Vísir - 22.10.1959, Page 4

Vísir - 22.10.1959, Page 4
 Inngangur að bréfi. Það hefur löngum verið gleði- efni okkar íslendinga, þegar góðan gest ber að garði. Það hefur aldrei nema góður gestur komið. á mitt heimili hvar sem ég hef verið búsett í heiminum — þangað til seint í maí 1959. / Þegar ég giftist Stefáni Ein- arssyni gekkst hann inn á að eg mætti vinna af og til að því starfi er eg lærði ekki fyrr en ég var orðin amma, eða þegar ég kom aftur til Vesturheims 1945, og var mér þess vegna mikil fyrirhöfn, en einnig mik- ið áhugamál. Það er siður hér í Ameríku að maður býður heim þeim sem hringja til manns í síma. Nú hringir til okkar frá Washing- ton Guðmundur nokkur Dan- íelsson, barnakennari frá Eyr- arbakka, og Stefán býður hon- um auðvitað heim, án þess að athuga að það stóð mjög illa á hjá okkur, þar sem ég ætlaði til New York daginn eftir að taka við ábyrgðarmiklu starfi, sem læknir er ég þekkti þar hafði beðið mig um. Ég var þegar búin að undirbúa íbúð- ina að nokkru leyti undir það að vera í burtu allt sumarið, því að ég ætlaði til Stefáns í Ithaca, þegar starfið væri búið, þar erum við æfinlega á sumr- um, þegar við förum ekki í lengri ferðalög. Við áttum líka von á fjórum öðrum gestum þenna dag. Jæja, það var ekki um annað að gera en að taka á móti mann- inum, enda sagði Stefán að ég þyrfti ekki að hafa mikið fyr- ir honum, þeir mundu borða í klúbbnum, og ég þyrfti ekki að koma með, þar sem hann væri ekki með konu sína með sér. Nú, svo hringir maðurinn frá járnbrautartöð hér í Baltimore, en tekur ekki fram á hvaða stöð hann sé, svo að Stefán hélt auðvitað að hann væri á þeirri stöð, sem hann hafði sagt hon- um að stíga af lestinni á, en vegna ókunnugleika hafði hann farið af á allt annari stöð, svo aðStefán varð aðeltast við hann af einni stöðinni á aðra og ei- lífar símhringingar heim í millibilinu. Loks komst samt Stefán heim með manninn og mér leist ekkert sérstaklega giftusamlega á hann, fannst hann heldur beljakalegur og þó mestur um miðjuna, eins og okkur hættir við að verða, þeg- ar við erum komin yfir miðjan aldur og höfum of mikla mat- arlyst. Þessu hefði ég ekki veitt eftirtekt hefði hann ekki reitt mig til reiði seinna. Þegar maðurinn var farinn, sagðist Sefán hafa boðið honum að koma með sér til Ithaca og og leist mér aídeilis ekki á biikuna. Ég vissi það, sem líka kom á daginn, að Stefán myndi ekki ganga eins vel frá ibúð- inni og hann er vanur þegar ég fer á undan honum á vorin, þegar hann hefði gest hjá sér. Svo gleymir hann sér h'ka.við stýrið, þegar hann hefur óvið- komandi mann með sér, sem hann hefur áhuga á að tala við, og ég er ekki til að stjórna bíln- um. Þar að auki yrði hann að biða eftir honum fram á mesta hitatímabilið. Ég vildi aftur- kalla þetta boð, en Stefáni fannst hann ekki geta það, illu ÍTI8II Fimmtudaginn 22. október 1953 heilli. Svo að ég sagði við Stefán: „Hvað hefur þessi mað- ur gert fyrir þig, að þú þurfir að fara að bjóða honum með þér til Ithaca?“ Hann viður- kenndi „Ekki neitt.“ Þegar ég kom til Ithaca viku eftir að Stefán kom þangað var maðurinn, sem betur fór, far- inn, hann hafði eitthvað það við sig sem hafði ill áhrif á mig. Þegar Stefán sagði mér í gríni frá atviki sem kom fyrir þá á leiðinni að lögregluþjónn hefði stoppað þá og haldið að hann væri drukkinn, sagði eg við Stefán, að hann skyldi vita til, þetta væri skriffinnur, og þyrfti þess vegna að láta ljós sitt skína þegar hann kæmi heim, hann mundi ekki bera honum vel söguna, en mundi sjálfur reyna að verða fyndiim á hans kostnað. sagðist hann lengi hafa leitað þangað til