Vísir - 20.11.1959, Blaðsíða 6

Vísir - 20.11.1959, Blaðsíða 6
6 ffiu Föstudagixm 2.Q. nóvember 1&J§_ i ■ i *...fc wiBim —y D AGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR HJ. ▼íilr kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíBur. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. y Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3- Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kL 8,00—18,00. Aðrar skriístofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Xngólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: 11660 (fimm línur). Vísir kostar kr. 25.00 í áskrift á mánuði, kr. 2.00 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. Fyrirtaks skemmtun hjá skátum. /m rdr*> n tf i r á I maiíu r bcnjfn r- btái. HeHdarútgjöld Tníín á mátt lýginnar. Tíminn er sífellt að hamra á því, að Sjálfstæðismenn hafi haldið fram fyrir kosn- ingarnar, að búið væri að koma efnahagsmálunum á öruggan grundvöll, tryggja fjárhag ríkissjóðs og stöðva dýrtíðina fyrir fullt og allt. Hið sama ber blaðið upp á Alþýðuflokkinn. Þessi furðu- legi málflutningur ber vott um mikið vanmat á minni og dómgreind lesendanna. Heid- ur leiðarahöfundur Tímans og aðrir, sem skrifa þennan þvætting í biaðið, að fólk hafi gleymt öllu, sem það heyrði og las um þessi mál fyrif kosningarnar? Sjálfstæðismenn og málgögn þeirra sögðu það svo oft og afdráttarlaust, að vandi efnahagsmálanna væri c- leystur, að hver sem nokkuð hefir fylgzt með i landsmál- um, hlýtur að muna það, en svo er hægurinn hjá, að líta í blöðin fra þessum tíma og rifja það upp. Ráðherrar Alþýðuflokksins lýstu því yfir í útvarpsumræðunum, að með þeim ráðstöfunum, sem gerðar hefðu verið, hefði tekizt að stöðva dýrtíðina í bili, en héldu því aldrei fram, að þær væru varanieg lausn á vandanum, heldur aðeins spor í rétta átt. Sjálfstæðisflokkurinn sagði það fyrir kosningarnar, að ærinn vandi biði þeirrar" ríkis- stjórnar, sem við tæki, og hann heldur því fram enn. Efnahagsmálin voru í öng- þveiti eftir viðskilnað vinstri stjórnarinnar, og það heíði vitanlega verið brosleg fá- sinna, að halda því fram, að minnihlutastjórn Alþýðu- flokksins hefði á tæpu ári komið þeim á öruggan grundvöll. Hitt er sjálfsagt að viðurkenna, að sú við- leitni, sem minnihlutastjórn- in sýndi til þess að snúa við á „eyðimerkurgöngu“ Iier- manns Jónassonar, var virð- ingarverð, og margt af því sem stjórnin hefir gert, myndu Framsóknarmenn vafalaust hafa viljað ge:a lika, ef þeir hefðu verið í stjórn og haft bolmagn til þess. Það ber vott um mikia trú á mátt lyginnar, að Tíminn skuli vera að reyna að sann- færa lesendur sina um <•• samræmi . í orðum Sjálf- stæðismanna um efnahags- rnálin fyrir og eftir kosning- ar. Þessi skrif blaðsins diu óhugnanlegur fyrirboði um siðferði þeirrar stjórnarand- stöðu, sem koma skal. Og ekki batnar útlitið þegar skrif Þjóðviljans bætast við. Er auðsætt að báðir flokk- arnir ætla að miða stjórnar- andstöðuna við það eitt, að draga eftir megni úr mætti þeirra ráðstafana, sem gerð- ar kunna að verða til við- reisnar efnahagslífi þjóðar- innar. Að sönnu þarf engum að koma á óvart þótt komm- únistar bregðist þannig við, en .þrátt fyrir allar syndir Framsóknafflokksins ' gagn- vart þjóðinni, munu þó margir hafa vonað, að hann léti kommúnista eina um þá iðju. Það var lystilega gaman á skemmtun HjáJparsveitar skáta í Austurbæjarbiói í fyrrakvöld. Skenuntiatri&in voru Jivert öðru betra, en Iangabestir voru þeir aó sjáifsögðu Djúpárdreng- ir. Það kom mér dálítið á óvart, að þeir eru bai'a þrír, Djúp- árdrengirnir, sem syngja. Sá fjórði er undirleikari þeirra á píanó. Þetta hefði ég kannske átt að vita, en ég var alltaf að bíða eftir að sá fjórði labbaði frá hljóðfærinu og tæki þátf í söngnum. Ekki svo að skilja að ég væri óánægður með þá þrjá, —-. síður en svo. Tæknin, hljómfégurðin, sanivinnan, ör- yggið, framkoman var allt í meistaraflokki. Tenórinn klingj andi skær og hljómfallegur, — ef til vill nokkuð harður ein- staka sinnum samanborið við flauelismýkt hinna tveggja.” Bassinn*-- óírúlega ■ sterkur og lygilega djúpur. 