drekka te? Peter gat varla trúað þessu. ' — Já, við vorum alltaf að tala saman, skilurðu. Peter horfði hugsandi á hana sem snöggvast og sagöi svo: — Það hlýtur að hafa veriö gaman að því, sem þið voruð að tala urn? — Já, sagði Linda og andvarpaði. — Það hefur sjálfsagt verið sé kominn í te til okkar í dag? Kenneth Vallon! — Kenneth hingað? Linda spratt upp. Nú sá hún hann koma út í garðinn með frú Colpar, og úr aug- um hans gat hún lesið, aö hann var hróðugur yfir að geta farið í svona ferðalag. — Ó, Kenneth! hrópaði Lirda og tók í höndina á honum. Hún var svo hrærð að hún gat 'ékki sagt meira. En Peter lét dæluna ganga. — Komdu sæll, Kenneth. Skelfing er skrítið að' sjá þig ganga! Gekkstu alla leið? Nei, þú hefur komið í bil. Geturðu gengið langt? Þetta er gaman. Eigum við að halda hátíð aftur í dag? Beta sagði ekkert. Hún stóð álengdar fjær og horfði á Kenneth með feimnilegum tilbeiðslusvip. Hann rétti henni höndina án þess að segja orð. Plún leit glettnislega til hans, eins og hún vildi sýna honum að hún gæti hláupið á burt þegar minnst varði. Svo afréð hún að korna hoppandi til hans með framréttar hendurnar. Hann beygði sig og tók barnið upp. — Litla stúlkan mín. Litla Beta mín, muldað’i hann, en Beatrice horfði á hann steinhissa. — Komið þér og setjist, sagði frú Colpar, sem trúði því vart enn, að sá margumtalaði Kenneth Vallon væri kominn í heim- sókn. — Er þetta ekki stóllinn þinn, Linda? — Nei, gerðu svo vel og sestu, sagði Linda brosandi. — Þetta er líklega eini stóllinn á heimilinu, sem hæfir far- lama manni, sagði frú Colpar hikandi. — En eg er ekki farlama lengur. Linda heyrði að það vottaði fyrir gremju í rödd hans, og hún skildi að þessi -heimsókn kostaði hann mikla áreynslu. — Sestu, Kenneth. Og við setjumst í grasið og horfurn á þig. Það er svo gaman að horfa á þig og sjá að þú ert frískur og glaður. Hann gegndi þegar og settist í stólinn. Elizabeth brölti strax upp á hnén á honum. Beatrice sýndi snið á sér að aftra henni, en hann sagði brosandi: — Það er ágætt. Láturn hana koma. Teið var borið frarn og Lindu fannst einkennilegt að sjá Kenneth sitjandi við teborðið. Það hefði verið fyrir sig, ef aðeins hún og börnin hefðu verið til staðar, en að sjá hann tala við frú Colpar og svara spurningúm Beatrice var enginn hversdags- viðburður. En.hann virtist fús til að leika hlutverk sitt sem bezt. Aðeins þegar Monique var nefnd varð hann íár og ónotalegur. Það var frú»Colpar, sem varð fyrst til að syndga: — Og líður Monique ekki vel? — Eg geri ráð fyrir því, svaraði Kenneth, eins og honum kærni það ekki við. — Ó.... frú Colpar fipaöist. — Hún — hún er þó ekki farin aftur. Er það? — Nei, hún hefur verið heima í tvo daga. Og áður var hún viku í London, held eg. •— í London? Hver vill vera í London í þessum hita? sagði Beatrice. — Eg veit ekki, svaraði Kenneth. Hann sagði það kurteislega, en einhverra hluta vegna langaði engan til að fara lengra út i þá sálma. Linda hugsaði með sér: í London? Og Errol er þar líka. En á næsta augnabliki varð' húil sér gröm fyrir þennan flónslega grun. í London voru milljónir manna, og það var óþarfi að trúa því versta. — Hefur þér fundist of heitt til að korna og heimsækja mig, Linda? spurði Kenneth. — Það hefur veriö skrambi heitt, finnst þér ekki? Hún reyndi að segja orðin rólega og eðiilega, en það mun hafa mistekist því að hann brosti ertandi og sagði: — Já, vafalaust. Iiún sagði án þess að hugsa sig um: — Mér þykir leitt að eg skuli ekki hafa komið til þin með börnin. Eg hefði gert það hefði eg vitaö að þig langaði til að sjá þau. Þaö var leitt að þú skyldir þurfa aö ómaka þig hingað í staðinn. Það gerði ekkert til, sagði hann. — Eg var að velta fyrir mér hvort eg hefði móðgað þig þegar þú komst seinast. — Móðgað