Vísir - 02.03.1960, Blaðsíða 11

Vísir - 02.03.1960, Blaðsíða 11
.Miðvikudaginn 2. marz 1960 VISIB „Hér verður að nema staðar" Úr skýrslu Vithjálms Þór, bankastjóra, um efnahag íslendinga 1959. Þegar reikningum Seðlabank ans fyrir árið 1959 var lokið i gær, hélt Vilhjálmur Þór bankastjóri ræðu, þar sem hann lýsti viðskiptum og starfsemi bankans á liðnu ári. Vilhjálmi fórust m. a. orð á þessa leið: Árið 1959 var yfirleitt gott ár íslendingum. Þó var heyskap artíð bágborin á Suðurlandi og hefur það valdið bændum á þessu svæði mikilli afurðar- rýmun. Sjávarafurðir urðu hinsvegar þær mestu, sem sög- ur fara af. Síldveiði var meiri fyrir norðan og austan en verið hefur í fimmtán ár. Iðnaðar- framleiðsla var mikil. Sements- verksmiðjan seldi af fram- ftskjugerð— Pi'entstofa Hverfisgötu 78. Sími 16230. GóÓir Reykvíkingar! Munið endurnar á tjöm- inni! Fleygið aldrei gömlu brauði — nema til þeirra. Dýraverndunarftlag Reykjavíkur. leiðslu sinni 84000 smálestir af sementi á árinu. Áburðarverk- smiðjan framleiddi rúmlega 1800 smálestir af köfnunarefn- isáburði og gekk betur en þórað var að búast við í byrjun ársins. Þessar verksmiðjur báðar, spör uðu þjóðinni gjaldeyri. Annar stærri iðnaður mun og hafa gengið yfirleit vel og haft svip- aða framleiðslu og árið áður, þó að enn vanti tölur um þetta. í árslok 1959 eiga íslending- ar sennilega meiri búpening á fóðrum en nokkru sinni áður, eiga fleiri og stærri skip, og eiga fleiri verksmiðjur, meiri og fullkomnari vélar og tæki en nokkru sinni fyrr, og hafa starf að og framleitt meira en áður — en þrátt fyrir allt þetta góða, hefur árið 1959 samt verið erf- itt ár, erfitt hvað efnahagsmál snertir, og ástandið í lok ársins uggvænlegt. Greiðsluhalli á árinu 1959 varð meiri en árin næstu á und- an. Samkvæmt áætlunum virð- ist greiðsluhallinn miðað við vörur og þjónustu hafa orðið a. m. k. 200 millj. króna, en var 1958 91 millj. kr. og 1957 166 millj. kr. Ströng gjaldeyris- skömmtun var viðhöfð allt ár- ið. Var hún framkvæmd eftir fyrirfram gerðri áætlun, sem viðskiptamálaráðuneytið og Seðlabankinn komu sér saman um. Greiðsluhalli ársins hefur. verið jafnaður meO erlendum lántökum að nokkru, en að mjög verulegu leyti með rýrn- andi gjaldeyrisstöðu bankanna, eða eins og nú var orðið réttara að segja, með stórauknum bráðabirgðayfirdráttarskuldum Seðiabankans. Bráðabirgðayfirlit um erlend- ar lántökur sýnir 130 millj. kr. hækkun, en þar við bætist eð gjaldeyrisstaða bankanna versn aði um 148 millj. kr. Þjóð, sem vill framkvæma meira en hún á efni til sjálf, verður að gera upp við sig, hvort hún vill spara við sig í neyzlu, vili hún það ekki, verð- ur hún að minnka framkvæmd- irnar um stundarsakir. Það er ekki hægt að veita sér hvoru- tveggja. Sifelt auknar erl. lán- töku orsaka auknar vaxta- byrðar í erlendum gjaldeyri og aukist ekki útflutningur eða minnki innflutningUr ekki a. m. k. eins mikið og vaxta- og af- borgunarbyrðin, þá hallar til erfiðleika. Þetta er það, sem verið hefur að ske hjá okkur nokkur fyrrirfarandi ár. Síðan ræðir Vilhjálmur nokk- uð um útlánastarfsemi bank- anna og samstarf þeirra á milli, um útstreymi fjái' úr Seðla- bankanum vegna innlendra við- skipta, sem varð 147 millj. kr., og segir síðan: Af því, sem hér er sagt, er ljóst, að útlán peningastoínana hafa verið of mikil. Útstreymið úr Seðlabankanum hefur verið of mikið. Skuldasöfnun við út- „Málverk frá íslandi" nefn- ist sýning, sem stendur yfir í Bogasalnum, og þar sýnir ungur amerískur listmálari, Frank Ponzi, 30 málverk, flest lands- lagsmyndir úr Mývatnssveit og víðar af landinu, einnig upp- stillingar. Aðsókn hefir verið góð að sýningunni, og hafa þeg- ar selzt 7 myndir. Sýningin er opin daglega kl. 11—22. Einn af gestunum, sem komu um helg- ina, var úr Mývatnssveit. Hann var hinn