Vísir - 29.01.1960, Síða 3

Vísir - 29.01.1960, Síða 3
Föstudaginn 29. janúar-1960 VÍSIR 3 Iþróttir úr öllum áttum Hvað er framundan innanhúss í USA? Yisisir eldri keppendur koma fram á ný. Hér eru þeir að koma í mark, Ira Murchison, sem nú hyggur ao nýju'á sigra, og Dave Sime, margfaldur heimsmeistari. Hann hljóp nýlega 100 m. á 10,4 sek. Nú eru framundan í Banda- ríkjunum mörg innanhússmót, og nokkur hafa þegar farið fram. Nýjar stjörnur koma vafalaust fram, eins og áður, og einnig er vitað, að nokkrir af hinuin eldri hafa hug á að ná aftur sínu bezta formi. Fyrir þessa, og þá, sem burfa mörg mót og langan keppniundir- búning til þess að ná sfnu bezta, er hér um mikilvæg mót að ræða. í spretthlaupunum er vitað, að hinn gamalkunni sprett- hlaupari og heimsmethafi í 100 m. Ira Murchison, hyggur að nýju á sigra. Hann var sem kunnugt er skorinn upp í fyrra við þarmasjúkdómi og léttist um 40 pund við þrjá uppskurði. Þá var því spáð af læknum, að hann myndi aldrei hlaupa aft- ur. Hann hefur nú náð sinni fyrri vigt (135 pund. Hann er aðeins 158 sm á hæð), og hefur byrjað æfingar fyrir nokkru á nýjan leik. Murchison hefir sem kunnugt er hlaupið 100 m á 10.1 sek. — Ed Collymore, sem var ein helzta stjarna í sprett- hlaupunum 1958 (10.2 sek og 20.6 sek) mun einnig hyggja til keppni innan húss á hinum styttri vegalengdum. Colly- more náði mjög góðum árangri í 600 y hlaupi í fyrra (548,65 ;m), 1.10.3 mín, innanhúss. — Þjálfari hans spáði honi*m jafn- j vel framtíð sem 400 m hlaup- ara. I fyrrasumar var árangur Collymores hins vegar engan 1 veginn í samræmi við getu hans. Hann er því að reyna á ný, núna, og getur sennilega orðið skeinuhættur. — Önnur nöfn, sem ef til vill verða tengd beztu afrekum innan húss á styttri vegalengdunum, eru Paul Winder, Ray Norton og Armiri Hary, sem enn mun dveljast vestan hafs. Bobby Morrow er sagður hafa æft 6 daga vikunnar síðan í haust. Hann líkir hins. vegar innan- hússmótum við hringleikahús (áhorfendur iðka bjórdrykkju og reykja með), og vill hvergi nærri þeim koma eftir reynslu I sína 4 fyrravetur. — Morrow liljóp hins vegar á utanhúss- ' móti í New Orleans á nýárs- dag og fékk 50.2 sek í 400 m hlaupi. Þrír beztu innanhúss í fyrra voru: 60 y: H. Carper (U.S.A) . . 6.0 sek. C/ Tidwell (USA) . . 6.0 — J. Delecour (Frakkl.) 6.1 — Robert Carper náði sínum á- rangri í Þýzkalandi í fyrra en hann var þar staðsettur sem hermaður. Ekkert hefur hins vegar heyrzt um hann síðan snemma í fyrrasumar. Charlie Tidwell er hinn þekkti 200 m grindahlaupari Bandaríkja- manna (22.6 sek). Hann verður vafalaust einnig meðal þátttak- enda nú. í 440 y og 600 y hlaupunum er gert ráð fyrir þátttöku Dave Mills. Hann er 20 ára gamall, var Kanadámaður, en hefur nú fengið bandarisk borgara- réttindi. Hann er talinn líkleg- ur þátttakandi í 4x400 m sveit USA í haust. Josh Culbreath (46.3 í 400 m boðhl.), Basil Ince frá V-Indíum (45.7 sek við sömu aðstæður) og Jim Stack Nær Bob Gurowski aftur sína fyrra formi. (4.82 m.)? eru meðal þeirra, sem helzt er reiknað með. Glenn Davis nef- brotnaði í körfuknattleik í vet- ur og mun ekki keppa fyrr en utanhúss í vor. Þrír í þessum flokki innan- húss í fyrravetur voru: 300 y: M. Barnwell (USA) 30.0 sek. T. Robinson (Bahama) 30.3 — Glenn Davis (USA) 30.5 — Hér eru nokkrir af helztu millivegalengdahlaupurum Banda- ríkjanna, sem búast má við að láti til sín taka innanhúss í vetur. Næst og fremst er Jim Grelle, við hlið hans Don Bowdcn. Ed Moran er lengst til vinstri. 440 y: Glenn Davis (USA) 48.3 sek. G. Kerr (Jamaica) . . 