Vísir - 11.02.1960, Blaðsíða 10

Vísir - 11.02.1960, Blaðsíða 10
10 VÍSIR Fimmtudaginn 11. febrúar 1960 Rosa Lund Brett: * * A stim ¥ sigrar - durtinn. 27 annan greiða. Viltu.... viltu lofa mér að skila til Dolores, að þig langi til að sjá Melissu bráðum?“ „Hann pírði á hana augunum. „Vilt þú að eg dufli við dótturina til þess að þú getir komið þér vel við móðirina?“ „Nei, vitanlega ekki,“ hann glotti svo viðbjóðslega kaldhæðnis- lega að hún iðraðist eftir að hafa beðið um þetta. „Þær meta mikils að eiga þig að vini — það er allt og sumt.“ „En það er auðséð að þú metur það litils.“ Það var að sjá að hann ætlaði að fara frá lienni, en snerist hugur. „Já, eg skal gera þér þann greiða að verða með Melissu á morgun. Eg skal senda bílinn eftir henni og þú skalt biðja hana uin að fara í fallegasta kjólinn sinn — og segja að eg vonist t.il að liún komi í miðdegisverðinn og að við göngum langa tunglskinsgöngu á ' eftir. Góða nótt!“ Augnabliki síðar var Sherlie komin inn í herbergi sitt og skalf af geðshræringu og þreytu. Hún hafði verið með Paul allt kvöldið, , þau höfðu hlustað á tónleika og talaö saman-----og þó fannst henni lengra á milli þeirra en nokkurntíma áður. 7. KAP. Loks var herra Hansford á förum og öll fötin hans, litríku •hálsbindin og dýru gljáskórnir var lagt ofan í stór koffort, sem var raðað á jeppa gistihússins, en sjálfur stóð hann með panama- hattinn í hendinni og var að kveðja frú Wingate. „Eg held fund með hinum mönnunum í stjórninni eftir nokkra daga og í mánaðarlokin skulúð þér heyra frá okkur. Meira get eg ekki sagt núna.“ Dolores varð að sætta sig við þessi málalok, þó hún þættist vita að hann hefði þegar tekið ákvörðun. Hún varð að sætta sig við að lifa í óvissunni til mánaðarmóta. Hún stóð og horfði á eftir bílnum með manninum, sem svo að 1 :segja hafði framtíð hennar í hendi sér. Og í fyrsta sinn síðan Hansford kom gaf hún sér tóm til að íhuga hvað hún ætti að taka fyrir ef henni yrði sagt upp með þriggja mánaða fyrirvara. Það þýddi ekki að gera sér von um að nýi forstjórinn yrði jafn • réttlátur og konulaus eins og Julius Wingate — slík hundaheppni kemur ekki fyrir tvívegis í lífi nokkurrar konu. Nei — hún yrði að fara frá Bali og freista gæfunnar annarsstaðar — kannske í Singapore. ]r Og Melissa.... ojæja. — Telpan væri kannske gift þá, en liún | yrði að leggja sig betur fram ef hún vildi ná i Paul Stewart. ! Það var ekki hollt að maðurinn skemmti sér urn of með öðrum ístúlkum, og þessi elskulegi bjáni kunni ekki sem bezt ástar- klækina, en þetta mjakaðist þó í áttina — það var ekki von á því betra, og Melissa hafði verið ’ooðin unr borð í skipið með Paul, eigi sjaldnar en Sherlie. Sherlie — djúpar hrukkur komu i ennið á Dolores er hún lrugsaði til dóttur mannsins síns — það var engum vafa bundið, að ef ærlegheita Sherlie, háttvísi hennar og lipurð við gestina hefði ekki notið við, mundi herra Hansford ekki hafa myndað sér nærri því eins hagstæða skoðun á rekstri gistihússins. Hún varð að taka tillit til Sheirlie, lrún var fyrst og fremst undir verndarvæng Stewarts, en ríku Tennantshjónin höfðu líka tekið hana að sér. Og svo var það þessi Rudy Cartelle, þó hann gæti ekki gifst í bráð.... Þetta var talsvert ískyggilegt. Dolores kaus að bíða átekta, hún hataði að hugsa um fortíðina og vera óviss um framtíðina og vita að hún réði ekki sínum eigin örlögum. Ilún hafði að minnsta kosti frest þangað til svariö kæmi frá herra Hansford, svo hún gat sinnt framtiðarmálum Melissu á meðan. Eftir afmæli Edwards hafði Sherlie fengið meiri tíma aflögu og verið oftar með Rudy. Hún var frjáls og glöð þegar hún var með honum og hinum tilgerðarlausu kunningjum hans. Rudy kenndi henni að róa með tvíblaða ár, hann synti eins og innfæddur maður og kafaði eftir litríkum skeljum og kóröllum handa henni. Vinir hans ertu hann með því að „fallegu litlu hendurnar hennar ná fastari tökum á þér — þú ert nærri því ofseldur.“ „Eg veit það og það er unaðsleg tilfinning —“ „Hefurðu ekki hugsað þér að gera neitt við því?