Vísir - 02.03.1960, Blaðsíða 4

Vísir - 02.03.1960, Blaðsíða 4
VfSIH Miðvikudaginn 2. marz 196Q» Kennedy í ákafri sókn. Flýgur milli borga um Banda- ríkin þver og endilöng. „Ekki er ráð nema í tíma sé |um umraæli, sem átti að skilja tekið“. Þessi orð gætu vel verið sem gagnrýni á John F. Kenne- einkunnarorð þeirra manna í Bandaríkjunum, sem gefa kost á sér sem forsetaefni flokkanna, því að þeir byrja sóknina O'ft mörgum mánuðum áður en flokksþingin eru háð á sumrin, til þess að taka ákvörðun um forsetaefni — og svo er löng og hörð lokasókn, að flokksþing- unum loknum, þar til forseta- kjör fer fram að haustinu. Þá hafa ýmsir sem barist höfðu vasklega mánuðum sam- an fyrir að verða fyrir valinu, orðið að draga sig í hlé — eft- ir eru að eins tveir menn, for- setaefni demokrata og forseta- efni republikana, sem slagurinn stendur um, — ef til vill mætti segja fjórir, ef varaforsetaefnin eru talin með. f flokki demokrata eru það nú tveir menn, sem vekja at- liygli hafa sig enda mjög í frammi, til þess að afla sér fylgis sem forsetaefni, þeir John F. Kennedy og humbert H. Humphrey, en margt getur gerst, og það er engan veginn víst, að annar hvor þeirra verið fyrir valinu, það er t.d. þriðii maðurinn, sem lætur bera lítið á sér, eengæti eins komið til greina, þrátt fyrir marg endur- teknar yfirlýsingar um, að hann gefi ekki kost. á sér, en það er ADLAI STEVENSON, sem tví- vegis hefur fallið sem forseta- efni. Hann er höfuðleiðtogi, mikils virtur, gáfaður, vel rit- fær, lítillátur, en þéttur fyrir, og hefur ferðast um flest lönd heims á undangengnum tíma, kynnt sér hag þjóða og leið- toga þeirra. Afstaða Steven- sons til Humph- reys og Kennedys. f þessari grein verður aðal- lega rætt um John F. Kenne- dy, en víkjum fyrst nokkrum orðum að aðstöðu Stevensons til hans og Humphreys. Hann hefur í fáum orðum sagt tekið sér eins konar jafnvægisstöðu milli þeirra — eins og það er orðað í bandarísku vikuriti — og forðast að hallast meira að einum eða öðrum, er hann stik- ar eftir línunni, sem hann hefur dregið milli þeirra. Þeir, sem gerzt þekkja hann, segja að hann neiti algerlega, að velja milli þeirra. Það er jafnan talið, að mikla þjálfun þurfi til, er akróbatar ganga, hlaupa og dansa á línu, sem strengd er hátt í lofti í sýningartjaldi eða hringleika- húsi, en það er ekki ósviouð list, sem Adai Stevenson leiltur nú. dy. — Þessh- tveir fréttastjórar, voru þeir, Paul F Kennedy, fréttritari New York Times í Suður-Ameríku, og frú Elísa- beth Dyer, útgefandi The Tim- es í San José. Bæði skýra frá því, að í móttöku, sem Jose Figueres, fyrrverandi forseti, bauð til, hafi Stevenson sagt, að frámunalega háum fjárhæð- um væri varið í kosningarbar- áttu Kennedys — það væru in. Afrit af skeytinu sendi hann skrifstofu sinni í Chicago, sem sendi John F. Kennedy þegar afrit af neituninni. Við frétta- ritara Newsweek sagði Steven- son frekara, að hann hefði hald- ið, að þetta hefði verið einka- samtal — og fréttastjórarnir fært ummæli hans úr lagi. I fremstu röð í 3 ár. í víðlesnasta vikuriti Bandg- ríkjanna birtist fyrir skemmstu grein um Kennedy, þar sem því I er haldið fram, að hann hafi | í rauninni undangengin þrjú ár j verið í fylkingarbrjósti þeirra, Köllun, Beverly Smith segir, að menn geti orðið nær örmagna af að fylgjast með Kennedy í þcssari um landið bróður sínum til stuðnings. Og hér eftir, segir hann, hygg ég, að það verði alniennt, að sókn hans að eins nokkra daga, j frambjóðendur í Bandaríkjun- um taki flugvélina í þjónustu