48.6 — K. Mills (Kanada) . . 48.6 — 500 y: J. Cuibreath (USA) 57.7 sek. C. Jenkins (USA) . . 57.8 — B. Ince (V-Ind.) .... 58.2 — 600 y: J. Stack (USA) .. 1.10.2 mín. E. Collymore (USA) 1.10.3 — C. Jenkins (USA) 1.10.9 — í 880 y og 1000 y hlaupi er gert ráð fyrir Tom Murphy. Arnie Sowell, úrslitamaður í 800 m hlaupi 1956, kemur nú aftur eftir nokkui't hlé. Hugs- anlegt er einnig, að Ron Del- any reyni sig á þessari vega- lengd. Plann meiddist á hásin í fyrrahaust og hyggur þess vegna ekki á mikla, ef nokkra, keppni innanhúss í vetur. — í míluhlaupi er helzt reiknað með Ed Moran (4.07.6 mín innan- húss áður). Auk þeirra Barrie Almond, nýliði, og Dyrol Burlyson (mun þegar hafa hlaupið 1500 m á 3.48.8 sek innanhúss í vetur) og Jim Grelle. Tveir hinir síðastnefndu eru einna kunnastir míluhlaup- ara í Bandaríkjunum. Beztir í fyrra innanhúss voru 800 m: T. Murphy (USA) 1.50.3 mín. 880 y: T. Murphy (USA) 1.51.0 mín D. Scurlock (USA) 1.51.0 — T. Bazemore (USA) 1.51.7 — 1000 y: T. Murphy (USA) 2.09.2 mín P. Schmidt (Þýzkal.) 2.09.5 — E. Moran (USA) . . 2.09.6 — 1500 m: K. Richtzenhain (Þýzk.) 3.48.6 R. Dörner (Þýzkal.) . . 3.49.0 G. Dohrow (Þýzkal.) . . 3.50.2 Míla: R. Delany (írland) .... 4.01.4 I. Rozsavolgyi (Ungv.l.) 4.01.8 P. Coleman (USA) .... 4.06.5 I lengri hlaupunum mun sú breyting verða gerð, að í stað FrtL a bis b I AFREKASKRA LIÐINS SUMARS 5000 m y. 10.000 m hláup og 3000 m hindrunarhbup Undanfarið hefur verið minnzt hér á beztu afrek Beyk- víkinga í frjálsum íþróttum, og er ætlunin að halda því áfram. Síðast var talað hér um 1500 m og 3000 m hlaup og verður nú haldið áfram har sem staðar var numið, og litið á 5000 m hlaup, 10.000 m hlaup og 3000 m hindrunarhlaup. Eins og áð- lir var getið, er hér einungis um að ræða beztu afrek Reyk- víkinga og þótt heildarafreka- skráin hafi nú verið tekin sam- an, (sbr. frétt um ársþirig Frjáls íþróttasambandsins) þá verðiu- hér stuðzt við skrá þá, er Frjáls íþróttaráð Reykjavíkur gaf út á liðnu hausti, og ekki breytt til að sinni. 5000 m hlaup: 1. Kristleifur Guðbjörnsson KR 14.33.4 mín. 2. Kristján Jóhannsson IR 15.10.4 mín. 3. Reynir Þorsteinsson KR 17.46.6 mín. 19.000 m lilaup: 1. Kristján Jóhannsson IR 32.18.4 mín. 2. Kristleifur Guðbjörnsson KR 32.29.8 mín. 3. Reynir Þorsteinsson KR 38.47.2 mín. 3000 m hindrunarhlaup: 1. Kristleifur Guðbjörnsson KR 9.16.2 mín. 2. Reynir Þorsteinsson KR 11.35.6 mín. Eins og' skráin ber með sér, er ekki um auðugan garð að gresja í langhlaupunum. í 5000 m hlaupinu er efstur Kristleif- ur, Guðbjörnsson, svo sem var í 3000 m hlaupinu. Árangur hans er mjög góður, enda er .hér um að ræða pýtt íslv met. ;Eins og, stendur er Kristleifur okkar bezti ■’ langhlaupari og revndar virðist ekki bóla neitt á neinum öðrum í líkingu við hann. Kristleifur er í stöðugri1 framför, og tími hans nú er urn 17 sek betri en tími hans árið á undan. Kristleifur er rétt rúm lega tvítugur, og með tilliti til þess, að langhlauparar, eða rétt ara sagt hinir beztu langhlaup- arar ná sjaldan ,,toppinum“ fyrr en jafnvel undir þrítugt (Krzyszkowiak var 29 ára, þeg- ar hann vann bæði 5000 og 10.000 m hlaupið : Evrópu- meistaramótinu í Stokkhólmi sumai'ið 1958, og- konungur langhlauparanna, Rússirin Vlad imir Kutz mun hafa verið kom- inn yfir þrítugt, er hann var beztur), þá er ekki úr vegi að Frh. á 8. * Formaður og varaformaður Frjalsíþróttasambands Islands ? (FRÍ). Frá vinstri Jóhann ,i Bernhard oy Brynjólfur t Ingólfsson. Sjá 9. síðu.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.