Vísir - 21.01.1960, Síða 5

Vísir - 21.01.1960, Síða 5
Fimmtudaginn 21. janúar 1960 5 VÍSIR Stærsta skákkeppni hérlendis héfst í gærkvöldi. Gunnar Gunnarsson sigraði Eggert Gilfer, Verulegar umbætur í skrúðgör&um á sl. ári. Blómaskrúð var óvenju mikið og trjávöxfur með betra mótL I yfirlitsskýrslu garðyrkju- stjóra Reykjavíkurbæjar, Haf- liða Jónssonar, fyrir árið sem leið segir hann m.a. frá helstu framkvæmdum í skrúðgörðum bæjarins á s.l. vori og sumri. Það helsta sem þar var gert var sem hér segir: Haldið var áfram endurbót- um á Tjarnargarði, garðstígar endurnýjaðir, lagfærðar gras- flatir, aukin trjá- og blómabeð. ,,Bringan“ við Snorrabraut var öll endurbætt og gerð auð- veldari í hirðingu. Á Öskjuhlíð var breikkuð og stórlega bætt akbraut er liggur frá Reykjanesbraut að hitaveitu geymunum. Gerð var uppfyll- ing' við geymana og þakið yfir. Landið austur og suður af geym unum var jafnað, grjót hreins- að og síðan sáð í það. Þar með er lokið fyrirhuguðum ræktun- ai-framkvæmdum á Öskjuhlíð öðrum en trjárækt. Á lóð Heilsuverndarstöðvar var gerður vegur frá Egilsgötu að slysavarðstofu og lóðin norð- an hússins undirbúin til rækt* unar. Á Sundhallarlóð var hafist handa um ræktun. Þar er lok- ið jöfnun sunnan hússins og langt komið með að flytja í svæðið jarðveg sem nauðsyn- legt er. Á lóð Ásm. Sveinssonar við Sigtún var gróðursett í lim- girðingu meðfram Sigtúni og Akraborgin var búin að sigla tæpar 100 þúsund mílur nú við áramótin, á leiðinni milli Reykjavíkur, Akraness og Borg- arness. Ekkert fólks- og vöru- flutningáskip fer eins tíðar ferðir frá Reykjavík og til og Akraborgin. Það sést gleggst á því, að síð- an Akraborgin hóf ferðir 30. marz 1956 og nú til ársloka, hefir hún farið 2762 ferðir frá Reykjavík til Akraness og Borgarness, flutt 165,758 far- þega, eða 124 til jafnaðar á dag. Skipstjóri á Akraborg hefir verið frá byrjun Þórður Guð- mundsson, og lét hann góðfús- lega fréttamanni Vísis í té upp- lýsingar um ferðir skipsins frá byrjun og um síðasta ár einnig sértsaklega. Þetta tímabil nær yfir 1372 daga, og þar af hefir skipið verið í ferðum í 1334 daga. Af mis- muninum hafa 38 dagar farið í hreinsun á skipi og vél og stór- hátíðir, en 3 daga var farið af stað til Akraness, en ekki hægt að lenda, þegar þangað kom. Ferðdr þangað voru annars 1799, en 963- til Borgarness. Á árinu sem leið voru farnar samtals 734 ferðir, 471 til Akra- ■r.ess, ' 263 til - Borgarness. Við- komur á Akranesi í Borgarnes- Reykjavegi auk annara minni- háttar lagfæringar á lóðinni. Hreinsaðir voru braggabotn- ar af Skólavörðuholti og fjar- lægt af svæðinu stórgrýti. Sáð var í nýtt hringtorg á mörkum Skúlagötu og Snorra- brautar. Uppfylling í Vatnsmýri sunn- an Tjarnargarðs var jöfnuð og grjóthreinsuð og síðan sáð gras- fræi í svæðið. Á þessu svæði var fyrsta sinn notaður ,,Skarni“ frá Sorpeyðingarstöð- Reykjavíkurbæjar. Aldamóta- og Gróðrarstöðvar- garðar voru lagðir niður og þeim breytt í grasigróið svæði. Á Arnarhólstúni voru lagð- ar tröppur frá Kalkofnsvegi, vegna umferðar frá nýtilkomnu strætisvagnaskýli. Á Landakotstúni voru endur- nýiaðar tröppur. í öllum skrúðgörðunum áttu sér