Vísir - 17.09.1959, Qupperneq 7
Fimmtudaginn 17. september 1959
risis Tfwpfwj
rt
p'
— Hvað var það, Beatrice? Linda talaði lágt, en tókst ekki að
leyna því að hún var forviða á heimsókninni.
— Það er út af honum Errol, hvíslaði Beatrice. — Hann er ekki
kominn heim, Linda. Eg vil ógjarna vekja hana mömmu og gera
henni órótt, en mér finnst þetta skrítiö — finnst þér það ekki
líka?
Lindu datt fyrst í hug að andmæla þessum afskiptum systur-
innar.
— Mér finnst engin ástæða til að óróast út af þessu, Beatrice.
Honum hefur dvalist hjá Vallons, og svo er hann lengur á heim-
leiðinni þegar hann er gangandi. Klukkan er ekki mikið yfir tólf.
Hann er ekki á leiðinni heim, sagði Beatrice hvasst. — Eg
símaði til Vallons fyrir tíu mínútum, og Bassett sagði að Kenneth
hefði farið að hátta undir eins og hann kom heim frá okkur.
Errol og Monique óku eitthvað út um klukkan níu. Og hvorugt
þeirra er komið heim ennþá, Linda.
Linda þagði í nokkrar sekúndur. Svo opnaði hún dyrnar upp
á gátt og benti Lindu að koma inn í herbergið.
— Það er betra að tala saman hérna inni, sagði hún er hún
hafði lokað dyrunum. — Ef Betty heyrir til okkar heldur hún að
eitthvað sé að.
— Það er eitthvað að, sagði Beatrice, og nú maldaði Linda ekki
í móinn.
legði þennan skilning í málið, en eftir nokkra bið sagði hún
hreimlaust: — Við getum ekkert gert í þessu máli, þú sér það.
— Nei. Það var auðheyrt að Beatrice var illa við að þurfa að
fallast á þetta. Hún bætti þegar við: — Heldurðu að hann telji
þá skyldu sína að giftast henni?
Linda brosti lítið eitt. — Nú liggur við að mér finnist við vera
farnar að hugsa full langt fram í tímann.
— Monique er fljót í snúningunum sjálf, svaraði Beatrice.
— Eg ætla nú að segja Errol skoðun mína á þessu í fullri ein-
lægni. Kannske eg geti komið vitinu fyrir hann.
— Eg held varla að það bæti úr skák, Beatrice, sagði Linda.
Hver veit nema það geri illt verra.
— Vitanlega fer eg gætilega aö öllu, sagði Beatrice. — en
eitthvað verður maður að gera. Það er augljóst mál.
Linda muldraði eitthvað sem hvorki var já eða nei, og eftir
dálitla stund tókst henni að fá Beatrice til að fara inn til sín.
Það var þýðingarlaust að halda áfram að tala um þetta, og Linda
var sannfærð um að ekkert mundi ske fyrr en daginn eftir.
Þegar Beatrice var farin skreiddist Linda upp í rúmið sitt og
horfði á Ijósrákina sem tunglskinið markaði á gólfdúkinn, en
hugur hennar var allur við þetta nýja viðfangsefni.
Eitthvað varð að gera. Beatrice hafði rétt fyrir sér í því.
En hvað?
Hvað var hægt að gera til að vega upp á móti hinum sam-
vizkulausa vilja Monique og vægðarleysi Kenneths. Hún hafði
vonað að Kenneth mundi snúast hugur, en nú skildi hún að það
var tálvon. Og milli þessara hjóna stóð Errol — það skildi hún
fyrst nú — sem óþekkt stærð. Hún hafði elskað hann og viljað
giftast honum, og samt hafði hún ekki getað sagt fyrir hvernig
hann mundi haga sér undir ákveðnum kringumstæðum. Hún vissi
ekki einu sinni hvort hann gæti staðist Monique þegar á reyndi.
Hún átti ekki annars úrkostar en að bíða — biða. Þangað til
sprengjan félli.
Eitt var vist: úrslitin voru að nálgast. Og henni fannst nærri
því léttir að því að vita það. Og svo sofnaði hún.
Það lá við að hún vaknaöi nokkrum sinnum um nóttina, en
Fimm stúlkur keppa í
fimmtarþraut.
Frægt er orðið leikrit Agöthu
Christie, sem heitir músagild-
an. Það hefur verið leikið 3
þúsund sinnum í Lundúnum.
Og nú á að hafa eftirmiðdags-
sýningu á því fyrir sérstakan
flokk manna — það eru fang-
arnir í Warmwood Scrubs. Það
verður sýnt í fangelsinu og
leikendur eru þeir sömu sem
á leikhúsinu. En ekki þarf þó
leiktjöldin með. Fangarnir hafa
sjálfir gert fullkomin leiktjöld
eftir ljósmyndum sem þeim
hafa verið sendar.
★
Skáldið. unga hafði nýlega
gefið út bók og var þá boðinn
til miðdegisverðar hjá velunn-
urum sínum. — Hann sagði þá
hæversklega við frúna í húsinu:
— Þér hafið líklega ekki enn
haft tíma til að lesa kvæðin
mín?
— Jú, það hefi eg reyndar,
sagði frúin glaðlega. — Og nú
liggur bókin á náttborðinu
mínu.
En það vildi svo óheppilega
til að ungur sonur hennar, sem
enn var heiðarlegur, var þarna
nærstaddúr og hann sagði í á-
vítunarrómi:
— Þetta er ekki satt, mamma.