hann fann þessa íbúð. íbúð sem hefur 21 glugga og dásamlegt útsýni í allar áttir getur naumast talist leiðinleg, nema þegar maður þarf að þvo gluggana, þar sem ekki þarf einu sinni að draga fyrir gard- ínur, því að skógurinn skýlir allsstaðar. Ég freistast oft á veturna til að læðast fram úr rúminu um nætur og sjá tungl- ið skína gegnum beran skóginn. Þá get ég gleymt mér, eins og þegar ég horfi á listaverk eða enda við að lesa fagra bók eins og Brekkkotsannál Laxness. Á veturna er sólarlagið eins fag- urt að sjá héðan og það er á sumrin heima i Reykjavík. Ég hlakka til að flytja heim til íslands, en ég veit að ég mun sakna þessarar íbúðar, því að orð þegar hún kom inn hvað’ væri huggulegt héma. Það er nefnilega sumt fólk, sem ekki finnst neitt rusl að bókum, þvert á móti finnst þær beri vott um kúltúr. Eg viðurkenni að Stefán hefir fyllt skrifborðið sitt svo af bók- um að hann er löngu hættur að geta unnið við það, enda þykir honum skemmtilegra að vinna í sólríkara herbergi en bókaherbergið hans er, þar sem við erum hér aðeins á veturna. Ég hjálpa Stefáni ekki við störf hans, enda hef ég önnur áhugmál, en ég ánáða hann heldur ekki og amast ekki við honum þó að hann breiði út um öll herbergin, til dæmis þegar hann er búinn að fylla svo borð- ið og stólana á veröndinni af bókum,jafnvel tvíbreiðan dívan sem er þar — þar hefur marg- Bréf til skálds. Háttvirti herra rithöfundur: Þar sem ég held að Stefáni Einarsyni finnist það ekki sam- boðið virðingu sinni að svara bréfi yðar frá 30. september 1959 og meðfylgandi blaða- grein, ætla ég að taka það að mér, þar sem þér ráðist á það sem mér er kærast utan fjöl- skyldu minnar, það er manninn minn, heimili mitt, og meira að segja bílgreyið, sem venju- lega stendur hér fyrir utan hús- ið alsaklaus og gerir engum mein. Það hittist þannig á að Chevrolet-beyglan hans Stef- áns er 1949 Plymouth, keyrður rúmar 30 þúsund mílur á góð- um vegum og hefur mér vit- anlega aldrei beyglast, í það minnsta var hann málaður í fyrra og hefur ekki beyglast síðan. Ég hef oft' átt nýja og flotta bíla, eins og það er kallað heima, þegar ég bjó með ung- um syni mínum í New York fannst okkur ekki borga sig að eiga bílana lengur en í eitt til tvö ár, eða skifta þeim áður en þeir þyrftu viðgerðar, enda eru það helst unglingar og negrar sem hafa gaman af að eiga glampandi og glæsilega bíla hér. Þó hef ég við engan bíl tekið jafnmikilli tryggð ■ og þennan. Bíll Stefáns er svo lík- ur bílum annara prófessora hér, að við verðum oft að leita lengi að honum á háskólalóðinni áður en við finnum hann. Meðal annara orða: við þúuð- ums víst þennan laugardag sem við hittumst hér, en eg segi bara eins og hefi heyrt haft eftir Eyj- ólfi Ijóstoll, þegar Þorvaldur pólití skammaði hann fyrir að þúa landshöíðingjann: ,,Ég þúa Guð og góða menn, en þéra and- skotann og yður.“ Þér látið skína í gegn í grein yðar 'að það sé eins og Stefán búi í tveggja hæða hænsnakofa, eins og þeir eru algenir í ná- grenni Ithaca. Það má nú segja að glöggt er gests augað og sérstaklega á það sem ljótt er í yðar augum. En ég var áður gift listamanni sem kenndi mér að sjá fegurð í öllum hlutum óg njóta þess. Ég veit ekki hvoru ég var meira hrifin af þegar eg kom hérna, fyrst Stefáni eða íbúðinni. Enda samskonar útsýni er ekki heima á Islandi. Ég viðurkenni að húsið sem við búum í er ekkert skraut- hýsi: tvær jafnar hæðir með lágu plötuþaki, en vandað er það innan með harðviðargólf- um. Ef þér hafið nokkuð ferðast að ráði um íbúðarhverfi borga hér, hljótið þér að hafa tekið eftir að flest einnar og tveggja fjölskylduhús