stað minniháttar endurbæt- ur, en ekki það umfangsmikl- ar að ástæða sé til að rekja þær sérstaklega. Blómaskrúð segir garðyrkju- stjóri að hafi verið óvenju mik- ið mikið í görðum í sumar sem leið og að vöxtur í trjám hafi víðast verið mjög mikill, eink- um, þar sem tré ^tóðu í raka- heldinni jörð. í ræktunarstöð bæjarins í Laúgardal bar sitka- greni, broddfura, gráölur og fleiri trjátegundir fullþroskað fræ. ferðum voru 525, en skipið lagð- ist að bryggju á Akranesi 996 sinnum. Akraborgin var í ferð- um 351 dag af árinu, en 8 daga var það í hreinsun. Á nýárs- dag, páskadag, sjómannadag- inn og jóladag var ekki farið. 12. febrúar var farið til Akra- ness, en ekki hægt að fara að bryggju fyrir veðurhæð, sem var SA 10—11 vindstig, og 17. sama mánaðar var alls ekki hægt að fara vegna veðurs. Sigld vegarlengd h. u. b. 26062 mílur. Farþega rvoru samtals 43,138, þar af 37328 á Akra- ness, en 5810 í Borgarnes. Hreindýr „herja í austurveg“. Rússar smöluðu fyrir nokkru saman um 200 hreindýrum, er gert höfðu „innrás“ í sovét- Rússland frá Norður-Noregi, án nolckurs tillit til landamæra. Kvörtuðu Rússar mjög yfir ágangi hreindýranna, sem þeir sögðu hafa valdið ýmsúm spjöll um — og þurft hefði 100 menn til að smala þeim saman. Kváð- ust Rússar vera orðnir leiðir á þessum eltingaleik og kröfð- úst þess, að Norðménn gætjtu betur ihreindýra sinna. Póststjórnin gleymdi. í fréttatilkynningu 15. þ. m. um nýjan sæsíma til Kanada hafði óvart fallið burtu nafn Alþjóðaflugmálastofnunarinn- ar, þar sem samningsaðilar voru nefndir. Alþjóðaflugmála- stofnunin hefur með ákvörðun sinni um að leigja tal- og rit- simarásir í sæsímanum haft úr- slitaáhrif á, að ráðist var í þessa framkvæmd, þar sem tal- og skeytaviðskipti almennings gátu ekki ein veitt nægar ár- legar tekjur til þess að standa undir henni. Eruð þér góðfúslega beðnir að láta þetta koma fram í mál- gagni yðar. Reykjavík, 19. janúar 1960. Skóf á Hellisheiði í morgun. Talsverður snjór er nú kom- inn á Hellisheiði og þar var skafrenningur í morgun, en bíl- ar komust þó leiðar sinnar og búist var við að unnt yrði að halda leiðinni opinni. Sendi Vegagerðin vélar upp á heiðina í morgun til að ryðja snjónum af veginum þar sem tekið var að draga í skafla. Búist var við að þrátt fyrir tals- verðan skafrenning þar efra myndi takast að halda leiðinni opinni. Annarsstaðar hefur hvergi komið til neinna erfiðleika í sambandi við samgöngur. Bílar komust yfir Hellisheiði án taf- !ar í gær og Hvalfjarðarleiðin hafði hvergi teppst. Samgöngur á Suðurnes eru greiðar. ----®----- Rak höndina í sög. I gær lenti starfsmaður í tré- smíðaverkstæði Slippsins í Reykjavík í vélsög og meiddist á hendi. Þetta var útlendur maður og særðist hann talsvert á hend- inni, mun m. a. tafa tekið fram- an af fingri eða fingrum, auk annarra meiðsla. Sjúkrabifreið var fengin til að flytja manninn í slysavarðstofuna. Kona hné niður á götu úti í fyrradag, en við athugun kom í Ijós að hún hafði fengið að- svif. Hún var flutt til læknis. Slökkvilið kvatt út. í fyrrinótt varð elds vart í Granaskjóli og slökkviliðið kvatt á vettvang. Þarna var þó aðeins um eld í reykháfsmótum að ræða