Vísir - 11.02.1960, Blaðsíða 9

Vísir - 11.02.1960, Blaðsíða 9
Fimmtudaginn 11. febrúar 1960 VlSIR ð Stórbreytingar á þjóð- féiagi íslendinga. Framh. af 4. síðu. svarsstiga og að verja 56 millj. kr. af söluskatti til jöfnunar- sjóðsins til útsvarslækkunar ætti þegar á þessu ári að fást nokkur umbót í útsvarsmálum, en heildartillögur um tekju- stofna sveitarfélaga verða vænt anlega ekki tilbúnar fyrr en í haust. Breyting á söluskatti. Um nokkurt skeið hefur ver- ið álagður hér á landi 9% sölu- skattur af innlendri framleiðslu og þjónustu, Hafa 3% af hon- um runnið til ríkissjóðs, en 6% til útflutningssjóðs. Þessi teg- und söluskatts hefur verið ákaf- lega illa séð, enda meingölluð, ranglát og erfið í innheimtu. Tvö dæmi skal ég nefna. Mað- ur vill fá gert við bifreið sína og fer með hana á verkstæði. Ef verkstæðið leggur bæði til varahlutinn og vinnuna, þarf að borga 9% af hvoru tveggja, en ef bíleigandinn kaunir hins vegar varahlutinn í búð og af- hendir verkstæðinu þarf hann hann aðeins að greiða söluskatt af vinnunni. Hitt dæmið: Ef hið opinbera leitar tiibcða í mannvirki verður að greiða 9% af upphæð verksamningsins, en ef verkið er unnið í reiknings- vinnu þarf engan söluskatt að greiða. Mér virðist að væri þá sönnu nær að hafa þet.ta öfugt, því að vitanlega á að hvetia opinbera aðila til bess að bióða út verk, en ekki letja, og vegna þess hve þessi skattur er hár og flókinn í framkvæmd og margt undanþegið honum, verður hvötin til að komast fram hjá honum oft helzt til mikil, Þennan óhepnilegá tekju- stofn, sem myndi væntanlega nema í ár 114 millj. kr. er nú ætlunin að afnema.—Hérhef ég nefnt þrjár tegundir af sköttum á almenning, er fikisstj.'hvggst nú að létta, ýmist að nokkru eða öllu, það er almennur sölu- skattur 114 milli., tekjuskattur- inn um 110 millj. kr., og útsvör- in, eins og ég hef gert grein fyrir. um 56 milli kr. Samtals oru þessar upnhæðir 280 millj. kr. Til þess að jafna þessi met á að lögleiða almennan lágan söluskatt. sem pert er ráð fvrir að gefi ríkissióði þessa sömu upphæð. Slíkur söluskattur. sem er jafn, almennur og með sem fæstum undanþágum er nú innheimtur víða um lönd. m. a. 1 Noregi, Sviþjóð, Bándaríkiun- um, Englandi. en nánar^ ætia ég ekki að ræða hann nú, ur þegar frv. um hann er tiTKú.. ið og verður lagt fvrir AJb. Einn liður í tekiuáætluninni er gjald af innlendum tollvörnm. sem er áætlað 35 millj. kr. Lög um það gjald eru 21 árs gnmnl og hefur síðan verið hlaðið á það prósentum ofan á prósentur. Lögin eru úrejt o'-ð- in og eru nú í endurskoðun. Við þá endurskoðun kemur m. a. til athugunar, hvo'-t einhvér fi-im- leiðsla hefur rísið unn qi'ð^n 1939. sem réttmæt.t er pð skatia til jafns við hinar. sem fvrir vofu, og eins hi.tf.-tið víw+ó bo<=s að sérstök skattaára"nincr á þénnan iðnað rrqnicfj é.k.^3 Vvo nr hóíi, að hsetta á* þífr, og þess v*£na mirmknndi tékjum ríkissjóðs', eins og dæfhi eru til, þegar skattalöggjafarn- ir verða helzt til gráðugir. Heildarniðurstöður fjárlaga- frv. eru þessar: Reksturstekjur eru áætlaðar 1464.1 millj., rekst ursgjöld 1353.8 millj. kr. og rekstursafgangur, er því á- ætlaður 110.3 millj. kr. Ef litið er á heildarútgjöldin samkv. sjóðsyfirliti, er útkoman þessi: Innborganir áætlaðar 1464.7 millj., útborganir 1462.9 og greiðsluafgangur samkv. fjár- lagafrv. er því áætlaður 1 millj. og 800 þús. rúmlega. Eg vil taka það fram og Ieggja á áherzlu, að fjárlagafrv. veiður að sjálf- sögðu að afgreiðast frá