Vísir - 11.02.1960, Blaðsíða 11

Vísir - 11.02.1960, Blaðsíða 11
Fimmtudaginn 11. febrúar 1960 VÍSIK II „Aftur hverfur lygi, þá sönnu mætir". Þann 25. janúar sl. var eg1 staddur í búð, þar sem dagblöð eru seld. Mánudagsblað, er kom út þann dag, var þar og á boð- stólum. Þegar eg sá í blaðinu grein um leikhúsmál eftir þjóð- kunnan stjórnmálaskörung, Keypti eg blaðið og fór með heim. Þegar eg hafði lesið nefnda grein og aðra um sama efni á fjórðu síðu, leit eg yfir á fimmtu síðuna og sá þar þessa athyglisverðu fyrirsögn á smá- grein: „Þögn er ekki ávallt gulls ígildi“. Greinin byrjaði þannig: „Okkur veitist mörgum auðvelt að telja okkur sjálfum trú um, að við séum sanngjörn1 og góðviljuð, þegar við mót-' mælum ekki slúðri, sem við heyrum að haldið er á lofti. En sannleikurinn er líklega sá, að við höfum ekki kjark til að, mótmæla.“ Þetta er vel mælt| og viturlega. Og væri allt efni blaðisns jafnan skrifað í svip>- uðum dúr, væri Mánudagsblað- ið eitt hið merkasta á íslandi. „En Adam var ekki lengi í Para- dís.“ Þegar eg kannaði lesefnið frekar rakst eg á pistla á öft- ustu síðu blaðsins, er heita: Úr einu í annað, og las þá. Var hér gerbreytt tóntegund og skipt yfir í slúðursagnastíl. Hvort sem gamla Gróa á Leiti er tíður gestur á skrifstofu blaðsins eða húsvinur ritstjórn- arinnar, þá talar hún í þessum pistlum, a. m. k. þeim fyrsta, fyrir munn ritstjórans, og er hin sprækasta, þó orðin sé fullra hundrað ára, og sennilega miklu eldri, þótt Jón Thoroddsen nafngreini hana fyrstur manna. Mun og verða allra kerlinga elzt og lifa enn margar kynslóð- ir. Enda skortir kerlu nú hvoki holla fæðu né hressandi drykki, og lifir hvern dag í dýrlegum fagnaði, eftirlæti ritstjórna sumra blaðanna, og jafnan sett við háborð þeirra, sem venjulega enda stuttan vinnudag við' veizluglaum og hornaskvaldur. Þessi fyrsti pistill í nefndum greinaflokki er hreinræktuð Gróusaga og þessleg, að sú garala sé enn í fullu fjöri, og hafi tamið sér nýjasta frásagn- arstíl ritþjálfaðra nútíma- manna. Segir í pistli þessum, að Páll Kolka læknir á Blönduósi hafi sótt mjög fast að vera í fram- boði til Alþingis (sennilega þá sl. haust). Hafi hann lagt all- hart að forustumönnum flokks- ins (á líklega að vera Sjálf- stæðisfl.) og sagt „að það væri helvíti hart að fá ekki að fara í framboð eftir að hafa verið læknir kjördæmisins í 30 ár.“ Hafi þá Jón Pálmason átt að segja: Eg er búinn að vera þingmaður Húnvetninga yfir 30 ár, en aldrei hefir mér dottið í hug að sækja um læknisem- bættið?! Þessi saga í Mánudags- blaðinu er sýnilega aukin og endurbætt útgáfa af samskonar sögu er „Frjáls þjóð“ birti á sl. hausti. Er það sama hver sér um allar Gróusögurnar. að fyrri álygar eru færðar í breyttan búning og auknar að miklu. f Frjáísri þjóð var sagan þannig. að nefndir menn áttu að hafa haft svipuð ummæli í ræðum á flokksfundi á Blönduósi. Var sú saga öllu hóflegar orðuð, og tillit tekið til þeirra staðreynda, að sl. haust var Páll Kolka bú- inn að vera héraðslæknir Hún- vetninga í 25 ár, og Jón Pálma- son þingmaður jafn lengi. Eg, sem þetta rita, var