Vísir - 14.09.1959, Blaðsíða 12
I Ekkert blað er édýrara í áskrift en Vísir.
j Látið hann færa yðúr fréttir og annað
* lestrarefni heim — án fyrirhafnar af
yðar hálfu.
. Sími 1-16-60.
Munið, að þeir sem gerast áskrifendur
Vísis eftir 10. hvers mánaðar, lá blaðið
ókeypis til mánaðamóta.
Simi 1-16-60.
Mánudaginn 14. september 1959
Mjólk í nýjum umbúðum.
Sala í pappastrýtum hefst á mi&vikudag —
flöskurnar hverfa.
Þessi mynd var tekin af Óðni, hinu nýja varð ;kipi íslendinga, er því var hleypt af stokkun-
um í skipasmíðastöðinni í Álaborg í Danmörk a í fyrri viku. Skipið verður afhent Landhelgis-
gæzslunni í febrúar næsta ár. Eins og fyrr hefur vcrið getið er Óðinn 800 lesta skip og verður
stærsta varðskip landsins. Kjöl arinn var lagður 23. marz s.l.
Öllu starfsfólki lyfjabúða
sagt upp.
IMauðsynlegt að breyta
starfsháttum.
Það virðist fyrirsjáanlegt, að
lyfjabúðirnar verði að gera
breytingu á starfsemi sinni á
■næstunni.
Stafar þetta af því, að lækk-
nð hefur verið svokölluð vinnu-
gjaldskrá, sem segir fyrir um
það, hversu mikið skuli greitt
fyrir blöndun lyfja í lyfjabúð-
um. Hefur vinnuskrá þessi ver-
Slys...
Framh. af 1. síðu
hliði vallarins, og var þegar
kallað á lögreglu þaðan og
sjúkrabifreið. Hún flutti Guð-
mund í sjúkrahús, en hann var
skrámaður í andliti og á hönd-
um, en auk þess hafði hann
fengið taugaáfall.
Lögreglan fann engan áfeng-
isþef af ökumanni jeppans, en
hann var samt færður til blóð-
rannsóknar, er leiddi í ljós, að
hann hafði ekki bragðað áfengi.
íslenzka lögreglan á Keflavík-
urvelli tók jeppann í sína
vörzlu.
Upplýsingar þessar eru sam-
kvæmt tilkynningu varnarliðs-
ins.
ið lækkuð um helming, að því
er snertir sum lyf, en fyrir
önnur mega lyfjabúðir alls ekk-
ert gjald taka!
Það leiðir af sjálfu sér, að
lyfjabúðirnar verða ekki rekn-
ar með sama fyrirkomulagi og
áður eftir að slíkar breytingar
I hafa verið gerðar, og þess vegna
! var efnt til fundar í Apótekara-
jfélagi íslands í gær til þess að
I ræða þessi mál. Hefur staðið
| til um skeið af hálfu hins opin-
bera að gera ofangreinda breyt-
ingu, og var hún látin ganga
í gildi um sl. mánaðamót.
Fundurinn í gœr sam-
þykkti, að sagt skyldi upp
öllu starfsfólki lyfjabúðanna
með sem allra stytztum fyr-
irvara, en flest mun hafa 3ja
mánaða uppsagnarfrest, ör-
fáir 6 mánaða.
Lyfjabúðirnar munu standa
algerlega berskjaldaðar í þessu
máli, því að lyfsölustjóri hef-
ur ' einræðisvald í þessu efni
(og hyggst beita því með full-
tingi Vilmundar landlæknis.
Lyfsölustjóri hefur ekki sér-
(menntun á 'Sviði lyfjafræði, því
að hann er Kristinn Stefánsson
; læknir.
Staðfesting frá
utanríkisráðuneytinu.
Þriðjudaginn 8. september s.
1. áður en Thor Thors ambassa
dor fór héðan af landi til Was-
hington var hónum falið að
ganga á fund ríkisstjórnar
^Bandaríkjnna, og, í framhaldi
af fyrri orðsendingum ríkis-
jstjórnar fslands, að gera henni
grein fyrir hve alvarlegum
^augum ríkisstjórnin liti á at-
^burði þá í einstökum atriðum
^og í heild, sem gerzt hafa und-
^anfarið í sambúð íslendinga og
varnarliðsmanna. Var sendi-
herranum ja'fnfram falið að
bera fram kröfu um, að ráð-
stafanir yrðu gerðar hið bráð-
asta til þess að koma í veg fyr-
ir að slíkir atburðir endur-
tækju sig.