Alþingi með greiðsluafgangi og ekki aðeins það heldur verður óhjá- kvæmilega að halda þannig á fjármálum ríkisins á þessu ári, að örugglega verði ekki greiðsluhalli heldur greiðslu- afgangur. Það er einn af óhjá- kvæmilegum liðum í efnahags- aðgerðunum. því að stórauka fjölskyldubæt- urnar, elli- og örorkulífeyrinn og aðrar svipaðar greiðslur al- mannatrygginga og ennfremur með því að greiða niður verð á nokkrum þýðingarmiklum neyzluvörum, kornvörum, kaffi og sykri. Kostnaður við þessar ráðstafanir kemur fram í fjár- lagafrv. í 17. og 19. gr. Þessar ráðstafanir, sem eru gerðar til þess að draga úr á- hrifum og þunga verðhækkan- anna, leiða til þess að útgjalda- hækkunin hjá vísitölufjölskyld- unni verður aðeins 3 af 100 í stað 13 og hjá fjölskyldu, hjón- um með 3 börn, verður niður- staðan sú, að þar á ekki að verða nein kjaraskerðing. Útgjöld mega ekki fara fram úr tekjum. Stórauknar almanna- tryggingar. Með frv. um efnahagsmál og fjárlagafrv. eru gerðar margar stórbreytingar á þjcðfélagi ís- lendinga. Ein stærsta þjóðfé- lagsbreytingin eru hinar stór- auknu almannatryggingar. Sú gjörbreyting, sem nú verður þar gerð, mun vissulega síðar þykja tíðindum sæta. Fyrst má nefna fjölskyldubæturnar. Nú hefur barnafjölskylda enga barnauppbót fyrir fyrsta barn né annað barn, en þegar þriðja barnið kemur verður uppbótin 1166 kr. á fyrsta verðlagssvæði og 874 kr. á öðru verðlagssvæði. Nú er gert ráð fyrir þeirri breytingu, að greiddar verði 2600 kr. með hverju barni, það þýðir; að tveggja barna fjöl- kylda, sem ekkert hefur fengið í fjölskyldubætur fær nú 5200 j kr. á ári, að þriggja barna fjöl- ( skylda fær 7800 kr., fjögurra ' barna 10400 og fimm barna fjöl- skylda fær 13000 kr. í fjöl- skyldubætur. En aldraða fólkið og öryrkjarnir fá einnig veru- legar trjrggingabætur, elli- og örorkulífeyrir mun hækka nú eftir till. ríkisstj. um 44%. Gengisbreytingin, sem fyrir- huguð er, hefur að sjálfsögðu veruleg áhrif á verðlag í land- inu til hækkunar og hefur ver- ið reiknað út, að hækkun fram- færslukostnaðar í heild muni nema um 13%. Þar sem slík hækkun framfærslukostnaðar mundi verða almenningi afar þungbær hefur ríkisstj. talið ó- hjákvæmilegt og sjálfsagt að gera sérstakar ráðstafanir til að draga úr áhrifum gengisbreyt- ingarimiar á lífskjörin, fyrst og fremst hjá barnafólki, öldruðu fólki og öryrkjum. Þetta legg- ur ríkisstj. til, að gert sé með En hvex-s vegna þarf að gera allar þessar ráðstafanir, sem koma fram í efnahagsmálafi'v. og fjárl, og væntanlegum frv., sem hér vei’ða lögð fram síðar? Hvað er að? segja hv. stjórnar- andstæðingar. Er ekki allt í stakasta lagi? Þessi orð og þessar setn- ingar höfuð við heyrt hér í Al- þingi undanfarna daga. Nei, hv. þm. og hlustendur góðir. Það er ekki allt í lagi. Það er margt að í þessu þjóðfélagi. Það, sem er að, er m, a. og kannski í fyrsta lagi hinn gífurlegi greiðsluhalli á viðskiptum þjóðarinnar við útlönd, halli. sem undanfarin fimm ár hefur verið að meðal- talin 200 milíj. kr. Þjóðin sem I heild hefur eytt meiru en hún hefur aflað. Það þarf enga há- skólahagfræði til að skilja þetta. Þetta skilur hver einasta húsmóðir og heimilisfaðir í þessu landi. Sérhvert íslenzkt heimili verður nauðugt viljugt að haga séf eftir því lögmáli, að útgjöldin mega ekki fara fram úr tekjunum. Það er kannski hægt í eitt ár eða tvö að lifa um efni fram og' safna eyðsluskuld- um, en það er ekki hægt til lengdar. Sumir menn hafa mik? ið lifað hátt um efni