fund- arstjóri þessa umrædda fundar og heyrði því glöggt allar orð- ræður manna. Talaði læknirinn þar nokkur orð. Krafðist hann einkis sjálfum sér til handa, en' óskaði eftir skynsamleri og ör- uggri baráttu fyrir sigri Sjálf- stæðisflokksins. Þau tilgreindu ummæli, sem eftir honum eru höfð i nefndum blöðum, eru rakalaus ósannindi. Skiljanlega gafst því Jóni Pálmasyni ekk- ert tilefni til að mæla það, sem eftir honum er haft í nefndum pistli. Enda syarið svo heimsku- legt við þessum tilbúnu um- mælum læknisins, að jafn- greindur maður og Jón Pálma- son er, hefði ekki gerzt sekur um slíka flónsku. Er því sýnt, að báðir þessir mætu menn, Páll Kolka héraðslæknir og Jón á Akri eru að tilefnislausu bitbein óvandaðra fréttasnápa. Er þó ljós.t að hvorum þeirra eiturskeytinu er frekast stefnt.' Er það aðeins tilviljun, að umrædd klausa er enn ýkt og endursögð á 65. afmælisdegi héraðslæknisins? í hvaða tilgangi eru svona sögur sagðar? Er ekki mark- miðið eitt og sama sem allra annarra Gróusagna, að sverta náungann og rægja saman vini og samstarfmenn? Má ekki vera að í drykkju- gildum þyki hálfsljóvum áheyr- endum saga þessi snjall „brand- ari“. En allsgáður lesendur finna enga fyndni í tilsvarinu. Það vita allir og styðjast sum- ir við sára reynslu, að þing- mannsefni þurfa engin próf- vottorð fram að leggja, hvað þá ágætis einkunn í sérgrein frá háskóla til að ná kosningu. Þurfa stundum ekki einu sinni meðalvit eða þekkingu í al- mennum fræðum, ef loftvog flokksins er hagstæð, og fjár- málavald öruggt að baki. Er þvi samlíkingin almennt séð hringa- vitleya og engu síður þó um sæmilega gefinn þingmann sé að ræða. Þetta diktaða tilsvar missir marks, en hefði getað verið broslegt spaugsyrði, ef til dæmis hreppstjóra eða öðr- um slíkum manni hefði • verið stillt móti þingmanninum. Hver þingmaður hlýtur að vera fær í slíkt embætti. Við íslendingar höfum oft átt ágæta lækna á Alþingi, sem fyrst og fremst hafa stutt fram- þróun heilbrigðismálanna og innig verið brautryðjendur annarra mikilvægra framfára. Hitt þekkjum við einnig og höfum af sorglega reynslu á síðustu árum a. m. k., að meiri hluti þingmanna hafa reynzt vanmegna að bægja veirum hins fársjúka fjármálalífs frá þjóðarlíkamanum, hvað þá að þeir hafí get^ð sktMúð burtu meinin. Hvort frekast hefir skort, þekkingu, vit, vilja eða áræði, skal ekki um dæmt. Má vera, að vöntun alls þessa hafi nokkuð gætt. Ættu hinir ágætu menn sem minnst að tala um lækningamátt sinn. Eg mótmæli og þeirri full- yrðingu, að héraðslæknirinn hafi sótt fast að vera í fram- boði. Það sanna er, að ýmsir áhugamenn í Sjálfstæðisfl. í Húnaþingi voru þegar eftir kosningar 1956, er fylgi okkar mæta þingmanns, Jóns Pálmasonar, hafði dalað mjög verulega, farnir að hugleiða hvort ekki mundi rétt að nýr hæfileikamaður kæmi í hans stað. Þegar svo Jón féll sl. vor fékk þessi skoðun byr í seglin. Það var og eðlilegt og sjálfsagt að leita hinna beztu úrræða. Jón Pálmason var líka sjálfur fyrst lengi þess hugar, að draga sig í hlé, enda orðinn aldinn að árum og þreyttur eftir langan og stundum nokkuð