“ Ekki þó fyllilega ágætt, hugsaði hann með sér, því að Sherlie vék sér undan hvenær sem hann ætlaði að gæla við hana — en ef hann væri nógu þolinmóður þá... . Einn daginn höfðu þau verið uppi á hæðinni og skoðað þrí- höfðaða hindúagoðið og hlustað á einkemiilega tónleika, en glájarpar telpur skelltu lófunum og dönsuðu foman musteris- dans. Á leiðinni niður hæðina tók Rudy handleggnum um mittið á henni og sagði: „Áður fyrr hundleiddist mér Panleng, en þú ert svo hrifin af öllu að þú hrífur mig með þér. Það væri gaman að sjá þig á óðalinu hans föður míns á Sumatra.“ „Þú fær varla tækifæri til þess — það er svo mikill svækju- hiti á Sumatra.“ „Já, sumsstaðar — það er þurrara loft á Bali, en það er líka ljómandi gott þar sem við eigurn heima. Mamma skrifar í síð- asta bréfinu sínu, að það geti hugsast að pabbi vilji láta mig koma heim í sumarleyfinu. Eg vildi óska að þú gætir komið með mér, Sherlie.1* „En það er mér ómögulegt!" „Þetta er ekki löng leið með flugvél, við gætum haft einhver ráð með það. Frú Wingate mundi áreiðanlega gefa þér leyfi svo sem viku tíma.“ „Hún mundi það kannske — en það er ekki aðalatriðið. Það mundi þykja skrítið ef eg kæmi með þér heim til þín.“ „Hvers vegna? Mig langar til að þú kynnist fjölskyldu minni, þú ert svo geðug stúlka að kannske mundir þú geta mildað föður minn. Þetta er eigingirni af mér, því að mig langar til að ykkur falli vel hvoru við annað og mig langar líka til þess að þið skiljið, að eg hef nægan þroska til að setjast að heima. Skil- urðu það?“ Sherlie skildi það vel og var upp með sér af traustinu. Rudy hafði stungið upp á, á mjög geðfeldan hátt, að hún ætti að vera tákn þess að hann væri orðinn þroskaður maður og sönnun þess að framtíðarmarkmið hans væri að eiga heima hjá föður sínum og starfa með honum, og að hann væri orðinn leiður á útlegðinni. „Mér þykir það leitt, en eg fæ ekki af mér að blekkja þau.“ „Eg er ekki að biðja þig um það. Eg vil giftast þér, Sherlie, en eg hef engan rétt til að biðja þín, fyrr en eg veit hvort eg get alið önn fyrir konu. Pabbi er ríkur og einhverntíma eignast eg auðinn hans. Og ef eg gerðist samstarfsmaður hans mundi eg verða efnaöur maður.“ Hann þagnaði og þrýsti henni fastar að sér og tók um hökuna á henni. „Þetta væri auðvelt ef þú vildir, Sherlie. Þá mundu þau 4 KVBLDVÖKUNNI liHlUisiíæ i!S - : i g„ -)C Charles M. Schwab, sem var hægri hönd Andrew Carnegies (og varð forstjóri hin stóra stál- iðjuvers aðeins 39 ára að aldri) var að aka meðfram Hudson- ánni einn eftirmiðdag ásamt Carnegie, en hann ætlaði að sigla til Skotlands degi síðar. „Hugsaðu þér, á morgun verð eg að sigla þarna á ánni; það verður léttir fyrir mig.“ „Og það verður léttir fyrir okkur alla,“ svaraði Schwab sínum háværa húsbónda. ★ „Sástu hvað ánægð frú G. var, þegar eg sagði henni að hún liti ekki út fyrir að vera degi eldri en dóttir hennar?“ „Eg tók ekki eftir því. Eg var svo upptekin af því að horfa á svipinn á dóttur hennar.“ ★ Það er almennt vitað, að því eldri sem maður verður, því hraðar gat hann hlaupið þegar hann var drengur. Red. Smith. ★ Það var lélegt dagsljós í Mollywod-kaffihúsi og eg hafði kynnt mér matseðilinn, en fann ekki neitt sem mig langaði í. Þá sá eg konu í sæti skammt frá og var fallega útlít- andi salat á borðinu hjá henni; , það var hvanngrænt og fallega skreytt. „Látið mig fá samskonar sal- at og þessi kona hefir fengið — ef þér viljið gera svo vel,“ sagði eg við þjóninn. i Þjónninn leit yfir á borðið andspænis, því næst laut hann ofan að mér og sagði í trúnaði: „Frú, þetta er hatturinn frú- arinnar." ★ Kennslukona, sem hafði lent í bifreiðarslysi, kom til að hitta tannlækni. Hann varð að segja henni, að það yrði að taka úr henni tvær framtennur. Og af því að gómurinn væri svo lengi að jafna sig, gæti hún ekki feng- íð tennur fyrr en eftir sex vik- ur. „Það stendur mér á sama,“ sagði kennslukonan. „Eg kenni í fyrsta bekk og ílest börnin í bekknum vantar framtennur líka.“ R. Burroughs IARZAN 3194 >-OrL PAYS,THE P’KISOWEE.S CUS AísC' SCEAPEf THEIE WAV THK.OUSI-1 TH7 EAKTH,TEWSELV, APPKEHbMSIVE:../-. IAOGAVEU 10 - Kaupi guli og siífur Dögum saman grófu þeir, hvildarlaust og óþreytandi, þangað til þeir voru að því

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.