— Þú hefir látið bókina undir
eina borðlöppina, svo ?ð borðið
ruggi ekki.
Eftir 3 greinar er Hafnarf jarðarstúlka fremst.
Ævintýraför —
•remewber. whem haeky eefusep
TOCUEETHAT ICIhJS'S V/IFE FOR !
ATHOUSAMP WAEBIOES?*
EXPLAIIMEP’ TAEZAIM.
— Nei! Þetta virtist koma flatt upp á Beatrice. — Nei, það
hefur mér ekki dottið í hug. Þau aka bæði vel.
Roger ók vel líka, muldraði Linda ósjálfrátt, en Beatrice heyrði
varla orðaskil og vissi ekki við hvað hún átti.
— Hvað varstu að segja?
— Nei, það var ekkert. Eg beið einu sinni eftir manni — sem
varð fyrir slysi.
— En eg held varla að því sé til að dreifa núna, Linda.
— Nei. Það held eg í rauninni varla heldur.
— Hvað heldurðu þá að sé að?
— Eg vil helzt ekki segja....
— En önnur hvor okkar verður að segja það, sagði Beatrice.
— Eg er hrædd um að hann sé farinn eitthvað út í buskann með
hana.
Linda svaraði ekki strax, og Beatrice bætti við, með áherzlu:
— Heldur þú það ekki líka?
— Nei, sagði Linda hægt. — Ekki held eg það. Eg held aö
Monique hafi valdið bilun á hreyflinum eða eitthvað þvílíkt, svo
að þau neyðist til að fá sér gistingu í einhverju afskekktu gisti-
húsi. Þegar þau koma aftur i fyrramálið leggur Kenneth þann
skilning í þetta, sem honum líkar bezt, og notar kannske tæki-
færiðtil að losna við Monique.
— Herðu, Linda, svei mér ef eg held ekki að þú hafir rétt
fyrir þér, sagöi Beatrice og furðaði sig á að nokkur skyldi hafa
skiliö betur en hún sjálf hvernig í öllu lægi.
Linda gat ekki greint henni frá ástæðunni til þess að hún
Fimmtarþrautarkeppni
kvenna hófst í gær á Melavell-
inum í Reykjavík og var þá
keppt í kúluvarpi, hástökki og
200 m hlaupi. Eftir þessar 3
greinar standa stigin þannig:
Stig.
1. Guðlaug Kristinsd. FH 2032
2. Rannveig Laxdal ÍR 1751
3. Mjöll Hólm ÍR 1148
4. Svala Hólm ÍR 817
5. Helena Óskarsdóttir ÍR 590
Einstök afrek Guðlaugar
voru þessi: Kúluvarp 10,21 m,
hástökk 1,36 m og 200 m 28,8
sek. Afrek Rannveigar í sömu
röð: 7.36 m, 1.31 m og 28.7 sek.
Árangur Guðlaugar í hástökk-l
inu er sá bezti, sem náðzt hef-
ur hér á landi á þessu sumri.
Munaði mjög litlu, að hún
stykki næstu hæð (1.41 m),
sem hefði verið nýtt íslqndsmet
(utanhúss).
í 200 m hlupu þær Rannveig
og Guðlaug á mun betri tíma
en náðist á meistaramótinu og
er þetta þó í fyrsta skipti sem
Rannveig reynir sig á þeirri
vegalengd. Samsvarar tími
þeirra 13,5—13,6 á 100 m.
í kvöld lýkur þrautinni með
keppni í 80 m grindahlaupi og
langstökki.
Frh. af 8. síðu.
stöðulaust í land, ákveðinn í
að láta lögregluna hirða óskila-
mennina.
Þegar Júgóslavarnir sáu bát
sinn horfinn þótti þeim ráð sitt
óvænkast og gripu þá til þess
ráðs að kynda neyðarbál. En
á meðan það logaði fundu þeir
lítinn árabát skorðaðan miili:
kletta í eynni og réru á honum
til lands.
Kæliborð
£. R. Burroughs
TARZAIM -
3088
„Þið munið þegar Harry
neitaði að lækna konu svert-
ingjahöfðingjans fyrir 1000
herraenn.“; sagði Tarzan. —
„Hann neitaði aðeins vegna
þess að hann gat ekki lækn-
að hana. Hann hafði þegar
eyW upp öllum meðalabirgð-
"BUT FEOíA THEN OKi HE mAP TO
BLUFF. HE VVAS KIC POCTOZ^SO
HOW GOULP HE PEC:PHEZ A -
TECHWICAL FORMULA ANP MAktE
A NEW SUPPLV ?*
Óska eftir að taka á leigu
eða kaupa kæliborð.
Tilboð sendist afgreiðslu :
blaðsins merkt: „Kælir“.
HE EEFUSEP BECAUSE HE'
COULPN'T CUK.E HEEl HE HAP
ALBEAPV USEP UP THE .
SAMPLE SEEUM. TO PROMOTE
HIS EEPUTAT'ON—•" fe.l8.^.qso
unum til þess að efla völd
sín og álit.“-----, En upp
frá því varð hann blekkja.
Hann var ekki læknir, og
þess vegna gat hann
lesið úr hinni tæknilegu for-
múlu og útbúið nýjar birgð-
ir.“ —
HATTA
HATTA
með uppbrettum
börðum, nýkomnir.