Vísir - 02.11.1959, Blaðsíða 6
VlBIft
Mánudaginn 2. nóvembei’ 1959
visxxi
D AGBLAÐ
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson.
Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3.
Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00.
Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00.
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00.
Sími: 11660 (fimm línur).
Vísir kostar kr. 25.00 í áskrift á mánuði,
kr. 2.00 eintakið í lausasölu.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Vonbrigði Framsóknar.
Eftir skrifum Tímans að dæma
hafa forkólfar Framsóknar
nú þungar áhyggjur af
breytni Alþýðuflokksins. —
Telja þeir að hann hafi borið
svo langt af réttri leið, að
lengra verði vart komist. Er
auðséð á þessum skrifum, að
í herbúðum Framsóknar
hafa menn litla von um að
samstarfi verði komið á milli
þessara tveggja flokka í
þetta sinn. Er þá von að
hugsað sé með söknuði til
fyrri tíma, þegar Hræðslu-
bandalagið sáluga varð til
og vinstri stjórnin komst á
laggirnar.
Liklega verða Framsóknarmenn
að sætta sig við það, að
Alþýðuflokkurinn snúi við
þeim baki, a. m. k. um skeið.
Forustuliði Alþýðuflokksins
hlýtur að vera orðið það
Ijóst, að líf hans og framtíð
er undir því komin, að hann
forðist allt samneyti við
Framsókn. Hræðslubanda-
lagsævintýrið hafði nær
gengið af flokknum dauðum
og sigur hans í kosningunum
núna var fyrst og fremst
yfirlýsing kjósenda um það,
að hann ætti ekki að vinna
með Framsókn.
Fylgisaukningin er því um leið
mótmæli gegn vinstri stjórn.
Fylgismenn Alþýðuflokks-
ins, sem yfirgáfu hann þegar
Hræðslubandalagið var
stofnað, hurfu nú til hans
aftur í þeirri trú, að hann
hefði sagt skilið við Fram-
sókn, en bregðist hann þeim
vonum, bregst fylgið honum
aftur í næstu kosningum.
Þetta er svo augljóst mál,
að forustumenn Alþýðu-
flokksins liljóta að skilja
það.
Tíminn og Þjóðviljinn notuðu
það óspart fyrir kosningarn-
ar, að stefna Alþýðuflokks-
ins og Sjálfstæðisflokksins
væri orðin hin sama og ætl-
uðu að hræða frá Alþýðu-
flokknum fylgið með því.
Hafi eitthvert mark verið
tekið á þessum skrifum hef-
ur árangur þeirra orðið
öfugur við það sem til var
ætlast.
Vonbrigði Framsóknarmanna
og kommúnista yfir því, að
enginn grundvöllur skuli
nú vera undir stofnun vinstri
stjórnar, eru vel skiljanleg.
Þessir tveir flokkar höfðu
ætlað sér að vinna saman
eftir kosningar og vonuðu í
lengstu lög að einhver ráð
fyndust til þess að fá A1
þýðuflokkinn með. Þeim datt
víst ekki í hug að hann
myndi vinna svo mikið á í
kosningunum, að engu tauti
yrði við hann komið um
vinstra samstarf, og því síð
ur að úrslit kosninganna
yrðu ótvíræð bending til
hans um að forðast slíkt
samneyti.
Sýning Veturliða Gunnarssonar
í Listamannaskáíanum.
Veturliði Gunnarsson sýnii’
nú vatnslitamyndir', og lakk-
myndir á plast.
Vatnslitamyndirnar eru meg-
inþáttur sýningarinnar. Þær
eru ólíkar,skiptast í tvo flokka,
annars vegar abstraktsjónir,
hins vegar í mismunandi stíl-
færðar landlagsmyndir.
Trúlega eru landslagsmynd-
irnar það bezta, sem listamað-
urinn hefui sýnt til þessa. Séi'-1
staklega athyglisverðar eru
myndir, málaðar vott í vott, fyr
ir hreina og ákveðna litaskipan
og trausta uppbyggingu, dæmi
nr. 17 og nr. 19, sem telja má
mjög góð verk, líka myndirnar
nr. 4, 24 og fl.
Veturliði málar líka landslag
með vatnslitum á þurran papp-
írinn og tekst oft vel, til dæmis
mynd nr. 32 og mynd nr. 39,
sem hafa sömu aðalkosti og
fyrrnefndar myndir. |
Abstrakt myndirnar eru ekki
eins athyglisverðar og lands-
lagsmyndirnar og þar orkar litk
unin ekki eins sannfærandi á
áhorfandann.
Lakkmyndirnar á plastplött-
unum eru nýstárlegir hlutir,
sem ekki hafa sést hér áður.
Listamaðurinn skreytir (de-
korenar) þar hin undarlegustu
form.
Vatnslitir eru. vandmeðfarið
efni, sem fáum tekst að ná
valdi yfir, er hafa léttan sér-
stæðan þokka þegar vel tekst.
