Vísir - 23.11.1959, Blaðsíða 3

Vísir - 23.11.1959, Blaðsíða 3
VÍSIR Mánudaginn- 23. nóvember 1959 3 * FKAMFARIK OG TÆKNI ♦ Veria svífbílar farartæki framtíðarlnnar? /Viffð aö franuleiöa pá véöa vestan hafs. Þettá er einn af fyrstu svifbílunum, sem byggðir voru í Banda- ríkjunum. Eigandi hans og höfundur er vísindamaðurinn Walter A. Crowley. Nágrannar Crowleys voru furðu lostnir, er þéir sáu hana aka í lausu lofti yfir götunni. Bíllinn er tæpra 5 metra langur og þriggja metra breiður sívalningur úr holu stáli, klæddur dúk. Hann vegur 550 nund tómur og •' honum eíu tvær vélar. Önnur þeirra er 12 hestöfl og heldur bílmun á lofti með því að blása lol'ti af miklmn krafti út um rifur, er liggja umhverfis bílbotninn. Loftstrókarnir skella á jörðinni og mynda einskonar loftpúða, sem heldur bílnum á lofti. Hin vélin er lítil og knýr bílinn áfram. Litli svifjeppinn er auðveldur í meðförum fyrir þá, sem kunnn að aka bifreið. Hann er sérlega vel til þess fallinn að „aka“ yfir óslétt land, inn og út úr byggingum, yfir skógivaxin svæði og vatnasvæði, ís og snjóbreiður, forarleðju og eyðisanda. Fyrir þremur áratugum spáði bandarískur vísindamaður því, að ökutæki framtíðarinnar myndu svífa yfir láð og lög, lialdið uppi af þ'.innu lagi af samanþjöppuðu lofti. Þá var þessi vísindamður kallaður draumóramaður. Nú hafa slík farartæki verið framleidd og prófuð í mörgum löndum með góðum árangri, og telja vísindamenn, að þau muni l vera einkar hentug, þegar fljúga á í mjög lítilli hæð; þessi íarartæki hafa verið nefnd „loftpúðavagnar" og eru margir þeirrar skoðunar, að þau muni jafnvel valda byltingu í sam- í göngum. En hvað er í raun og veru j átt við með heitinu loftpúða- vagn? Aðferðin, sem smíði þess, | bvggist. á, er ekki ný. Vísinda- | menn hafa þegar um árabil vitað, að loftið myndar eins- J konar púða, þegar það skellur I ó hörðum fleti eins og jörðu eða vatni, og lyftir um leið öku-, tækinu frá jörðu. Þetta sama gerist við flugtak, í hvert sinn sem flugvél eða þyrilvængja tekst á loft við það að loft- straumurinn frá hreyflunum1 hittir jörðina. Á tæknimáli néfriist þetta „jarðáhrif“ —■ (g'round effect). — Farartæki,1 sem eru byggð sérstaklega með þetta fyrir augum, snerta ekki jörðina, á meðan slíkur loftpúði ei á rciili þeirra og yfirborðs jarðarinnar, en þegar flogið er í míkilli hæð, mega jarðáhrifin sín einskis. í Bandaríkjunum hafa ýmsar gerðir slíkra svifbíla verið framleiddar í tilraunaskyni, og er ráðgert að hefja stórfram-1 leiðslu á sumum þeirra. Tii dæmis hefur eitt fyrirtæki þar sent á markaðinn 300 hestafla svifbíl, sem rúmar fjóra far- þega og' getur farið með 95 km. hraða á klukkustund. Ogj fleiri farartæki eru í deiglunni, svo sem litlar vespur, bílar,1 sem geta farið í mismunandi hæð yfir jörðu, stór farþega-' og vöruflutningaskijD og lág- fleygar þyrilvængjur. Slík farartæki hafa marga j kosti fram yfir önnur þau, sem • r.ú tíðkast. Þau geta til dæmis svifið yfir götur og þjóðvegi, j Framh. á bls. 9. ^ Þessi svifbíll, sem þýtur eins hratt og flugvél yfir brautar- teinunum á kannske einhvern tíma eftir að leysa af hólmi járnbrautarlestir og langl'crðabíla. Honum er haldið upp af lofti sem blásið er út um botn hans (sjá neðst til hægri). Bíllinn er teiknaður hjá Fordverksmiðjunum, og binda verk- fræðingarnar fyrirtækisins miklar vonir við framtíð slíks farartækis við almennan farþegaflutning. Af svifbíluin nútímans munu síðar þróast svifskip, sem fara eins hratt og þotur yfir hafið, án 'þess að snerta vatnsflötinn. Þannig hugsar listamaður einn sér flutninga- og farþegaskip framtíðarinnar. Telur hann bau verða eins fljót í förum og flugvélar í háloftunum, og hér eru hað líka loftpúðar, sem halda þeim uppi. Þessi litli svifbíll er framleiddur hjá fyrirtækinu • Curtiss- Wright. Hann er knúinn 200 hestafla bullulireyfli og svífur í um 30 sm. yfir yfirborði jarðar, hvort heldur er r. landi eða Svifbílar geta verið snotrir í útliti ei?i síður en nýjustu gerðir af venjulegum bifreiðum. — sjó. Bíll þessi þarf hverki hjól, né hemla. Hann er til í ýntsum Á efri myndinni er 300 hestafla nýr svifbíll sem Curtiss-Wright fyrirtækið hefur nú í frarn- stærðunt og gerðunt og getur borið 200 pund. — Sama fyrir- leiðslu og ver.ður iil sölu í náinni framtíð. Hann tekur fjóra farþega og getur farið með 60 tæki framleiðir fjögurra manna bíl af sömu gerð. 1 niílna hraða.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.