eru byggð úr timbri og lögð með þakspónum (shingles), og fjarskalega oft lituð brún eins og þetta hús, enn ekki svört eins og flest virðist verða í yðar augum í sambandi við Stefán. Þér komuð því að, að þér ^ þekkið ambassador íslands í Washington, sem tekur öllum íslendingum vel og Þórhall Ás- geirsson. Hann hefur komið hingað með fjölskyldu sína og virtist ekki hneykslast á heim- ilinu, en bauð okkur heim til sín í staðinn. Nú og ambassa- dorsfrúin hefur komið hingað heim. Það voru hennar fyrstu ur góður gestur sofið — amast eg heldur ekki við því þó hann leggi borðstofuborðið undir sig, ef hann þarf snögglega að byrja á nýju verki. Ég slæ þá heldur upp spilaborði fyrir framan sjónvarpið, og við borðum þar þegar við erum ein. Og ef hon- um þykir þægilegra að sitja í djúpum stól og raða bókunum í kring um sig á gólfið, þá er honum það líka velkomið, það gerir bókunum ekkert til, því við höfum teppi á öllum gólf- um og þau eru hreinsuð viku- lega hvort sem ég er heima eða ekki. (Ég fékk góða æfingu í að láta verkefni fræðimanns í friði, þann tíma sem ég hjúkr- aði Halldóri frænda mínum í Ithaca, þeim góða manni). Mér þykir svo vænt um að hann skuli heldur vilja vinna heima en á skrifstofunni í Johns Hop- kins, sem einnig er full af bók- um Stefáns. Ég ætti kannske að taka það fram að Stefán hefur hugsað sér að gefa sitt mikla bókasafn Háskóla íslands, en það kunnið þér ef til vill ekki að meta, maðurinn er kannske ekki menntamaður fremur en ég. Okkur hefur aldrei fundist þetta hús sérstaklega heitt, þar1, sem skógurinn gnæfir hátt yfirr það og skýlir því fyrir sólinni,. en við höfum heldur aldrei fyrr, þurft að bíða hér eftir neinurn fram í júlí. Ég var lánsöm að vera ekki heima þegar þér kom- uð hér aftur, því að þá hefði ég líka verið í stuttbuxum og það hefði orðið ófögur lýsing hjá yður af mér. Ég get tekið það fram yður til afsökunar að það er sagt að þetta hafi verið heitasta sumar sem komið hef- ur í fjörutíu ár. Stefán hefði átt að borga yð- ur þessa þrjá dali sem þér greidduð leigubílinn með, ann- ars hefur enginn villst sem ég: hef vísað til vegar. Það kostar 80 cent neðan úr bæ og maður gefur þeim venjulegast dollar.. Annars er ofureinfalt að taka. strætisvagn fyrir þá sem eru. vanir að ferðast, það kostar 25' cent. Annars veit ekki hvort það er nokkur gestrisniskylda. að sækja fólk, sem maður bíð- ur heim, þó að Stefán geri það venjulega þegar hann á von á góðum gestum. Ég þekkti einu sinni mann,. sem var sendur hingað af op- inberu fé. Hann bjó á hóteli í 66th Street rétt fyrir vestan 5.. Avenue í New York. Hann. þurfti að mæta á áríðandi fundi í íslenzka konsúlatinu, sem þá var á Madison Avenue og 57th. Street. Hefði hann verið kunn- ugur mundi hann hafa gengið það á 20—30 mínútum. En hanri tók sér leigubíl og sagði að hann þyrfti að koma á Madison.' Street. Eftir nokkra klukkutímaí og mikla leit fundu þeir lokg Madison Street, lengst niður ál Manhattan. Maðurinn missti afí fundinum og þurfti að borga lffi dali. Það hefir þó ekki verið eitthvað líkt með yður að fram- burðurinn hafi verið- allt of greinilegur á enskunni, þó yðun tækist svona gífurlega vel að bjarga Stefáni undan lögregl- unni seinna. Annars skil ég ekkert í yður Frh. á bls. 9. Kanadamcnn hafa fundið járnnámur miklar langt fyrir norðan heimskautabaug, og hafa þeir helzt hugsað sér að nýta þær þannig, að málmurinn verði lagður á land í Grænlandi, og síðan fluttur aftur. Hér sjást Kanadamenn, sem voru í siunar að atliuga hafnarskilyrði á vestur- strönd Grænlands.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.