og lofaðd slökkviliðið þeim að brenna áfram. Tjón varð ekkert. Billy Grahatn heimsækir Ghana. Billy Graham er væntœnlegur til Acra í Glxana í þessari vikii. Hann ætlar að ferðast þar um landið næstu 3 vikur og halda vakningarsamkomur. — Er talið, að honum muni verða tek- ið þar af miklum fögnuði og viðbúnaður undir komu hans mikill. - - — i .. ’i og vakti sú skák Það var margt um maiininn í Lídó í gærkvöldi, og voru þó hvorki dansandi fiðrildi né syngjandi fuglar til að laða að staðnum, heldur hófst f jölmenn- asta skákkeppni, sem farið hef- ui- fram hér á landi, hin fyrsta hérlend skákkeppni stofnana og fyrirtækja, með alls 27® þátttakendum. Forseti skáksambandsins, Ás- geir Þór Ásgeirsson, setti keppnina með ræðu og sagði aðdraganda að keppninni, en hún hefur lengi verið í deigl- unni. Sagði hann m. a.: „Mér er ljúft að geta þess, að mót þetta hefur mætt velvilja og skilningi hjá stjórnendum fyr- irtækja og hafa ýmis fyrirtæki stutt keppnina með beinum framlögum. Þannig hefur dag- blaðið Vísir gefið verðlaunabik mesta athygli. ar, dagblaðið Þjóðviljinn hefur gefið skákeyðublöð. SÍS hefur látið í té alla fjölritun bréfa, og prentsmiðjan Gutenberg hefur annazt prentun aðgöngumiða.“ Það gerðist helzt í gærkvöldi, að tvær sveitir unnu á öllum borðum, 1. sveit Hreyfils vann 2. sveit Rafmagnsveitna ríkis- ins, og' 1. sveit SÍS vann sveit Trésmíðaverkstæðis Birgis Ág- ústssonar. Mesta athygli vakti skák þeirra Gunnars Gunnars- sonar( sem keppti fyrir Útvegs banka íslands). og Eggerts Gilf- ers (keppir fyrir Ríkisútvarp- ið). Leit lengi út sem gamli meistarinn færi með sigur af hólmi enn einu sinni, en ungi kappinn færðist allur í aukana, er á leið. og lauk skákinni me2t sigri Gunnars. rg egg, engin hæna! Forstöðumaður á sam- yrkjubúi, Alexander Gerisi- remenko, tilkynnti fyrir skömmu 28% auknin,gu eggjaframleiðslunnar á bú- inu. — Isveztia sendi fréita- mann á vettvang til þess að fá viðtal hjá forstjóranum, og fleiri blöð sendu frétta- menn, og komu þeir með aðrar fréttir en þeir höfðu búizt við. Hænur „fyrinfund- ust“ sem sé engar á sam- yrkjubúinu! — Fárviðri. Frh. af 1. síðu. Það sendi frá sér neyðarkall. Skip þetta heitir Lunesand. Það var ófundið er. síðast frétt- ist. Mörg skip sendu ffá sér neyð- armerki og munu flest hafa fengið aðstoð annarra skipa óg björgunarbáta, en menn óttaSt samt, að meira manntjón kunni að hafa orðið en komið er í Ijós. Þá strandaði hollenzkt flutn- ingaskip á suðurodda eyjunnar Vliingen, Hollandi. Óvíst vdr um björgun 25 manna, sem á þvi eru, en vonir stóðu til að heppnast myndi að bjarga mönnum á land á línu. — Veð* ur var batnandi í gærkvöldi. Uwtfflinff vantar til útburÖar í j itu uihnrii r/t oit Dagblaðið Vísir. Vinsælasta kuldaflíkin á Fæst hjá: VALBJÖRG, Austurstræti 12. SÓLEY, Laugavegi 33 MARTEINI, Laugavegi 31 LÓTUSBÚÐINNI, Hafnarfirói ■ og víðast út um land. Heildsölubirgðir: SÓLIDé umboðs- og . héiMverzIun , : Vesturgötu. 257 — Símar 18360 og unglinga. 18950. Akraborgin hefir siglt 100 þúsund mílur. Hefír flutt nær 166 þús. farþega — aðeins 5 daga veðurteppt á nærri þrem árum.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.