2. tenor — Harry Douglass — furðulega fjölhæfur og listrænn söngvari, sem raunverulega var mið- punkturinn í söngnupn, og raunar allri skemmtuninni. Það var sama hvar á hánri var litið eða hvenær hlustað. hvort hann söng „Boogy — Woogy“ | ásamt hinum tveim, „Ole Man River“ sóló, grínaðist með „Ég Var farmaður“ eða lallaði fram í sal og tók í hendina á gest- um. Hann er yissulega heill- andi perónuleiki. j íslenzku skemmtiatriðin voru lika fyrirtak. Jón Valgeir og Edda Scheving eru þekkt fyrir sinn listdans, enda hlutu þau ó- spart lof í lófa. Eitt furðuleg- asta fyrirbærið var hljómsveit- in — Hljómsveit Svavars Gests —. Eg hef stundum verið að velta því fyrir mér á skemmt- unum í Sjálfstæðishúsinu, hvort þeir væru að sofna yfir hljóðfærunum. En nú hljóta þeir að hafa fengið hressilega hormónasprautu, því það brá svo við að þeir voru sprelllif- andi, Fóru jafnvel að grínast við píanóið. Því var öllu í hóf stillt, en sýndi þó ljóslega hvað hægt er að gera, ef vilji og núsikgleði er fyrir hendi. Þeir íéku lvtalaust, og stundum rriik ið betur en það, sérstaklega bar guitarleikarinn af í einleik sín- um. Þarna kom nýr dægurlaga- söngvari fram á sjónarsviðið með hljómsveitinni, Sigurdór, sem sýnilega á eftir að afla sér vinsælda fyrir góðan söng og lipra framkomu. G. K. Frh. af 1. siðu. Óháði söfnuðurinn safnar fé til kaups á orgeli. Úti á þekju. Þjóðviljanum fellur illa, áð þjóðin skuli vera minnt á, að hún hafi lifað um efni fram, og hann reynir að gera sér pólitiskan mat úr þessu. Það rækist vissulega illa á við fyrirætlanir kommún- ista, ef þjóðin gerði sér fulla grein fyrir þessari staðreynd, og þess vegna er skiljanlegt að þeim sé illa við að um þetta sé talað. Það er barna- legt af kommúnistum að bera á móti því, að almenn- ingur hér á landi hafi síð- ustu 15—20 árin tamið sér ýmsar lífsvenjur, sem al- menningur í öðrum löndum leyfir sér ekki. Sú fjarstæða, að þessa sjáist engin merki nema hjá því fólki, sem á máli Þjóðviljans heitir „auð- stéttin í Reykjavik“, er ekki svaraverð. Þetta er hinn gamli söngur kommúnista. Þeir'serri halda því frani í al- vöru, að hægt sé að gera ráðst? Tanir að gagni í efna- hagsr, ' .num, án þess að almenningur verði eitthvað á sig að leggja, virðast vera „staddir úti á einhverri ann- arlegri þekju“, svo notuð sé, orð Þjóðviljáns. Menn, sem auglýsa einfeldni sína svo átakanlega, girða sjálfir fyrir það um leið, að nokkurt mark sé tekið á skrifum þeirra um þjóðmál. Þessi ,.plata“ Einars Olgeirssonar er orðin svo skemmd, að al- menningur er löngu hættur að hlusta á hana, nema þá til að hlæja að henni. Ef kommúnistar hafa ekki orð- ið þess varir, að þjóðin er farin að átta sig á. að hún hefir lifað um efni fram. eru þeir sjálfir staddir úti á " mjög annarlegri þekjú. Ákveðið hefur verið að halda i nokkur kirkjukvöld • vetur í Kirkju Óháða safnaðarins til ágóða fyrir pípuorgelsjóð kirkj- unnar. Á vígsludegi kirkjunnar s.l. I vor söfnuðust yfir 10 þúsund krónur i þennan sjóð og er það von safnaðarins að-sem fyrst verði unnt að útvega vandað pípuorgel í kirkjuna. Ýmsir ágætir listamenn hafa heitið áð leggja fram - starfskrafta sina á þessum kirkjukvöldum í vetur og verður fyrsta- kirkju- kvöldið annað kvöld (föstu- clag'skvöld). Þá syngur kirkju- kórinn undir stjórn Jóns ís- k-ifssonar, Arndís Björnsdóttir leikkona les upp helgisögu, Guðmundur 'Gúðjónsson söngv- ari syngur einsýng og prestur safnaðarins flytur ávarp. Enn- fremur verður sýnd ikvikmynd kirkjulégs efnis. Aðgangseyrir