Vísir


Vísir - 18.09.1959, Qupperneq 6

Vísir - 18.09.1959, Qupperneq 6
TlSIR Föstudaginn 18. september 1959 WÍBIWL D A G B L A Ð Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Fálsson. Skrifstoí'ur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00 18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: 11660 (fimm línur). Vísir kostar kr. 25.00 í áskrift á mánuði, kr. 2.00 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. Strið eða friður. Ekkert er meira rætt í heimin- um um þessar mundir en heimsókn Krúsévs, forsætis- ráðherra Sovétríkjanna, til Bandaríkjanna, og er það mjög að vonum. Þessi heim- sókn aðalleiðtoga heims- kommúnismans til Banda- ríkjanna hefði verið óhugs- andi í fyrra, að maður tali ekki um hitteðfyrra. Skoð- anakannanir, sem fram hafa ■farið í Bandaríkjunum, virð- ast leiða í Ijós, að yfirgnæf- andi meirihluti Bandaríkja- þjóðarinnar hafi verið því fylgjandi, að Eisenhower forseti byði Krúsév heim, og hefði slíkt þótt tíðindi til næsta bæjar fyrir örfáum árum. Nú dettur engum í hug, að hin pólitísku veðrabrigði, sem orðið hafa í Bandaríkjunum á hinum síðustu misserum, tákni að kommúnisminn sé nú vinsælla fyrirbæri vestur þar en verið hefir, og frá- leitt er að ætla, að Banda- ríkjamenn hafi hug á að leiða yfir sig hlutskipti Ung- verja, svo að einhver þjóð sé nefnd, sem ekki fær sjálf að ráða málum sínum. Þá má ætla,, að nokkur bið verði á því, að Eisenhower gangi í kommúnistaflokkinn, og fátt bendir til, að hamarinn og sigðin verði sett í þjóð- fána Bandaríkjanna. En hvað er það þá, sem veldur því, að vesturför Krúsévs þyki eðlileg, eða allt að því sjálfsögð? Svarið hlýtur að vera nærtækt. Almenningur í Bandaríkjunum, eins og raunar fólk um heim allan, hefir gert sér Ijóst, að það, sem er ofar öllum málum í heiminum, er friðurinn. Það þarf hvorki stjórnmála- né vísindamann til þess að upp- lýsa okkur um, að þriðja heimsstyrjöldin yrði ekki ó- friður í venjulegum skilningi þar sem annar aðilinn myndi um síðir bera sigur af hólmi og þröngva hinum til upp- gjafar, heldur yrði sú styrj- öld alger tortíming. í kjarn- orkuvopna- eða vetnisvopna- styrjöld, myndi enginn sigra, allir tapa, mást út. Það er í ljósi þessara sanninda, sem menn verða að hugleiða við- ræðufundi þeirra Eisen- howers og Krúsévs. Raunar er fyrirsögn þessara hugleiðinga röng. Spurn- ingin er ekki um stríð eða frið, heldur um frið eða tor- tímingu. Og þessi spurning hlýtur að verða æ áleitnari, eftir því sem tíminn líður. Flestum finnst okkur það ærið nóg, að Bandaríkja- menn, Rússar og Bretar skuli eiga tortímingar- sprengjur í fórum sínum. Það getur ekki með neinu móti aukið á horfurnar um friðsamlega þróun í mann- heimi, ef Frakkar taka nú til við að sprengja kjarn- orkusprengjur í Sahara- eyðimörkinni, og hóta því að koma sér upp myndarlegum birgðum af slikum vopnum. Og flestir myndu láta sér fátt um finnast, þótt de Gaulle Frakklandsforseta yrði ekki að þeirri ósk sinni að auka á „gloire“ Frakka og „prestige“, sem hér mætti ef til vill þýða með „frægð og áliti‘ með því að geta líka hótað mannheimi tortím- ingu. Þegar þess er svo gott, að hugs- anlega þyrfti ekki annað til að hleypa tortimingarstyrj - öld af stað en að einhver maður í ábyrgðarstöðu hjá kjarnorkuveldunum brjálað- ist skyndilega, til dæmis af ofurþunga ábyrgðarinnar, þá sjá allir heilvita menn að ekki er seinna vænna að komast að einhverju því samkomulagi, sem dugar til þess að tryggja það, að mannkynið, verði ekki af- máð. 6 faí'MM tfe-Mihiiwr Pílagrímsför í Þórsmörk um helgina. Hreínsa verður óþverrann því hinir sfðlausu hafa saurgað iundinn. Sumir