Vísir - 02.11.1959, Síða 10

Vísir - 02.11.1959, Síða 10
10 vf sis Mánudaginn 2. ndvember 1959 33 Og það var dýru verði sem hún þurfti að borga gömlu mis- tök og gamla reynslu. Stundum gat verðið verið o/ hátt. Roberts opnaði dyrnar fyrir henni. — Eg átti að biðja yður um að koma beint upp, ungfni, sagði hann. — Læknirinn hefur tafizt lengur en hann bjóst við, en hann bað mig skila að hann yrði laus fyrir klukkan sjö. Ef þér kæmuð fyrr átti eg að biðja yður um að fara beint upp. — Þökk fyrir, Roberts. Eg rata ein, þakka yður fyrir. Von bráðar var hún kominn inn í dagstofu Ross. Kveikt hafði verið í stofunni og skutull með sherry og tveim glösum stóð á lágu borði fyrir framan djúpan sófa. Hún leit á alia gripina, sem voru orðnir henni svo kærir, en hafði þrengsli fyrir hjartanu og anglistin kvaldi hana. Mundi hún nokkurn tíma fá að eiga heima héma? spurði hún. sjálfa sig. Og svo hugsaði hún til hússins úti í sveit, hússins sem átti að verða hið eiginlega heimili þeirra, og allt í einu fannst henni hún sjá fyrir sér, tómt og autt. Sonia gat ekki komið þessu fram. Hún mátti það ekki! Caria kreisti saman hendurnar og hafði ekki enn tekið af sér blárefskragann yfir turkisbláa kvöldkjólnum er hún heyrði Ross koma hlaupandi upp stigann. Þegar hann kom inn í stofuna hljóp hún á móti honum, og umvafin örmum hans og með varir við varir naut hún stuttrar sælu í himnaríki gleymskunnar. — Þetta var sannarlega stundvís stúlka! Hann tók andlitið á henni milli handa sér eftir fyrsta kossinn. — Má eg horfa á þig. — — Ó, elskan mín! En hvað þaö er dásamlegt að þú skulir vera kominn! Hann hló. — Eg hef nú ekki verið í ferð kringum hnöttinn, ástín mín. — Mér finnst þú hafa verið það, sagði hún. — Að minnsta kosti hefurðu verið of lengi burtu. — Eg er á sama máli. Hann kyssti hana aftur. — En hvað þú ert yndisleg. Við verðum að fá okkur glas upp á það. Láttu mig taka kragann þinn af þér — það er eins og þú sért að fara. — Eg vil helzt verða hérna marga klukkutíma! Hún hafði einsett sér að njóta hverrar mínútu, sem hún yrði þarna. En hvernig svo sem hún reyndi, þá kom það fyrir oftar en einu sinni yfir miðdegisverðinum að Ross leit upp og horfði athugull á hana. Það var Robert sem gekk um beina og frú Roberts sem sá um matinn, þegar Ross hafði gesti, og þegar Robert hafði sett frá sér kaffibakkann og var farinn út, horfði Ross iengi á Cariu meðan hún var að hella í kaffibollana. — Mér finnst þú ekki vera eins og þú átt að þér, sagði hann. — Gerirðu þér Ijóst, að eftir hálfan mánuð átt þú að gera þetta á hverju kvöldi. Hún leit snöggt upp. — Geriöu ráð fyrir að verða heima á hverju kvöldi? Þá finnst mér þú vera nokkuð bjartsýnn, elskan mín, úr því að síminn er til, og lullt af fólki, sem þarf að ná í þig. — Jæja, en við borðum morgunverð líka. Eða ætlar þú þér ekki að vera komin á fætur fyrir morgunverð? Hann settist hjá henni. — Jú, auðvitað, ef.... Rödin dó út og Caria kreysti saman varirnar til þess að þær skyldu ekki titra. Ross, sem hafði rétt fram höndina til að taka kaffibollann, tók í höndina á henni í staðinn. Hann fann með figurgómunum hve æðaslátturinn var ójafn. — Hvað gengur að þér, Caria? spurði hann. — Nei — já — allt mögulegt! Hún ætlaði að standa upp, en hann hélt henni aftur. Svo tók hann utan um hana. — Elskan mín, sagði hann. — Það er eitthvað, sem hefur kvalið þig í allt kvöld. Hvað er það? Þú verður að segja lækn- inum það.... Hann brosti, en augun voru alvarleg. Hún grúfði sig að öxlinni á honum. — Ó, Ross, kjökraði hún — eg er svo óhamingjusöm — og hrædd. Hann strauk mjúkt hárið á henni. — Við skulum kryfja það til mergjar, það er kannske ekki eins slæmt og þú heldur. — Það er miklu verra en mig hefði nokkurntíma geta dreymt um. — En hvað er það þá, ástin min? sagði hann aftur. — Hefur eitthvað komið fyrir meðan eg var burtu? Hún rétti úr sér og sagði án þess að líta á hann: — Já, sannar- lega hefur mikið komið fyrir. Sonia Frayne gerði sér ferð til min.... — Sonia? sagði hann hvasst. — Hvað i ósköpunum vildi.... Svo sagði hún honum allt. Henni reyndist það auðveldara en hún hafði haldið, og þegar á leið söguna sá hún að andlitið harðnaði, og nú skildi hún í fyrsta skipti að hann gat orðið hættulegur þegar hann reiddist. — Láttu mig gera út um þetta við Soniu, Caria, sagði hann. — Nei. Æ, góði