fram, ber- ast á og hugsa sem svo, að ein- hvern veginn slampast. þetta af eirts og hingað til. En allt tek | ur enda og eins og enginn fær umflúið sitt skapadægui', eins í rennur upp sú stund, að hamar j fógetans fellur og þá dynur yfir j þrot og hrun, eymd og smán. : Þennan einfalda sannleika, sem sérhvei’t heimili í þessu landi lifir eftir, látast hv. stjórnar- andstæðingar ekki skilja. Þeir jafnvel þverneita því, að þjóðin sé í nokkrum háska stödd, þó að fjárhagslegt sjálfstæði henn- ar rambi nú á barmi glötunár. Þeir menn eru einnig til hér á þingi, sem eru harla ánægðir með þessa framvindu mála. Þeir menn eru til, sem segja: Það er barnaleikur einn að ráða við gjaldeyrisskortinn og greiðsluhalla við útlönd. Við getum fengið stórlán hjá vin- um vorum í austri með lágum vöxtum til langs tíma. Og það ei'u til þeir menn, sem segja: Lánsfjárskortinn innanlands er auðvelt að jafna ; með því bara að láta seðlabankann prenta fleiri seðla. Sumir menn vaða út í ógöngur, út í fjái’þrot og missi fjárhagslegs sjálfstæð- is af fákurmáttu, hugsunarleysi, gáleysi. Þeir eru vissulega ekki til fyrirmyndar, en hinir eru þó vei'ri, sem vilja stefna út.í slíkar ógöngur með þjóð sína vitandi vits. Fi'v. um efnahagsmál og frv, Frh. á 11. s. Mansfu eftir þessu Meira en 100 stúdentar frá 10 iönd- um í Austurlöndum nær og Afríku fengu styrk frá Bandaríkjunum sam- kvæmt „Point Four“-áætlunxnni, og var þeim ætlað að stunda nám við ameríska háskólann í Beirut í Líbanon, en áæílun varðandi hetta kom tii fram- kvæmda árið 1951. Það voru starfsmenn í rannsóknarstofum fyir læknisíræði- rannsóknir, sem þarna var urn að ræða, og voru J'inir fyrstu, sem styrks nutu, frá Jórdaníu, Líþanon, Líberíu og Sýr- landi. Háskólinn ameríski í Beirut var stofnaður árið 186S, og hefur ævinlega starfað samkvæmt þeirri meginreglu, sem sett var í upnhafi, að hann ætti að þjóna mönnum af öllum litarhætti, hvert sem þjóðernið er, hverja trú sem • hann játar og hver sem kynþátturinn er. Þessi mynd var telcin - Ne'w York árið 1942 og sýnir tvo ieikara, sem voru í hópi hinna frægustu, flytja Verk eftiv víðfrægasta leikritaskáld, sem bá var uppi. Leikkonan er Katherine Cornell, sem er bandarísk, en á móti henni lelc kanadiski leikarinn Rayinond Massey, en leikritið var Candida eftir G. Bernard Shavv. Katherine Cornell vann fyrstu leiklistarsigra sína : leikritum efíir Shaw árið 1924, en síöan heíur hún einnig sýnt, að hún getur ekki síður haft leikstjórn á hendi. IVIassey varð heimsfrægur fyrir leik sinn sem Abra- ham Lincoln, sem hann hefur bæði leik- ið á svið og í kvikmynd. Síðustu árin hafa bau bæði komið fram í sjónvarpi ' og endurnýjað þar allra hina gömlu sigra sína. Þaun 23. júní 1953 var efnt til minn- ingarathafnar í Vestur-Berlín. Þá var mintizl þeirra mörgu verkanianna, seni fállið höfðu fyrir mórðtólum sovéthers- ins fáeinum dögum áður, þegar austur- þýzkur verkalýður reis loks upp og revndi að reka kommumsta af höndum sér. Fcringjar kommúnista í A.-Þýzka- landi, Ulbricht og félagar hans, fengu sovétstjórnina til að senda skriðdreka gegn verkamönnum og urðu beir þá að lúta í lægra lialdi. Enginn veit, hversu marga menn kommúnistar drápu við þetia tækifæri, eða hversu margir voru hnepptir í varðhald og sitja þar jafnvel enn. Það eitt er vitað, að þegar efnt var til réttarhalda vegna uppreistarinnar, voru hvorki meira né minna en 42 menn dæmdir til dauða.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.