Nýjustu myndir Vetui’liða
sýna óhemju vinnu og mikla
alúð er liggur á bak við þann
árangur, sem listamaðurinn hef
ur þegar náð.
Heildarsvipur sýningarinnar
er hressilegur.
Felix.
Sex verur bíða höfundar"
frumsýndar annað kvöld.
n
Leikstjóri er Jón Sigurbjörnsson
Esso-málíð.
BJöðunum hefur nú borizt
skýrsla rannsóknardómar-
anna í smyglmáli olíufélag-
anna. Kemur þar í ljós það,
sem raunar var vitað áður,
að hér er um að ræða eitt
mesta afbrotamál, sem upp
hefur komið hér á landi.
Skýrsla þessi var birt í öll-
um dagblöðunum á laugar-
daginn, nema Tímanum.
Hann þóttist ekki hafa rúm
til að birta hana alla. Mun
ýmsum hafa dottið í hug, að
ekki hefði skort þar rúm, ef
aðrir hefðu átt hlut að máli
en fyrirtæki S.Í.S.
Æskilegt hefði verið að þessi
skýrsla hefði borizt blöðun-
um fyrir kosningarnar. —
Kynni að vera, að með því
móti hefði mátt lækka dá-
lítið rostann í Tímanum og
fá eitthvað dregið 'úr öllu
því níði og rógi, sem þar var
hrúgað saman um andstæð-
ingana. Ber slík blaða-
mennska vott um svo lágt
siðferðisstig, að viðbjóð vek-
ur hjá öllum heiðarlegum
. mönnum. Og þegar svo þar
við bætist, að þeir, sem á-
stunda þessi skrif, eru mál-
svarar þess flokks, sem upp-
vis er orðinn að stórfelldustu
svikum og lögbrotum, sem
um getur í sögu íslenzkra
réttarrannsókna, hefði þjóð-
in átt að fá fulla vitneskju
um hegðun hans og heilindi
þeirra fyrir kosningar.
Það ætti nú að vera orðið
öllum auðskilið, hvers vegna
Framsóknarmenn vildu ekki
missa valdaaðstöðu sína
í Keflavíkurflugvelli og
reyndu í lengstu lög að leyna
almenning því, sem þar hef-
ur verið að gerast, m. a. með
því, að láta Tímann birta
lygasögur um Sjálfstæðis-
flokkinn. Með þeim hætti
átti að reyna að leiða athygli
fólks frá vallarhneykslinu.
Ur þessu er vonlaust fyrir
Framsóknarmenn að ætla sér
að leyna almenning þeirri
staðreynd, að innan Fram-
sóknarflokksins hefur þró-
azt meiri og víðtækai’i spill-
ing en í nokkrum stjórn-
málasamtökum öðrum hér-á
landi fyrr eða síðar.
Annað kvöld frumsýnir Leik-
félag Reykjavíkur leikritið
„Sex persónur leita höfundar1'
(Sei persónaggi in cerca d’-
autore) eftir ítalska nóbelskáld-
ið Luigi Pirandello.
„Sex persónur leita höfundar
er þekktasta verk skáldsins,
skrifað 1921, og er af mörgum
talið lykilverk nútímaleikritun-
ar. Sverrir Thoroddsen hefur
gert þýðinguna, en leikstjóri er
Jón Sigurbjörnsson. Aðalhlut-
verk leika Gísli Halldórsson,
Þóra Friðriksdóttir og Guð-
mundur Pálsson, Áróra Hall-
dórsdóttir, Steindór Hjörleifs-
son. Alls ei'u leikarar um 20,
þar á meðal Sigríður Hagalín,
Baldur Hólmgeirsson og Þóra
Borg, sem öll fara með veiga-
mikil hlutverk.
Þetta er ekki í fyrsta sinn,
sem hinar Sex persónur koma
á íslenzkt leiksvið, því Leikfé-
lagið sýndi leikritið árið 1926
undir stjórn Indriða Waage. Þá
fóru þau Ágúst Kvaran, Arndís
Björnsdóttir og Brynjólfur Jó-
hannesson með aðalhlutverkin.
S.l. miðvikudag var 45. sýn-
ing á „Deleríum búbónis" eftir
Jón Múla og Jónas Árnasyni, og
fer nú að fækka sýningu á þess-
um ágæta söngleik, sem bráð-
lega verður að víkja fyrir nýj-
um verkefnum.
Næsta verkefni er í æfingu,
en það er „Beðið eftir Godot“
eftir Samuel Beckett. Leikstjóri
verður Balvin Halldórsson, en
með aðalhlutverkin fara Brynj-
ólfur Jóhannesson, Árni
Tryggvason, Gísli Halldórsson
og Guðmundur Pálsson. Sýning
ar hefjast seint í nóvember.
Leikfélagið rekur nú leiklist-
arskóla í fyrsta sinn og er þeg-
ar fullskipaður með 15 nemend
ur. Aðalkennari er Gísli Hall-
dórsson, en aðrir kennarar Jón
Valgeir og Brandur Jónsson.