minn, sérðu ekki að það er ekki hægt að „gera út um“ þetta? Henni skal ekki takast að gera okkur þennan leik, hrópaði hann. — Gerir þú þér ljóst hvað í þvi feldist? Hneykslið — allur óþverrinn sem skilnaðarmáli fylgir. Það mundi engan enda taka.... Henni hafði skilist það áður, en aldrei eins ljóst og núna. Þó að hún vissi að harmur hans og reiði stafaði af umhyggjunni fyrir henni, þá vissi hún líka að hann gerði sér ljóst hvílíkar afleiðingar hneykslismál hefði i för með sér fyrir starfið sem hann elskaöi, starfið sem átti jafn sterkan þátt í honum og hún sjálf. Hún hugsaði með sér aö þó að það ætti að kosta sig alla lífsgæfu, skyldi Ross aldrei gjalda flónsku hennar. — Já, eg skil það vel, elskan mín, sagði hún. — Og eg veit að hvorki eg né aðrir geta nokkurntíma fengið Soniu ofan af þessu. — En ef hún vill fá skilnað frá Frayne, gefur hann henni eflaust tilefni til þess án þess að.... Hann þagnaði og hnyklaði brúnirnar, svo bætti hann við: — Ef hann er þá ekki í ráðum með henni sjálfur? — Það get eg ekki látið mér detta í hug, sagði hún. — Hvers vegna ekki. Heldurðu að hann sé svo göfuglyndur? — Nei, það held eg ekki. Hann er eflaust til í að haga sér eins og lubbi, en — ekki á þennan hátt. — Það er svo að sjá sem þú hafir ennþá tiltrú til Fraynes majórs, sagði hann, sleppti hendinni á henni og stóð upp. Hann gekk að arninum og stóð þar og fór að flytja til á hillunni dótið sem stóð þar, án þess að vita hvað hann var að gera. Andlitið var fölt og svipurinn hvass. Caria horfði á hann og þjáningin skein úr augunum. Það kvaldi hana svo óseigjanlega að Ross, þessi rólegi og athuguli maöur, skyldi þjást af afbrýði. * fi KVÖLDVÖKUNNI Þau voru að dansa, aðstoðar- læknirinn og hjúkrunarkonan, þá sagði hún: „Stúlkur fá stóra fætur af því að dansa, álítið þér það ekki líka læknir?“ „Jú.“ „Og stúlkur verða afskap- lega axlamiklar af því að synda?“ „Já. Þér hljótið að liafa setið töluvert á hestbaki frk. Mar- grét.“ 'k Þau voru í næturklúbb og pilturinn starði sífellt á stúlk- una. Hún varð ergileg. „Hafið þér svona mikinn á- huga fyrir þessari gullflugvél með demöntum, sem hangir um hálsinn á mér?“ „Nei, ljúfan. Eg var aðallega að hugsa um flugvöllinn.“ k Ethel Watts Munford langaði til að skoða Akropolis þegar 1 aðrir ferðamenn höfðu lokið við skoðun sína. — Það var molluheitur dagur og gangan upp á hæðina var þreytandi. Þegar hún sá Partheon varð hún svo yfirkomin af tignar- legri fegurð staðarins, að hún J settist á hvíldarstað við veginn og grét hljóðlega. Á sama augnabliki kom eínn af ferðamönnunum aftur á of- aneftirleið, sá hana og hrópaði til hennar. „Eg veit vel hvern- ig yður líður góða mín. Mig verkjar líka í fæturna.“ ★ Sejt ai auýtúáa í VUi Moish Cohen hafið ekki liðið vel í marga mánuði og læknir hans ráðlagði honum að fará til Florida. „Hjarta þitt er með einhvér merkilegheit. En liggðu í sól- inni svo sem mánuð, það ætti að hjálpa.“ Eftir að hafa tekið sólböð , þrjár vikur var Moish vel úti- tekinn, en hjartabilunin náði honum eina nótt og hann dó. Líkami hans var fluttur heim. Tveir vinir hans, Barnev Jo- ^bin og Iake Kaufman komu til ’ að sjá Moish áður en hann yrði grafinn. „Hann Moish lítur sannarlega vel út, sýnist þér það ekki?“ sagði Barney. „Hvers vegna skyldi hann ekki gera það?“ sagði Jake. „Hann hefir verið þrjár vikur í Florida.“ E. R. Burroughs ! THC PRISONEKS' PIS 1 CUSSIOM WAS INTER- KUPTEP BVA. • SURPRISE VISIT I FKOAA THE • PRE5ERVER, - TARZAIM - 3127 *l'M GOIMS TO PO y0U GEMTLEMEM A FAVOR/ HE BEGAN. "AN7 GIVE you A ÞAV FKEE FKOAA WOK<—* Mitt í umræðum sínum voru fangarnir truflaðir af komu Yngjarans. Eg ætla að veita ykkur þá ánægju að gefa ykkur frí á morgun. Það verður mikil hátíð. Mér datt í hug að þið hefðuð TO/AORROW ISASIG i OCCASION— I THOUGMT YOU AAIGHT LIK.E TO ATTENP THE WEÞPIMG of youR women! gaman af að vera við brúð- kaup kvenna ykkar. Hægt að gera góðkaup. Hver vill kaupa 18 mill- jónir karata af safírum og rúbínum — eða 160 smá- lestum af kíníni?. Þeir, sem liafa áliuga fyrir þessúm vörum, geta snúið sér til Bandaríkjastjómar, sem er að losa sig við ýmiskonar. birgðir af mikilvægum vör- um er safnast hafa fyrir á sk árum. Innan um eru t. d. 450 lestir af svínaburstum og 24 lestir aí vralmúufræi (ópi- mn). ,

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.