hinna fegurstu staða í Þórsmörk líta út eins og ösku- haugar að loknu sumri. Enda þótt fullyrða megi að þorri manna sé farinn að ganga um fegurstu bletti landsins eins og siðuðum mönniun sæmir slæð- ast með einstaklingar og jafn- vel ferðahópar, sem teljast mega ruslaralýður ef dæma á eftir umgengni þeirra í Þórs- mörk og öðrum fögrum stöðum, þar sem flaska, blikkdós, bréfa- rusl, og rifnar flíkur verka á siðaðan mann eins og guðlast í kirkju. Þúsundir manna leita á sumri hverju í Þórsmörk til þess að dýrka fegurð og styrk íslenzkr- : ar náttúru. Á engan stað leita ’ jafnmargir og í Þórsmörk, að Þingvöllum einum undanskild- um. Er því ekki að furða að mönnum sárni að sjá sorpmenn- inguna flutta á þennan af- skekkta fagra stað. | Á morgun verður gerð ferð í Þórsmörk til að þrífa staðinn, hreinsa ruslið sem liggur í 1 grænum lautum og hangir jafn- ! hingað nýjar og oftast sendar Fréttakvikmyndh-nar. 1 þessum dálki var nú í vik- unni minnzt á fréttakvikmynd- irnar, m. a. drepið á þær, sem Stjörnubíó sýndi um nokkurt skeið. Það voru fréttamyndir, er Kaupmannahafnarblaðið Politik- en lét gera. Hjalti Lýðsson forstj. hefur skýrt Bergmáli svo frá, að blaðið hafi hætt framleiðslu þeirra, vegna þess að hún varð of kostnaðarsöm, en ef framleiðsla þeirra hefði haldið áfram hefði Stjörnubíó sýnt þær áfram vegna vinsælda þeirra, og hagstæðra samninga. Kvikmyndirnar komu Vonir msnnkynsms. Enginn vafi er á því, að mann- kynið bindur miklar vonir við fundi þeirra Eisenhow- ers og Krúsévs. Og það er heldur, enginn vafi á því, að allt heilbrigt fólk, hvar sem er á jarðarkringlunni, þráir frið framar öllu. Pólitískt á- lit eða álitshnekkir er hér sem hjóm eitt í samanburði við það, sem í húfi er. Það skiptir líka minnstu máli, þó að ,.Pravda“ og „Izvestia" segi, að íaghaðaf’ætin í Washington við komu Krú- sév hafi minnt á öldur hafs- ins, og ekki skipta heldur máli umsagnir þeirra blaða, sem segja, að þögn og for- vitni hafi einkennt mann- fjöldann, sem beið Krúsévs í höfuðstað Bandaríkjanna. Hitt skiptir meginmáli, að mannkynið verði losað við hinn nagandi ótta við styrj- öld, — styrjöld, sem énginn getur unnið, — styrjöld,, sem mannkynið hlýtur að tapa. Bibiíusögur fyrlr framhaidsskóla. Nýlega hefur Ríkisútgáfa námsbóka gefið út Biblíusögur fyrir framhaldsskóla eftir Ást- ráð Sigursteindórsson, skóla- stjóra. Biblíusögur þessar vöru fyrst gefnar út árið 1951 af Bókagerðinni Lilju og aftur 1955. Voru þær þegar mikið notaðar við kristinfræðikennslu víða um land. I þessum biblíusögum er fylgt hinu venjulega biblíusöguformi með það fyrir augum, að nem- endur fái heildaryfirlit yfir sögur Biblíunnar og geti gert sér grein fyrir samhengi þeirra. Gengið er út frá því, að nemend ur læri í barnaskólum einstak- ar sögur án sérstaks tillits til sögulegs eða trúarlegs samheng is þeirra innbyrðis. í framhalds skólunum skulu nú fleiri sögur lærðar til viðbótar, aðrar rifj- aðar upp aftur og tengdar í sögulegt samhengi. Sögurnar eru teknar þannig, að orðalag Biblíunnar er látið halda sér sem mest án veru- legra skýringa annarra en nokk urra upplýsinga um sögulegar staðreyndir, sem ekki verður komizt hjá að hafa í huga. Frek ari skýringar geta verið á valdi hvers kennara, eftir því sem hann- telur ástæðu til. Þessi nýja útgáfa, sem er 144 bls. í Skírnisbroti, er að mestu óbreytt frá fyrri útgáfum. — Um 30 myndir eru í bókinni og jeru margar þeirra nýjar. Eru þær flestar af stöðum í löndum I Biblíunnar eða lifnaðarháttum fólksins þar. Einnig eru í bók- inni 2 uppdrættir. Káputeikn- gerði Halldór Pétursson listmálari. Prentun annaðist