ánægðasti yfir að sjá myndirnar úr heimasveit sinni og lét reyndar þau orð fylgja, að það væri svo undarlega komið, að það væru varla aðrir málarar en útlendingar, sem sýndu íslendingum orðið mál- verk a£ íslandi. Meðfylgjandi mynd er af einu kraftmesta málverkinu á sýningunni, en það er „Dimmuborgir“. lönd ev orðin svo mikil, að vext- 'ir og afborganir gleypa óhugn- j anlega stóran hluta af útflutn- i ingsverðmæti hvers árs. Gjald- | eyrisforði þjóðarinnar er þrot- ■ inn og bráðabirgðayfirdrátta- | skuldir bankanna orðnar svo miklar. að mjög verður að telja óráðlegt að leita eftir meiri slíkum fyrirgreiðslum. j Það er því svo komið, að hér , verður að nema staðar. Það var Afqr&sSsIustiílka Vantar stúlku strax til afgréiðslustarfa í tóbaks- og sæl- gætisverzlun. — Uppl. í síma 3-39-32. ARAit Óska eftir ca. 1 r múrurum í hálfsmánaðar vinnu við innanhússpússni — Uppl. á skrifstofu Vísis, sími 11660, eða í síma 23918. orðið óhjákvæmilegt' að ráðá bót á þessu ástandi og raunar var það nauðsynlegt fyrir löngu. í marzmánuði 1958 sagði ég eftirfarandi: í þessu sambandi vil ég benda á, eins og ég einnig gerði hér 1957, að mikla nauð- syn ber til, að ríkisstjórn og Al- þingi geri varanlegar ráðstaf- anir í efnahagsmálum þjóðar- innar. sem skapi heilbrigðara á- stand og dragi um leið úr hin- um óhóflega þunga, sem leggsb á allar lánsstofnanir. Til þess að di-aga úr kapphlaupinu um fjárfestingu, tii þess að minnka eyðslu til þess að auka sparnað er umfram allt nauðsynlegt að skapa tiltrú til gildis okkar, eigin peninga og skapa jafn- vægi milli verðlags hér á landi og í nágrannalöndum okkar. Aðkallandi varanlegar aðgjörð'- ir í efnahagsmálum eru búnar að dragast of lengi. þær mégá ekki dragast mikið.lengur. Þetta sagði ég hér ■ marz- niánuði fyrir ári síðan og skpðun ínín í þessu efni hef- ur ekki breytzt og með skír- skotun til þessa hlýt ég a8 fagna því, að ríkisstjóxnia hefur boi-ið fram á Alþingi og það sett lög uxn efnahags- mál, sem staðfest voru a€ forseta íslends þ. 20. febr. Þvínæst lýsti Vilhjálmuf nokkrum þeim aðgerðum, sem . óhjákvæmilegar eru jafnframt gengisbreytingunni, . vaxta- jhækkun o. s. frv. tÚ þess að draga úr ónauðsynlegum fram- kvæmdum. Svipaðar ráðstafanir — sagði Vilhjálmur, hafa verið gérðar öðru hverju fyrirfararidi ár a'f seðlabankastjórnum nágranna- landa okkar. Þessar ráðstafanir ! eru ekki gerðar til þess að j minnka útlánin, h'eldur aðeiná til þess að minnka auknirigú útlánanna. \ I Það er skylda allra seðla- bankastjóra að fylgjast vél mað lífæð efnahagskerfis þjóðarinri- ar, og þegar slagæðin fer o£ hratt, þá að gera ráðstafanir í samráði við rikisstjórn — til að minnka þrýstinginn — óg aft- ur, þegar ofþrýstingi er áflétt, að sjá fyrir því, að eðlilegur nærandi blóðstraumur fái notið sín til þess að viðhalda óg næra heilbrigði í efnahagsmálum og framkvæmdum þjóðfélagsins. j— Strax og náðzt hefur h'ér til* i ætlaður árangur, verða breyt- : ingar gerðar á umræddurri ráð- stöfunum. I Þær ákvarðanir, sem Seðlá bankastjórnin hefur tekið, eru ekki gerðar til að skapa aívinnuleysi, ekki til að draga úr framleiðslu. ekki-til þess að minnka lífsafkomu þjóðarinnar. — Heldúr að» ins til þess að hæg.ia á aukn- ingunni um stundarsakir, svo að tóm gefist til að bæta og treysta grundvöllinn fyr- ir aukna framleiðslu o,g vax- andi athafnalíf um íamra framtíð. fvrir hær þúsundir ur.gra íslendinga, sem á kom andi árum vaxa unn og hæt- ast þióðinrti til starfs og framkvæmda. Það er nú enn á ný vinsanileg tilmæli mín til allra þeirra.-sem ! ákvörðunarvald hafa í neninga- ; stofnunum landsins, að v;ðhafa mikla .gætni í útlánum á bessu I árí og.sérstaklega miða útjániiv ; við bað að heilbrigð fram- : Viðsla bjóðarinnar geti ha^dizt.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.