Vísir - 01.02.1960, Síða 1
P<1. árg.
Mánudaginn 1. febrúar 1960
25. tbl.
Hér sést annað aftalgötuvígið, sem uppreistarmenn gerðu sér í Algeirsborg. Byggingin til
til hægri er aðalpósthús borgarinnar.
Frönsku hersveitirnar eru að koma á regiu
í Algeirsborg.
Raðir byltingarmanna þynnast,
almenningur hlýðir hernum.
Frönsku hersveitirnar í Al-
geirsborg eru nú að koma þar
á lögiun og reglu og er von
manna, að það takist án blóðs-
úthellinga. Fólk er nú farið að
hlýðnast fyrirmælum hersins,
menn famir að yfirgefa raðir
hinna frönsku uppreistarmanna
en rafmagnsstraumurinn til
bygginga þeirra, sem þeir hafa
á sínu valdi, var rofinn í gær-
kvöldi.
í gæi'kvöldi höfðu um 180
menn yfirgefið raðir þeirra, en
tilkynnt hafði verið áður, að
allir varaliðsmenn væru kvadd-
ir til vopna, og þar með bundnir
manna. Uppreistarleiðtogarnir
Ortiz og Lagaillarde ávörpuðu
mannfjöldann, og höfðu menn
sig að lokum á brott, að því er
virðist fyrir þeirra orð, en Laga-
illarde bað menn fjölmenna aft-
ur að morgni, og beindi einkum
orðum sínum til kvenna, að
koma og mynda vegg við virki
uppreistarmanna, en þær 'urðu
ekki við þeim tilmælum í gær-
morgun. Allmikill mannfjöldi
safnaðist þó saman í gær, en
frönsku hersveitirnar höfðu
fengið liðsstyrk, og menn fóru
að sannfærast um, að herinn
mundi standa óskiptur með De
upreistarmanna, allir vopnaðir
vélbyssum.
í gær fyrirskipaði Crepin
hershöfðingi hersveitunum í
Alsír, að allsherjarverkfallinu
skyldi aflétt, sölubúðir opnar og
skólar. Hann tilkynnti jafn-
framt, að allt yrði gert sem
unnt væri til þess að koma á
reglu án þess að til blóðsút-
hellinga kæmi.
Tilkynnt var í morgun, að
rúmlega 30 hermenn hefðu fall-
ið og álíka margir særst í bar-
dögum við serkneska uppreist-
armenn utan Algeirsbogar. Var
svo til orða tekið, að ef til vill
væru þeir, sem fallið hefðu enn
á lífi, ef ekki hefði orðið að
veikja varnir annarsstaðar,
vegna byltingartilraunar af-
vegaleiddra félaga þeirra.
í dag verður einnar klukku-
stundar vinnustöðvun í Fakk-
landi til stuðnings við De
Gaulle og stefnu hans varðandi
Alsír og taka 15 milljónir
manna þátt í henni. Eru verka-
lýðsfélög landsins þátttakandi í
þessum samtökum, opinberir
starfsmenn og námsmenn, alls
um 15 milljónir manna.
Má af þessu marka, að De
Gaulle hefur frönsku þjóðina
að kalla einhuga að baki sér, að
því er Alsír varðar.
í París og víðar í Frakklandi
hqfa verið handteknir um 80
menn, sem ákærðir verða fyrir
að hafa smyglað vopnum til
serkneskra uppreistarmanna.
Síðari fregnir herma, að í
mprgun hafi fólk í Algeirsborg
flykkst til vinnu sinnar og þar
Framh. a 7. síðu.
heraga. Fyrir helgina voru
horfur ískyggilegar. Múgur
manns safnaðist saman og
þrengdi sér gegnum raðir her-
Gaulle, að undanteknum þeim
hermönnum, sem fylgdu Laga-
illarde og Ortiz. Hermennirnir
þrengdu hringinn um virki
Lækkað hefur í Gríms-
vötnum um 50-60. m.
Mikið hefur
lækkað í Gríms-
vötnum, að því
er Björn Pálsson
flugmaður hefur
tjóð Vísi, en hann
flaug austur yfir
þau á föstudag-
inn.
Björn telur að
lækkað hafi í
þeim sem nemur
50—60 metrum
og jafnframt að
fullrunnið sé úr
þeim. Mikil um-
brot hafa orðið á
jöklinum v i ð
Grímsvatnagíg-
inn og , geysi-
stórar sprunguv
myndast víða.
Ef að líkum
lætur tekur það
nokkur ár unz
hækkað hefur
svo að nýju í
Grímsvötnum að
hlaups sé að
vænta úr þehn.
