Vísir - 07.01.1960, Blaðsíða 1

Vísir - 07.01.1960, Blaðsíða 1
c I V 50. árg. Fimintudaginn 7. janúar 1960 4. tbl. Ivær amerískar flug- véfar farast og 44 menu Onnur var farþegaflugvél, sem kann að hafa sprungið í iofti. Talið er, að áhöfn og farþeg- ár flugvélar, sem fórst á Norð- ur-Karolinuströndum, Banda ríkjunum, s.l. þriðjudag, hafi vitað að haetta mikil var á ferðum, því að bjargbelti eru á líkum, farþega, sejn fundizt hafa. Þykja líkur benda til, að far- þegum hafi verið sagt að spenna á sig beltin rétt áður en slys- ið varð, en þá mun hún að vísu hafa verið farin að nálgast sjó. Flugvélin hefur ef til vill sprungið í lofti, rétt fyrir nauð- lendingu, en brot úr henni tvístr uðust í allar áttir og eins var Banaslys á vegum sorgarefni alþjóðar. Eitt Lundúnablaðanna birti x morgun — í sorgar- ramma — forsíðufregn um banaslysin á þjóðvegum landsins um jólaleytið en jóladagana biðu 147 menn bana af völdum umferðar- slysa á þjóðvegunum og er það miklu hærri tala en áð- ur eru dæmi til. Blaðið segir sífjölgandi banaslys sorgarefni fyrir al- þjóð — og þjóðarsmán í hvert efni sé komið. í Frakklandi biðu 456 menn bana af völdum um- ferðarslysa um jóla- og ný- ársleyti. langt bil milli líka, sem fund- izt hafa, en í flugvélinni voru 34 manns, þar af 29 farþegar, og komst enginn lífs af. Flugvélin var frá National Airways, og hafði verið látin koma i stað annarrar, sem vana- lega er í þessu flugi. Flug- vélin var af DC-6B gerð. Þar sem slysið varð er vot- lent og leirur miklar, Meðal far- þega var George MacDonald, fyrrverandi flotaforingi og stríðshetja, en hann var síðar einn af forstjórum Panameri- can World Airways. Flug- vélin var á leið frá Ildewild- \ flugvelli til Miami á Florida- skaga. Önnur Bandaríkja- flugvél ferst. Bandaríkjaflugvél, sem sakn að hafði verið og leitað, fannst austur af Benghazi, en hún var á leið milli Tripoli og Ben Ghazi. Var þetta herflugvél og í hénni 10 menn. — Fannst hún við sjó frammi, úr lofti. Ekk- ert kvikt sást við flakið og er talið, að allir, sem í henni voru, hafi farizt. Lögðu lík á íand vestra. Þýzkur togari leitaði hafnar á Patreksfirði í fyrradag og lagði þar lík á land, fór síðan aftur á veiðar. Skipið var statt á hafi úti, þeg- ar 1. vélstjóri dó skyndilega. Lík hans verður flutt út til Þýzkalands til greftrunar. Vetrarhjálpin: Minna fé safnaðist nú en áiur — og fleiri liáðu um aðsfoð. Hin árlega fjársöfnun til Vetrarhjálparinnar, sem skátar ©nnuðust nú fyrir jólin, gekk mun lakar en árið áður. Inn komu 120 þúsund krónur í peningum, en 137 þúsund fyrir jólin 1958, að því er Vísi var tjáð í morgun. Þetta er samt enn minna en nefndar tölur gefa til kynna, því áð nú leituðu um 700 manns hjálpar, ■ en árið áður voru hjálparbeiðnir tæplega 600. Og enn kemur fleira til, stofnanir eins og Bláa bandið, Vernd og Mæðrastyrksnefnd fengu nú hluta af söfnuninni. Það kom á daginn, að fólk hefir minni peninga handa á milli nú en árið áður. Vetrar- hjálpin hafði reyndar sama hátt á og áður, að hringja í ýmis fyrirtæki, sem voru boðin og búin að rétta hjálparhönd seni fyrr, gáfu bæði föt og aðrá vörur, auk peninga. Leit hætt að Rafnkeli. Garðar Guðmundsson. Björn Antoníusson. Vilhjálmur Ásmundsson. Magnús Berentsson. Jón Björgvin Sveinsson. Ólafur Guðmundsson. Leit að v.b. Rafnkeli, sem fórst aðfaranótt s.l. mánudags, hefur nú verið hætt, því öruggt er að skipið er ekki ofansjávar og að öll áhöfnin hefur farist. Skip og flugvélar leituðu allan daginn í gær, en hætt var við frekari aðgerðir í gærkveldi. Ýmislegt brak hefur borist á fjörur og verður fylgst með því hvað kann að reka úr bátnum. Eins og áður er frá skýrt fórust þama sex manns, þar af fjórir fjöiskyldufeður, er láta samtals eftir sig seytján börn. Mishermt var í Vísi í gær að Vilhjálmur Ásmundsson hefði átt Jirjú hörn, þau munu vera fjögur. Gronchi frestar Moskvuför. Gronchi hefur frestað Moskuferð sinni vegna in- flúenzu. Gert er ráð fyrir, að hann legði af stað þangað í dag í opinbera heimsókn og kom tilkynningin um frestunina allóvænt. Sagt var, að forsetinn vonaðist til þess að geta gert aðrar ráð- stafanir sem fyrst. Blaðið Times í London segir, að frestunin muni vekja vonbrigði í Moskvu, — en annars sé „Moskva ekki góður staður í janúar fyrir menn með inflúenzu/1 Getgátur eru uppi um, að Gronchi kunni að vera al- varlegar veikur, en upp hef- ur verið látift. Kassem forsætisráðherra Iraks hefur Ieyft frjálsa síarfsemi allra stjórnmála- flokka. Enn allt í óvissu nm komu færeyinga. 230 koma með Gullfossi, ef samkomulag næst, en enn fleiri bíða fars. Allt er enn í óvissu með fær eysku sjómennina, sem reynt er að fá á íslenzku fiskiskipin. — Fiskimannafélagið ' Færeyjum hefur lagt bann við því, að fé- lagsmenn ráðist á íslenzk fiski- skip, fyrr en fullt samkomulag hefur náðst við Landssamband íslenzkra útgerðarmanna. Það munu aðallega vera tvö atriði, sem valda því, að sam- komulag hefur ekki náðzt, þ. e. varðandi yfirfærslur á kaupi Færeyinga (að það verði yfir- fært á gamla genginu, ef til gengisfellingar kemur) og að teksjur Færeyinga á íslandi verði ekki útsvarsskyldar. Þetta eru að sjálfsögðu atriði, sem eru undir ákvörðunum á æðri stöðum komið, þ. e. þæjarstjórn um og ríkisstjórn. Skeytasendingar fara stöðugt milli LÍÚ og Fiskimannafélags- ins, en engu hægt að spá hvern- ig málin leysast, en að sjálf- sögðu vona menn, að úr rætist. Gullfoss á að koma til Fær- eyja n.k. laugardag og taka þar 230 sjómenn eða eins marga og skipið getur framast tekið — og yfir 200 jmun hafa orðið að vísa frá. Náist samkomulag verður að sjálfsögðu að gera ráðstafan- ir til þess að koma þeim til landsins. ... Vertíð er nú hafin og afleið- Framh. & 2. síöu. .

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.