sína. Rómversk- kaþólskur. Kennedy er rómversk-ka- þólskur. Nái hann kosningu verður hann fyrsti Bandaríkja- forsetinn þeirrar trúar. Bíða verður úrslita kosninganna næsta haust til að fá úr því skorið, hvort það spillir fyrir Kennedy, að hann er þeirrar trúar, eins og fyrri forsetaefn- um, sem biðu ósigur ef til vill trúar sinnar vegna, — hefðu a.m.k. haft miklu meiri mögu-- leika, ef þeir heffðu verið mót- mælendur. en hann sé jafnan glaður og reifur og þreytumerki siáist ekki á honum. Svona er hann þá í sókn, þessi ungi öldunga- deldarþingmaður, sem lítur á það sem köllun, að verða næsti forseti Bandaríkjanna. Og líkur hefuur hann fyrir að ná mark- inu, þótt menn greini á um hvort þær séu miklar eða litl- ar. Það sé eins og vera áhorf- andi að þætti í söaunni, að taka þátt í svona ferðalagi. með manni, sem kann að verða for- seti á þeim tímum, sem fram undan eru, — þegar taka verði hinar örlagaríkustu ákvarðanir, sem varða. Bandaríkin og önn- Ur lönd, ákvarðanir tengdar keppni við Sovét-ríkin, mennt- un, tækniþróun, og annað á þeim tíma, sem kiarnorkuodd- ar fara að heyra til herbúnað- ar þjóða beggja vegna járn- tjaldsins. Kennedy í hópi ungra aðdáenda. mestu upphæðir, er sögur færu 'sem sækjast eftir að verða fyrir af, sem eytt hefði verið í kosn- j valinu sem forsetaefni. Sagt sé, ingarbaráttu. Og einnig höfðu ■ að þeir sem séu lengi í sliku þau það eftir Stevenson, að það bæri vitni um dálítinn hroka hjá Kennedy, að vilja ekki þiggja boð um að vera vara-forsetaefni Humprey? En í San José i Costa Rica fyrir skemmstu varð Rteven- «on það á, að því er vivgict oi. veg í grandaleysi, að halla sér dálítið að Humprey — svona alveg óvart, enda reindi hami að breyða yfir þetta sem bezt hann gat. — Tveir kunnir frétta Ætjórar höfðu sem sé eftir hon- Rangfærð uminæli. Frú Dyer sýndi Blair nokkr- um — hann og Stevenson eru i sama löfræðiingafirma — það sem hún hafði skrifað, og Blair ruak upp, kvað alveg fráleitt að Stevenson hefði sagt neitt í þessa átt. Þar næst hringdi Stevenson til frú Dyer og kvaðst aldrei hafa „orðið fyrir slíkri meðferð, nema í blöðum andstæðinga sinna.“ Um þetta segir frú Dyer: ,,Hann virtist áhyggjufullur um hvernig Kennedy mundi taka þessu. Ég lofaði að breyta þvi að nokkru, sem ég hafði skrif- að, en gat þess, að Paul Kenne- dy mundi hafa símað ummælin til þlaðs síns. „Stevenson sagði (þá við einhvern um leið og |hann leit um öxl sé'r: „Hamingj- I nn l-, -I 1 1 '' ” V onvio. dy hjá Times hefur sent þetta j blaði smu. Hann er engu betri i en hún.“ Brá við — Stevenson brá við og símaði flýti til ritstjóra Times og neitaði að hafa viðhaft ummæl- kapphlaupi, verði jafnan fyrir einhverju óhappi svo að þeir heltist úr lestinni, en John sé allt af jafn sprækur og heppinn. Allar götur frá því í septem- ber hafi keppinautar hans haft sig nokkuð í frammi, en enginn hafi náð honum, þótt þeir ættu ekki að vera farnir að mæðast á þessum hlapum. Byrjar í dögun_ Greinarhöfundur, Beverley Smith, hefur ferðást með Kennedy á kosningarferðalági hans. Hann segir hann fara á fætur í dögun og starfi jafnan fram eftir allri nóttu. Á hverj- um 18 klst. sólarhringsins sé komið við í hálfri tylft borga eða svo, ræður fluttar, inni og úti, talað í sjónvarp, ekið milli bæja á vondum vegum oft og tíðum, og talað við leiðtoga í þorpurn og smábæjum ekki síð- ur en stóru bæjunum. Daglega • ræðir hann við um hundrað leið toga og heilsar þúsundum með handabandi, og allstaðar flvkkj- ast að honum ungmenni til þess að fá hann til að skrifa