Paturson getur ekki
samiií um kaup og
kjör á íslandi.
Afstaða Patursons vekur
mikla
Við getum enga samninga gert
við Erlend Paturson um kaup
og kjör Færeyinga á íslenzkum
fiskibátum. Hann virðist ekki
geta skilið það, að hann er ekki
| fiðili að kjarasamningum á ís-
landi. Það eina sem við getum
samið um við liann er ráðning
Færeyinganna til íslands og
um fyrirgreiðslu þeim til handa,
sagði talsmaður L.I.Ú. i morgun.
Hingað verða engir Færey-
ingar ráðnir, nema með sam-
þykki íslenzku sjómannafélag-
anna og verði ráðnir hingað
menn verða þeir ráðnir með
þeim kjörum sem íslenzku sjó-
mannafélögin’ hafa samið um
fyrir sig, enda njóta þá hinir
erlendu sjómenn kjara og rétt-
inda sjómannafélaganna.
Erlendur Paturson hefur ekki
svarað bréfi því sem L. í. Ú.
skrifaði honum og birt var í
útvarpi og dagblöðum s.l. laug-
ardag. Hinsvegar hefur verið
haft eftir honum í blaðaviðtali
að hann mfyndi senda okkur
nýtt tilboð.
Svo var að heyra á talsmanni
L.Í.Ú., að ef Paturson gæti ekki
Hertogaynjan af Segoviu,
fyrrverandi söngkona Car-
lotta Thiedemann, hefur
sótt um skilnað frá manni
sínum, Don Jaime, elzta
syni Alfonsar XIII. Spánar-
konungs. Hún segir liertog-
ann hafa yfirgefið sig.
furðu.
fallið frá þeirri skoðun sinni að
hann væri samningsaðili uni
kaup og kjör hér væri í raun-
inni ekkert við hann að tala.
Afstaða hans tii þessara mála
vekur vægast sagt mikla furðu,
ekki aðeins meðal íslendinga
heldur og hjá Fæfeyingum, sem
hér eru. Annars verður úr þessu
skorið á næstunni. Færeving-
arnir verða að gera það upp
við sig sjálfir hvort þeir vilji
róða sig hingað fyrir þau kjör
sem þeim bjóðast og sjómanna-
félögin hér hafa samið unv
sagði fulltrúi L.Í.Ú.
Vantar konu
nr. 13.
Glynn Wolfe, hóteleigandi í
HoIIywood, er ekkert að erfa
það við konur sínar þótt þær
hlaupi frá honum og huggar sig
við þá staðreynd sem á íslenzku
hljómar svo: alltaf má fá annað
skip og annað föruneyti.
Hann mætti í rétti um daginn
ásamt 12. konu sinni og tveim-
ur fyrrverandi sem hann hafði
skilið við til að vitna með 10.
konu sinni í skilnaðarmáli gegn
D. Espy, sem hún giftist eftir
að hún skildi við Glynn.
Aumingja Glynn er samt
ekki bjartsýnn á framtíðina,
því hann. sagði við blaðamenn.
„Eg hefi enga /undið sem vill
verða kona númer 13“.
Mikill afli í janúar.
Fyrsta mánuði vetrarvertíðar
er lokið. Fyrrihluta janúar-
mánaðar var yfirleitt mikill.
afli, eftir því sem gerizt svo
snemma á vertíð, en mikið hef-
ur dregið úr honum síðustu
viku mánaðarins, enda voru
gæftir há verri og afli minni í
hverjum róðri.
Ekki hafa borizt fréttir úr
öllum vertöðvum um heildar
magnið, en allt bendir til að
það sé meira en í janúar í
fyrra.
Frá Sandgerði gengu 15 bát-
ar og bárust þar á land 1802
lestir í 232 róðrum, er það allt
miðað við óslægðan fisk. í fyrra
var janúaraflinn 1554 lestir í
227 róðrum. Almennt voru
farnir 19 róðrar í mánuðinum.
Aflahæstu bátarnir eru: Víð-
ir 2. 183 lestir, Guðbjörg 173,
Muninn 161, Hamar 153,
Smári 151.
Afli Grindavíkurbáta er
einnig meiri og hið sama er að
segja um báta frá Keflavík. í
fyrra bárust á land í Grinda-
vík 900 lestir en nú er aflinn
1200 lestir. Frá Grindavík
ganga 23 bátar. Róðrar hófust
fyrr þaðan í ár en í fyrra og á
það sinn þátt í auknum afla, en
yfirleitt voru aflabrögðin betri
sérstaklega framan af en upp
á síðkastið hata þau verið léleg.