Úhaggað stendur að um
fölsun var að raeða.
Réðherra reynir að bjarga
manni í vanda.
Fyrir lielgina birti Kristinn
Stefánsson lyfsölustjóri grein
um l.vfsölumál í Alþýðublaðinu
og laumar aftan í hana yfirlýs-
ingu, scm hann telur til orðna
vegna „ómerkilegra“ blaða-
skrifa um lyfsölumálin. Yfir-
lýsing þessi, sem undirrituð er
af . Friðjóni Skarphcðinssyni
ráðherra, er um það, að hann,
ráðherrann, hafi undirritað
nýja verðskrá yfir lyf þann 15.
scptember.
Hér cr ráðherrann að reyna
að bjarga mannorði lyfsölu-
stjóra með rangri yfirlýsingu,
því að þegar lyfsalar gengu á
fund ráðherrans eftir að þeim
hafði borizt skráin í héndur —
dagsett 15. september — lýsti
hann yfir því, að hann hefði
alls ekki skrifað undir hana.
Vitni eru að þessari yfirlýs-
ingu ráðherrans og standa því
hin „cmerkilegu" ummæli Vísis
óhögguð. Vísir lætur svo al-
menningi um að dæma þá menn
sem þiggja slíkar yfirlýs-
ingar. Ætli þeim yrðu ekki val-
in önnur nöfn en „ómerkileg“.1
Með þessu virðast einnig tekin j
af öll tvímæli um það, hver hafi,
fa'sað nafn ráðherrans, þótt
hann hafi fyrirgeíið syndina af,
góðmennsku sinni. \
Frá forstjóra Strætisvagn*
Reykjavíkur hefur Bergmáli bor-
izt eftirfarandi bréf:
„Vegna skrifa í dálkum yðar að
undanfömu í sambandi við við-
komu Lögbeagsvagnsins á
Laugavegi, langar mig til að
segja þetta:
Á 2ja stimda fresti.
Lögbergsvagninn ekur venju.
lega á tveggja klukkustunda
i fresti frá Lækjartorgi að Lög-
bergi, 17 km vegarlengd. með
þeirri undantekningu þó, að á
virkum dögum fer hann tvær
ferðir þannig fyrir kl. 9, eða kl.
7 og 8.
Farþegar í þessum ferðum eru
ýmist nemendur eða fólk, sem
stundar hvers konar atvinnu í
bænum og þarf yfirleitt að mæta
á réttum tima, Sá timi, sem vagn
inum er ætlaður í þessar tvær
ferðir, er aðeins 1 klst. í hvora
ferð á móti tveim klst. á öðrum
tíma dags, sem fyrr segir. Með
því að ekki séu teknir upp far-
þegar frá Elliðaám, er vagninn
venjulega kominn á Lækjartorg
2—4 min. fyrir kl. 8 og 9 og má
það ekki seinna vera.
Athug’anir.
Hefur komið í ljós eftir athug-
anir, sem gerðar voru í þessum
efnum í nokkra daga, að engu
má á þennan vagn bæta, ef tak-
ast á að koma þeim farþegum,
sem lengst eiga að, og ekki
eiga annaiTa vagna völ, á réttum
tíma í bæinn.
Mér þykir leitt, ef mikil brögð
eru að því, að farþegar séu skild-
ir eftir á viðkomustöðum, hvort
sem er við Laugaveginn eða ann-
arsstaðar í bænum.
Bættur vagnakostui’.
Vona ég þó, að með bættum
vagnakosti heyri slíkt til undan-
tekninga. En svo vikið sé aftur að
farþegum við Laugaveg skal upp
lýst, að á timabilinu kl. 8,30—9
aka um hann 7—8 vagnar og á
sama tima aka 7 vagnar um
Skúlagötu, með viðkomu við
Rauðarárstíg.
Að lokum þetta: Reynt verður
af fremsta megni framvegis sem
hingað til að fylgjast með þörf-
um farþega SVR og allt gert til
þess að bæta úr, án þess að hlut-
ur annarra sé við það skertur.
— Eiríkur Ásgeirsson."
Bergmál þakkar bréfið. — Berg
mál vill láta í ljós þá skoðun sína,
er um SVR er rætt, að það sé
meginatriði, að greitt sé fyrir því
á allan hátt, sem skjótast og
tregðulaust, að fyrirtækið fái
nýja vagna ef um er kvartað, að
vagnaskortur hái þjónustunni.
Póstskipið Drang-
ur kom í nótt.
Frá fréttaritara Vísis.
Akureyri í morgun.
Póstbáturinn „Drangur“ kom
hingað í nótt frá Noregi, en
þaðan fór hann á fimmtudag,
og gekk ferðin vel í alla staði.
Sjö manna áhöfn er á bátn-
um, og er Steindór Jónsson skip
stjóri. Er skipið hið álitlegasta
útlits, en nánari lýsing bíður
næsta blaðs,. því að „við skoð-
um skipið í.dag.