nafnið sitt, á bók eða blað, og það eru ekki síst ungu stúlkurnar, sem eru hrifnar af þessum sex feta risa Glaðlegt og jafnvel ung- lingslegt viðmót háns hrífur Studdi Adlai Stevenson ’52 og ’56. Kennedy studdi Stevenson bæði 1952 og 1956. — 1956 munaði mjóu, að hann yrði val- jinn varaforseetaefni, en sökum iþess hve litlu munaði beindist ; athylgi almenn mjög’ að hon- ;um og mönnum geðjast vel að j honum við nánari kynni. Og nú fór hann að hallast að því, að hann byrjaði nógu snemma og legði fram alla krafta sína. Hon- um er mikill styrkur að stuðn- ingi systkyna sinna og annarra ! skyldmenna og vina. Kennedy- ættin legst í þessu sem öðru á sömu sveif. Ættin er auðug. Til marks um þessa samheldni er, að tveir bræður hans og fjórar systur skutu saman s.l. haust og gáfu honum flugvél til að nota í kosningarbarátt- unni. Með þessari gjöf var og óbeint tilkynnt, að í þessari bar- áttu stæði Kennedy-ættin öll með John — og þeir, sem berð- ust gegn honum berðust gegn henni. Greinarhöfundur spáir þvi, þegar bardagar farj enn harðn- andi með vorinu muni systurn- ar fara á stúfana og ferðast Gat sér frægðar- orð í stríðinu. Kennedy gat sér frægðarorð í stríðinu. Verður það ekki hér rakið. Hann er auðugrar ættar, og hefði ekki þurft neitt á sig að Ieggja, en því er Kennedy- ættin ekki vön. Hann hefur allt af, allt frá barnæsku, lagt sig allan fram við hvað, sem hann tók sér fyrir hendur. Kennedy- ættin hefur ekki búið við auð og allsnægtir mann fram af manni. Hún fluftist til Banda- ríkjanna frá Irlandi í hungurs-- neyðinni miklu fyrir rúmri öld og hófu forfeður hans stai'f í Bandaríkjunum með haka og reku í hönd, en sóttu æ fram, til betri efna, mennta, álits. Móðurafi Johns var þrívegis kjörinn þingmaður og var mörg ár borgarstjóri í Boston, en fað- ir hans vann sér sjálfur inn fyr- ir námskostnaðinum á sumrin, er hann var við háskólanám, Móðir Jolrns er Rose Fitzgerald. Foreldrarnir hafa jafnan lagt á það megin-áherzlu í ’uppeldi: barna esinna, að það sem vert væri að gera, bæri að gera vel. Öll hafa þau getið sér gott orð bræðurnir við opinber -störf, systurnar á sviði ljknarstarf- semi. — Kemiedy verður 43. ára í maí n.k. Kona hans, Jacqueline Lee Bouvier, er af frönskum ættum, vel menntuð kona, 29 ára. Þau eiga eina dóttur barna, tveggja ára. Fæst skilnaður, ef eigin- kona hrýtur? Hvaö má ganga langt til aö fá mak- ann tll aÖ hætta aÖ hrjóta? Einkennilegt mál kom fyrir rétt í brezkum skilnaðardómi nú í s.l. viku. Kona nokkur sótti um skilnað frá bónda sínum, þar eð hún hélt því fram að hann hefði beitt hana hörðu í þeim tilgangi að fá hana ofan af því að hrjóta. Þau unnu á sömu skrifstof- unni, hún frú Pamela Douglas, 28 ára og hann Robert Douglas, fertugur. Eitthvað hafði verið kalt milli þeirra hjóna að und- anförnu, svo að henni varð ekki svefns auðið nema með aðstoð þær en raunar nýtur hann mjög ilæknis, sem gaf henni svefn- almennra vinsælda. | pillur. En þá brá svo við, að hún tók að hrjóta allt hvað af’ tók. Dómarinn, sem fjallaði um málið, taldi að erfitt væri að gera sér grein fyrir því hvað gera skyldi í slíkum tilfellum. Að visu gæti þáð ekki kallazt ó- sanngjarnt, þó að maðurinn reyndi að stjaka lítiillega við konunni, en hins vegar taldi dómarinn að hann hefði átt að flytja sig í annað herbergi. Dómarinn vísaði á bug full- yrðingum eiginkonunnar, að hann hefði beitt hana ill- illmennsku, en hallaðist aftur á móti að frásögn eiginmannsins, og þar við sat.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.