að kvöldvökum þessum verður 20 krónur og greiðist við inn- ganginn. Öllum er að sjálf- sögðu heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir, og það er von mín að safnaðarfólk, og aðrir, fjölmenni og njóti þessara kvöldstunda í kirkjunni og styrki um leið gott málefni. Mig langar ennfremur til að nota tækifærið og minna á að Kvenfélag Óháða safnaðarins hefur sinn árlega bazar í fé- lágsheimilinu við kirkjuna á sunnudaginn kemur. Kvenfé- lagið hefur frá upphafi unnið ómeanlegt starf fyrir söfnuðin og kirkjubygginguna og fjöl- margir aðrir í söfnuðinum og, utan hans stuðlað að kirkju- byggingunni af veglyndi og fórnfýsi. Enn er margt ógert og það er von mín og bæn að kirkjustarfið eflist og blómgist i vetur sem hingað til. Emil Björnsson. 3 nýjar verzlanir é ^auga- læk 2-4-6. Matvörtiverzltin, kjötbúð og vefnaðarvöruverzlun. Þrjár nýjar aðskildar verzl- anir voru opnaðar í morgun í blokkinni Laugalækur 2-4-6. Þarna er um að ræða kjötverzl- un, vefnaðarvöruverzlun og nýlenduvöruverzlun, auk þéss verður þarna rnjólkurbúð, sem að \risu hefir enn ekki verið opnuð. Eigendur þéssafa verzlaná éru Pétur Thorarensen, ' serri rekur vefnaðarvöru. verzlun- ina Anita, Björgvin Hermannss., sem rekur kjötverzlunina sem heitir Kjötmiðstöðin. Björgvin j rak áður Kjötverzlun Tómasar Jónssonar. Nýlnduvöruverzl- unin, sem ber heitið Matvöru- miðstöðin, rekur Ragnar Ólafs- son. sem um 16 ára skeið hef- ur starfað sem verzlunai'stjóri hjá Silla og Valda á Laugavæg 43. •' Hreinl. og heilbr.m. 28,2 —- Félágsmál 66,4 — Gatna- og holræsag. 30,4 — Kostnaður við löggæzlu hækkar aðeins iítið eitt, enda þótt nú sé gert ráð fyrir fjölg- un lögreglumanna lögum sam- kvæmt. Kostnaður við brunamál hækkar um tæpar 100 þús. kr. enda þótt til framkvæmda komi um næstu áramót samþykkt bæjarstjórnar um 6 manna fjölgun í slökkviliðinu. En í áætlunmni er gert ráð fyrir að kostnaðurinn, sem sú fjölgun hefur í för með sér verði greidd- ur úr Hús a t ry ggin g a r.S|' óði, enda í samræmi við ákvæði lag- anna um brunairyggingar hér i bænum, að tekjuafgangi sjóðs- ins verði varið til eflingar brunavarna, eftir ákvörðun bæjarstjórnar. Útgjöld vegna fræðslumála hækka um 700 þús. kr: ein- göngu vegna fjölgunar skóla- skyldra barna. Til lista, íþrótta og útiveru er ráðgert að verja um 700 þús. kr. meira en 1959. Munar þar mestu, að framlag til skemmti- Igarða er hækkað um kr. 300 | þús. og til leikvalla um kr. 200 þús. Útgjöld vegna hreinlætis og heilbrigðismála hækka um 3,5 millj. Stærsti liður þeirrar hækkunar er aukin útgjöld vegna sjúkrahúsa, um 2 millj., og óhjákvæmileg fjölgun á starfsliði við sorphreinpun, vegna stækkunar bæjarins, en sá aukakostnaður nemur urn 1,2 millj. kr. Ti'l félagsmála er áætlað að verja um 900 þús. gr. meira en á yfirstandandi ári. Hér er mestmegnis um lögbundin út- gjöld að ræða, sem bæjaryfir- völdin hafa ekki áhrif á svo nokkru nemi. Hækkunin stafar nær eingöngu af auknu fram- lagi til .almarinatrygginga, e'ða um 800 þús. kr. Til gatna og holræsagerðar er áætlað að veiýa kr. 43,4 millj. eða um 1,5 miLlj. meira en á yf- ii'standandi ári. Erá heildarút- gjöldum. þessa gjaldaliðs eru dregnar 13 millj: kr., sem tekn- ar verða með gjöldum vegna lóðaúíhlutana 'sárrkyæfnt sam- þykkt bæi 5. júlí 1958, og þáttttöku húseiganda í að fuligera götur. En reglur um þessi gjöld eru. nú í undirbún- ing'i. Borgárstjóri ságði, að undan- farin ár hefði frumvarpið verið lagt fram í desember, eri nú hefði verið hafizt handa uni undirbúning þess svo snemma, að hægt væri að leggja það fram á síðasta fundi í nóvem- ber. Þakkað' hann sérstaklega þeim Gunnlaugi Pétto'ssyni borgai'i'itara. Guttormi Erlends syni og Guðm. Vigni Jósefssyni, sem unnu að samningru þess.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.