strangan vinnudag. Slíkt gerðu þá og margir jafnaldrar hans. Var þá nokkuð eðlilegra, en að þegar áhugamenn flokksins tóku að svipast um eftir manni, sem líklegur væri til að vinna aftur tapað fylgi, festu fyrst augu á einum mikilhæfasta manni héraðsins, manni, sem unnið hafði sér almennar vin- sældir, var þjóðkunnur sem læknir og rithöfundur og þekkt- ur í kjördæminu og utan þess fyrir dugnað og áræði samfara skörpum gáfum. Við Húnvetningar höfum allt frá því að Alþingi fékk löggjaf- arvald 1874, átt mjög mæta þingmenn og suma í tölu þing- skörúnga. Þeirra meðal einn af fremstu læknum landsins á sín- um tíma, Guðmund Hannesson. Út • af þeirri reglu, að aðeins kæmi til greina að velja í fram- boð sterkan, vinsælan hæfi- leikamann, vildu þeir ekki breyta, sem óskuðu eftir að héraðslæknirinn, Páll Kolka, gæfi kost á framboði sínu sl. haust. Ráðagerðir þessar spruttu einvörðungu af umhyggju fyrir heill og gengi Sjálfstæðisflokks- ins og fölsvalausri þjóðholl- ustu. Slúðursagnahöfundum skal kunngert, ef þeir eru þess ekki vitandi, að Sjálfstæðismenn eru frjálsir einstaklingar, sem ó- hindrað geta flutt í ræðu og riti skoðanir sínar og tillögur. Handjárn þekkjast ekki. Frelsi og einurð fylgismanna flokks- ins er styrkur hans. Því er hver tilraun óvandaðra manna til að spilla samstarf i f lokksmann- anna andvana fædd. „Þögnin er ekki ávallt gulls ígildi.“ 1. febrúar 1960. Stgr. Daviðsson. SUD og Douglas. Douglas-verksmiðjurnar í Bandaríkjunum hafa aflað sér réttinda til framleiðslu vestra á Caravelleþotunum frönsku. Samtímis hafa Douglas-verk- smiðjumar aflað sér söluum- boðs i mörgum löndum fyrir Caravelleþotur, þ. e. í Norður- og Suður-Ameríku, Bretlandi og Austur-Asíu, en franska fér lagið (SUD) í öðrum löndum og hefiír einnig söluumboð fyr- Hafdís - Frh. af 1: síðu. tilgangslaust. Einnig tók eg eftir, að vatnið yfirfjallsröri frá miðstöðinni sauð en rörið liggur upp í gegn- um brúna aftan til. Flaug mér þá í hug að mikill eldur myndi vera í skipinu í vélarrúminu. Var fyrirsjáanlegt, að ekki væri hægt að ráða við eldinn, og var því öllu lokað. Eg kall- aði þá út og bað báta að vera til taks við björgun og settum við því gúmmíbát út. Þetta tók ekki nema nokkrar mínútur allt saman og klukkan mun hafa verið 15 til 20 mínútur yfir 12. Það var ekki um annað að gera en að yfirgefa bátinn, því við vorum með fulla tanka af olíu, 5000 lítra, og hætta gat verið á, að sprenging yrði þá og þegar. Þegar við fórum frá borði var eldurinn kominn upp úr vélar- rúminu og logaði skipið að aftan. Var björgunarbáturinn lekur? Það var gat á honum, en ekki í lofthylkjunum svo það kom ekki að sök. Við vorum stutta stund í gúmmíbátnum, því Fróðaklettur var kominn á vettvang og vorum við teknir um borð í hann. Hvernig var veðrið? Það var norðaustan 5 til 6 vindstig. Ef stijlt hefði verið hefði Fróðaklettur getað' lagzt að Hafdisi og tekið okkur um borð, því hann var kominn til okkar það fljótt, að það hefði verið hættulaust eldsins vegna. Hverja telur þú ástæðuna fyr- ir eldsupptökum? Þetta er okkur með öllu ó- skiljanlegt. Vélstjórinn var