Seint í gærkvöldi barst til-
kynning frá sendiherranum um
að hann hefði í gærdag gengið
á fund rikisstjórnar Bandaríkj-
anna. Má gera ráð fyrir, að við-
ræðum milli ríkisstjórna ís-
lands og Bandarikjanna um
þessi mál ljúki næstu daga og
aðárangur þeirra geti legið fyr-
ir mjög fljótlega.
Utanríkismálaráðuneytið,
» *
Reykjavík, 12. sept. 1959.
Nú líður senn að því, að reyk-
vískar húsmæður geta keypt
mjólkina í pappaumbúðum, eins
og mikið hefur verið ritað og
j rœtt um undanfarin ár.
Mjólkursamsalan hefur nú
tilkynnt, að sala mjólkur í
pappahulstrum hefjist núna á
j miðvikudaginn kemur. Mun þá
verða opnuð ný mjólkurbúð í
! sama húsi og „Lídó“ er til húsa.
Þessi nýja mjólkurbúð mun
j verða með öðru sniði en al-
mennt hefur verið, og verður
hún með sjálfsölufyrirkomu-
lagi.
Það er nokkuð langt síðan
að tillögur voru gerðar um það
að selja nýmjólk í slíkum
pappaumbúðum, og hefur und-
irbúningur þess staðið yfir all-
lengi. Nú er svo komið, að all-
ar vélar hafa verið keyptar og
settar upp, og eru tilbúnar til
notkunar. Sennilegt er, að
nokkrar tilraunir verði gerðar
í þessari nýju kjörbúð um hag-
kvæmasta fyrirkomulagið á
dreyfingu mjólkurinnar, en síð-
an verði öðrum útsölustöðum
breytt samkvæmt fenginni
reynslu þar.
Með þessu fyrirkomulagi
losna viðskiptavinir við að koma
með tómu ílátin til baka í hvert
sinn, en geta gengið inn í verzl-
unina og keypt allar mjólkur-
afurðir í snyrtilegum umbúð-
um, og mun mjólkin verða
geymd í kæli, þannig, að ekki
skiptir máli þótt hún sé eins
til tveggja daga gömul. Dag-
setningu á umbúðunum verður
sennilega hætt. Góðmjólk, sem
kæld er ofan í 2—4°C, stenzt
alla gerlaprófun og er góð sölu-
vara í nokkra daga. Getur slík
mjólk verið gæðameiri en ný-
mjólk, sem geymd hefur verið
í stofuhita í fáeinar stundir.
Þá ber einnig að geta þess, að
pappaumbúðir koma í veg fyrir
skemmdir á mjólk vegna sól-
ar, sem reykvískir neytendur
kannast vel við.
j Reynsla hefur fengizt á
pappaumbúðum erlendis, og
j samkvæmt henni virðist óhætt
að álykta, að þessari nýbreýtni
verði tekið vel hér á landi. Um-
búðirnar eru þrístrendar að
lögun, með þrem jafnstórum
hliðum, og skiptir engu hver
hliðin snýr niður. Þetta auð-
veldar mjög allan flutning og
geymslu mjólkurinnar, því þess-
ar umbúðir taka mikið minna
1 pláss en flöskurnar. Má stafla
I þeim þannig í kassa, að ekkert
rúm fari til spillis. Þess utan
verður komizt hjá allri smöl-
un og hirðingu notaðra íláta,
‘ sem neytendur henda jafnóð-
1 um og tæmast.
Væntanlega mun hægt að
skýra nánar frá þessu nýja-
1 fyrirkomulagi í blaðinu á
morgun.
Meistarar 6
r r
ar i roo.
Akureyri í morgun.
Knattspyrnumót Norður-
lands liófst hér á föstudag og
lauk í gær með sigri Knatt-
' spyrnufélags Akureyrar sjötta
árið í röð.
Alls tóku þátt í mótinu 4
^félög; Knattspyrnufél. Akur-
eyraf, þ-A' á Ak-
^ ureyri, Knattspyrnufélag Siglu-
fjarðar og kapplið úr Héraðs-
sambandi Þingeyinga. Úrslit
(urðu þau, að K. A. bar sígur
I úr býtum, fékk 6 stig og vann
. alla keppinauta sína, skoraði
^ 24 mörk gegn 6. Þór hlaut 4
stig, Þingeyingar 2, en Siglfirð-
j ingar ekkert. Fyrrv. Norður-
^ landsmeistarar voru K. A., því
að þeir hafa unnið mótið 6 ár
í röð.
Nýju
mjólkur-
umbúðirn-
ar verða
þannig i
lagincu