Isafoldarprentsmiðja h.f. Kommúnisminn er hvorki betri né verri eftir heimsókn Krú- sévs til Bandaríkjanna. Þjóðir vesturlanda munu á- reiðanlega halda vöku sinni og efla stjórn fólksins sjálfs, lýðræðisfyrirkomulagið, eft- ir sem áður. En hitt skulum við vona, að koma Krúsévs til Bandaríkjanna verði spor í þá átt að bannfæra í eitt skipti fyrir öll hugmyndina um styrjöld. Þar með væri hafin sigurganga mannkyns- ins í friðarátt. ! vel í trjánum. Villimennskan er það mikil að fylliraftar hafa klifið tré til að tylla á þau brotn um flöskum. Skógræktin heitir á sjálfboða liða í Þórsmerkurferð á morg- un til að hreinsa staðinn. Geta þeir gefið sig fram hjá Skóg- rækt ríkisins að Grettisgötu 8. Farið verður kl. 2 á morgun og komið til baka á sunnudags- kvöld. Skarphéðinn Eyþórsson leggur til ókeypis langferðabíl og trukk. Menn þurfa að nesta sig, en skógræktin veitir kaffi á heimleiðinni. Nýr árekstur — Frh. af bls. 15 embættið, hvað frekara yrði gert í því. Það, sem gerðist var þetta: Leigubifreiðinni G-938 var í gær kl. rúmlega 1 ekið um gatnamót svokallaðs Internat- ional Highway og Vesturbraut- ar, þar sem herlögreglumenn stöðvuðu bifreiðina, en henni ( ekur íslenzkur lögfræðistúdent , í sumarleyfi sínu. Þarna er 35 ! km. hámarkshraði — en varn- j arliðsmenn töldu stúdentinn hafa ekið með 80 km. hraða. Neitaði kröfu varnarliðsmanna. Biístjórinn neitaði að verða við kröfu varnarliðsmanna, að nema staðar og fara út af veg- inum, og ók að útibúi fólks- bílastöðvar, en hún er bæki- stöð hans. Hermennirnir fóru til aðalstöðva sinna og gáfu skýrslu, og er bílstjórinn ætlaði í aðra ökúferð, heftu banda- rískir herlögreglbílar ferð hans, alls 5 — röðuðu sér fyrir hann og heftu þannig ferðir hans. Islenzk lögregla á veftvang. íslenzk lögregla kom á vett- vang. Foringi varnarliðsmanna taldi sannað, að bílstjórinn hefði ekið yfir löglegan hraða og bæri'að hegna honum. Varð nokkurt karp um þetta, unz fulltrúi lögreglustjóraembættis- ins kom á vettvang og reyndi að koma varnar- liðsmönnum í skilning um, að fara bæri með mr.Iið sam- kvæmt íslenzkum lögum, þ. e. Ieggja fram kæru og færi svo rannsókn fram, áður en dómur væri unn kveðinn. flugleiðis. Hjalti kvað Stjörnubíó haía þreifað fyrir sér um fréttakvik- myndir, m. a. fengið þýzkar sem sýnishorn, en þær voru bæði of dýrar og auk þess árs gamlar, en hann kvaðst alveg sammála þvi að fréttakvikmyndir þyrftu að vera nýjar af nálinni eða svo til Hann kvaðst hafa fullan hug á að fá fréttakvikmyndir til sýn ingar, ef hægt væri að fá þæi nýjar og með hagfelldum samn ingum, en tilraunir í þá átt til þessa sýndu, að það myndi mikl- um erfiðleikum bundið. HATTAHREINSUN Handhreinsum herrahatta og setjum á silkiborða. Efnalaugin Björg Sólvallagötu 74. Barmahlíð 6. Jrnm Trámkdlldoar Jjdugaveg $5 Skólaskór barna, brúnir og svartir. VERZL Johan Rönning h.f. Raflagnir og viðgerðir á öllum heimilistækjum. — Fljót og vönduð vinna. Sími 14320. Johan Rönning h.f. Réttarrannsókn J hófst kl. 3. Tveir herlög- reglumenn báru að þeir hefðu mælt hraðann á tilteknum ivegaikafla eða 673.6 metrum. Annar telur hann hafa ekið á 35 km. hraða, hinn á 50 km. hraða, og hinn síðarnefndi, að hann hefði ekið á þessum hraða fyrir mælinguna. Bílstjórinn telur sig sem fyrr var getið hafa ekið á löglegum hraða, en hámarkshraði er 35 km., var 45 km. til 20. ágúst, er ný reglu- gerð gekk í gildi. Hvað sem rétt er um öku- hraðann er ljóst, að herlög- reglumennirnir hafa krafist þess af bílstjóranum, sem honum aðeins bar skvlda til að verða við gagnvart ís— lenzkum lögreglumönnum.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.