svo til nýkominn upp úr vélarrúm- inu. Það hafa ekki verið nema örfáar mínútur. Hann fór fi’am á meðan verið var að leggja að baujunni til að hjálpa stýri- manni meðan 2. vélstjóri var að borða. Það lítur helzt út fyrir, að það hafi orðið sprenging, verið gas eða eitthvað, því svona mikill eldur getur varla orðið af öðru á svipstundu. — Þið hafið misst allan gall- an? — Menn kómust bara með það sem þeir stóðu í. Við höfð- um föt til að fara í á milli, ekki beinlínis spariföt en sæmilegan fatnað. Þeir Bjarni Agústsson 2. vélstjóri og Einar Aðalsteins- son háseti urðu fyrir mestu tjóni. Þeir eru aðkomumenn og. voru með öll sín föt og dót um, borð í bátnum. — Eg vil láta það koma frarxiii að það væri mikið öryggi í að hafa benzíndælu á þilfari, svo hægt sé að dæla sjó í vélarrúm hægt sé að dæla sjó í vélarrúm, því ekki er hægt að koma niður þegar eldur er í vélarúmi og setja sjódælu í samband. Það er ekki meira um þetta að segja. Hafdís var lengi að brenna og ekki er vitað, hvenær hún sökk. Þarna var mikill floti af bátufn á linu og sáu sjómenn reyk og eld úr skipinu lengi nætui’. Haf- dís var 79 lestir, byggð í Sv- þjóð 1946. Eigandi: Vesturhús h.f., Þingeyi-i. Jón Kr. Gunnars- son í Hafnai’firði hafði bátinx^ á leigu. Fjárlagaræðan ■**. Frh. af 9. s. til fjárlaga eru tvær greinar af sama . stofni. Fleiri greinar munu vaxa af þeim meiði, á næstu vikum, frv. til breyt. á almannati’yggingarlögum, frv. um afnám tekjuskatt á launa- tekjum, frv. um lagfæringu út,- svara og fjölmargt fleira. En með þessum málum öllum gr lagður grunnur að heilbrigðax:a og réttlátara þjóðfélagi. Það er von mín, að íslenzka þjóðin taki með skilningi þeirri stefnu, sem nú er mörkuð til viðreisnar. Þessi stefna er ekki aðeins rétt stefna, heldur sú eina stefna, sem nú er hægt að taka til þess að foi’ða vá frá dyrum ís- lendinga. Kosið í bæjarráð Akureyrar. Frá fréttaritara Vísis. Akureyri í gær. Forseti bæjarstjórnar Akur- eyrar hefur verið kjörinn Guð- mundur Guðlaugsson. . Var hann í því sæti áður og hlaut: endurkosningu. Kosning fór fram í bæjarráð á fundi bæjarstjórnar Akui’eyr- ar í gær. Kosningu hlutu þeir Helgi Pálsson, Jón G. Sólnes, Jakob Frímannsson, Bragi Sig- urjónsson og Björn Jónsson. . xr m' ar. Blekkingar á fundum kommúnista. Kommúnistar cru að burðast við fundahöld á ýmsum stöðum þessa dagana og eru sumir fundanna allvel sóttir — óbreyttir liðsmenn vilja fræðast um línuna og hreysti- verkin, sem kommúnistaforingjarnir ætla að drýgja, er þeir verja hagsmuni alþýðunnar. En yfirleitt eru menn vonsviknir, 'þegar þeir koma af þessum fundunii þvi að foringjarnir eiga erfitt með að sannfæra hlustendur sína um, að gengið hafi til dæmis ekki verið lækkað tvívegis í tíð vinstri stjórnarinnar. Þannig sagði einn, sem hefur verið að glata trúnni á þá rauðu, eftir fundiim í Austurbæjarbíói s.l. viku: „Þeir ætla að standa vörð um hagsmuni okkar — eu eg held, að þeir ætli að Iáta nægja að tungan haldi vörðinn. Þeir taia digurbarkalega, en það vantar einlægn- ir\a í röddina.“ ■n

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.