mig? Linda hló. Hún gat ekki sagt honum að fjar- vera hennar stafaöi af því að hún væri hrædd við Monique. í staðinn sagði hún: — Nei, alls ekki. Eg er ekki gefin fyrir að stökkva upp á nef mér. — Þá veit eg það næst, sagði hann og brosti, og Linda hugsaði með sér: Eg hugsa að hann hafi meint það, sem hann sagði um Errol og Monique. Hann er strax farinn að skammast sín fyrir það. Betty kemur heim. Þau sátu lengi og töluðu saman eftir að þau höfðu drukkið teið. Það var frú Colpar sem fór út í aðra sálma með því að hrópa upp: — Sjáið þið! Þarna kemur Errol. Við höfðum ekki hugmynd um að.... Ekki bar á öðru — þarna kom Errol til þeirra. Hann beygði sig brosandi til þess að kyssa rnóður sína, en Beatrice sagði: — Þetta hefur í sannleika verið viðburðaríkur dagur. Sjáöu hver kominn er til að heimsækja okkur, Errol. — Sælir nú, Vallon. Það er gaman að sjá að þér skulið vera í fullu fjöri aftur. Halló, Linda! Hann kinkaði kolli til hennar. — En þó hugsa eg að eg geti sagt ykkur mestu fréttirnar. Hver haldið þið að sé með mér? — Mamma! æpti Peter allt í einu og tók viðbragð og hljóp til konunnar, scm kom fram í garðstofudyrnar. — Betty! Er þetta mögulegt? Þessi óvænta gleði var svo einlæg, að við lá að Linda færi að gráta. Hún sat agndofa er systir hennar kom til hennar með Peter við hnöd sér. Og áður en varði rak hver spurningin og skýringin aðra. ' • — Ileyrðu góða — hvaöan kemurðu? — Okkur langaöi til að koma eins og þjófur á nóttu.... — Þetta er furðulegt! Eg trúi varla minum eigin augurn. E. R. Burroughs — TAHZAN — 3085 i í örvæntingu stökk „kon- ungur töfralæknanna“ nú fram og hugðist framfylgja hendi. — — En Tarzan var | dauðadómnum með eigin b.onura fljótari — 4 KVÖLGVÖKUNNI t?H “j ; Leikfélagi spurði sjö ára dreng: — Hvers vegna hefur kvenfólk brjóstvörtur? Hann' svaraði: —- Til að gefa börnum sínum mjólk vitanlega. Þá spurði félagi hans: — En til hvers hafa karlmenn brjóst- vörtur? Eftir dálitla umhugsun svar- aði drengurinn: — Til þess að sýna lækninum hvar hann eigi að láta hlustunarpípuna sína. Það var nýr faðir, sem gekk. tímum saman um gólf í gangl fæðingadeildarinnar. Loksins kom fregnin. Það var dóttir.. — Guði sé lof, sagði hann. — Eg vildi ekki að sonur minii þyrfti að reyna það sama, sem eg hefi reynt í dag. ★ Harald. Adamson segir frá Holh'wood-lækni. Var hringt x hann ákaflega af kvikmynda- framleiðanda sem sagði honum. að lítill sonur sinn hefði gleypt lindarpenna. — Eg kem strax, sagði lækn- irinn. — En hverra ráða ætlið^ þér að leita á meðan? — Eg nota blýant. ★ Hann horfði djúpt í augu: hennar. — Þú ert svo fersk og skínandi opinberun af ósnort- inni náttúrufegurð, þú gleður bæði auga og sál. — En Hans, þú ert — þú ert' bara skáld! — Ja, sannast að segja hefi eg nú te.kið þetta úr verðskrá yfir blómafræ. Skólaskór barna, brúnir og svartir. Flugið lyrir 40 árum - Frh. a 9. síðu: Þá þótti honum hann skjóta- brandinum austr til fjallanna fyrir sik, ok þótti honum hlaupæ upp eldr mikill í móti, svá at hann þóttist ekki sjá til fjall- anna fyrir. Honum sýndist sjá maðr ríða austr undir eldinn — ok hvarf þar. Síðan gekk hann inn ok til rúms síns og. fékk langt óvit ok rétti þó vi<5 ór því. Hann mundi alt þat, er fyrir hann hafði borit ok sagðí föður sínum. En hann bað hann segja Hjalta Skeggjasyni. Hann fór ok sagði Hjalta. „Þú hefir sét gandreið“, sagði Hjalti, „og er þat jafnan fyrir stórtíðend« um.“ i Þetta var fyrir 900 árum, ög er þess ekki getið, að gandreið- ar hafi síðan sézt austan fjalls, — fyrr en í fyrradag! Þá flaug Faber þangað, og er ekki ólík- legt, að sú för hafi í sumu minnt á frásögn Njálu, en breyta verð-. ur niðurlagi vísunnar og kveða: „Svá er um Fabers.ráð sem fari kefli,“ Sm. j

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.